Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 ÁRUSSONV skóhölén iSKAN AKU Kurt Waldheim: Waldheim tfyrir miðju) í þýska hernum á stríðsárunum. Myndin var tekin í Podgorica í Júgóslaviu í maí árið 1943. um ber saman um það. Eftir að hafa særst í Rússlandi var Wald- heim fluttur til Króatíu. Framan af starfaði hann sem túlkur Þjóð- verja í samskiptum við ítali. Síðar tók hann til starfa hjá leyniþjónustu herstjómarinnar í Saloniki. Starf hans fólst einkum í því að taka á móti upplýsingum frá leyniþjón- ustumönnum víðs vegar í Suður- Evrópu, semja skýrslu og flytja á nær daglegum fundum með Löhr hershöfðingja, yfirmanni suðvest- ur-herfylkingar Þjóðveija (Heeres- gruppe E) en í henni var hálf millj- ón manna. Þessar skýrslur Wald- heims þóttu samdar af miklu pólitísku innsæi og víst er að hann hafði töluverð áhrif á ákvarðanir yfirmanna sinna. Hér sér Bom ástæðu til að gagnrýna Waldheim. Hann tilheyrði 7-10 manna hópi liðsforingja hjá suðvestur-herfylk- ingunni sem réðu ráðum um stríðsreksturinn og framkvæmd fyrirskipana frá Berlín. Waldheim var dugnaðarforkur, skarpskyggn og líkast til sá þeirra sem mest vissi um hvað var að gerast hjá óvinin- um. Þó ekki séu neinar sannanir fyrir því að Waldheim hafi sjálfur tekið formlegar ákvarðanir sem flokkast geta undir stríðsglæpi má færa góð rök að siðferðilegri með- sök Waldheims á stríðsglæpum her- fylkingar sinnar. Stundum heyrist sú skoðun að Waldheim hefði stofn- að lífí sínu í hættu hefði hann óhlýðnast fyrirskipunum. En þvert á móti sína dæmin að ýmsar leiðir vom fyrir yfirmenn í þýska hemum til að framfylgja skipunum Hitlers. Löhr og hans 'menn völdu þá harka- legustu. Og í ótal skýrslum Wald- heims sem fyrir liggja frá þessum tíma bendir hann aldrei á að fjölda- aftökur, brottflutningur gyðinga eða annað slíkt hroðalegt athæfi væri pólitískt óhagkvæmt. Bom segir að það hefði hann getað gert án þess að stofna lífí sínu á nokk- um hátt í hættu og nefnir dæmi þess að menn í svipaðri stöðu kom- ust upp með það. Þann 25. maí 1944 skrifar Waldheim meira að segja: „Refsiaðgerðimar gegn skemmdarverkamönnum hafa lítinn árangur borið þrátt fyrir hörku sína. Skýringin er sú að aðgerðimar hafa verið tímabundnar og andspymu- hópamir hafa jafnan náð aftur tök- um á þeim stöðum þar sem refsiað- gerðir hafa verið framkvæmdar". Semsagt harka aðgerðanna er ekki gagnrýnd heldur hversu óhnitmið- aðar þær em. Höfundur leggur á það áherslu að ferili Waldheims í stríðinu hafi á engan hátt verið einstakur heldur svipaður og hjá fjölda Austurríkis- manna sem gegndu herþjónustu fyrir Hitler. En hrokinn og kæru- leysið, lygamar og útúrsnúningam- ir sem Waldheim hefur beitt síðan fortíð hans var dregin fram í dags- ljósið stinga í augu. Ekki er hægt að fínna neitt sem bendir til að örlög fómarlamba þýska hersins hafí snert hann. Ásakanir á hendur honum sjálfum verða á hinn bóginn tilefni sjálfsvorkunnar og þess að hann kallar þær „markvissa, við- bjóðslega ófrægingarherferð". inni sem gerði lítið annað en að færa til flögg á landakorti. Bom kemst að því að Waldheim hafí alls ekki verið nasisti. Heimild- Fiir die Richtigkeit: Kurt Wald- heim sem út kom í fyrra. í fímmtán bókarköflum eru rakin uppvaxtar- og námsár Waldheims og ferill hans í stríðinu. Sögusviðið er einkum Balkanskagi og grísku eyjamar. Í Numberg-réttarhöldun- um eftir stríðið var framgöngu þýska hersins á Balkanskaga árin 1941-45 lýst þannig að vegna grimmdarinnar sem þar birtist væri hún einsdæmi á síðari tímum. Bom veltir því fyrir sér hvað Waldheim hafí í raun vitað um brottflutning minnihlutahópa eins og gyðinga og serba sem síðar týndu lífí í fanga- búðum nasista. Sjálfur hefur Wald- heim lýst hlutverki sínu þannig að hann hafi verið ómerkilegur skriff- Erlendar bækur Páll Þórhallsson Hanspeter Born: Ftlr die Richtig- keit: Kurt Waldheim; Schnee- kluth Verlag, Mtinchen 1987; 304 siður. Undanfarið hafa Austurríkismenn neyðst til að gera upp sakimar við fortíðina. Þeir hafa valið í forseta- embættið mann sem komst til æðstu metorða sem diplómat en gegndi eins og æ betur hefur kom- ið í ljós veigamiklu hlutverki í þýska hemum. Erfítt er fyrir bæði þýska og austurríska sagnfræðinga að sýna hlutlæga mynd af forsetanum og ráða í gerðir hans á stríðsárun- um vegna þess hve fortíð þjóða þeirra er samofín fortíð Kurts Wald- heims. Það er því kannski engin tilviljun að það er Svisslendingur sem gert hefur þessu máli hvað best skil í bókarformi. Hanspeter Bom er blaðamaður við vikuritið Weltwoche sem gefið er út í Zúrich. Fyrir tilviljun fór hann að grafast fyrir um fortíð Waldheims á miðju ári árið 1986. Hann ræddi við fé- laga Waldheims úr æsku og bræður úr stríðinu. Einnig stundaði hann rannsóknir sínar í herskjalasafninu í Freiburg en yfírmaður þess er Manfred Messerschmidt sem sæti átti í aljþóðlegu sagnfræðinga- nefndinni sem austurríska ríkis- stjómin fól að kanna fortíð Wald- heims. Úr rannsóknum Boms varð greinaflokkur í Weltwoche. Þær greinar em uppistaðan í bókinni m. w mm • ■' •. t .■‘.W’SSBKr-, Ml 2245Ö RIMA AUSTURSTRÆTI RIMA LAUGAVEGI 89 S.WAAGEKRINGLAN-S.’ \ AXEL Ó LAUGAVEGÍ 1 Ml 22453 ;; ÖE DOMUS MEDICA - AXÉ rOPPSKÓRINN VELTUSUN it-SKÖBÚÐ SELFOSS-I FATAVAL KEJ Enginii nasisti en setti eigin frama ofar öllu 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.