Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Dulítil þagnarstund Varnir gegn hljóðmengun „Rjúpumál“ Alþingis Dægxirmál — skammdegismál —, sem raða á stundum margorð- um þingmönnum í ræðustól, eru á stundum kennd við rjúpu. Hvers á sá fagri fugl að gjalda? Er hér höfðað til málsháttarins nað rembast eins og ijúpan við staurinn"? Rjúpumál liðandi þings er bjórinn, eina ferðina enn. Myndin sýnir íslenzkan, áfengan bjór, framleiddan hjá Sana hf. á Akureyri. „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að láta semja frumvarp til laga um vamir gegn hávaða og hljóðmengnn." Þannig hljóðar tillaga til þingsályktunar sem flutt er af sjö alþingismönnum úr sex þingflokkum. Fyrsti flutnings- maður er Ragnar Amalds (Abl/Nv). I Hávaði setur í æ ríkara mæli mark sitt á samfélag okkar. Líf fólks á líðandi stund er líf í há- vaða. Hljóðmengun er orð, sem var fáheyrt fyrir nokkrum áratug- um, en er flestum tungutamt í dag. Hávaðinn segir svo að segja hvarvetna til sín; kemur úr öllum áttum: hávaði frá ökutækjum, flugvélum og atvinnurekstri. Háv- aði frá vélum, tækjum og hátölur- um (útvarpi og segulbandi). Síðasttaldi há-vaðinn hefur lagt undir sig vöku mannsins, frá fóta- ferð til háttatíma. Hljóiðmengun margs konar er orðin slík að nátt- urvemdárþing 1987 sá ástæðu til að álykta á þennan veg: „Sjötta náttúruvemdarþing 1987 skorar á stjómvöld og Al- þingi að undirbúa og setja hið fyrsta heildarlög og reglur til vamar gegn hávaðamengun". Líta verður á þingsályktunartil- löguna sem áréttingu á áskorun náttúmvemdarþings. n Steingrímur Gautur Kristjáns- son reit grein í Morgunblaðið í september síðastliðnum þar sem m.a. er fjallað um samfélagsregl- ur að þessu leyti. Þar greinir frá lögreglusam- þykktum frá fyrri tíð, sem kváðu á um að „enginn megi hafa í frammi hávaða eða ofsalegt eða móðgandi háttalag, sem ónáðar vegfarendur, viðstadda eða þá sem búa í nágrenninu". Þar segir og af nýrri lögreglu- samþykktum, þar sem segir að „óheimilt sé að þeyta hátalara eða hafa hljómflutningstæki svo hátt stillt að það valdi ónæði eða trufl- un“. Orðrétt segir Steingrimur: „I Kópavogi getur lögregla bannað notkun magnara, hljóm- flutningstækja eða sambærilegs búnaðar, ef sýnt þykir að slíkt valdi ónæði". m Höfundur vitnar jafnframt til ákvæða í lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit (nr. 109/1948), lögum um búnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöð- um (nr. 35/1980) og heilbrigðis- reglugerð um hávaðavamir á vinnustöðum og heymareftirlit (nr. 45/1972). Akvæði þessi miða öll að því að koma í veg fyrir heilsuspillandi hávaða sem og hávaða sem er til óþæginda. Orðrétt segir höfundur: „Þegar skráðum ákvæðum sleppir taka við óskráðar reglur grenndarréttar. Menn mega ekki viðhafa neitt það á eign sinni sem valdið getur nágrönnum meiri óþægindum eða ónæði en almennt gerist og við er að búast. Af einhveijum ástæðum virðist þeim sem eiga að gæta laga og réttar fallast hendur gagnvart tónlistarhávaða á almannafæri og má vera að skýringanna sé að nokkru leyti að leita í því hve ófullkomnar og ónákvæmar laga- reglur eru á þessu sviði." rv Dægurtónlist lætur ljúft í eyr- um þegar og þar sem hún á við. Síbylja slíkrar tónlistar, hástilltr- ar, getur hinsvegar verið til skap- raunar — og raunar skaða, þegar verst gegnir. Fólk gerir sér því ekki að óþörfu erindi í fyrirtæki, svo dæmi sé tekið, þar sem hást- illt síbyljan glymur daglangt. Um hávaða af þessu tagi segir Steingrímur: „Margir virðast állta að þar sem meiri hluti starfsmanna vill hlusta á útvarp verði minni hlutinn að lúta í lægra haldi samkvæmt grunnreglu lýðræðisins, en þetta er hinn mesti misskilningur. Vegna vinnunnar rekur engan nauður til að haldið sé uppi tónlist- arflutningi á vinnustöðum. Einn hópur manná á engan rétt á því að kúga minni hlutann með þess- um hætti, hvorki á vinnustað né annars staðar. Um opinberar stofnanir gildir nokkuð öðru máli en einkafyrir- tæki. Þær eru reknar í umboði allra samfélagsþegnanna og þangað eiga menn nauðsynjaer- indi. Starfsmenn hins opinbera hafa ekkert umboð til að halda opinbera tónleika í opinberum stofnunum umbjóðendum sínum til skapraunar þegar þeir eiga þangað erindi. Hér gildir lfku og um hávaða á götum úti...“ Höfundur flokkar strætis- vagna, sem reknir eru af sveitar- félögum til fólksflutninga, undir sama hatt og opinberar stofnanir að þessu leyti. V Samþykkt náttúruverndar- þings, sem fyrr er getið, og sér- stakur tillöguflutningur á Alþingi um nauðsyn löggjafar til vamar gegn hávaða og hljóðmengun, hljóta að vekja nokkra athygli, þó fjölmiðlar hafi ekki „barið bumbur" þeirra vegna. Fyrsta grein laga um hljóð- mengun gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: „Óheimilt er að hafa hljóm- fiutningstæki, gjallarhorn, út- varpstæki eða önnur slík tæki svo hátt stillt að valdi nágrönnum eða vegfarendum ónæði eða truflun." Nánari ákvæði mætti setja um rétt meiri- og minnihluta á vinnu- stöðum, um almenningsvagna, flölbýlishús, opinberar stofnanir, sundstaði, íþróttasvæði og svo framvegis. Sveigjanlegar reglur gildi að sjálfsögðu um hátfðisdaga og sérstaklega leyfðar útisam- komur. Raunar geta þeir, sem hafa vilja háværa tónlist í eyrum við vinnu eða á almannafæri, full- nægt „þörfinni", án þess að baga aðra, með því að nota sérgerð heymartól sem auðvelt er að verða sér úti um. VI Fleiri og fleiri hallast að því að betra sé að hafa of fá en of mörg lög. Það þykir þarfaþing að grisja eldri hluta lagaskógarins, eins og lftillega er byijað á. Þar hefur Jón Sigurðsson, ráðherra, sem er tiltölulega nýr af nálinni sem stjómmálamaður, riðið á vað- ið. Önnur ráðuneyti munu nú íhuga að feta f fótspor hans að þessu leyti. Og máske mætti allt eins koma hávaðavörnum við í reglugerðum — og framkvæmd þeirra — eins og með sérstökum lögum. Þegar þingmenn taka sér stundarhlé frá „ijúpumálum“ ýmsum, sem gjaman skjóta upp kolli f skammdeginu, þegar þeir mega vera að því að líta aðeins upp úr bjórfroðunni, sem þeir — sumir hveijir — treysta engum til að drepa tungu í nema sjálfum sér, mættu þeir fúslega taka fyrir 198. mál 110. löggjafarþingsins: „Tillögu til þingsályktunar um hávaðamengun", sem þingmenn úr öllum flokkum hafa sameinazt um. Og til að slá á hinnar léttari nótumar færi máske vel á því að fyrstur stigi í ræðustól Hreggvið- ur Jónsson, þingmaður Borgara- flokks. Það hæfði sum sé við- fangsefninu að hafa dulitla þagn- arstund. Garðabær: Áætlaðar tekjur bæj- arsjóðs um 428 millj. Rúmlega 79 millj. til íþróttamiðstöðvar BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1988. Áætlaðar tekjur bæjarajóðs eru um 428,9 miljjónir króna og er aðaltekjustofninn útsvar, sem er áætlað um 271,2 miljjónir króna eða 63,3% af sam- eiginlegum tekjum. Fasteigna- skattur er 0,375% og er heimild til afsláttar á fasteignagjöldum nýtt að fullu. Gert var ráð fyrir um 29,7 mil(jóna króna framlagi úr jöfnunarsjóði en vegna efna- hagsaðgerða rfkissfjórnarinnar, sem meðal annars fela I sér skerð- ingu á framlagi úr sjóðnum, ltekk- ar framlag til Garðabæjar um 6,5 miljjónir króna. „Staðgreiðslukerfið kemur ver út þjá okkur fyrsta árið miðað við óbreytt innheimtukerfi og reiknum við með um 48 milljónum króna lægri útsvarstekjum vegna þeirra breytinga á álagsreglum, sem stað- greiðslukerfinu fylgja," sagði Ingi- mundur Sigurpálsson bæjarstjóri. „Hitt verður þó að viðurkenna, að til lengri tfma litið er staðgreiðslan hagstæðari sveitarfélögunum að því leyti að tekjur sveitarfélaganna taka sömu breytingum og laun gjaldenda á hveijum tíma.“ Helstu útgjöld bæjarsjóðs eru til fræðslumála, samtals um 75,1 millj- ón króna eða 26,4% af heildarút- gjöldum ogtil félagsmála 50 milljón- ir króna eða 17,6%. Til annarra framkvæmda verður varið 144,9 mil(jónum króna og ber þar hæst byggingu íþróttamiðstöðvar við Ás- garð en áætlað er að veija um 79,6 miljjónum til hennar á árinu að sögn Ingimundar. „lþróttamlðstöðin verður byggð f framhaldi af núverandi fþróttahúsi við Garðaskóla og verður byggð 1.800 fermetra tengibygging á þremur hsaðum á milli húsanna," sagði Ingimundur. „Þar er gert ráð fyrir þjónusturými fyrir leikfimisal skólans, nýja íþróttahúsið og sund- laugina, sem verður endurbyggð á lóð núverandi laugar. fþróttasalur- inn verður 1.500 fermetrar með áhorfendasvæði fyrir um 1.200 manns og uppfyllir hann kröfur, sem gerðar eru til alþjóðlegra keppni- svalla. Kostnaður við framkvæmdina f heild er áætlaður um 140 mi!(jónir króna en f ár verður varið tæpum 80 miHjónum til framkvæmdanna. Fyrirhugað er að Ijúka sundlaugar- gerðinni og hluta af búningsher- bergjunum f haust, en fullnaðarfrá- gangi verður lokíð á næsta ári.“ Ingimundur sagði að rúmlega 60 miHjónum króna yrði varið til gatna- framkvæmda og verður meðal ann- ars haldið áfram að leggja gang- stéttir, þar sem frá var horfið á sfðasta sumri. Reiknað er með að veita um 17 mil(jónum króna til Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri með lfkan af nýju íþróttamið- stöðinni. endurbóta á eldri götum. Gert er ráð fyrir að lóðum verði úthlutað f Bæj- argili I og að áfram verði unnið að skipulagningu við Bæjargil II. Auk þess er gert ráð fyrir að lagðar verði nýjar götur f miðbænum f tengslum við lóðarúthlutanir þar. „Samkvæmt nýju aðalskipulagi fyrir Garðabæ, sem samþykkt var f júli siðastliðnum og gildir til ársins 2005, er gert ráð fyrir áframhaldandi fbúðabyggð f Bæjargili en á mótum RevkjaneB- brautar og væntanlegrar Álftanes- brautar er áformað að risi íðnaðar- og veralunarhverfi á um 30 hektara landi. Erum við að vonast til að þar verði hægt að úthluta lóðum sfðar á þessu ári eða f byijun næsta árs,“ sagði Ingimundur. Tveir leikskólar eru f Garðabæ og er ein dagheimilisdeild á öðrum þeirra. Var nýrri leikskólinn tekinn f notkun á árinu 1986 en á fjár- hagsáætlun þessa ára eru fjárveit- ingar tit undirbúningsframkvæmda við nýjan leikskóla og raunar einnig að auknu grunnskólarými, að sögn Ingimundar. „Ibúar 1 Garðabæ eru um 6.400 og milli áranna 1986 og 1987 {jölg- aði fbúum verulega eða um rúm 6%, sem er langt umfram landsmeðal- tal,“ sagði Ingimundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.