Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Ahætturannsóknadeildin, þar sem eyðnirannsókn- imar fara fram, skiptist í tvennt. Annars vegar í skrifstofuhúsnæði og geymslur og hins vegar í rann- sóknastofur. Eru þær alveg aðskild- ar þannig að sýni sem kemur inn er fyrst skráð með raðnúmeri inni í skrifstofunni þar sem öll pappírs- vinna fer fram. Fylgiseðillinn verður eftir þar, en farið er með sýnið inn á rannsóknastofuna. Þar er það rannsakað og niðurstöðunum komið fram í skrifstofurýmið án þess að svarbréfið, sem fer út í póstinum, hafi farið inn á rannsóknasvæðið. Þegar blóðsýnið er komið inn í rannsóknastofuna er það skiiið í skilvindu. Blóðvatnið er rannsakað á sérstökum hlífðarborðum, þannig að gler skilur á milli þess sem rann- sakar og sýnisins. Loft streymir aldrei frá borðinu og inn í herberg- ið, heldur úr herberginu inn í borð- ið og þaðan upp um loka og inn í loftræstikerfið. Sá sem vinnur við borðið er með hlíf fyrir vitum, gúmmíhanska á höndum og í hlífðarslopp. Hann er í sérstökum skóm, sem aldrei fara út úr rann- aðstaða sóknastofunni. Aðrir skór eru not- aðir í skrifstofunni. Blóðsýnið fer í tvenns konar mælingar sem gerðar eru á öllum sýnum við sitt hvort borðið í rann- sóknastofunni. Ef einhver grunur Ieikur á að útkoman sé jákvæð eru gerð fleiri próf sem annað hvort staðfesta eða útiloka sýkingu. Já- kvæð blóðsýni eru smitandi þegar þau koma í rannsókn. Sérstakar varúðarráðstafanir eiga að gilda um sendingar slíkra sýna á rannsókna- stofuna. Vandlega verður búið um sýnin, svo að ekki sé hætta á að blóð fari niður á leiðinni í rannsókn. Mótefni myndast fyrst eftir 6—8 vikur Miklu máli skiptir að blóðsýni séu tekin á réttum tíma. Nýsmitað fólk hefur ekki mótefni í blóði fyrr en í fyrsta lagi eftir 6—8 vikur og jafn-' vel enn lengri tíma. Ef niðurstaða mótefnamælingar er neikvæð getur það stafað af þvi að sýnið hefur verið tekið og snemma eftir smit og er þá nauðsynlegt að koma aftur í próf. Ef liðnir eru margir mánuð- ir eftir að viðkomandi var í smit- hættu eru meiri líkur á að hægt sé að taka mark niðurstöðunum. Margrét segir að hinn langi og hægi gangur sjúkdómsins geri hann mjög erfíðan viðureignar. Fólk sem smitast verður ekki veikt nærri strax og geta Iiðið mörg ár þar til fyrstu einkenni sjúkdómsins koma í ljós. Sjúklingurinn smitar þó allan tímann, sérstaklega fyrstu vikumar áður en mótefni myndast. Veiran vex hægt og er yfirleitt ekki í miklu magni f sjúklingnum, en hún er alltaf virk. -En hvað gerist ef í ljós kemur að niðurstaða eyðnimælingarinnar er jákvæð? „Ef ástæða þykir að skoða blóð- sýni nánar eftir að það hefur farið í gegnum fyrstu tvö prófin er það skoðað betur og leitað staðfesting- ar- eða útilokunar á eyðnisýkingu með öðrum blóðrannsóknum. Við munum ekki reyna að rækta eyðni- veirur nema í sérstökum tilvikum og verða þau valin í samráði við lækni sjúklingsins,“ sagði Margrét. Fælir fólk frá ef blóðsýni verða tekin hér „Blóðsýni verða ekki tekin hér hjá okkur. Oft hefur verið rætt um hvert eigi að vísa fólki sem vill fara í þessa mælingu án þess að það Guðbjörg Sigurgeirsdóttir iæknir sýnir hvernig unnið Öll áhöid sem notuð eru við eyðnirannsóknir er með blóðsýni við sérstök hlífðarborð. eru dauðhreinsuð undir þrýstingi í þessum skáp. eins ogþest verður akosið - segir Margrét GuÖnadóttir forstöðumaður Rann sóknastofu Háskólans í veirufrœöi sem hefur starfsemi í nýju húsnœÖi innan skamms Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði og ný áhætturannsóknadeild þar sem eyðnirannsóknir eiga að fara fram hefja starfsemi sína innan skamms í nýuppgerðu húsnæði í Ármúla la I Reykjavík. í þessu húsi var verslunin Vörumarkaðurinn áður. Nú minnir ekkert á verslunina enda hefur húsnæðinu verið breytt mjög mikið og fellt aðþörfum rannsóknastofunnar. Áhætturannsóknadeildin er aðskilinfrá rannsóknastofunni með þykkum steinsteypuvegg og er sér inngangur inn i hana. Margrét Guðnadóttir prófessor og forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði féllst á að sýna blaðamanni Morgunblaðsins húsnæðið, lýsa þeim rannsóknum sem gerðar verða í þar og ræða almennt um sjúkdóminn eyðni. Fyrst og fremst verður Iýst áhætturannsóknadeildinni og eyðnirannsóknum sem þar fara fram. Margrét Guðnadóttir forstöðu maður Rannsóknastofu Háskólans f veirufræði. Lokað hlífðarborð með áföstum hönskum er í innsta herberginu þar sem hægt verður að rækta eyðniveirur gerist þess þörf. þurfi að skrifta um lífsmáta sinn. Ég tel nauðsynlegt að hægt verði að fá blóð tekið fyrir eyðnimælingu á ákveðnum stöðum þar sem fólk sækir einnig ýmsa aðra þjónustu. Fólk á ekki að þurfa að vera hrætt um að spurt verði um kynlíf þess eða annað sem það vill kannski ekki tala um. Þeim sem taka blóð- sýni kemur slíkt ekkert við og ekki heldur hvort smitið er nýtt eða gamalt. En brýna þarf fyrir viðkom- andi að koma aftur í blóðtöku ef stutt er liðið fi-á því hann eða hún var í smithættu. Hér á tæknin að vera í lagi og við sjáum um að fylgjast með nýj- ungum og að fyllsta öryggis sé gætt. Það er hlutverk veirufræðing- anna. Síðan á sjúklingurinn eða læknir hans að taka við svörunum. Ég held að það muni fæla fólk í áhættuhópum frá ef sýni verða tek- in hér, því allir vita hvaða rannsókn- ir fara fram í þessu húsi. Sjálfri finnst mér það sjálfsögð og rétt stefna að líta á eyðni sem hvem annan illkynja sjúkdóm. Það er alltaf erfitt að fá þá greiningu að maður gangi með illkynja sjúk- dóm sem getur endað með skelf- ingu. En það er ekki gagnslaust að greina þá sem ganga með erfiða sýkingu eins og eyðni því hægt er að gera heilmikið fyrir þá. Þó að við höfum ekki enn lyf til að útrýma eyðniveirunni getum við lagað heil- margt bæði líkamlegt og félagslegt fyrir hinn sýkta." Þrýstingsmismunur til að auka öryggið í húsnæði áhætturannsókna- deildarinnai1 er þrýstingsmismunur milli herbergja. í skrifstofunni fremst er venjulegur loftþrýstingur, en minni þrýstingur í rannsókna- stofunni. Þetta er gert með að hleypa þaðan út aðeins meira lofti en inn kemur. Því streymir aldrei mengað loft úr rannsóknastofunni inn í skrifstofuhúsnæðið. Loftið í rannsóknastofunni fer beint inn í loftræstikerfíð. Sama er að segja um allt loft úr hlífðarborð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.