Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 27 Sparisjóður Súðavíkur; FALLIÐ FRÁ KRÖFUM í ÁVÍSANAMÁLI á hann að hann hefur æ síðan lagt áherzlu á að fá nákvæmar upplýs- ingar um allt sem máli skiptir og hafa á að skipa hæfu starfsliði, sem kann að bijóta mál til mergjar og semja greinargóðar skýrslur. Mskipti Shamirs af stjómmál- um hófust ekki fyrr en 1970 þegar hann gekk í Herut (Frelsisflokk- inn), arftaka Irgun, þá 53 ára að aldri. Hann var kosinn á þing þremur árum síðar, gat sér strax gott orð fyrir ágæta skipulags- og stjómunarhæfíleika og var kjörinn forseti þingsins, Knesset, 1977. Hann var oftast sammála Begin, en tók stundum harðari afstöðu en hann og sat hjá í atkvæða- greiðslunni um friðarsamninginn við Egypta 1979. Harðlínumaður Begin átti erfítt að vinna með hæfíleikamönnum á borð við Ezer Weizman, Moshe Dayan og Ariel Sharon og áhrif Shamirs jukust stöðugt. Hann varð utanríkisráð- herra 1979 í stað Dayans og var talinn standa sig vel í því starfí, en var þó gagnrýndur fyrir afstöðu sína til borgarastríðsins í Líbanon. Einkum þótti hann of fylgispakur við Sharon landvamaráðherra, að- alhvatamann íhlutunar ísraels í Líbanon, sem seinna átti mikinn þátt í því að hann varð forsætisráð- herra. Litlu munaði að völd Begins kæmust í hættu þegar opinber nefnd sakaði hann um að hafa að engu haft ábendingar um að fjölda- morð kynnu að verða framin í Sabra- og Chatila-búðum Pa- lestínumanna. Shamir hefur alltaf verið einn eindregnasti stuðningsmaður Er- etz, þ.e. „Stór-ísraels“, og hófsam- ir menn í ísrael, svokallaðar „dúf- ur“, hafa sakað hann um að standa of fast á kröfunum til Vesturbakk- ans. Þegar hann var beðinn um að réttlæta kröfuna 1982 svaraði hann með hebresku orði, „Kacha", sem merkir „þannig á það að vera“ eða „af því bara“. Shamir lét aldrei á því bera að hann æli pólitískan metnað og forðaðist að eignast óvini í Likud- bandalaginu. Sagt var að hann hefði verið tregur til að taka við starfí forsætisráðherra af Begin 1983, því að hann vildi láta lítið fara fyrir sér. Val hans var talinn sigur fyrir herskáa og gamla leið- toga Likuds og olli þeim mönnum vonbrigðum, sem höfðu vonað að Israelsstjóm tæki upp sveigjan- legri stefnu þegar Begin léti af embætti. Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, tók við stjómar- taumunum eftir kosningamar 1984 og sat Ail hausts 1985, en úrslit kosninganna voru svo óljós að það varð að samkomulagi að hann og Shamir skiptust um að fara með stjómarforystuna. Nú eru nýjar kosningar á næsta leiti og afstaða kjósenda kann að ráðast af afstöðu þeirra til ástandsins á Vesturbakkanum og Gaza-svæð- inu, sem varð til þess að George Shultz, utanríkisráðherra Banda- rílq'anna, fór í friðarleiðangur sína til Miðausturlanda fyrr á þessu ári. Síðan fór Shamir í ferð sína til Washington. Þótt hann vildi lítið gera úr kryt ísraels og Bandaríkja- stjómar áður en hann fór og kall- aði hann „misskilning milli vina“ í blaðaviðtali tókst honum og Re- agan forseta ekki að jafna ágrein- inginn. Reagan lagði áherzlu á að friðaráætlun Bandaríkjamanna yrði ekki breytt og varaði við þeim afleiðingum, sem það gæti haft ef henni yrði hafnað, en „harðjaxlinn í ísrael“ þijózkaðist við. Hann vill ekki láta af hendi landsvæði, sem voru tekin herskildi í sex daga stríðinu 1967, þar sem hann telur að það muni stofna öryggi ísraels í hættu. LÖGMAÐUR Sparisjóðs Súðavík- ur, sem höfðaði mál sfðasta haust gegn framseljendum ávisana, hef- ur nú tilkynnt aðilum að Sparisjóð- urinn falli frá kröfum sínum. Kröfumar námu að nafnvirði um 12-1300 þúsund krónum, en lög- maðurinn segir að Sparisjóðurinn eigi góða von um að fá þetta fé greitt, þar sem hann hafi undir höndum skuldabréf tíl greiðslu á kröfunum. Nú er hins vegar rekið riftunarmál vegna skuldabréfsins. Fari svo að Sparisjóðurinn tapi þvf þá á hann almenna kröfu f þrotabú útgefanda tékkanna og fengi þá hugsanlega greidd um 30-40% af kröfunum. Aðdragandi máls þessa var sá, að í fyrravetur rak sambýlisfólk veit- ingahús á ísafírði og var konan skráð eigandi ávísanareiknings, sem mað- urinn notaði einnig í þágu fyrirtækis- ins. Síðastliðið vor gaf maðurinn út ávísanimar, sem málaferlin spunnust af. Um 4-5 mánuðum eftir framsal ávísananna krafði Sparisjóður Súðavíkur framseljendur, 14 talsins, um greiðslu þeirra, þar sem ekki reyndist innistæða fýrir þeim. Á með- al þessara ávfsana var ein, sem bæjar- fógetaembættið á ísafírði hafði veitt viðtöku sem greiðslu á gjöldum. Nú hefur lögmaður Sparisjóðs Súðavikur, Sigurður Þóroddsson, hdl., tilkynnt aðilum öllum að Spari- sjóðurinn hafi fallið frá kröfum sfnum á hendur þeim. „Það reyndist vera formgalli á ávísununum, því útgáfu- staðar var ekki getið nógu greini- lega,“ sagði Sigurður. „í lok nóvemb- er féll dómur í Hæstarétti, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri mann af kröfu banka, þar sem útgáfustaður var ekki til- greindur á tékkunum. Með hliðsjón af þessu var ákveðið að taka eitt mál til úrlausnar og sýknudómur í því var kveðinn upp þann 7. mars siðastlið- inn. í framhaldi af því var málið fellt niður." Sigurður var inntur eftir því, hvort rétt væri að Sparisjóður Súðavíkur þyldi ekki að taka á sig þessar 12-1300 þúsund krónur. „Það er auð- vitað ekki rétt og Sparisjóðurinn fékk á sínum tíma skuldabréf frá þriðja aðila, til greiðslu á þessum kröfum. Það er nú verið að reka riftunarmál út af því skuldabréfí. Ef niðurstaða hefði fengist í riftunarmálinu í haust, eins og búist hafði verið við, þá hefði þetta tékkamál aldrei verið höfðað. Það var fyrst og fremst höfðað til að slíta 6 mánaða fymingu. Ef niður- staða skiptaréttar verður sú, að Sparisjóðurinn heldur skuldabréfínu, þá er enginn vafi á því að hann fær þessa tékka greidda. Verði niðurstaða skiptaréttar Sparisjóðnum í óhag, þá á hann al- menna kröfu í búið og fær þá hugsan- lega greidd um 30-40% af jfessari upphæð," sagði Sigurður Þóroddsson, lögmaður, að lokum. m HVAR ER ÖDÝRAST AÐ VERSLA? 10. ER UMBOÐIÐ ALLTAF DÝRAST? í nýgeröri verðkönnun Verðlags- stofnunar kemur fram að verð á varahlutum I þá bíla, sem Hekla hf. hefur umboð fyrir, er lægst í Varahlutaverslun Heklu hf. I 7 tilfellum af 12. Þar að auki var Hekla hf. aldrei með hæsta verð á þeim varahlutum, sem könnunin tók til. Þessar niðurstöður eru sannarlega góður vitnisburður um að varahlutir geta verið ódýraStir hjá viðkomandi bifreiðaumboði. 113% VERÐMUNUR í könnun Verðlagsstofnunar kom fram að það munaði allt að 113% á verði varahlutar í Heklu hf. og samskonar vara- hlutar í þeirri verslun, sem hæsta verðið hafði. Það liggur því- í augum uppi að hægt er að spara verulega með því að kaupa þar sem verðið er lægst. GÆÐIN SKIPTA LÍKA MÁLI í varahlutaverslun Heklu hf. eru aðeins seldir viðurkenndir vara- hlutir með ábyrgð, sem stand- ast ýtrustu kröfur framleiðenda bílanna. Umboð Bilanaust Borgar- túni 26 Háberg Skeifunni 5a Óliu- élagið hf. (Esso) GS vara hlutir Hamars- höfða 1 I. Erlings- ' son Ármúla 36 Oliufólagið Skeljungur (Shell) Blossi Ármúla 15 Oliuversl- un íslands (Olis) Stilling Skeif- unni 11 Áiimingar Ármúla 22 Lægsta verð Hæsta Mismunur verð i % 1 MITSHUBISI GALANT 1600 í ÁRG . 1983 — HEKLA HF 1 Korti 1 stk oo 02 110 110 105 116 03 128 109 eo 125 38,0% Platína 110 110 144 153 105 106 160 106 165 55,7% Lofftsia 248 * 403 378 248 403 02,5% “ Oliusia 237 312 303 237 312 31,8% “ 1078 1814 1277 1200 1078 1514 40,4% “ Bromsuklossar, 4 stk. 048 645 570 1200 877 884 870 1260 118,8% Stýrlsendl 756 700 600 090 760 10,1% 1710 . 1780 2270 1080 1700 1710 2270 33,3% ~ Kúpllngspressa 22SO * 2270 3004 3014 2200 3814 00,5% “ Þurrkublað 108 * 320 301 415 314 287 105 416 112,8% Vlftureim 201 107 170 205 170 205 20,6% Kvolkjulok 280 248 210 200 34S 283 25S 216 345 50,7% 1 * Losgsta verð. Kynntu þér okkar verð * það borgar sig! HF Laugavegi 170 172 Simi 695500 RAIMGE RGX/ER MlNlTjytETRO | GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.