Morgunblaðið - 20.03.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 20.03.1988, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 51 Akranes: Fjáröflimarútvarp Góö tilbreyting í bæjarlífinu Akranesi. SUNDFÉLAG Akraness, sem á 40 ára afmæli um þessar mundir, setti á stofn fjáröflunarútvarpsstöð á Akranesi dagana 4.-6. mars sl. i sam- vinnu við Skagablaðið og rann allur ágóði af rekstri stöðvarinnar til félagsins, en þar er unnið geysiöflugt félagsstarf, ekki síst fyrir yngri kynslóðina. Vel var til vandað í dagskrá stöðv- arinnar og komu menn víða við. Meðal efnis voru fréttir og frétta- tengdir þættir, spumingaþættir auk viðtalsþátta og tónlistarþátta. Nokkrir burtfluttir Akumesingar sem vinna við fjölmiðla önnuðust sinn þáttinn hver. Útvarpsstjóri var Sigurður Sverrisson, ritstjóri Skaga- blaðsins, og að hans sögn tókust þessar útvarpssendingar að mestu leyti mjög vel, það voru helst erfið- leikar með sendinn sem hefði verið að angra þá, en með hjálp góðra manna hefði verið komist yfír þá erfíðleika. Eins og áður kemur fram rann allur ágóði af auglýsingatekjum og öðrum áheitum útvarpsins til Sund- félags Akraness og er víst að allt fé sem safnaðist kemur því í góðar þarfír. Sturlaugur Sturlaugsson, formaður Sundfélags Akraness, seg- ir að þessi leið til fjáröflunar hafí ekki verið reynd áður á Akranesi og undirtektir allra sem leitað hafí verið til hafi verið frábærar. „Ég held að allir sem unnu að þessu hafí haft ánægju af því og þetta verður okkur öllum minnisstætt. Ég vil því nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt gerðu okkur kleift að Tollari ’88 Lipur: Sérstaklega einfaldur í notkun. Fróður: Kann tollskrána og tollareglur utan að. Reyndur: Forritið hefur þegar gert þúsundir toll- skýrslna frá áramótum. Tollari ’88 er farsæl lausn á tollskýrslugerð og verðútreikningum. íslensk tæki, Garðatorgi 5, sími 656510. Sigurður Sverrisson útvarpsstjóri lét ekki sitt eftir liggja við stjómun einstakra þátta. Enda vanur maður á réttum stað. gera þetta eins vel úr garði og raun varð á,“ sagði Sturlaugur. Ný sund- laug verður tekin í notkun á Akra- nesi í sumar og sundfélagið ætlar að ráðast í kaup á dýrum tímatöku- tækjum fyrir hina nýju sundlaug.' Með slíku tæki opnast sá möguleiki að halda stórmót í sundi á Akra- nesi. í sumar er ætlunin að halda aldursflokkamót í sundi en það mun vera íjölmennasta sundmót hérlendis ár hvert. Útvarp Akranes var mikil tilbreyt- ing í bæjarlífínu og var fólk almennt sammála um að vel hafi til tekist. Öll dagskrá stöðvarinnar var vel unnin og mikill metnaður fylgdi öll- um þeim sem þar komu við sögu. Vonandi verður framhald á slíkri starfsemi á Akranesi. - JG Tæknimennirair skiluðu sinu hlutverki með sóma. < Hönnun: Pétur B. Lúthersson. Innanhússarkitekt FHÍ. MAXIS HÚSGÖGN FYRIR FERMINGUNA Breidd: 95 cm Hæð: 101 cm Breidd: 95 cm Hæð: 101 cm mamsmasssmmsmmsmmmB Dýnu- 191 cm x 100 cm A stærðir: 191 cm x 90 cm B 200 cm x 90 cm C A'ítt Maxis húsgögnin hafa slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Maxis föst í stórverslunum í Evrópu og Bandaríkjun- um þar sem gerðar eru ströngustu kröfurum gæði og útlit. Sömu kröfur gerir ungt fólk ó Islandi. Ath. í tilefni ferminganna bjóðum við upp ó gjafa- kort. Smiðjuvegi 9, Kópavogi, simi (91)43500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.