Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 SVAR MITT eftir Billy Grahain Fóstureyðingar Ég hef heyrt að þú sért á móti fóstureyðingum. Ég er á öndverðum meiði því að ég lít svo á að konur eigi að ráða fullkomlega yfir líkama sínum. Ég veit að þetta er mál sem ristir ákaflega djúpt í tilfínning- alífí fólks. í hvert skipti sem ég svara spumingu um þetta streyma bréfín til mín! Nú á dögum er þetta orðið pólitískt mál. Ég fjalla ekki um það frá því sjónarmiði heldur ræði um það sem siðferðilegt og andlegt mál. Já, ég er andvígur fóstureyðingum (nema í sjaldgæfum til- vikum eins og þegar lif móðurinnar er augljóslega í hættu og fóstureyðing er skárri kosturinn af tvennu illu). Spumingin mikla er þessi: Litla lífveran í kviði konunnar, er hún aðeins líkamsvefur eða er hún eitthvað meira — mannleg vera — jafnvel þegar hún er mjög ung og ekki lífvænleg ef hún nyti ekki skjólsins í móðurkviði? Það er einmitt í sambandi við þetta sem fólk kemst oft í mikla geðshræringu og reynir að fínna svör í samræmi við óskir sínar og langanir. En við verðum að reyna að virða þetta fyrir okkur í ljósi skynseminnar. Ég er kristinn maður og því er Biblían æðsti mælikvarði minn, því að ég trúi því að hún sé orð Guðs og að sannindi hennar séu algjör. Ég kann að hafa skoðanir á ýmsum hlut- um, en hafí Guð talað um eitthvert málefni ber mér að sveigja skoðanir mínar að því sem Biblían segir. Spyijum því hvort Biblían segi nokkuð um það hvort fóstr- ið sé mannvera í augum Guðs. Já, hún talar um það. Með ýmsum líkingum bendir hún á fóstrið sé mannleg vera. Guð sagði t.d. við Jeremía: „Áður en ég myndaði þig í móðurlífí útvaldi ég þig og áður en þú komst af móðurkviði helgaði ég þig. Ég hef ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna" (Jer. 1,5). Eða hyggjum að dæminu um Jóhannes skírara. Þegar María, móðir Jesú, varð þunguð fyrir verkan heilags anda fór hún strax í heimsókn til Elísabetar frænku sinnar, en hún gekk með Jóhannes. Móðir Jóhannesar sagði: „Þegar hljómur- inn af kveðju þinni barst til eyrna mér tók barnið viðbragð af gleði í kviði mér“ (Lúk. 1,44). Þarna er gefíð í skyn að fóstrið sé fullkomlega mannleg vera. Ég vona að þú íhugir hvar þú stendur. En ég vona líka að þú rannsakir Biblíuna sjálf, ekki aðeins að því er þetta mál varðar heldur vegna þess að þú þarft á Jesú Kristi að halda. t Móðursystir mín, SYLVIA FAURBYE, FÆDD ÓLAFSDÓTTIR, búsett f Kaupmannahöfn, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Gunnar Oddsson. t UNNSTEINN GUÐMUNDSSON, lést á heimili sínu þann 17. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Elfnbjörg Kristjánsdóttir og börn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sfmi 681960 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. S S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SK0VMJVEGI 4Ö SÍMI 76677 Minning: Ragnar Brúnó Guðmundsson Fæddur 15. júlí 1936 Dáinn 4. marz 1988 Við erum litil böm og hjörtu ókunnra manna eru leikvellir okkar. 0g sem við eram lítil þá eigum við enga spum nema lífið; ekkert svar nema dauðann. (Vilmundur Gylfason) Það fer vel á því að hefja kveðju- orð til Ragnars frænda míns á ljóði Vilmundar Gylfasonar, því ljóð- skáldið, fræðimaðurinn og mann- vinurinn Vilmundur var maður að skapi Ragnars. Enda var Vilmundur bæði skáld og sagnfræðingur, auk stjómmálastarfa sinna, en allt voru þetta svið sem Ragnari voru hug- leikin. Þegar ég man fyrst eftir Ragn- ari, fyrir hartnær fjörutíu árum, er ólíklegt að gátur Iífs og dauða hafi verið famar að leita verulega á hann, en þá var hann lífsglaður skólastrákur, sem stóð í hópi skóla- systkina að loknu miklu afreki, sem sé að búa til risastóra snjókerlingu á skólalóðinni. Galsafengnar at- hugasemdir flugu og einhver sagði hana svo vel gerða, að engu væri líkara en hún drægi andann. Ragn- ar lagði þá til að mannkynssögunni yrði fómað á hana, til að hún kæmi þó í þennan heim með menningar- legan bakgrunn. Að þessu var gerður góður rómur og hlegið dátt og það var ekki laust við að stolt bærðist í ungu btjósti yfír því að þessi glæsilegi og skemmtilegi náungi væri frændi minn. Og snemma beygist krókurinn að því sem verða vill og því kom það ekki á óvart, að Ragnar hafði alla tíð mikinn áhgua á öllu sem laut að menningu og listum og drakk í sig allt sem hann komst yfir í þeim efnum. Hann sótti mynd- listarsýningar, klassíska tónleika og aðra menningarviðburði og var vel heima í þeim efnum. En hann sótti ekki menninguna eingöngu út á við, heldur las hann mikið af bók- um um margháttuð efni og á ýms- um tungumálum. Hann átti kynstrin öll af fræðirit- um um hin ýmsu svið þekkingar; sögu, landafræði, stjömufræði og náttúrufræði, svo eitthvað sé nefnt og þau voru ekki aðeins á íslensku, heldur einnig á ensku, Norðurlanda- málunum, þýsku, spönsku ogjafn- vel latínu. Hann mun hafa sofnað út frá þessari eftirlætisiðju sinni, að til- einka sér fróðleik og grúska í hinum fjölbreytilegustu fræðum, hinn ör- lagaríka morgun snemma í mars, þegar kviknaði í út frá lampa í svefnherbergi hans og hann lést af völdum elds og reyks sem af því leiddi. Þeir sem að búi hans komu eftir brunann höfðu á orði að sjaldan hefðu þeir sé annað eins úrval fræðirita saman komið utan bóka- safna. Ragnar var sonur Gunnþóru Magnúsdóttur og Guðmundar R. Magnússonar, fyrrum verkstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú, þegar hann stendur á áttræðu, fylg- ir einkasyni sínum til grafar. Ragn- ar ólst upp hjá móður sinni og hélt heimili með henni meðan hún lifði, en hún lést í júlí árið 1981. Með Ragnari og móður hans voru ætíð miklir kærleikar og hann reyndist henni betri en enginn eftir að hún kenndi þess sjúkdóms, sem að lokum dró hana til dauða. Þá, eins og jafnan áður, studdi hann hana af öllum mætti og reyndist henni í alla staði eins og best varð á kosið, allt þar til yfír lauk. Það er hinsvegar ekki undrunarefni þeirra sem þekktu Ragnar, því hann var alla tíð einstakt ljúfmenni. Hann steig ungur sín fyrstu spor í atvinnulífínu undir handleiðslu föður síns hjá Hitaveitunni, þar sem hann starfaði í nokkur ár, en fór síðar í siglingar með millilandaskip- um. Þar hefur hann notið sín vel og ekki þótt ónýtt að fá tækifæri til að sjá sig um í heiminum, afla sér þekkingar og víkka sjóndeildar- hring sinn. Honum var margt til lista lagt, átti mikið safn verkfæra og lagði gjörva hönd á margt. Hann starfaði í nokkur ár sem yfírmaður í eldhúsi hjá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli, svo jafnvel eldamennska fyrir fjölda manns hefur ekki vafíst fyrir honum. Ragnar hefur nú yfirgefíð þenn- an heim og hvílir við hlið þeirrar sem hann unni mest í lífinu; móður sinnar. Fari hann í friði, með þeirri von okkar sem eftir lifum, að hann megi hamingju njóta handan þessa heims. Og sem við eram litil þá eigum við enga spurn nema lífið; ekkert svar nema dauðann. t Móðir mín og dóttir, VILBORG EINARSDÓTTIR, Ijósmóðir, Háaleitisbraut 48, lést í Landspitalanum föstudaginn 18. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Aradóttir, Einar Benediktsson. t Elskuleg móðir, tengdamóöir, amma og Jangamma, INGIBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR, Framnesvegi 61, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. mars kl. 15.00. Katrín Irvin, Sigurður Svavarsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexander G. Bridde, Gróa M. Sigurðardóttir, Erling Eiríksson, Einar Sigurðsson og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Torfalœk, sem lést sunnudaginn 13. mars sl., verður jarðsungin frá Blöndu- óskirkju föstudaginn 25. mars kl. 14.00. Torfi Jónsson. Jóhannes Torfason, JónTorfason, Elín Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigrfður Kristinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður minnar og systur, GUÐRÚNAR Á. SÍMONAR óperusöngkonu. Sérstakar þakkir til sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar, Unnar Þórðardóttur, Jakobs Sigurðssonar, Söngskólans i Reykjavik og félaga hennar þar. Fyrir hönd móðursystur minnar, Ludvig Kári Forberg. t Þökkum innilega fyrir samúð, hjálp og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, ÓSKARS KJARTANSSONAR, gullsmiðs, Stórateig 26, Mosfellsbæ. Andvirði þakkarkorta renna til krabbameinssamtakanna. Fyrir hönd aðstandenda, Herdís Þórðardóttir. GÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.