Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Tómas M. Guðjónsson, útgerðar- maður. í útsoginu. Slysið sást frá Esju, sem lá þar skammt frá, og var komið þaðan til hjálpar á vélbát, sem lá við skipshliðina. Einn maður náðist af kili, og læknirinn náðist einnig með lífsmarki, og hafði hann haldið sér uppi á sundi. Voru þeir fluttir út í Esju, en þá var læknirinn svo langt leiddur, að eigi tókst að lífga hann. Valdir sjómenn höfðu verið í bátnum, er venjulega fluttu lækninn út í skip, sem frá útlöndum komu, þegar eins stóð á og í þetta sinn. Veður var hvasst á austan og stóð upp á hafnarmynnið, en þegar svo er fara skipin ekki inn, en leggjast í hlé vestan við Eiðið.“ Því er sagt frá þessu slysi hér, að þarna voru Eyjamenn að vinna verk náskylt einu aðalstarfi Tómas- ar Guðjónssonar, skipaafgreiðslu, en ekki hélt hann sjálfur að sér höndum þennan sama dag, 16. des- ember. Mjög hvasst hafði verið um morguninn, en nokkuð lygndi er á daginn leið. Tvö önnur millilanda- skip heldur en Gullfoss áttu eftir að koma til Eyja þennan dag. Síðdegis var ég sendur á pósthúsið. Er ég kom inn í afgreiðslusalinn var þar fátt manna, því að enn var veðrið ekki gengið niður að fullu. En skömmu eftir komu mína birtist þar gustmikill maður og segir: „Hafið þið fengið menn á flutninga- bátinn út í millilandaskipið?" Þeir kveða nei við. Tómas Guðjónsson segir þá fastri röddu, en sá var maðurinn: „Ég fer þá einn.“ Ekki vissi ég hvort hann meinti þetta fullkomlega, en raunin varð sú, að menn fengust til fararinnar, og skipin voru afgreidd. Ekki gat ég varizt þeirri hugsun, að hér væri á ferð dæmigerður Eyjabúi, gæddur áræði og útsjónar- semi, og teldi sig geta gengið á hólm við höfuðskepnumar, ef svo bæri undir, því að ótrúlega oft hafa Eyjamenn orðið að taka á sig mikla áhættu í daglegum störfum. í upphafí þessa máls var á það minnzt, hve vel Tómasi gekk að miðla vinnu milli þurfandi manna á krepputíma. Til þess bendir frásögn grandvars sögumanns míns, sem var góðkunningi Tómasar. Hann greindi frá því, að tvö skip hefðu verið væntanleg til Eyja ákveðinn dag. Falaðist hann þá eftir uppskip- unarvinnu við þau hjá Tómasi. Var það auðsótt mál í sambandi við fyrra skipið. Sú vinna stóð u.þ.b. hálfan daginn. Átti þá að byija að losa hitt skipið, og vonaðist sögu- maður eftir að vera ráðinn áfram við það, því að nóga hafði hann þörfina fyrir skildinginn. Kom hann aftur að máli við Tómas þar að lút- andi, en svar hans var neikvætt. Tómas sagðist vera fyllilega ánægður með störf hans, en sjálfum væri honum kunnugt hvað ástæður væru slæmar víða, því að hann hefði kynnt sér hagi manna á staðn- um. Hann yrði því að breyta til og láta aðra komast að við seinna skip- ið. Sögumanni mínum fannst þetta sanngjamt og skildu þeir sem góðir kunningjar áfram. Á þessum árum em Vestmanna- eyjar í hröðum vexti, byggjast mik- ið upp frá nágrannasveitunum und- íbúðarhúsið Höfn, sem Tómas byggði og bjó í til dauðadags. Það er nú horfið undir hraun. Vestmannaeyjar fyrir gos. Morgunblaðið/Sigurgeir Athafnasamur alda- eftir Aðalstein Jóhannsson Tómas M. Guðjónsson var borinn og bamfæddur í Vestmannaeyjum, og þar átti hann heima alla ævi. Hann var orðinn áberandi í atvinnu- lífi Eyjanna, þegar ég kom þangað ungur drengur síðast á öðmm ára- tug aldarinnar. Hann hafði þá með t> höndum afgreiðslu skipa, eins og betur kemur fram síðar í þessari grein. Segja má að hann hafí borið á sér lykil Eyjamanna að „hliðum" þeirra til umheimsins. Þessu fylgdi, að hann þurfti á dugandi mönnum að halda við uppskipun og afferm- ingu flutningskipa, en á þessum ámm var atvinna oft stopul. Oft fylgdu honum því eftir hópar manna í atvinnuleit, og var haft á orði, hve vel honum gekk að miðla vinnunni svo þeirra á milli, að allir máttu vel við una. Tómas fæddist 13. janúar 1887, þ.e. fyrir rúmri öld. Móðir hans var bóndadóttir úr Dölum, Guðríður Bjamadóttir, Bjamasonar, en móðir hennar hét Margrét Guðmunds- dóttir. Guðríður ólst upp við þröng- an kost og varð fljótt að bjargast á eigin spýtur. Guðjón Jónsson, fað- ir Tómasar, var ættaður úr Rangár- vallasýslu en fluttist til Eyja árið 1880. Gerðist hann þar sjómaður, bátsformaður og fékkst einnig við útgerð, unz hann var skipaður hafn- sögumaður. Við það starf lét hann lífíð, er bát sem hann var á hvolfdi við skipshlið 13. október 1896. Þegar Guðríður stóð uppi ein og efnalítil með tvo unga syni (Tómas ~ var þá 9 ára) var eins og þrá henn- ar til sjálfstæðis færði henni aukinn kraft. Að vísu var ekki um fjöl- breytt störf að ræða fyrir hana, en hún bjargaðist af þrátt fyrir erfíð- leikana og kom drengjunum sínum til manns. Enda verður ekki dregið í efa, að þeir tóku til höndum við ýmis störf, sem til féllu, strax og geta þeirra leyfði. Aðalsteinn Jóhannsson „Ekki gat ég varizt þeirri hugsun, að hér væri á ferð dæmigerð- ur Eyjabúi, gæddur áræði og útsjónarsemi, og teldi sig geta gengið á hólm við höf uðskepn- urnar, ef svo bæri und- ir, því að ótrúlega oft hafa Eyjamenn orðið að taka á sig mikla áhættu i daglegum störfum.“ Tómas kom fljótt víða við sögu, lagði gjörva hönd á margt. Hann stundaði sjó á æskuárum sínum og gerðist meðeigandi í útgerð. Og að þeim atvinnuvegi vann hann til hins síðasta. Enda þótt óhöpp sneiddu ekki hjá garði hans fremur en margra annarra kom fljótt í ljós að hann var hygginn vel og rasaði ekki um ráð fram. Og ef um félags- rekstur var að ræða gætti hann þess að láta þungann fyrst og fremst mæða á sjálfum sér, tók þá áhættuna af skertum hlut. Fljótt eftir komu mína til Vest- mannaeyja árið 1918 fékk ég að vita, að Tómas Guðjónsson væri einn mesti athafnamaður Eyjanna, þá liðlega Jjrítugur að aldri. Á því ári, þegar Island varð fullvalda ríki, voru líka að verða miklar breyting- ar í íslenzkri útgerðarsögu. Vélar höfðu nú verið teknar í notkun í bátum, sem hafði verið róið með árum fram að því. Tómas eygir þama mikla möguleika eins og fleiri útgerðarmenn. Hann hafði fyrir nokkru búið sig undir þetta og lært niðursetningu og meðferð véla (síðar verður kannski tækifæri til að segja hér í blaðinu frá þessum merka þætti íslenzkar útgerðar- sögu). Tómas gerist mótoristi og gengur með opnum huga móti nýj- um tíma. Við skipakomur til Eyja frá út- löndum var það siður, að héraðs- læknirinn færi um borð til að kanna heilsufar áhafnar og farþega, svo að hefta mætti eftir megni að smit- andi sjúkdómar bærust í land. Ekki skal fullyrt, að það hafí alltaf tekizt, en það hef ég fyrir satt, að þessi varúð hafí oft borið góðan árangur. » Atvik koma upp í hugann. Árið 1924 er nær á enda runnið, þegar mikið sjóslys á sér stað við Éyjar. Fórust þar 7 manns, þ. á m. héraðs- læknirinn, en einn maður bjargað- ist. í „Öldinni okkar“ segir svo um þetta: „Það slys vildi til í Vestmanna- eyjum 16. des. að róðrarbát hvolfdi með 8 manns rétt við land nálægt svonefndu Eiði, vestan við höfnina. Fórust þar sjö menn, þeirra á með- al héraðslæknirinn í Eyjum. Bátur- inn var á leið út í Gullfoss, sem þar lá. Var hann þá nýkominn frá út- löndum, og átti báturinn að flytja lækni þeirra Eyjabúa, Halldór Gunnlaugsson, út í skipið. En rétt í því, að þeir voru að komast á flot, skall yfír þá alda, sem hvolfdi bátn- um og tók hann mennina með sér mótamaður í Eyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.