Morgunblaðið - 20.03.1988, Side 29

Morgunblaðið - 20.03.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 29 Grétar Örvarsaon, höfundur lagslns í fyrrasumar, ásamt meösöngvara sínum Gígju Sig- urðardóttur. Ingi Gunnar Jóhannsson og Eyjólfur Kristjánsson, höfundar Ástarœvintýris (Á vetrar- braut). Hjálmar Jónsson textahöf undur(t.v.) og Geirmundur Valtýsson höfund- ur lagsins Látum sönginn hljóma. Lag Vesturland W •2 > Norðurland V. 'Norðurland E. Austurland Suðurland Reykjanes Reykjavfk Mín stig 2 •3 1. Eitt vor 2. í fyrrasumar 3. Ástarævintýri 4. Sólarsamba 5. Aftur og aftur 6. Mánaskin 7. Látum sönginn hljóma 8. Þú og þeir 9. í tangó 10. Dag eftir dag Sverrir Stormsker, höfundur lagsins Þú og þeir. Jakob Frfmann Magnússon, höfundur lags- ins Aftur og aftur. Kristinn Svavarsson, höfundur lagsins Eltt vor. sældum hafa náð með þjóðinni. Nægir þar að nefna lagið „Lítill drengur", sem Vilhjálmur hertinn Vilhjálmsson söng á hljómplötu fyrir allmörgum árum. Magnús syngur sjálfur lag sitt í keppninni með aðstoð dóttur sinnar Margr- étar Gauju. Textahöfundur er Halldór Gunnarsson, sem áður er getiö. Aftur og aftur er framlag Jakobs Frímanns Magnússonar til keppn- innar að þessu sinni og er hann höfundur bæði lags og texta. Jakob hefur á undanförnum árum verið í hópi atkvæðamestu tónlistar- manna landsins og ein helsta drif- fjöðurin í miklum umsvifum Stuð- manna auk þess sem hann hefur fengist við sitthvað upp á eigin spýtur, einkum í tengslum við tón- list og kvikmyndir, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur áður kom- ið við sögu Söngvakeppni sjón- varpsins, átti m.a. lag í fyrstu keppninni og sat í dómnefndinni, sem valdi lögin í forkeppnina í fyrra. Bjarni Arason syngur lag Jakobs að þessu sinni, en það voru einmitt Stuömenn sem „upp- götvuðu" Bjarna í látúnsbarka- keppninni síðastliðið sumar, þar sem hann bar sigur úr býtum. Síöan hefur vegur Bjarna í íslensku dægurtónlistarlífi farið ört vaxandi og hefur hann nú þegar sungið inn á nokkrar hljómplötur þótt ungur sé aö árum. Guðmundur Árnason heitir ung- ur maður sem er höfundur lagsins Mánaskin, en hann er líklega minnst þekktur þeirra höfunda sem eiga lög í keppninni að þessu sinni. Hann er nú búsettur í Sviss og hefur lítið haft sig í frammi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum kom út plata með lögum hans, sem bar heitið Mannspil, og eitt lagið af þeirri plötu, „Það vex eitt blóm fyrir vest- an", náði talsverðum vinsældum. Eyjólfur Kristjánsson og Sigrún Waage flytja lag Guðmundar og hefur Eyjólfs þegar verið getið. Sigrún hefur hins vegar ekki áður komið viö sögu í íslensku dægur- tónlistarlífi, að því er ég best veit. Hún er leikari að mennt og leikur nú eitt aðalhlutverkið í söngleikn- I um Vesalingunum í uppfærslu Þjóðleikhússins. Textahöfundur er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, sem áður er getið. Geirmundur Valtýsson heldur sínu striki, en hann hefur átt lög í öllum þremur forkeppnunum hér á landi. Hið fyrsta var „Með vax- andi þrá“, síöan kom „Lífsdansinn" og nú er það lagið Látum sönginn hljóma. Geirmundur á langan og farsælan feril að baki í íslensku dægurtónlistarlífi, en hann var far- inn að leika fyrir dansi norður í Skagafirði fyrirfermingu og undan- farin ár hefur hann rekið vinsæla danshljómsveit fyrir noröan. Geir- mundur hefur fengist við tónsmíð- ar um langt árabil og hafa mörg laga hans náð miklum vinsældum. Textahöfundur er sem fyrr séra Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, en hann á ekki langt að sækja skáldagáfuna, er afkom- andi sjálfs Bólu-Hjálmars. Það er Stefán Hilmarsson sem syngur lag Geirmundar að þessu sinni, en Stefán vakti fyrst á sér athygli með Sniglabandinu og er nú ört vax- andi stjarna í íslensku dægurtón- listarlífi. Honum til aðstoðar eru tvíburasysturnar Hildur og Hulda Ragnarsdætur, sem ekki hafa áður komið við sögu í íslensku tónlist- arlífi svo vitað sé. Framlag Sverris Stormskers til keppninnar er lagið Þú og þeir og er hann höfundur bæði lags og texta. Sverrir er yngsti höfundur- inn að þessu sinni, aðeins 24 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar í hópi atkvæða- mestu tónlistarmanna landsins af yngri kynslóöinni og hefur ekki allt- af þótt fara troðnar slóðir. Það kom því mörgum á óvart er hann sendi lag ( þessa keppni enda hefur Eurovision hingað til ekki þótt líklegur vettvangur fyrir menn eins og hann. En Sverrir veit hvað hann syngur og hefur greinilega sett sig i ákveðnar stellingar fyrir keppn- ina, með býsna góðum árangri. Stefán Hilmarsson, sem áður er getið, syngur lag Sverris, en þeir hafa áður haft með sér samstarf, m.a. í laginu „Björtu hliðarnar", af síðustu plötu Sverris. Gunnar Þórðarson er óþarfi að kynna, enda hefur hann um árabil verið í fremmstu röð íslenskra tón- listarmanna, allt frá því er hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Hljómum frá Keflavík í árdaga bítla- æðisins. Gunnar er líklega afkasta- mesti lagasmiður landsins, og fáir menn hérlendir hafa komið við sögu á fleiri hljómplötum en hann. Hann hefur átt lög í öllum for- keppnunum til þessa og framlag hans aö þessu sinni er lagið I tangó við texta Þorsteins Eggerts- sonar. Samstarf þeirra Gunnars og Þorsteins hefur löngum verið náðið og sömu sögu er að segja um samvinnu þeirra Gunnars og Björgvins Halldórssonar, sem flyt- ur lag Gunnars í keppninni. Björg- vin hefur einnig tekið þátt í öllum forkeppnunum hér heima, auk þess sem hann hefur komið fram í söngvakeppnum erlendis með góðum árangri. Um þá félaga má því með sanni nota orðtækið „van- ir menn, vönduð vinna", og er óþarfi að hafa fleiri oríð um þátt þeirra í íslensku tónlistárlífi á um- liðnum árum. Edda Borg aðstoðar Björgvin við sönginn, erj hún tók einnig þátt í keppninni í fýrra með hljómsveitinni Model. Valgeir Skagfjörð er höfundur lagsins Dag eftir dag og hefur hann jafnframt gert textann. Val- geir hefur ekki áður komið við sögu í Söngvakeppni sjónvarpsins, en er þó enginn nýgræðingur í tónlist- inni. Hann lék með þekktum rokk- hljómsveitum á áttunda áratugn- um, en sneri sér síðan að leiklist og hefur í seinni tið vakið athygli á því sviði, sem leikari, leikátjóri og leikritahöfundur, og hefur hann samið leikrit bæði fyrir sviðlog sjónvarp. Guðrún Gunnarsdóttir syngur lag Valgeirs. Hún hefur áður komið fram með MK kvart- ettnum og síðastliðinn vetur söng hún meö danshljómsveit í veitinga- húsinu Þórscafé. Hún kemur nú fram í söngskemmtun Ríó tríósins á Broadway. Guðrún hefur auk þess komið við sögu á nokkrum hljómplötum, söng m.a. á plötu Spilduljónsins, sem út kom í fyrra. Eins og áður segir hafa lögin nú verið kynnt í sjónvarpi og út- varpi og sjálfsagt eru skoðanir manna misjafnar, eins og gengur. í keppni sem þessari er hóflegur rígur hluti af skemmtuninni og von- andi verða allir búnir að jafna sig á úrslitunum þegar að sjálfri alvör- unni kemur, í Dublin í vor. Sv.G.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.