Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 29 Grétar Örvarsaon, höfundur lagslns í fyrrasumar, ásamt meösöngvara sínum Gígju Sig- urðardóttur. Ingi Gunnar Jóhannsson og Eyjólfur Kristjánsson, höfundar Ástarœvintýris (Á vetrar- braut). Hjálmar Jónsson textahöf undur(t.v.) og Geirmundur Valtýsson höfund- ur lagsins Látum sönginn hljóma. Lag Vesturland W •2 > Norðurland V. 'Norðurland E. Austurland Suðurland Reykjanes Reykjavfk Mín stig 2 •3 1. Eitt vor 2. í fyrrasumar 3. Ástarævintýri 4. Sólarsamba 5. Aftur og aftur 6. Mánaskin 7. Látum sönginn hljóma 8. Þú og þeir 9. í tangó 10. Dag eftir dag Sverrir Stormsker, höfundur lagsins Þú og þeir. Jakob Frfmann Magnússon, höfundur lags- ins Aftur og aftur. Kristinn Svavarsson, höfundur lagsins Eltt vor. sældum hafa náð með þjóðinni. Nægir þar að nefna lagið „Lítill drengur", sem Vilhjálmur hertinn Vilhjálmsson söng á hljómplötu fyrir allmörgum árum. Magnús syngur sjálfur lag sitt í keppninni með aðstoð dóttur sinnar Margr- étar Gauju. Textahöfundur er Halldór Gunnarsson, sem áður er getiö. Aftur og aftur er framlag Jakobs Frímanns Magnússonar til keppn- innar að þessu sinni og er hann höfundur bæði lags og texta. Jakob hefur á undanförnum árum verið í hópi atkvæðamestu tónlistar- manna landsins og ein helsta drif- fjöðurin í miklum umsvifum Stuð- manna auk þess sem hann hefur fengist við sitthvað upp á eigin spýtur, einkum í tengslum við tón- list og kvikmyndir, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur áður kom- ið við sögu Söngvakeppni sjón- varpsins, átti m.a. lag í fyrstu keppninni og sat í dómnefndinni, sem valdi lögin í forkeppnina í fyrra. Bjarni Arason syngur lag Jakobs að þessu sinni, en það voru einmitt Stuömenn sem „upp- götvuðu" Bjarna í látúnsbarka- keppninni síðastliðið sumar, þar sem hann bar sigur úr býtum. Síöan hefur vegur Bjarna í íslensku dægurtónlistarlífi farið ört vaxandi og hefur hann nú þegar sungið inn á nokkrar hljómplötur þótt ungur sé aö árum. Guðmundur Árnason heitir ung- ur maður sem er höfundur lagsins Mánaskin, en hann er líklega minnst þekktur þeirra höfunda sem eiga lög í keppninni að þessu sinni. Hann er nú búsettur í Sviss og hefur lítið haft sig í frammi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum kom út plata með lögum hans, sem bar heitið Mannspil, og eitt lagið af þeirri plötu, „Það vex eitt blóm fyrir vest- an", náði talsverðum vinsældum. Eyjólfur Kristjánsson og Sigrún Waage flytja lag Guðmundar og hefur Eyjólfs þegar verið getið. Sigrún hefur hins vegar ekki áður komið viö sögu í íslensku dægur- tónlistarlífi, að því er ég best veit. Hún er leikari að mennt og leikur nú eitt aðalhlutverkið í söngleikn- I um Vesalingunum í uppfærslu Þjóðleikhússins. Textahöfundur er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, sem áður er getið. Geirmundur Valtýsson heldur sínu striki, en hann hefur átt lög í öllum þremur forkeppnunum hér á landi. Hið fyrsta var „Með vax- andi þrá“, síöan kom „Lífsdansinn" og nú er það lagið Látum sönginn hljóma. Geirmundur á langan og farsælan feril að baki í íslensku dægurtónlistarlífi, en hann var far- inn að leika fyrir dansi norður í Skagafirði fyrirfermingu og undan- farin ár hefur hann rekið vinsæla danshljómsveit fyrir noröan. Geir- mundur hefur fengist við tónsmíð- ar um langt árabil og hafa mörg laga hans náð miklum vinsældum. Textahöfundur er sem fyrr séra Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, en hann á ekki langt að sækja skáldagáfuna, er afkom- andi sjálfs Bólu-Hjálmars. Það er Stefán Hilmarsson sem syngur lag Geirmundar að þessu sinni, en Stefán vakti fyrst á sér athygli með Sniglabandinu og er nú ört vax- andi stjarna í íslensku dægurtón- listarlífi. Honum til aðstoðar eru tvíburasysturnar Hildur og Hulda Ragnarsdætur, sem ekki hafa áður komið við sögu í íslensku tónlist- arlífi svo vitað sé. Framlag Sverris Stormskers til keppninnar er lagið Þú og þeir og er hann höfundur bæði lags og texta. Sverrir er yngsti höfundur- inn að þessu sinni, aðeins 24 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar í hópi atkvæða- mestu tónlistarmanna landsins af yngri kynslóöinni og hefur ekki allt- af þótt fara troðnar slóðir. Það kom því mörgum á óvart er hann sendi lag ( þessa keppni enda hefur Eurovision hingað til ekki þótt líklegur vettvangur fyrir menn eins og hann. En Sverrir veit hvað hann syngur og hefur greinilega sett sig i ákveðnar stellingar fyrir keppn- ina, með býsna góðum árangri. Stefán Hilmarsson, sem áður er getið, syngur lag Sverris, en þeir hafa áður haft með sér samstarf, m.a. í laginu „Björtu hliðarnar", af síðustu plötu Sverris. Gunnar Þórðarson er óþarfi að kynna, enda hefur hann um árabil verið í fremmstu röð íslenskra tón- listarmanna, allt frá því er hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Hljómum frá Keflavík í árdaga bítla- æðisins. Gunnar er líklega afkasta- mesti lagasmiður landsins, og fáir menn hérlendir hafa komið við sögu á fleiri hljómplötum en hann. Hann hefur átt lög í öllum for- keppnunum til þessa og framlag hans aö þessu sinni er lagið I tangó við texta Þorsteins Eggerts- sonar. Samstarf þeirra Gunnars og Þorsteins hefur löngum verið náðið og sömu sögu er að segja um samvinnu þeirra Gunnars og Björgvins Halldórssonar, sem flyt- ur lag Gunnars í keppninni. Björg- vin hefur einnig tekið þátt í öllum forkeppnunum hér heima, auk þess sem hann hefur komið fram í söngvakeppnum erlendis með góðum árangri. Um þá félaga má því með sanni nota orðtækið „van- ir menn, vönduð vinna", og er óþarfi að hafa fleiri oríð um þátt þeirra í íslensku tónlistárlífi á um- liðnum árum. Edda Borg aðstoðar Björgvin við sönginn, erj hún tók einnig þátt í keppninni í fýrra með hljómsveitinni Model. Valgeir Skagfjörð er höfundur lagsins Dag eftir dag og hefur hann jafnframt gert textann. Val- geir hefur ekki áður komið við sögu í Söngvakeppni sjónvarpsins, en er þó enginn nýgræðingur í tónlist- inni. Hann lék með þekktum rokk- hljómsveitum á áttunda áratugn- um, en sneri sér síðan að leiklist og hefur í seinni tið vakið athygli á því sviði, sem leikari, leikátjóri og leikritahöfundur, og hefur hann samið leikrit bæði fyrir sviðlog sjónvarp. Guðrún Gunnarsdóttir syngur lag Valgeirs. Hún hefur áður komið fram með MK kvart- ettnum og síðastliðinn vetur söng hún meö danshljómsveit í veitinga- húsinu Þórscafé. Hún kemur nú fram í söngskemmtun Ríó tríósins á Broadway. Guðrún hefur auk þess komið við sögu á nokkrum hljómplötum, söng m.a. á plötu Spilduljónsins, sem út kom í fyrra. Eins og áður segir hafa lögin nú verið kynnt í sjónvarpi og út- varpi og sjálfsagt eru skoðanir manna misjafnar, eins og gengur. í keppni sem þessari er hóflegur rígur hluti af skemmtuninni og von- andi verða allir búnir að jafna sig á úrslitunum þegar að sjálfri alvör- unni kemur, í Dublin í vor. Sv.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.