Morgunblaðið - 20.03.1988, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.03.1988, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 - BAKSVIÐS Á DON GIOVANNI f ÍSLENSKU ÓPERUNNI í snertíngu við snilligáfu Mozarts * A textaðri sýningugeta allir hlegið oggrátið á réttum stöðum Tvær stúlkur úr kórnum íklæðast sveitastúlkugervi. Bergþór Pálsson sér að hann er orðinn sviðsklár. Skyggnst fram i tímann ... Kristín sýningarstjóri Iítur á sýningaráætl- unina. Spakir menn segja að einn hættu- legasti tíminn í umferðinni i Reykjavík sé milli kl. 18 og 20, þegar tónlistarmenn og söngvar- ar streyma um göturnar á leið til tónleikahalds ... og óperuflutn- ings. Þá eru þessir ágætu menn nefnilega þegar horfnir á æðri svið í fylgd tónlistargyðjunnar. Undir kl. 18 steðja söngvaramir, sem flytja okkur Don Giovanni nú um hveija helgi, í íslensku óperuna. Veitir ekki af góðum tima til að koma sér í réttar and- legar og líkamlegar stellingar áður en sýningin hefst kl. 20. egar þeir mæta er tekið til við að köma sér í bún- inginn, láta farða sig og greiða. Um leið og ytra gervinu er komið í réttar skorður ífærast þeir innra gervinu, ganga í skrokk á þeirri persónu, sem þeir eiga að sannfæra áhorfendur um að sé þeirra ytri og innri maður. En eins og húsakynnum er háttað bak- sviðs í óperunni okkar verður þessi íklæðning að fara fram í ys og þys. Engin sérherbergi. Það dugir því ekki að vera svo viðkvæmur að geta ekki einbeitt sér með allt á fullu í kring. Þama baksviðs eru nokkur sam- liggjandi herbergi og önnur ganga út frá þeim. Sum aðeins útskot með tjaldi fyrir. Steinsteypubjálkar ganga niður úr loftinu. Á helstu gönguleiðum hafa þeir verið klæddir svampi, sem á stendur stórum stöf- um: Varúð. Vörpulegir söngvarar og kórfélagar géta því ekki liðið þama um sali í allri sinni reisn, held- ur verða að flýta sér hægt og í hnipri, til að rotast ekki á þeirri ferð og því flugi, sem gjaman vill verða á fólki, þegar leikurinn á sviðinu tekur að æsast. íslendingasaga og hvolpatusk Margir koma við sögu. Á sviðinu sjáum við söngvarana og kórinn og vitum af hljómsveitinni í gryfjunni með hljómsveitarstjórann, Anthony Hose, sem leiðir menn sína í gegn- um þetta meistaraverk Mozarts. Á bak við gengur ekki höfuðlaus her, því Kristín S. Kristjánsdóttir sýn- ingarstjóri hefur þar augu og eyru á hverjum fíngri. Þar eru förðunar- og hárgreiðslustúlkur, stúlka, sem sér um að hressa fólkið með kaffí, menn, sem aðstoða með leikmuni, ljósamenn upp í salanjáfrinu og í ljósaklefanum, Gunnar Þjóðólfsson, tækjavörður, lítur þama við og síðast en ekki síst textumar, stúlk- umar sem sjá um að skjóta íslensk- um texta upp á vegg, svo fólkið í salnum geti hlegið á réttum stöðum og þerrað burt tár, þegar það á við. Ótrúlega góð viðbót við sýning- una... . Meðan söngvaramir koma sér í skrúðann eru raddböndin líka liðkuð til, svo þama heyrast gjaman stróf- ur úr því, sem koma skal á sviðinu seinna um kvöldið. Og oft meira en strófur, því í upphafí hverrar sýningarviku rennir Hose í gegnum allar aríumar með söngvurunum, svo sýningin fari ekki úr böndunum þegar líður á sýningartímann. Með nokkurra sýninga millibili er hnykkt á nokkrum atriðum með kómum, eftir því sem Hose og aðstoðarkonu hans, Catherine Williams, þykir þurfa. Og bæði hafa eyrun galopin meðan sýningamar standa yfír og skrifa hjá sér. Fyrir sýningu má svo sjá þau tylla sér hjá þeim, sem eitt- hvað hafa þótt fara útaf þeirri mjóu braut, sem var lögð í upphafi. Sýn- ingin er því undir stöðugu eftirliti. Síðasta stundarfjórðung fyrir sýningu tínist hljómsveitin inn, svartklædd eins og vera ber. Flest- ir þeir sem fara á sviðið í upphafí eru komnir í viðeigandi skrúða, sitja og skrafa, lesa námsbækur. íslend- ingasaga liggur á borðinu, vísast frekar til prófs en til undirbúnings fyrir sýninguna. Nokkrir kórfélagar ná úr sér sýningarhrollinum með hvolpatuski. Kristín er búin að taka sér stöðu við tjaldið, sem skilur hljómsveitargryfjuna frá ganginum upp á svið. „Það eru 10 mín. til sýningar, 10 mín.“ Orðin glymja niðri í hátalarakerfínu eins og í flug- stöð, flug Dons Giovannis undir- búið. Hose er kominn fram. Smá uppi- stand .. . einn hljómsveitarmaður- inn ekki mættur, fínna símanúmer- ið hans, svarar ekki heima. „5 mín. til stefnu," segir Kristín í kallkerf- ið, „söngvarar á svið.“ Rétt þegar venjulegi gæða- og rólyndissvipur Hoses virðist vera að víkja fyrir áhyggjusvip opnast hurðin og inn þyrlast tónlistarmaðurinn týndi og allir taka gleði sína aftur. Hose fer upp, bíður hjá Kristínu við gryfjuopið, þar til hún sér að allir eru klárir þar. Hleypir þá Hose inn. Áheyrendur klappa og forleik- urinn að Don Giovanni hljómar um sali og ganga, þó sýningarforleikur- inn sé þegar á enda baksviðs og fyrsti þáttur runninn upp . . . Um leið og Hose er genginn í salinn skýst Kristín upp á sviðs- vænginn. Þar í skoti undir örmjóum stiga, sem liggur upp á sviðssvalim- ar, er sjónvarpsskermur og á honum fylgist Kristín meo sýningunni. Á borðplötu undir liggur „líbrettóið", söngtextinn á ítölsku, ásamt ensk- um þýðingum. Hún hefúr heymar- tól í eyrunum og við þau er fast tól, svo hún getur talað við hljóð- manninn eða kallað niður. Kristín á skjánum Og þama bak við Kristínu safn- ast saman þeir sem eru á leið inn á sviðið. Kristinn Sigmundsson mættur í heljarmikilli og eftir því þungri kápu flagarans Dons Gio- vannis. Þegar þyngslin voru höfð á orði við höfund hennar, Unu Collins búninga- og leikmyndahönnuð, fannst henni ekki mikið um. Einn leikari í enskri Shakespeare upp- færslu þyngdist um þriðjung, þegar hann var kominn í búning frá henni. Kannski heldur ekki eins vörpulegur og Kristinn . . . Kristín stiýkur hattskúf Dons Giovannis áður en hatturinn er settur á viðeig- andi höfuð. Nokkrir kórfélagar stíga léttan upphitunardans í for- leikstakti. Tónar úr fyrri sýningum þagnaðir, en minningamar lifa, því á trébjálka hefur einhver hugfang- inn málað „I dig Aida...“ Ósköp hljómar annars máttleysislega að þýða þa_ð sem „Ég kann að meta Aidu“. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, fyrrverandi Aida, núverandi Donna Anna, sveipar sjali þétt að sér, sómasamlega Iéttklædd og dregur djúpt andann áður en kemur að því að hlaupa inn á sviðið. Bergþór Pálsson stingur sér inn, Leporelló, trúi þjónninn, syngur að hann sé búinn að fá nóg af þjóns- starfínu og vilji nú gerast herra, en áður en hann kemst lengra í þeim hugleiðingum er Kristinn kominn inn á svið, með Ólöfu Kol- brúnu hangandi léttklædda í káp- unni. Donna Anna ætlar ekki að láta þennan þijót sleppa, sem hefur gert aðför að heiðri hennar á svívirðilegan hátt. Viðar Gunnarsson stekkur upp tréstigann fyrir ofan skjáinn hennar Kristínar og á svölunum birtist commendatorinn, faðir Önnu, sést óglöggt til hliðar á skjánum. Viðar hleypur svo niður tröppumar og inn á sviðið, þar sem commendatorinn mætir örlögum sínum í spjóts- stungu Dons Giovannis. Þjónar bera hann út. Viðar stekkur niður af höndum þeirra þegar þeir koma í skotið til Kristínar, klappar þeim á öxlina í þakklætísskyni fyrir aðstoð- ina. Og svona rúllar sýningin áfram þarna á sviðsvængnum. Söngvarar tínast upp, fara inn á svið, koma fram, bíða eða fara niður á milli, ef tími er til. Öðru hveiju lítur Kristín af skjánum til að leiðbeina þeim, sem í kring em, eða þeim sem em hinum megin við sviðið, gefa þeim merki, sem koma inn þaðan. Það þarf ekki mörg orð um hlutina, allir vita hvað við á. Þeir sem bíða fylgjast ýmist með sviðsfólkinu frá sviðsvængnum eða á skjánum, syngja hljóðlaust með á sama tilþrjfamikla háttinn og þeir á sviðinu. Ýmsar viðeigandi og óvið- eigandi athugasemdir fjúka, bæði á íslensku og ítölsku, sem er greini- lega orðin ópemflytjendum töm, jafnt á sviðinu sem utan þess. Og alltaf hvíla • vökul augu Kristínar á öllu, horfír á skjáinn, spyr ljósamanninn hvort ljósið sé ekki ömgglega á þeim, sem eiga að vera upplýstir. „Tilbúin með 13.2.“ Þetta merkjamál á ljósamað- urinn að skilja ... Harðsnúin alvara liggur í loftinu, en til að gera hana bærilegri er hvert tilefni notað til að hlæja og spauga. í tilfinninga- þmngnu atriði á sviðinu standa nokkrir félagar á sviðsvængnum og hafa það í hljóðlausum flimtingum. Umsvifin em ekki öll tekin út með sældinni. Ein söngkonan tifar nefinu ótt og títt til að losna við nefkláða. Má ekki klóra sér áður en hún fer inn, því þá strýkst farð- inn af. Nefbroddurinn verður glans- andi og hver kærir sig um það? Kristinn sveiflast út og inn og tek- ur að hitna í kápunni góðu. Kristín þerrar hann í framan og dustar yfír úr púðurbuðki. Kristinn svelgir stómm úr vatnsflösku, sem stendur uppi á skjánum. Allt í einu em tvær förðunar- stúlknanna mættar á sviðsvænginn og vita greinilega hvers beðið er. Leporelló reynir að koma vitinu fyrir hina ástsjúku Donnu Elvím með því að segja henni frá kvenna- bókhaldi Don Giovannis, sem hann sér sjálfur um að færa. Og rekur úr skránni fyrir stúlkukindina. Þeg- ar Bergþór birtist aftur svífa stúlk- umar og Kristín á Bergþór, ekki af því þær hafí smitast af ástsýki Elvíru, heldur til að hjálpa honum að veQa upp aftur kvennaskránum, sem er svo ótrúlega snilldarlega fyrirkomið, að það er ekki hægt að eyðileggja eftirvæntingu tilvonandi ópemgesta með þvf að lýsa þeim nánar. Farið og sjáið hugvitssemi Unu Collins með eigin augum . . . svo ekki sé minnst á hugvit allra hinna og snilligáfu Mozarts, upp- hafsmannsins að öllu þéssu bauki þama baksviðs þetta laugardags- kvöld . . . Textuð sýning — sjálfsagt snÚldarbragð Uppi í ljósaklefanum ríkir harð- strengd einbeiting. Venjulega em textumar tvær, en em þijár þetta kvöld. Brynhildur Alfreðsdóttir, Hjördís Ástráðsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, því í fyrsta sinn er textanum varpað á spjöld sitt hvom megin sviðsins. Tvær'sýningarvélar varpa ýmist textaskyggnum eða svörtum römmum. Það þarf varla að hafa mörg orð um að þetta er ótrúlega stressandi starf og að- búnaðurinn dregur ekki úr því. Brynhildur situr hokin yfír nótunum með innskrifuðum söngtextanum á hillu fyrir framan sig, myrkur í klef- anum, nema litli ljósálfurinn festur á nótnaheftið, vélarrofamir við hlið hennar og hönd hennar þar á. Eins gott að ýta jafn fast á báða takk- ana, svo textinn birtist um leið báð- um -megin. Sigríður skiptir um rammabakkana eftir fyrirmælum Brynhildar, sem hefur skiptin skrif- uð inn í nótnaheftið. Eins og í Aidu á Þorsteinn Blöndal læknir heiður- inn af frágangi textanna, sem Óskar Ingimarsson þýddi og fleiri hafa lesið yfír, meðal annars leik- stjórinn, Þórhildur Þorleifsdóttir. Vart hægt að hafa uppi nógu sterk orð um textagagnið .. . Ómetanleg- ir... Og þama situr líka Jóhann B. Pálmason, ljósamaður, og spilar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.