Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 SÖNGVAKEPPNI SJÓNVARPSINS 1988: Brugðið áleik í þriðja sinn HIN árlega Söngvakeppni sjónvarpsins hefur nú unnið sér fastan sess í hugum landsmanna enda er þetta í þriöja sinn sem við bregðum á leik og veljum lag til þáttöku í Söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva, Eurovision-keppninni svokölluðu. Fram til þessa höfum við íslendingar ekki átt mikilli velgengni að fagna í þessari keppni og mátt sætta okkur við 16. sætið í bæði skiptin sem við höfum tekið þátt í henni. Sagt er að æfingin skapi meist- arann og sjálfsagt hafa menn lært eitthvað af þessari reynslu þótt hér skuli engu um það spáð, hvort möguleikar okkar á sigri nú séu raunhæfari en áður. Hitt er þó Ijóst, að mörg laganna sem nú keppa til úrslita í forkeppninni hér heima, bera sterkari keim af Eurovisionstælnum en oftast áður. Keppnin verður í beinni útsendingu sjónvarpsins annað kvöld, mánudaginn 21. mars og er viðbúið að fáir verði þá á ferli á götum úti, þótt ekki séu allir á einumáli um gildi keppninnar eða gæði laganna, frekar en fyrri daginn. Magnús Kjartansson, höfundur Sólarsömbu, ásamt dóttur slnni Margrétl Gauju. Eurovisionkeppnin hefur löngum verið umdeilt fyr- irbrigði, ekki bara á íslandi heldur einnig í öðrum löndum. En þótt skoðanir manna séu skiptar um tónlistarlegt gildi keppninnar virðast menn þó al- mennt sammála um að sjálfsagt sé að vera með. Þeir höfundar, sem á annað borð kjósa að taka þátt í þessari keppni, virðast líka margir komnir á þá skoðun að viss- ara sé að sníða framlög sín að þessum umdeilda Eurovisionstíl. Fyrir bragðið eru verk þeirra nú harla ólík fyrri verkum og raunar eru flest þáttökulögin að þessu sinni ólík þeim dægurlögum, sem mestrar hylli njóta hér á landi und- ir venjulegum kringumstæðum. En burtsóð frá því, hvort keppnin sem slík sé íslenskri dægurtónlist til framdráttar eða ekki, er þetta eflaust skynsamleg stefna. Við ís- lendingar breytum ekki tónlistars- mekk Evrópubúa á einni nóttu og það er til lítils að vera að taka þátt í svona keppni, ef menn eru stað- ráðnir í því fyrirfram að eiga ekki möguleika á að vinna. Guömundur Árnason, höfundur lagsins Mánaskin. Gunnar Þórðarson, höfundur lagsins f tangó. Valgeir Skagfjörð, höfundur lagsins Dag eft- ir dag. Dómnefndir í öllum kjördæmum Alls bárust 117 lög í keppnina að þessu sinni og voru lögin tíu, sem keppa til úrslita, valin af sérs- takri dómnefnd, en hana skipuðu: Egill Eðvarðsson og Ingimar Eyd- al, sem skipaðir voru af Sjónvarp- inu, Eyþór Gunnarsson sem skip- aður var af Fólagi tónskálda og textahöfunda, Árni Scheving frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna og Kári Waage frá Félagi hljóm- plötuútgefrenda. Varamaður var Björn Emilsson, en hann annaðist framkvæmd og upptökustjórn úr- slitalaganna tíu. Dómnefndir í öllum kjördæmum landsins, sem skipaðar eru ellefu mönnum, velja síðan sigurlagið í beinni útsendingu sjónvarpsins á mánudagskvöldið. Nefndirnar sitja í Borgarnesi, (safirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egiisstöðum, Hvolsvelli, Hafnarfirði og í Reykjavík. Nefnd- armenn eru valdir samkvæmt ábendingum frá fréttariturum Sjónvarpsins á hverjum stað í sam- ráði við viðkomandi yfirvöld. Miðað er við sem jafnasta skiptingu á milli kynja og staða. Fimm nefndar- manna skulu vera á aldrinum 16 til 25 ára og sex á aldrinum 25 til 60 ára. Þá er einnig sett það skil- yrði að enginn nefndarmanna sé atvinnumaður í tónlist. Lögin, höfundar og flytjendur Lögin tíu hafa nú öll verið flutt opinberlega í sjónvarpi og útvarpi og landsmenn hafa því haft tæki- færi til að mynda sór skoðun og velta fyrir sér líklegum úrslitum. Hér verður ekki farið út í þá sálma né ’lagður dómur á lögin heldur farið nokkrum orðum um höfunda og flytjendur, mönnum til nánari glöggvunar. Eitt vor er eftir Kristin Svavars- son við texta Halldórs Gunnars- sonar. Kristinn hefur um árabil starfaö við tónlist og blásið í saxó- fón með ýmsum þekktum hljóm- sveitum, svo sem Pónik, Brimkló og Mezzoforte, og á undanförnum árum hefur hann leikið með hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar. Hann hefur nokkuð fengist við tónsmíðar og átti meðal annars þjóðhátíðarlag Vestmanneyinga síðastliðið sumar. Textahöfundur- inn Halldór Gunnarsson hefur einnig komið við sögu í tónlistarlífi landsmanna, en hann var m.a. liðs- maður söngflokksins Þokkabótar hér í eina tíð. Flytjandinn Pálmi Gunnarsson er heldur enginn ný- græðingur á þessu sviði enda hef- ur hann verið í hópi vinsælustu söngvara þjóðarinnar um árabil. Pálmi hefur mikla reynslu af þát- töku í Eurovision og þekkir báöar hliðar þess máls. Hann sigraði í fyrstu undankeppninni hér heima, en hafði ekki erindi sem erfiði í sjálfri úrslitakeppninni í Bergen vorið 1986 svo sem menn sjálfsagt muna. í fyrrasumar er eftir Grétar Örv- arsson við texta Ingólfs Steinsson- ar. Grétar hóf tónlistarferil sinn um fermingu austur á Hornafirði og hefur á síðustu árum haslað sér völl meðal þekktustu dægurtón- listarmanna landsins. Hann hefur á undanförnum árum leikið með eigin hljómsveit, lengst af á Hótel Sögu. Grétar syngur sjálfur lag sitt, ásamt Gígju Sigurðardóttur, sem kom fyrst fram á sjónarsviöið í lát- únsbarkakeppni Stuðmanna síðastliðið sumar, þar sem hún hreppti annaö sætið. Textahöf- undurinn Ingólfur Steinsson hefur áður komið við sögu í íslensku tónlistarlífi en hann var, eins og Halldór Gunnarsson, liðsmaður Þokkabótar á sínum tíma. Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson eru höfundar og flytjendur lagsins Ástarævin- týri (Á vetrarbraut), en textann geröi félagi þeirra úr Vísnavinum, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Eyjólfur hefur komið við sögu í öll- um þremur undankeppnunum hér heima. Hann var höfundur lagsins „Ég lifi í draumi" úr fyrstu keppn- inni, söng lag Gunnars Þórðarson- ar „Norðurljós" ( keppninni í fyrra og kemur nú fram sem bæði flytj- andi og höfundur. Eyjólfur hefur verið talsvert áberandi í íslensku dægurtónlistarlífi að undanförnu og er ef til vill þekktastur fyrir veru sína í hljómsveitinni Bítlavinafélag- ið og þáttöku í rokksýningunni „Allt vitlaust". Félagi hans Ingi Gunnar hefur starfað með Vísna- vinum, var m.a. um skeið í söng- flokknum „Hálft í hvoru" og hefur auk þess komið fram einn síns liðs við ýmis tækifæri. Textahöfundur- inn Aðalsteinn Ásberg er einnig vel kunnur á sínu sviði og hefur samið fjölda þekktra texta á und- anförnum árum. Magnús Kjartansson, höfundur Sólarsömbu hefur lengi verið í hópi þekktustu tónlistarmanna landsins. Hann stundaði tónlist- arnám frá unga aldri og þótti snemma efnilegur trompetleikari, áður en hann sneri sér að hljóm- borðinu. Sem unglingur lék hann með vinsælum popphljómsveitum á Suðurnesjum, s.s. Óðmönnum og Júdas. Hann varð seinna liðs- maður „súpergrúppunnar" Trú- brots og síðar á ferlinum lék hann með hljómsveitinni Brimkló, svo nokkuð sé nefnt. Hann rekur nú eigin hljómsveit á Hótel Sögu. Magnús hefur lengi fengist við tónsmíðar og samið lög sem vin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.