Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 47 BQarnir hrúgast nú upp á haugunum í Gufunesi. Á sl. ári féllu tU um 10 þúsund bílhræ á höfuðborgar- svæðinu, sem þarf að grafa eftir að Sindra-Stál hætti að taka við þeim. Þessi mynd af nýtanlegu brota- járni var tekin i vikunni á ösku- haugunum i Gufunesi. til hefur þurft að fjarlægja, leggj- ast nú til allar gosdósimar, ætli það sé ekki um 35 milljónir dósa á ári og tvö fyrirtæki að bætast við með dósir undir sína framleiðslu, svo vandinn eykst. Það hlýtur að vera æskilegt að gera fært að náigast þessa málma og gera þá að verð- mæturn." Brotajárnið hálfunnið eins og f iskurinn Ekki telja þeir Einar og Sveinn gerlegt að fullvinna málminn hér á landi. „ Við teljum markaðinn hér of lítinn fyrir bræðslu. Seinustu árin okkar vomm við með nær 10 þúsund tonn af brotajámi og árs- framleiðslan okkar fer f nokkurra klukkustunda vinnu í stórri bræðslu. Ástæða þess að stál hefur lækkað í verði er ekki sú að hætt sé að nota það, heldur að það fæst nú orðið á lægra verði frá þriðja heiminum. Brotajám frá okkur hef- ur líka farið fullunnið og flokkað að þörfum verksmiðjanna þar, um- skipað í Rotterdam og sent áfram þangað. Og það er verið að leggja niður verksmiðjur á Spáni og farið að styrkja iðnaðinn í Þýskalandi. Því er skynsamlegast að vinna brotajámið hér þannig að það sé tilbúið í bræðslumar. Meðan okkur finnst í lagi að hálfvinna fískinn okkar heima og fullvinna hann í markaðslöndunum, þá ættum við að geta sætt okkur við að hálfvinna brotajámið og flytja það þannig út. Menn virðast ekki átta sig á því hvað vinnslan á brotajáminu hér gefur af sér, sem kemur fram í launum til starfsfólks, sköttum, rafmagnskaupum og skipaflutning- um. Skipin sigla stundum hálftóm út þar sem innflutningurinn er svo mikill. Síðasta skip sem við notuð- um fór með 500 tonn af áli frá Álverksmiðjunni og 1300 tonn af brotajámi. Þetta má oft sameina." „Vegna þessarar óvissu og að ekki hefur verið tekið á málinu höfum við ekki getað endumýjað tæki og endurbætt, eins og við hefð- um viljað gera ef við hefðum haldið áfram. Hefðum til dæmis viljað losna við sóðaskapinn af að brenna aðskotaefnum úr bflunum. Ef hægt yrði að standa að þessu eins og við viljum gera gæti ísland orðið til fyrirmyndar á þessu sviði, að hirða verðmæti og endumýta þau. En ekki er hægt að fara út í ípárfesting- ar nema sveitarfélögin séu með í þvi og löggjafinn taki á þessu. Fólk hendir hlutunum út um allt, af því að engar reglur eru um hvemig eigi að losa sig við þá. En það er í rauninni auðvelt að setja upp gáma undir brotajám í sveitarfélögunum úti um allt land og sfðan hægt að skipta um gáma alveg eins og skipt er um ruslagáma. Allan þennan tíma höfum við haldið að við væmm að ganga til samninga um þetta og það hefur kostað okkur of fjár. En menn virtust ekki átta sig á því að það kostar að safna og grafa úrgangsefni fyrr en við höfðum neyðst til að hætta.“ Endurvinnslutækin grafin? Enn höfum við ekki fengið svar við spumingunni: Hvað nú! „Við hefðum viljað halda áfram og gera betur. Meðan við emm að hreinsa upp í Sundahöfn tökum við af fyrir- tækjum auðunnið hráefni. Við höf- um þrátt fyrir allt haldið þessum tækjum þama, ef til kæmi að not yrði fyrir þau. Verði það ekki, ætli við verðum þá ekki að aka press- unni á haugana og láta grafa hana með öðm jámi. Tækin sem unnu pappírinn, sem standa inni í skála hjá okkur, gætu þá fylgt." „Auðvitað ætti maður ekkert að vera að ergja sig á þessu, heldur fara f að mennta sig f annað og raunar ekki öll nótt úti enn,“ bætir Sveinn við. En það er auðheyrt að honum er þvert um geð að hætta við að leggja endurvinnslu á hráefn- um krafta sína, Raunar bætir hann við að ein vísbending um að við séum að vakna til umhugsunar um þessi endurvinnslumál, sé að í lok sl. árs hafí Friðrik Sophusson iðnað- arráðherra skipað í samvinnu við Guðmund Bjamason heilbrigðisráð- herra nefnd til að leggja fram tillög- ur um lausn þessara mála sem fyrst. í þeirri nefnd, sem er undir fomstu Páls Líndals, deildarstjóra í iðnaðarráðuneytinu, er m.a. Ás- geir Einarsson framkvæmadastjóri Sildra-Stáls og ætti 40 ára hagnýt reynsla hans og uppsöfnuð þekking á málinu að nýtast nefndinni. Texti: Elín Pálmadóttir Morgunblaðið/Sverrir Dósir undan drykkjarvörum hrúgast nú upp. Á umhverfisráðstefnu í Sjálfstæðishúsinu sýndi Sveinn hversu auðvelt er að safna þeim og gera úr verðmæti. í plastpokanum fremst á myndinni eru um 250 dósir, en i bögglinum þar ofan á er búið að pressa saman 2.400 dósir. Það er sama magn og úr 70 kössum af gosi, sem skv. fréttum fóru um borð í Sjóla um daginn. Ætli þær dósir lendi ekki í sjónum? stáls dregur vemlega úr þessari mengun. Með endumýtingu áls má minnka um 96% loftmengun, sem ella fylgir framleiðslu þess. Endur- vinnsla pappírs hlífir skógi. Um 35% af þeim skógi sem nýttur er fer til pappírsframleiðslu og því hefur ver- ið spáð að það hlutfall muni hækka upp í 50% fyrir aldamót. Harðviðar- skógar hitabeltisins munu líklega minnka um a.m.k. 10% fram að aldamótum. Skógar í Vestur-Rúss- iandi hafa lengi verið nýttir umffam endumýjun, Bandarikjamenn hafa gengið vemlega á nýtanlegan skóg á undanfömum áratugum og skóg- ar Evrópu em í yfirvofandi hættu vegna loftmengunar. Vistfræðingar hafa vaxandi áhyggjur vegna þeirra áhrifa sem minnkandi skógar geti haft á loftslag jarðarinnar. Sem dæmi um það hve mikið má spara er fullyrt að sunnudagsblað stór- blaðsins Sunday Times eitt geti með endurvinnslu sparað 75 þúsund tré. Svíar segja að endurvinnsla á pappír spari um eina milljón hekt- ara af skógi á ári. Það er því ekki vansalaust að grafa þau verðmæti sem má endumýta, hvort sem það em málmar, pappír, nælon, gúmmí eða annað. Auk ágangs á auðlindir jarðar má með endurvinnslu draga verulega úr orkunotkun. Samfélag- ið nýtir alveg eins og náttúran orku til að framleiða öll þau efni sem unnin em úr jörðunni. Kísill, jám og ál mynda um 40% af jarðskorp- unni, úr þeim efnum er m.a. unnin steypa, leir, gler auk hreinna málma og um 94% af þeim málmum sem notaðir em í dag em jám og ál.“ „Við vildum leggja okkar til og söfnuðum og unnum úrgangspappír þannig að hann væri tiibúinn í pappírsverksmiðjumar og sendum út um 100 tonn á mánuði í gámum til endurvinnslu erlendis í 3 ár,“ segja þeir feðgar og auðheyrt að þetta mál er þeim mjög hjartfólgið, umfram það að vera atvinna þeirra. „Við söfnuðum pappír hjá stærstu aðilum og vonuðum að hægt væri að færa út kvíamar, en einir getum við ekki staðið alfarið undir því að safna og fjarlægja þessi efni. Sama er með jámið. Við höfum á þessum árum safnað og tekið brotajám á 12 stöðum á landinu." Þeir feðgar draga ffarn þykkt albúm með mynd- um, sem þeir hafa safnað frá öllum þessum stöðum. Sveinn hefur líka dregið saman á myndband mikla sögu um þetta mál, sem er gleðileg og dapurleg í senn. Einkum saga draslhauganna frá síðastliðnu ári, sem sumir halda nú áfram að stækka úti í náttúmnni eða hefur verið rótað yfír vegna kvartana íbú- anna eins og hundar róta yfír það sem þeir ekki vilja að sjáist. En þar má líka sjá myndir af jámahaugum og bflakirkjugörðum undan og eftir að Sindra-Stál komst í málið á und- anfömum árum, og breyttu jáma- haug í hreint land. Greitt fyrir að fjarlægja úrgang Við víkjum talinu að því hvað hafí riðið baggamuninn um að þeir urðu að hætta og hvað verði nú. Þeir sögðu að flutningskostnaður hafí verið orðinn svo mikill og ætl- ast til þess að þeir sæktu sjálfír á eigin kostnað 75-80% af efninu. Þó Sindra-Stál ynni og sendi utan 8-10 þúsund tonn á ári eftir að þeir fengu stóru pressuna 1981, sem bögglar saman bflum í hrúgu, var samt haldið áfram að grafa þetta verð- mæti á haugunum í verulegum mæli. Líklega grafín 3-4 þúsund tonn af jámi á ári, enda ekkert bann við að urða slíka hluti. Bflflök, heimilistæki og þessháttar var stór hluti af hráefninu, og mikil vinna við að íjarlægja aðskotahluti svo sem svampsæti, geyma, aðra málma o.fl. Sindra-Stál tók líka flugvélar og heil skip, bútaði niður og vann í brotajám. En þrátt fyrir það er heilum skipum enn sökkt í sjó. Má nefna nýleg dæmi, Happa- sæl og dýpkunarskipið Gretti. Það er mikil sóun. „í fimm ár vomm við að ræða við sveitarfélögin og reyna að fá þau með okkur til að vinna að þessu. Var ekki tekið illa í það, en það var líka allt og sumt. Samband 1986 hreinsaði Sindra-Stál 420 tonn úr gömlu jámasafni á ísafirði og fór með i 84 geymum. Hér sést á annarri myndinni hluti af jámahaugnum og á hinni hreint landið eftir að haugurinn varfarinn. sveitarfélaga var með nefnd, sem átti að vinna með okkur einhverja áætlun. Við höfum verið að ræða við sveitarfélögin á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, Suðumesjum og Akur- eyri um að við tækjum að okkur sem verktakar að fjarlægja og nýta þessa málma. En sá háttur er hafð- ur á í mörgum nágrannalöndum okkar og þykir sjálfsagt. í Noregi, Svíþjóð og Danmörku em greiddir flutningsstyrkir. Enduriðnaður er yfírleitt í náinni samvinnu við sveit- arfélögin. Nú er búið að stofna Sorpeyðingarfélag höfuðborgar- svæðisins. Okkur sýnist ákaflega einfalt að greiða jafnt fyrir að fjar- lægja dótið til endurvinnslu eins og fyrir að aka því á haugana, það þurfí ekkert að sitja yfír því að fínna lausn á þessu, hún liggur fyrir. Til viðbótar þeim málmum, sem hingað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.