Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÖIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988
4
Jóhannes Páll II páfí:
EINN VrNSÆLAS'lI
PÁFII' ALD
Fyrsti páfinn, sem
ekki er ítalskur frá
miðri sextándu öld
TEXTI:
BRYNJA TOMER
Jóhannes Páll II páfí.
Hann hefur nú verið
páfí í níu ár og er
talinn einn mesti trú-
boði allra tíma og
umburðarlyndasti
páfí í aldaraðir. Hann dvelur
um fjóra mánuði á ári utan
Ítalíu og kemur að öllum
líkindum til íslands á næsta
ári.
Jóhannes P&ll II páfi er nú 67
ára gamall. Hann var björinn úr
hópi kardínála i október 1978 og
hefur af mörgum verið talinn einn
mesti trúboði allra tíma og vinsæl-
asti páfi i aldaraðir. Hann er
pólskur að uppruna og er fyrsti
páfinn sem ekki er italskur frá
þvi á miðri sextándu öld. Hann
mun að ÖIIu óbreyttu koma í heim-
sókn til íslands og hinna Norður-
landanna á næsta ári.
Páfinn er æðsti maður kaþólsku
kirkjunnar og hefur hann aðsetur
sitt í Páfagarðinum í Róm. Jóhannes
Páll II páfí hefur ferðast afar mikið
frá því hann var kjörinn páfí og í
níu ára páfatíð sinni hefur hann
heimsótt alls 84 þjóðlönd. Kaþólsk
yfírvöld í hveiju landi bjóða páfa að
heimsækja hinar ýmsu þjóðir, og
hefur Jóhannes Páll II páfí þótt sér-
"* lega jákvæður og umburðarlyndur í
garð hinna ólíku þjóða og trúar-
bragða í heiminum. Þess er skemmst
að minnast er hann bauð öllum helstu
trúarleiðtogum heims að safnast
saman í itölsku borginni Assisi, þar
sem hver og einn bað á sinn hátt
og samkvæmt sinni trú fyrir friði í
heiminum. Er þetta einsdæmi í sögu
páfa og þykir lýsa vel hinum sér-
stæða persónuleika Jóhanness Páls
II páfa.
Dagskrá gerð tvð
ár fram í tímann
Páfí dvelur að meðaltali um fjóra
mánuði á ári í úttöndum, í opinberum
heimsóknum og trúboði. Hann kemur
væntanlega til íslands á næsta ári,
en dagskrá páfa er gerð tvö ár fram
í tímann. Þegar þessi greinaflokkur
var skrifaður, hafði kaþólskur biskup
ekki enn verið vígður hér á landi,
og var því rætt við séra Georg sem
þá var yfírmaður kaþólsku kirkjunn-
ar á íslandi. Undirrituð freistaði þess
reyndar að fara fram á áheym hjá
páfa $ Vatikaninu í Róm, en þar er
gífurlegt skipulag á öllum hlutum
og ekki reyndist mögulegt að fá
áheym hjá honum — í þetta sinn að
minnsta kosti. Þúsundir bréfa berast
páfanum vikulega og er þeim öllum
svarað af sérstökum fulltrúum hans.
Bréfín em að sjálfsögðu misjöfn
bæði hvað varðar lengd og innihald,
og er hópur manna í fullu starfí við
það eitt að flokka bréfín niður. Bréf
sem berast utan úr heimi em send
til sérstakra sendimanna páfa í við-
komandi löndum, sem sjá um að
svara þeim. í okkar tilfelli kom fyrst
svar frá Kaupmannahöfn, þar sem
bent var á að séra George, skóla-
stjóri Landakotsskóla og þáverandi
yfírmaður kaþólsku kirkjunnar á ís-
landi, mundi svara nokkrum spum-
ingum fyrir hönd páfa. Séra George
gefur Páfagarði síðan skýrslu um
þessa grein.
— Hver skipuleggur ferðalög
páfa?
Séra George segir að fyrst ákveði
páfí sjálfur hvort hann þiggi boð
hinna mismunandi þjóða um að heim-
sækja þær. Síðan sé nefnd sett á
stofri í viðkomandi löndum, sem sjái
um að skipuleggja dagskrá og tíma-
setja hana nákvæmlega. „Þetta er
mjög mikið nákvæmnisverk," segir
hann. „Allar tfmasetningar verða að
standast algjörlega og þegar undir-
búningsnefnd er tilbúin með dag-
skrá, er dagskráin send til Rómar.
Þá koma sendimenn páfa til landsins
til að athuga hvort hún stenst. Þeir
fara tvisvar eða þrisvar þá leið sem
páfa er ætlað að faia, og tímasetn-
ingar verða að standast uppá mínútu.
Það er heilmikil vinna að skipuleggja
komu páfa, en við höfum þegar haf-
ist handa við að skipuleggja væntan-
lega komu hans til Islands. Að öllum
líkindum mun páfí heimsækja öll
Norðurlöndin, en Danir hafa hug á
að Niels Stensen, sem var biskup og
náttúrufræðingur í Danmörku, verði
tekinn í tölu blessaðra í tengslum
við heimsókn páfa.“ Þetta vekur for-
vitni um dýrlinga hinna kaþólsku.
— Hveijir eru teknir I dýrlinga-
tölu, eftir hvaða reglum er farið
og í hveiju er athöfnin fólgin?
„Menn eða konur sem hafa starfað
á framúrskarandi hátt í þágu kris-
tinnar trúar eru teknir í dýrlingatölu.
Aður en það gerist, er sótt um það
til páfastóls að viðkomandi verði tek-
inn í helgra manna tölu og er þá
skipaður sérstakur dómstóll, þar sem
þrír dómarar eiga sæti, auk veijanda
og sækjanda. Hlutverk þeirra er að
rannsaka allt sem viðkomandi maður
hefur skrifað, og einnig lífemi hans.
Til þess að hann verði tekinn í dýrlin-
gatölu þarf kraftaverk að hafa átt
sér stað fyrir hans milligöngu, og
þarf að sanna það fyrir dómstólnum.
Mislangur tími llður frá því að páfa-
stóli berst beiðni um að maður verði
tekinn í helgra manna tölu þar til
hann verður viðurkenndur sem
slíkur. Þessi rannsókn getur tekið
allt að mörgum áratugum. Páfí til-
kynnir það síðan við hátíðlega athöfn
I messu að viðkomandi sé tekinn í
dýrlingatölu. í páfatíð Jóhannesar
Páis II hefur þessi athöfn oft farið
fram í því landi sem viðkomandi
hefur fæðst eða starfað, en fór áður
í svo til öllum tilfellum fram í Péturs-
kirkjunni í RÓm.
Séra George, skólastjóri Landa-
kotsskóla. Honuin var falið það
hlutverk að svara spurningum
fyrir hönd páfa.
— Á Ítalíu var nýlega samþykkt
lagabreyting sem felur í sér að
veita hjónum lögskilnað eftir
þriggja ára aðskilnað í stað fimm
ára áður. Hvað segja kirkjunnar
menn um þetta?
. „Kirkjan er alfarið á móti hjóna-
skilnaði, en við verðum að vera
raunsæ, og stundum kemur upp sú
staða að hjón sjá sér ekki fært að
búa lengur saman. f þeim tilfellum
samþykkir kirkjan aðskilnað. Hún
reyndi að koma í veg fyrir að lög-
skilnaður yrði veittur á sfnum tíma,
en þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram
um málið og var lögunum breytt að
ósk meirihluta þjóðarinnar. Auðvitað
koma alltaf upp vandamál, en fólk
þarf að reyna að leysa þau á skyn-
samlegan hátt og gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að viðhalda
einingu fjölskyldunnar."
Vill hitta íslendinga
— Hvemig finnst páfa að heim-
sækja þjóðir sem ekki em kaþól-
skar og jafnvel ekki kristnar?
„Jóhannes Páll II páfí hefur farið
til landa þar sem allt að 99% þjóðar-
innar er hindúatrúar, múhameðstrú-
ar eða annað og alls staðar hefur
verið tekið vel á móti honum. Hann
er líka sannfærður um að hér á ís-
landi fái hann góðar viðtökur. Þegar
upphaflega var farið að ræða um
þann möguleika að páfí kæmi til
Norðurlandanna, komu fyrstu við-
brögðin til Páfagarðs frá Islandi, og
ég er mjög stoltur af því,“ segir séra
George og brosir góðlega. Hann hitti
sjálfur páfa fyrir réttu ári, er hann
var í Róm. „Ég var taugaóstyrkur
fyrst þegar ég hitti hann,“ segir séra
George. „En svo tók hann þannig á
móti mér að ég gleymdi því hvar ég
var staddur. Hann er afskaplega in-
dæll maður og mjög þægilegur. Hann
er alvarlegur þegar umræðuefnið er
alvarlegt og brosir þegar það á við.
Hann veit mikið um ísland, sérstak-
lega starfsemi kaþólsku kirkjunnar,
og hann vill koma hingað til að hitta
fólkið í landinu, en ekki sem ferða-
maður."
— Hvert telur páfi að sé helsta
hlutverk foreldra í nútímasam-
félagi?
„Hlutverk allra manna hér á jörð-
unni er að komast aftur til skapar-
ans, svo það hlýtur að vera helsta
hlutverk foreldra að kenna bömun-
um að leita að leiðinni til hans, og
sýna gott fordæmi. Páfí hefur oft
sagt I ræðum sínum að hann bindi
miklar vonir við unga fólkið, og hann
vill að nýjungar á sviði tækni og
vísinda verði nýttar í þágu kirkjunn-
ar og heimsfriðar."
— MiIIjónir manna koma árlega
f Páfagarð og Péturskirkju, en
stór hluti þeirra kemur fyrst og
fremst fyrir forvitnis sakir; sem
ferðamenn en ekki sem pflagrim-
ar. Finnst páfa það ekki neikvætt
að aðalmiðstöð kaþólskrar trúar
skuli vera með slfkum ferða-
manna- og sölumennskublæ?
„Það er ekkert neikvætt við að að
fólk skoði sig um í Péturskirkju og
söfnum Páfagarðs, þó það sé kannski
að mestu leyti fyrir forvitnis sakir.
Það má ekki gleyma öllum pílagrí-
munum sem koma til Rómar gagn-
gert til að sjá hvemig fyrstu kristnu
mennimir lifðu. Vatikanið tengist
mannkynssögunni mikið og sú menn-
ing sem orðið hefur til beinlínis út
frá kristinni trú, á erindi til allra,
pílagríma sem og ferðamanna."
Jóhannes Páll II páfí hefur tekið
á móti íslendingum í páfahöllinni,
meðal annars íslenskum kómm sem
sungið hafa fyrir hann. Til að fá
áheym hjá páfa þarf að skrifa bréf
í Páfagarð og æskja hennar. Svo
framarlega sem páfí er í Róm, tekur
hann á móti pílagrímum í sérstökum
móttökusal í páfahöllinni á miðviku-
dagsmorgnum kl. 11. Iðulega safn-
ast þar saman hundmð og jafnvel
þúsund pílagrímar. Samkomur þess-
ar standa yfír í um það bil klukku-
stund og hefjast á því að páfí heilsar
fólkinu og flytur stutta raeðu. Er það
mál manna að andrúmsloftið þar sé
mjög óþvingað og páfi sé afar vin-
gjamlegur.
Efalaust er mörgum enn í fersku
minni skotárásin sem páfí varð fyrir
á Péturstorgi í Róm 13. maí 1981
sl. Þá reyndi Tyrkinn Mohammed
Agca að ráða páfa af dögum I viður-
vist fjölda manns. Páfi hefur oftar
en einu sinni heimsótt tilræðismann-
inn í fangelsið þar sem hann af-
plánar nú dóm sinn, en á síðasta ári
veitti hann móður Mohammeds
einkaáheym. Mikið var rætt um fund
þeirra í fjölmiðlum um allan heim
og eftir fundinn sagði páfí að hann
reyndi að fyrirgefa eins og Jesús
hefði kennt manninum. Um leið
hvatti hann alla til að gera slíkt hið
sama. Það er kannski ekki að furða
þó Jóhannes Páll II páfí sé eins virt-
ur og dáður um allan heim og raun
ber vitni, því betra fordæmi fyrir
fegurri boðskap geta örugglega fáir
gefíð.