Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Feðgamir Sveinn Ásgeirsson og Ásgeir Einarsson á vinnslustað Sindra-Stáls í Sundahöfn, þar sem verið er að vinna úr leifunum af brota- járnshaugnum til útflutnings. Við# hreinsunar- störf til endurvinnslu í nærri 40 ár Á ruslahaugunum í Gufunesi hjakkar nú krani daginn langan á bílahræjum til að minnka umfang þeirra áður en þau eru grafin í takmörkuðu rými hauganna. Þúsundir bilhræja eiga þar eftir að síga með timanum saman í gröf sinni, grotna engum að gagni og jafnvel menga jarðveg og jarðvatn. 16 þúsund bílhræ lögðust til á íslandi á sl. ári, þar af eflaust tíu þúsund á höfuðborgarsvæð- inu. Nú má sjá á bílakirkjugörðum á ólíklegustu stöðum hvernig hræin eru víða að safnast upp í sveitarfélögunum. Tilefnið er að Sindra-Stál, sem lengi hefur tekið bílana, pressað þá saman og sent í málmbræðslur úti í Evrópu, neyddist tíl að hætta að taka við bQum, heimilistækjum, tunnum og öðru lélegu brotajárni í haust. Fyrirtækið heldur ekki lengur út að borga með verkinu, þegar þarf líka að sækja þetta hráefni æ lengra án greiðslu fyr- ir hreinsunina. Þá hrökkva menn við og upphefst lifleg umræða um endurvinnslu málma, pappírs og annarra endurvinnsluhæfra efna — eina ferðina enn. ijár kynslóðir Sindrafeðga, Einar_ Ásmunds- son, Ásgeir Ein- arsson og Sveinn Ásgeirsson hafa síðan 1950 flutt út brotajám, síðasta áratuginn af einskærri þijósku, eins og þeir Ásgeir og Sveinn orða það. Þeir eru áhuga- menn miklir um endurvinnslu hvers konar, bæði vegna sóunar á land- rými og mengunar jarðvegs, fyrir utan það að þama em efni sem hægt er að endurvinna og minnka með því ágang á gæði jarðarinnar. Og efni jarðar ganga til þurrðar fyrr eða sfðar ef bruðlað er með þau. Lengi hafa þeir bent á að 5% af skógum jarðar mundu hverfa árlega ef enginn pappír væri endu- 'mnninn. Og hugur fýlgir máli, því í nær 3 ár söfnuðu þeir, sundur- greindu, tættu og sendu út f gámum um 100 tonn af notuðum pappfr á mánuði til endurvinnslu. Sindra- menn hafa verið virkir meðlimir í Norðurlandasamtökum endur- vinnsluiðnaðarins frá upphafi þeirra 1964 og í alþjóðasamtökunum BIR, sem stofnuð vom í Amsterdam um 1940, og sótt þar ráðstefnur og kynnisferðir. Hafa þeir safnað að sér hverskonar hagnýtum fróðleik um endurvinnslu og reynt að koma henni á framfæri hér, lagt hönd á plóginn svo lengi sem unnt var að standa að þvf einir. En f nágranna- löndum þykja slíkir mslahirðar hin- ir nýtustu verktakar hjá sveitarfé- lögum og ríki, sem þurfa að fjar- lægja úrgang velferðarþjóðfélags- ins. Ekki vantar skýrslur og nefnd- ir, nóg komið af því, það liggur allt fyrir, segja þeir. Hefur bara vantað ákvörðun um að leysa málið. Afskipti Sindra af endurvinnslu á brotajámi má relqa nærri 40 ár aftur í tímann, þegar Einar Ás- mundsson í Sindra var í samninga- nefnd til Póllands þar eð hann flutti þá þegar inn stál. Pólveijamir settu þau skilyrði að fá brotamálma í staðinn fyrir stálið til íslands. En Ásgeir sonur hans upplýsir að helm- ingur af stálframleiðslu heimsins sé úr endumnnu brotajámi. Pólveij- amir sögðu sem svo: þeir sem grafa jám í jörðu ættu ekki að fá neitt stál keypt! Viðskiptin við Pólveijana virtust ætla að stranda á þessu. Einar brá skjótt við og tók að sér útvegun á brotajáminu og er enn til skeytið því til staðfestingar við Pólveijana, dagsett 24. nóvember 1950, og sent á hótel þeirra í Var- sjá: : „Byijaðir sjálfír að kaupa brotajám - Sindri.“ Þar með byijaði Sindri að safna og flyfja út brota- jám, fyrst lengi um 3-4 þúsund tonn á ári. Mikið lá fyrir af brota- Brotajárni safnað í skip á Skagaströnd tU flutnings á Sindra-Stáls svæðið í Sundahöfn, þar sem gengið er frá þvi tU notkunar i bræðsl- unum erlendis. jámi í landinu — í haugum á ólíkleg- ustu stöðum úti í náttúmnni. í fyrstu var það sett um borð í skip eins og það kom fyrir. En brátt tóku Sindramenn að viða að sér vélum til að geta unnið það í sam- ræmi við erlenda staðla, sem krefj- ast þess að aðskotaefni eins og plast, dekk o. fl. sé fjarlægt, málm- amir sundurgreindir eftir tegund- um, þar sem stundum em margir málmar í sama hlutnum og brota- jámið klippt og pressað. Kröfur markaðarins hér heima á fyrirtækið um söfnun og frágang fóm vax- andi. Vom þeir komnir með stórar vélar og miklar fjárfestingar. Nú síðast fluttu þeir um 10 þúsund tonn af málmi út árlega. Höfðu flutt 162.500 tonn áður en yfír lauk, að verðmæti um 10 milljónir dollara. Nú eftir að þeir neyddust til að hætta á sl. vori að taka við nema besta hráefni, þar eð verðsveiflur hafa orðið á hráefninu undanfarið og stálverð í lágmarki ogtilkostnað- ur hefur farið vaxandi án þess að sveitarfélögin hafí sýnt áhuga á að taka sinn þátt í hreinsuninni, hafa þeir verið að hreinsa upp haugana hjá sér í Sundahöfn. Vinna þá til útflutnings, fluttu út 1.288 tonn í sl. viku. En því lýkur einnig ef ekki verður snúið við. Áður en þeir hættu vom Sindramenn búnir að hreinsa upp alla nálæga jám- og bflahauga og þurftu að sækja hráefnið æ lengra. En nú segja þeir að á einu ári sé komið í sama farið og var um 1981, þegar þeir fengu stóm pressuna sem vann á öllum málmi, allt fullt af brotajámi og allir að tala um þetta hneykslanlega drasl á víðavangi. Fýrir utan það hrúgast bflflökin upp á haugana, þar sem þessi 8-10 þúsund tonn bætast við 3-4 þúsund tonn af brotajámi, sem þrátt fyrir vinnsluna var alltaf farið með þangað, enda er ekkert bann við því hér eins og víðast annars staðar að grafa þessi verðmæti. Menn leigja nú verkefnalítil flutn- ingatæki af Sindra-Stáli til að flytja upp á hauga ýmiskonar flök, jafn- vel hræ af heilum áætlunarbílum til að grafa þar. Frá 1981 hefur Sindra-Stál tekið við 10 þúsund tonnum í bflflökum, 19 þúsund tonnum af tunnum og alls kyns heimilistækjum og 21.800 tonnum af þykku efni. Sem dæmi um hve þessi rúm 50 þúsund tonn taka mikið pláss má nefna að pressað og klippt er áætlað að þetta magn taki 63 þúsund kúbikmetra, en óunnið 208.000 kúbikmetra og til viðmiðunar má neftia að 832 hundr- að fermetra íbúðir þarf til að ná sama rúmmáli. En samkvæmt upp- lýsingum Reylq'avíkurborgar kostar um 600 kr. að urða hvem rúm- metra af almennum úrgangi. Bruðlað með takmörkuð gæðijarðar „Með endurvinnslu hefur verið sýnt fram á að draga megi verulega úr kostnaði við sorphirðu, í nokkr- um borgum hefur tekist svo vel til að magn úrgangs hefur minnkað um aílt að 40%, sem bæði sparar fjármuni og landrými, segir Sveinn Ásgeirsson, sem hefur erft áhuga á þessu máli frá afa sínum og föð- ur. Hann er vélvirkjameistari og hefur m.a. unnið við endurvinnslu í Hollandi, Noregi og víðar til að kynnast verkefninu. „Áhugi okkar liggur ekki sfst í þvf að bruðla ekki svona með takmörkuð gæði jarðar. Efni hennar eru ekki ótakmörkuð og illa fer fyrir jarðarbúum ef við gleymum því. Þar sem vel hefur tekist til um endurvinnslu hafa verulegir fjármunir sparast, bæði við að draga úr beinum kostnaði við framleiðsluna og leysa ýmiskon- ar umhverfísvanda. Með því að nota kox við jámframleiðslu úr jámgiýti verður t.d. gífurleg loftmengun, auk þess sem greftri í kola- og jámgrýt- isnámum fylgir mikill úrgangur jarðefna. Endurvinnsla jáms og Erfiðasta verkefnið er að hreinsa stóri málmhaugur var einfaldlega upp og safna brotajárninu. Þessi grafinn í jörðu við Raufarhöfn. Efniviður „geymdur" f Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.