Morgunblaðið - 20.03.1988, Side 64

Morgunblaðið - 20.03.1988, Side 64
FERSKLEÍKÍ HK . ÞEGAR MESTÁ REYNIR ffguiiMftfeifr NÝTT FRÁ KODAK RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Vetrarvertíðin hefur verið misjöfn það sem af er. Afli var mjög lélegar framan af en hefur verið að glæðast á nokkrum verstöðvum síðustu daga. Ef litið er til fyrri ára vantar mikið uppá að aflinn á vertíðinni nú nái því sem algengt var á hinum gömlu góðu vertíðum. Myndin var tekinn í Sandgerði í vikunni. VERTÍÐ í SANDGERÐI Morgunblaðið/Snorri Snorrason • • Olvaður á 151 km hraða LÖGREGLAN í Árnessýslu stöðvaði 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur aðfaranótt laugar- dags. Einn þeirra mæidist á 151 km hraða á Skeiðavegi og reynd- ist hann vera ölvaður í þokkabót. Auk hans sáu tveir aðrir öku- menn á eftir skírteini sínu þessa nótt. Annar þeirra ók á 145 km hraða eftir Flóavegi og hinn var á 117 km hraða innan bæjarmarka Selfoss. Að sögn lögreglu var um helmingur þeirra, sem stöðvaðir voru, með radarvara í bifreiðum sínum, en ekki dugði það til. Þá stöðvaði lögreglan ökuferð 15 ára ölvaðs drengs þessa nótt. Óvíst var hvemig hann hafði kom- ist yfír bifreiðina. Heildariiuilán standa í stað HEILDARINNLÁN innlánsstofn- ana stóðu f stað fyrstu tvo mán- uði ársins, samkvæmt bráða- birgðatölum Seðlabanka íslands. Ef reiknað er með áætluðum áföllnum vöxtum á tímabilinu hefur innlánaaukningin orðið 3%. Útlán bankanna jukust meira en innlánin. Á þessu tímabili varð 4,2% aukning útlána, að sögn Eiríks Guðnasonar aðstoðarseðlabanka- stjóra. Eiríkur sagði að ekki væri hægt að gefa upp breytingar inn- lána hjá einstökum bönkum fyrr en endanlegt uppgjör þessa tímabils hefði farið fram. Sturlunga kemur út með nú- tíma staf- setningu NÚ UM helgina kemur Sturl- unga saga út hjá bókaútgáf- unni Svörtu á hvftu. Þetta er í fyrsta skipti sem ritverkið er gefið út f heild með nútíma- stafsetningu. Sagan er gefin út f tveimur bindum og þar eru einnig prentaðar Árna saga biskups og Hrafns saga Sveinbjarnarsonar hin sér- staka. Þriðja bindið, sem ber heitið Skýringar og fræði, fylgir ritverkinu. Þar eru prentaðir ýmsir forntextar, sem varpa Ijósi á þessa tíma, auk inngangs, skýringa- mynda, korta og annars, sem getur komið að gagni við lest- ur sögunnar. Bækurnar eru gefnar út í sérstakri öskju og þar f er einnig að finna vegg- Veggspjald Errós. spjald, sem listmálarinn Erró hefur gert. Svart á hvítu gaf út íslend- ingasögur og þætti með nútíma- stafsetningu fyrir tveimur árum. Sú útgáfa heftir mælst mjög vel fyrir og selst í 14 þúsund eintök- um, að sögn Bjöms Jónassonar, framkvæmdastjóra Svarts á hvítu. Hann sagði að útgáfan hefði gert markaðskönnun vegna útgáfu Sturlungu og það virtist vera gífurlegur áhugi fyrir henni. Aðspurður hvort fyrirhugað væri framhald á útgáfu fomrita með nútímastafsetningu kvað hann það hugsanlegt og þá kæmi Heimskringla einna helst til greina. Sjá ennfremur 10B-12B. 200 tonn af gömlu offitukjöti á útsölu GAMLA offitukjötið verður sett á útsölu f næstu viku. Nú eru til f birgðum um 200 tonn af dilka- kjöti, II. flokki O, frá haustinu 1986. Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga hefur ákveðið að bjóða það nú til sölu á niðursettu verði. Markaðsnefnd landbúnaðarins annast framkvæn^i útsölunnar og hefur um hana samvinnu við Kaup- mannasamtök íslands. Kjötið verð- ur boðið til sölu á einum stað, á Lynghálsi 3. Það verður selt í stöðl- uðum pakkningum, sem í er einn skrokkur án læra, og verður fram- parturinn sagaður í súpukjöt. Lærin er fyrir ’öngu búið að seíja. Offitukjötið verður selt á 139 krónur kílóið með söluskatti. Til samanburðar má geta þess að há- markssmásöluverð á samsvarandi flokki dilkakjöts frá því í haust er 311 krónur kílóið. Stefnt er að því að hefja útsöluna á þriðjudag, en í gær var ekki ljóst hvort það tækist. Auðunn Bjami Ólafsson, fram- kvæmdastjóri markaðsnefndar, sagði í gær aðspurður um gæði kjötsins að það virtist í góðu lagi. Hann sagði að kjöt hefði verið valið af handahófí úr frystigeymslunum og soðið á hefðbundinn hátt til reynslu og hefði ekkert fundist að I fítusnyrtingu og fleira við vinnslu þeim mat. Hann sagði að þessi þess. Taldi hann að fólk gæti gert flokkur hefði setið eftir vegna þess góð kjötkaup með því að kaupa að meiri vinnu þyrfti að leggja í I offítukjötið á þessu verði. Engin héruð eru lenffur læknislaus EFTIR að heilsugæslustöðvar komu til sögunnar eru ekki lengur vandræði f einstökum héruðum vegna læknaskorts, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisemb- ættinu. Alls eru nú 80 heilsu- gæslustöðvar í landinu, þar af 46 á landsbyggðinni mannaðar lækn- um og um 30 sem hafa á að skipa hjúkrunarfræðingum og læknar heimsækja reglulega. Guðjón Magnússon aðstoðarland- Iæknir tjáði Morgunblaðinu, að það heyrði nú til algjörra undantekninga, ef hérað er læknislaust í einhvem tíma. Algengast sé, að hver einasta staða sé setin og hann sagði hlut- fall fastráðinna vera yfírgnæfandi, skipaðir læknar eru í meira en þrem- ur af hveijum Qórum stöðum. Þá sagði hann það vera orðið algengt, að þegar auglýst er staða laus, þá sæki margir um. Skýringuna á þessu, sagði Guðjón vera tvíþætta, annars vegar hefði læknum fjölgað verulega hér á landi undanfarin ár, ekki síst þeim sem hafa heimilislækningar sem sér- grein. Hins vegar hefði öll aðstaða lækna stórbatnað með tilkomu heilsugæslustöðvanna. Nú hefðu læknar þar betri húsakynni en áður, oft sérhönnuð, einnig væri tækja- kostur mun betri en fyrr og aðstoð- arfólk væri til staðar, þ.e. hjúkrunar- fræðingar og ljósmæður. Á stærstu stöðum eru læknar fleiri en einn. í Reykjavík eru fímm heilsu- gæslustöðvar og sagði Guðjón það vera minna en gert er ráð fyrir, þær ættu samkvæmt skipulagi að vera 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.