Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Morgunblaðið/Júlíus Dr. Montagne Ullman. Rætt við dr. Montague Ullman um hugmyndir hans um draumatúlkunarhópa þetta,“ segir hann. „Ef fólk snýr sér af alvöru að þessu kemst það að raun um að draumar endur- spegla ýmislegt í lífi þess, sem það hefur kannski ekki skilið eða ekki viljað hugsa um. Með því að læra að skilja táknmyndir sem birtast í draumum og túlka þær getur ein- staklingurinn áttað sig á tilfínning- um sínum og hegðun gagnvart öðru fólki. Sumir uppgötva ákveðna eig- inleika í fari sínu. Til dæmis að þeir séu ráðríkir, háðir öðrum, eða að þeir noti annað fólk. Þannig lærir fólk að þeklqa sjálft sig betur og getur þá jafnvel breytt hegðun sinni." Hópvinnan er best „Hópvinnan er best, en fólk vakn- ar ekki alltaf með hóp af fólki í kringum sig,“ segir hann og hlær. „En eínstaklingar geta líka notfært sér þetta ef þeir hafa áður unnið í hópum eða lesið bækumar. Þeir geta lært að leika sér með tákn- myndir og fá þannig á tilfínninguna hvað þær þýða, hvers vegna þessar frjálsara ef það getur sagt öðmm frá leyndarmálum sínum. „Auðvitað eiga allir sín leyndarmál. En því færri leyndarmál sem þú þarft að burðast með, því opnari verðurðu gagnvart öðm fólki og því meiri virðingu berðu fýrir sjálfum þér,“ segir hann. -Hvaða skilyrði þarf fólk að upp- fylla til að taka þátt í draumatúlk- unarhópi? „Eina skilyrði fyrir því að taka þátt í hópstarfínu er að hafa að minnsta kosti einu sinni á ævinni dreymt draum svo þú vitir hvað draumur er,“ sagði dr. Ullman. Til þess að vekja áhuga almenn- ings á að vinna með drauma hefur hann skrifað nokkrar bækur, bæði einn og með öðmm. Má þar nefna bækumar Dream Telephathy, Working With Dreams, sem hann skrifaði í samvinnu við Nan Zim-' merman og The Variety of Dream Experience ásamt Claire Limmer. „Ég reyni að skrifa á þann hátt að almenningur skilji hvað draumur er og hvemig hjálpa á dreymanda á ömggan hátt. Til þess þarf að tileinka sér tækni og kænsku. Þeir sem vinna í hópum þurfa að vita hvers konar spurningar þeir geta spurt dreymandann og hvemig á að hjálpa honum án þess að honum finnist einkamálum sínum ógnað. Þeir sem ekki em sérstaklega menntaðir til þessara hluta geta auðveldlega lært hvemig á að hann væri að fara úr einu hótel- herbergi, út úr hótelinu og yfír götuna, í áttina að öðru hóteli og inn í herbergi þar. Á leiðinni er hann að hnýta hálsbindið á sig og uppgötvar að undir því er annað bindi. „Segjum sem svo að maðurinn hafí ekki skilið drauminn. Þá geta þeir sem em í hópnum hjálpað hon- um með að fínna út hvað bindi getur táknað. Það er augljóst að í þessum draumi hefur það ekki eig- inlega merkingu. Miðað við þær aðstæður sem maðurinn er í mætti túlka það sem hjónaband eða sam- band. Draumurinn gæti því táknað að hann væri alls ekki búinn að losa sig tilfínningalega úr fyrra sambandinu. Þannig geta draumar sagt okkur ýmislegt um tilfinning- alíf okkar sem við í rauninni áttum okkur ekki sjálf á.“ Norðurlandabúa dreymir náttúruna Það kom fram í máli dr. Ullmans að svo virtist sem umhverfið hefði mikið að segja í draumum fólks. Hann sagði bæði í fyrirlestri sínum og í samtali við blaðamann að hann hefði tekið eftir því að Norður- landabúa dreymdi oft að þeir væru úti í náttúrunni. í Svíþjóð dreymdi fólk oft að það væri úti í skógi að tína sveppi. Þetta kæmi sjaldan fyrir hjá þeim New York búum sem hann heftir unnið með. Á fyrirlestr- Skilyrði að hafa einhvem tíma dreymt draum DRAUMAR hafa löngnm vakið furðu manna og hver hefur ekki velt vöngum yfir því hvers vegna okkur dreymir og hvaða þýðingu draumar hafa fyrir líf manna. Dr. Montague Ull- man, sem lengi hefur unnið með drauma, var nýlega boðið hingað til lands af fé- lagsvísindadeild Háskóla ís- lands, Geðlæknafélagi ís- lands og Barnageðlæknafé- lagi íslands fyrir skömmu. Hann hélt fyrirlestur og námskeið þar sem hann kynnti hugmyndir sínar um hvernig draumatúlkunar- hópar geta hjálpa drey- manda að uppgötva sjálfan sig með þvi að tengja drauma við raunveruleik- ann. Dr. Ullman er prófessor á eftirla unum. Hann er geðlæknir að mennt og sálgreinir. Hann stofnaði Draumarannsóknastöð við Maimo- nides Medieal Center í Brooklyn í New York, en árið 1974 sneri hann sér alfarið að rannsóknum á draum- um og að þróa draumatúlkunar- hópa. Áhugi á draumum vaknaði hjá dr. Montague Ullman strax og hann byijaði að læra geðlækningar. Hann sagði við blaðamann Morgunblaðs- ins, sem hitti hann að máli er hann dvaldi hér á landi, að hanni búi ekki yfir mörgum hæfileikum frá náttúrunnar hendi. Hann væri til dæmis hvorki tónlistarmaður né listmálari. En honum fannst hann hafa tilfinningu fyrir draumum og eðli táknmynda sem birtast í þeim. Áður en hann hóf nám í geðlækn- ingum nam hann taugafræði og þannig tengist áhugi hans á tauga- lífeðlisfræðilegum grunni svefns og drauma. Auk þess hafði hann áhuga á hvemig samfélag manna er upp byggt og hvemig það endurspeglast í draumum. Leggur áherslu á að kenna draumatúlkun Fleira kom til. Þegar dr. Ullman byijaði að sálgreina fólk kom það fyrir að sjúklingar hans sögðust hafa dreymt merkilega drauma um hann sjálfan. Þessir draumar fjöll- uðu um atvik í lífi hans sem sjúkl- ingamir höfðu engan rétt á að vita um að hans mati. Þannig sagðist hann hafa uppgötvað að draumar gætu verið mjög notadijúgt og öflugt tæki til lækninga og jók þetta jafnframt áhuga hans á að gera vísindalegar kannanir á dulrænum og dulsálarfræðilegum fyrirbærum. Síðustu fímmtán ár hefur starf hans 'þó breyst. Nú leggur hann aðaláherslu á að kenna fólki hvem- ig vinna má með draumatúlkun. Hann kennir annars vegar geð- læknum, sálfræðingum, sálgreinum og öðru fagfólki og hins vegar hef- ur hann lagt mikla áherslu á að kenna almenningi þessa aðferð. -En hver er tilgangurinn með þessu? Dr. Ullman segir að einstakling- ar, sem komast upp á lag með að nota drauma á þann hátt sem hann kennir og gera það reglulega í ákveðinn tíma, hafí mikið gagn af því. „Það er ekkert dularfullt við myndir komu fram frekar en aðrar. Þannig tekst þeim með æfíngu að notfæra sér draumana." Dr. Ullman viðurkennir að hóp- vinnan byggist á miklu trausti allra þátttakendanna í hópnum. Í raun og veru er verið að biðja dreymand- ann að koma til dyranna eins og hann er klæddur. En til þess er leikurinn gerður. Allir hafa þörf á að vera í öruggu félagslegu um- hverfí þar sem þeir geta tjáð tilfinn- ingar sinar, dregið úr þeim eða los- að sig við þær og eiga þannig auð- veldara með að tengjast öðru fólki. Með því að vera hreinskilinn og segja nákvæmlega hvað hann hefur dreymt hefur dreymandinn stigið fyrsta skrefíð. Þegar dreymandinn fer að treysta hópnum, og skilur að það er hann sem stjómar því hver árangurinn verður, verður hann heiðarlegri. Þessi aðferð krefst þess að ein- mitt að dreymandinn sé heiðarleg- ur. Með því að segja frá öllu sem gerðist í draumnum, og jafnframt tilfínningum sínum og hugsunum daginn áður en hann dreymdi drauminn, hefur hann opnað sig fyrir hópi fólks. Það stuðlar síðan að því að auðvelda honum að tjá sig við annað fólk og umgangast það. Dr. Ullman telur að fólk .verði spyija og hvemig á að hlusta á dreymandann og bera virðingu fyr- ir því sem hann segir þeim. Þetta er nauðsynlegt til að geta hjálpa honum við að túlka drauminn og vinna út frá honum." Ekki hægt að túlka drauma eftir bókum -En hvað þýða draumar? Getur maður túlkað drauma sína með því að fletta uppi í draumaráðningabók- um eða láta ókunnugt fólk ráða drauminn? Ekki telur dr. Ullman að hægt sé að túlka drauma eftir bókum, en aftur á móti er þar hægt að fá hugmyndir um hvað vissar tákn- myndir þýða. En yfírleitt fer merk- ingin mikið eftir einstakiingnum sjálfum og hvað hann hefur upplif- að. Hann segir að ekki sé hægt að túlka drauma fyrir annað fólk. í hópunum túikar enginn drauminn fyrir dreymandann heldur er honum hjálpað við það. Dreymandinn þarf sjálfur að kanna tilfínningalíf sitt og þiggja síðan hugmyndir frá hópnum um hvað draumurinn gæti hugsanlega þýtt. Dr. Ullman tók dæmi um lög- fræðing sem var í þann veginn að skilja við konuna sína og bjó með annarri konu. Manninn dreymdi að inum sagðist hann skilja þetta vel. Sjálfur væri hann alinn upp í New York og hefði varla séð tré fyrr en um tvítugt. Þegar dr. Ullman var spurður hvort fólk gæti dreymt fyrir ókomn- um atburðum sagði hann að hann hefði orðið var við það í starfí sínu. Hins vegar væri erfitt að skýra það nánar. Hann hefur oft dvalið í Svíþjóð og komið á fót draumahópum þar. Nú eru þar starfandi margir hópar í helstu borgum landsins. Auk þess hefur hann unnið í Noregi og í Danmörku. Hann sagðist vona að koma hans hingað til lands yrði til þess að vekja áhuga íslendinga á þessu starfí. Þegar dr. Ullman kom hingað til lands var snjór yfír öllu og sólskin. Hann var nýkominn úr ferð um borgina er hann ræddi við blaða- mann. „Norðurlöndin eru öll svo falleg, hvert með sínum hætti," sagði hann. „ísland hefur einnig þessa stórkostlegu náttúrufegurð." Að lokum var hann spurður hvort starf í draumahópum hefði hjálpað mörgum. „Að sjálfsögðu. Og þess vegna hef ég svo mikinn áhuga á þessu.“ Hafði mikið gagn af námskeiðinu Dr. Esra Pétursson tók þátt í námskeiði hjá dr. Ullman. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hafí aðeins verið byijaður að nota aðferðir dr. Ullmans í sál- könnunarhópi sem hann hefur stjómað um nokkurra ára skeið. Taldi hann að við íslendingar vær- um mjög langt á eftir öðrum Norð- urlandaþjóðum hvað varðaði drau- matúlkun og sagðist hann vona að það stæði til bóta. Hópurinn sem starfaði undir stjóm dr. Ullmans taldi átta manns og væri 6—8 manna hópur mjög æskileg stærð. „Flestir sem tóku þátt í þessu námskeiði voru fagmenn. Við vor- um mjög ánægð með námskeiðið og að mínu mati mun það koma að góðum notum í starfi mínu,“ sagði dr. Esra Pétursson. Texti: Ásdis Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.