Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 ÁRUSSONV skóhölén iSKAN AKU Kurt Waldheim: Waldheim tfyrir miðju) í þýska hernum á stríðsárunum. Myndin var tekin í Podgorica í Júgóslaviu í maí árið 1943. um ber saman um það. Eftir að hafa særst í Rússlandi var Wald- heim fluttur til Króatíu. Framan af starfaði hann sem túlkur Þjóð- verja í samskiptum við ítali. Síðar tók hann til starfa hjá leyniþjónustu herstjómarinnar í Saloniki. Starf hans fólst einkum í því að taka á móti upplýsingum frá leyniþjón- ustumönnum víðs vegar í Suður- Evrópu, semja skýrslu og flytja á nær daglegum fundum með Löhr hershöfðingja, yfirmanni suðvest- ur-herfylkingar Þjóðveija (Heeres- gruppe E) en í henni var hálf millj- ón manna. Þessar skýrslur Wald- heims þóttu samdar af miklu pólitísku innsæi og víst er að hann hafði töluverð áhrif á ákvarðanir yfirmanna sinna. Hér sér Bom ástæðu til að gagnrýna Waldheim. Hann tilheyrði 7-10 manna hópi liðsforingja hjá suðvestur-herfylk- ingunni sem réðu ráðum um stríðsreksturinn og framkvæmd fyrirskipana frá Berlín. Waldheim var dugnaðarforkur, skarpskyggn og líkast til sá þeirra sem mest vissi um hvað var að gerast hjá óvinin- um. Þó ekki séu neinar sannanir fyrir því að Waldheim hafi sjálfur tekið formlegar ákvarðanir sem flokkast geta undir stríðsglæpi má færa góð rök að siðferðilegri með- sök Waldheims á stríðsglæpum her- fylkingar sinnar. Stundum heyrist sú skoðun að Waldheim hefði stofn- að lífí sínu í hættu hefði hann óhlýðnast fyrirskipunum. En þvert á móti sína dæmin að ýmsar leiðir vom fyrir yfirmenn í þýska hemum til að framfylgja skipunum Hitlers. Löhr og hans 'menn völdu þá harka- legustu. Og í ótal skýrslum Wald- heims sem fyrir liggja frá þessum tíma bendir hann aldrei á að fjölda- aftökur, brottflutningur gyðinga eða annað slíkt hroðalegt athæfi væri pólitískt óhagkvæmt. Bom segir að það hefði hann getað gert án þess að stofna lífí sínu á nokk- um hátt í hættu og nefnir dæmi þess að menn í svipaðri stöðu kom- ust upp með það. Þann 25. maí 1944 skrifar Waldheim meira að segja: „Refsiaðgerðimar gegn skemmdarverkamönnum hafa lítinn árangur borið þrátt fyrir hörku sína. Skýringin er sú að aðgerðimar hafa verið tímabundnar og andspymu- hópamir hafa jafnan náð aftur tök- um á þeim stöðum þar sem refsiað- gerðir hafa verið framkvæmdar". Semsagt harka aðgerðanna er ekki gagnrýnd heldur hversu óhnitmið- aðar þær em. Höfundur leggur á það áherslu að ferili Waldheims í stríðinu hafi á engan hátt verið einstakur heldur svipaður og hjá fjölda Austurríkis- manna sem gegndu herþjónustu fyrir Hitler. En hrokinn og kæru- leysið, lygamar og útúrsnúningam- ir sem Waldheim hefur beitt síðan fortíð hans var dregin fram í dags- ljósið stinga í augu. Ekki er hægt að fínna neitt sem bendir til að örlög fómarlamba þýska hersins hafí snert hann. Ásakanir á hendur honum sjálfum verða á hinn bóginn tilefni sjálfsvorkunnar og þess að hann kallar þær „markvissa, við- bjóðslega ófrægingarherferð". inni sem gerði lítið annað en að færa til flögg á landakorti. Bom kemst að því að Waldheim hafí alls ekki verið nasisti. Heimild- Fiir die Richtigkeit: Kurt Wald- heim sem út kom í fyrra. í fímmtán bókarköflum eru rakin uppvaxtar- og námsár Waldheims og ferill hans í stríðinu. Sögusviðið er einkum Balkanskagi og grísku eyjamar. Í Numberg-réttarhöldun- um eftir stríðið var framgöngu þýska hersins á Balkanskaga árin 1941-45 lýst þannig að vegna grimmdarinnar sem þar birtist væri hún einsdæmi á síðari tímum. Bom veltir því fyrir sér hvað Waldheim hafí í raun vitað um brottflutning minnihlutahópa eins og gyðinga og serba sem síðar týndu lífí í fanga- búðum nasista. Sjálfur hefur Wald- heim lýst hlutverki sínu þannig að hann hafi verið ómerkilegur skriff- Erlendar bækur Páll Þórhallsson Hanspeter Born: Ftlr die Richtig- keit: Kurt Waldheim; Schnee- kluth Verlag, Mtinchen 1987; 304 siður. Undanfarið hafa Austurríkismenn neyðst til að gera upp sakimar við fortíðina. Þeir hafa valið í forseta- embættið mann sem komst til æðstu metorða sem diplómat en gegndi eins og æ betur hefur kom- ið í ljós veigamiklu hlutverki í þýska hemum. Erfítt er fyrir bæði þýska og austurríska sagnfræðinga að sýna hlutlæga mynd af forsetanum og ráða í gerðir hans á stríðsárun- um vegna þess hve fortíð þjóða þeirra er samofín fortíð Kurts Wald- heims. Það er því kannski engin tilviljun að það er Svisslendingur sem gert hefur þessu máli hvað best skil í bókarformi. Hanspeter Bom er blaðamaður við vikuritið Weltwoche sem gefið er út í Zúrich. Fyrir tilviljun fór hann að grafast fyrir um fortíð Waldheims á miðju ári árið 1986. Hann ræddi við fé- laga Waldheims úr æsku og bræður úr stríðinu. Einnig stundaði hann rannsóknir sínar í herskjalasafninu í Freiburg en yfírmaður þess er Manfred Messerschmidt sem sæti átti í aljþóðlegu sagnfræðinga- nefndinni sem austurríska ríkis- stjómin fól að kanna fortíð Wald- heims. Úr rannsóknum Boms varð greinaflokkur í Weltwoche. Þær greinar em uppistaðan í bókinni m. w mm • ■' •. t .■‘.W’SSBKr-, Ml 2245Ö RIMA AUSTURSTRÆTI RIMA LAUGAVEGI 89 S.WAAGEKRINGLAN-S.’ \ AXEL Ó LAUGAVEGÍ 1 Ml 22453 ;; ÖE DOMUS MEDICA - AXÉ rOPPSKÓRINN VELTUSUN it-SKÖBÚÐ SELFOSS-I FATAVAL KEJ Enginii nasisti en setti eigin frama ofar öllu 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.