Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988
Það getur verið erfitt að velja sér
bakpoka. Stærðir, efni og útlit er
mjög mismunandi. Karrimor kann
réttu tökin á öllum þeim þáttum sem
prýða þurfa góðan bakpoka.
Skátabúðin selur karrimor bakpoka
sem henta þörfum allra. Mundu að
ráðleggingar okkar eru byggðar á
reynslu.
Snorrabraut 60 sími 12045
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til
viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög-
um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers
kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum
borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma
þessa.
Laugardaginn 26. mars verða til viðtals Katrín Fjeldsted, formaður heilbrigðis-
ráðs og Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnarstjórnar.
Við höfum
sérhæft okkur í
varahlutum bílvéla
Við eigum avallt fyrirliggjandi
varahluti í
flestar gerðir bílvéla
Stimpla
Pakkningar
Legur
Ventla
• Höfum einnig tímahjól og keðjur,
knastása, olíudælur, undirlyfturo.fi.
VÉLAVERKSTÆÐI
VARAHLUTAVERSLUN
Þ.JONSSON & CO.
SKEIFUNNI 17 REYKJAVÍK SÍMAR 84515/84516
Samskipti ríkis
og sveitarfélaga
eftir Gísla Gíslason
Undanfama mánuði hafa
samskipti ríkis og sveitarfélaga
verið ofarlega á baugi. Rætt
hefur verið um nauðsyn þess að
skarpari línur verði milli fram-
kvæmdar og fjárhagslegrar
ábyrgðar. Forystumenn á þingi
og í rikisstjóm hafa um langt
skeið gefið yfirlýsingar um
nauðsyn þess að efla sjálfstæði
sveitarfélaga, auka ábyrgð
þeirra á verkefnum og tryggja
þeim tekjustofna til þess að
sinna verkefnum sínum. Þegar
litið er til síðustu vikna og mán-
aða er þó ljóst að sjaldan hafa
sveitarfélög þurft að kyngja
stærri bitum frá handhöfum
ríkisvaldsins og enn era sveitar-
félögin gerð háðari ráðuneytum
og stofnunum.
í lok síðasta árs fór mikill tími
í að ræða hugmyndir ríkisstjórnar-
innar um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga. Misjafnar skoðanir
voru meðal manna um gæði pakk-
ans en almennt voru fulltrúar
sveitarstjóma þeirrar skoðunar að
tímabært væri að taka á þeim
málum og voru reiðubúnir að axla
þá ábyrgð sem breytt verkaskipan
hefði í för með sér. A sama tíma
og verkaskiptingarumræðan fór
fram var unnið að því hörðum
höndum að koma á staðgreiðslu
opinberra gjalda. Almennt voru
sveitarstjómarmenn hlynntir því
fyrirkomulagi, en nokkrir vom þó
smeykir um að með því fyrirkomu-
lagi væri ríkið um leið að taka sér
það vald að skammta sveitarfélög-
um útsvarstekjur. Urðu reyndar
margir óánægðir þegar fjármála-
ráðherra gaf yfirlýsingu um það
hvað sveitarfélögin þyrftu og undir
þeim þrýstingi tók félagsmálaráð-
herra ákvörðun um 6,7% álagning-
arhlutfall útsvars meðan sveitarfé-
lög töldu sig þurfa a.m.k 7,5%, en
ríkissjóður hafði sitt allt á þurm.
í umfjöllun um útsvarsmálin reikn-
uðu meistarar fjármálaráðuneytis
sveitarstjómarmenn í rot og þegar
upp var staðið kvörtuðu sveitarfé-
lög utan höfuðborgarsvæðisins um
að hafa orðið fyrir vemlegri tekju-
skerðingu. En ákvörðun ráðherra
varð ekki haggað meðan ófullkom-
ið staðgreiðslukerfi hélt innreið
sína. Kerfið hefur nú þann ágæta
kost að það innheimtir gjöld af
fólki, en þann leiða galla að geta
ekki gert upp við þá aðila sem eiga
að nota skattpeningana. Þetta hafa
sveitarstjómir mátt þola án þess
að geta haft nokkur áhrif á gang
mála.
Það var því reiðarslag fyrir
sveitarstjómarmenn þegar enn var
gripið til efnahagsráðstafana á
kostnað sveitarstjóma með því að
skerða framlag til þeirra úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga. Svo virðist
sem þeir sem þá ákvörðun tóku
hafí ekki frekar en endranær litið
lengra en til þess svæðis sem af-
markast af sveitarfélögum milli
Mosfellsbæjar og Hafnarfjarðar.
Utan þess svæðis sem nefnt er hér
að framan þýðir skerðing á fram-
lagi úr Jöfnunarsjóði, að íbúar
smærri og tekjuminni sveitarfé-
laga verða að sætta sig við að það
litla sem átti að framkvæma verð-
ur skorið niður. Á meðan þessu fer
fram renna fjármunir lífeyrissjóð-
anna suður til höfuðborgarinnar,
framkvæmdum þar til dýrðar. Við-
brögð við því, að framlag til Jöfn-
unarsjóðs var skert lýsti sér helst
í því að sveitarfélög og Samband
íslenskra sveitarfélaga drógu fram
gamlar mótmælaályktanir og
sendu ríkisstjóm og fjölmiðlum. I
ljósi síðustu aðgerða ríkisins er
ljóst, að sveitarstjómarmenn verða
að taka samskipti ríkis og sveitar-
félaga öðmm tökum en verið hefur
og ef til vill má segja að sveitar-
stjómarmenn hafí of lengi og of
oft sýnt handhöfum ríkisvaldsins
langlundargeð. Þegar talað er um
handhafa ríkisvaldsins þá er ekki
aðeins um að tefla stjómmálamenn
heldur einnig embættismenn ríkis-
ins og því miður er það svo að
embættismenn ríkisins hafa í ýms-
um tilvikum farið framhjá ótvíræð-
um ákvæðum laga, en látið starfs-
reglur og reglugerðir, sem ekki
hafa sér lagstoð, ráða úrskurðum
sínum og embættisathöfnum.
Ef tekin eru dæmi um það
hvemig sveitarfélög sætta sig við
að láta vinnureglur ganga framar
lögum má fyrst nefna útgjöld sveit-
arfélaga til sjúkrasamlaga, en
samkvæmt lögum um almanna-
tryggingar er hlutdeild sveitarfé-
laga í rekstri þeirra 15% en ríkis
85%. í ræðu og riti er ætíð vitnað
til þessarar prósentuskiptingar, en
svo vill til að greiðslur sveitarfé-
laga til ríkisins fara eftir ákvæðum
reglugerðar um þátttöku sveitarfé-
laga í kostnaði sjúkrasamlaga og
samkvæmt henni er hlutdeild sveit-
arfélaganna frá 18 til 41%. Sú
reglugerð sem vitnað er til hefur
enn sem komið er enga stoð í lög-
um og það vita embættismenn sem
aðrir sem til þekkja en þessi fram-
kvæmd almannatryggingalaga
kostar sveitarfélög töluvert meira
en lögin gera ráð fyrir. Annað
dæmi er varðandi rekstur dvalar-
heimila, en þar þekkja margir
sveitarstjómarmenn að sveitarfé-
lög þurfa að greiða töluvert með
rekstri þeirra þrátt fyrir ákvæði
laga um máleftii aldraðra um að
kostnað af vistun á dvalarheimili
fyrir aldraða skuli greiða frá
sjúkratryggingadeild Trygginga-
stofnunar ríkisins eða með fram-
lögum úr ríkissjóði. Enn má nefna
dæmi um hvemig sveitarfélög fara
halloka í viðskiptum sínum við
ríkið. Þekkt era dæmi þar sem ríkið
neitar að viðurkenna greiðslu
gatnagerðargjalda nýrra opinberra
bygginga og er vísað til reglna
ríkisendurskoðunar. Þá hafa emb-