Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 18

Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Einar Sveinsson kjörinn formaður tryggingafélaga EINAR Sveinsson fram- kvæmdastjóri Sjóvátryg-ginga- félags íslands var kjörinn form- aður Sambands íslenskra tryggingafélaga á aðalfundi félagsins sem haldinn var 9. mars sl. Bjarni Þórðarson, framkvæmdastjóri íslenskrar endurtryggingar, sem verið hefur formaður SÍT síðastliðin 2 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. A fundinum voru honum þökkuð ágæt störf í þágu félagsins. Aðrir í stjóm vom kjömir: Páll Sigurðsson forstjóri Samábyrgðar íslands á fískiskipum, Jóhann E. Bjömsson forstjóri Ábyrgðar hf., Ingi R. Helgason forstjóri Bmna- bótafélags Islands og Ámi Þor- valdsson framkvæmdastjóri Tryggingar hf. Varamenn í stjóm em Gísli Ólafsson forstjóri Trygg- ingastöðvarinnar hf. og Ólafur B. Thors forstjóri Almennra trygginga hf. Samband íslenskra trygginga- félaga (SÍT) gætir í stuttu máli hagsmuna vátryggingafélaganna í sameiginlegum málum þeirra, og annast upplýsingagjöf af ýmsu tagi, jafnt út á við sem inn á við. Má m.a. nefna í því sambandi að SÍT rekur Tryggingaskólann, sem veitir starfsfólki vátryggingafé- laganna fræðslu um vátryggingar og vátryggingastarfsemi. Innan sambands íslenskra tryggingafélaga em nú 15 vá- tryggingafélög. Samkvæmt könn- un SÍT, sem unnin var undir lok síðasta árs, er heildarstarfs- mannafjöldi (árverk) aðildarfélag- anna tæplega 400 manns. Á mörgum undanfömum ámm hef- ur starfsmönnum í íslenskri vá- tryggingastarfsemi ekki fjölgað, þrátt fyrir fleiri seldar vátrygg- ingar og almennt aukin umsvif vátryggingafélaganna. Hefur jafnvel verið um nokkra fækkun starfsfólks að ræða. Ástæður fýr- ir þessari þróun em m.a. tölvu- væðing vátryggingafélaganna, sem varð tiltölulega snemma hjá félögunum og margs konar ha- græðingaraðgerðir. Milli áranna 1986 og 1987 jókst þó starfs- mannafjöldi félaganna um 3%. (Úr fréttatilkynningu) Húsavík: Kveikt í öskubílnum KVEIKT var í öskubílnum á HúsavSk um klukkan 17 á þriðju- dag. Bíllinn stóð við Túngötu og hafði bílstjórinn gert hlé á starfi sínu og brugðið sér frá. Skömmu seinna varð fólk þess vart að skúffa bílsins, sem var full af sorpi, stóð í björtu báli. Fljótt gekk að slökkva eldinn en bíllinn er talsvert skemmdur. Lög- reglan á Húsavík hefur málið til rannsóknar og telur víst að eldsupp- tökin megi rekja til tveggja stráka, 7 og 8 ára, sem vom að leika sér með eldspýtur. Sívagó læknir hjá Bóka- klúbbi AB UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa febrúarbók Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins. Er það bókin Sivagó læknir í þýðingu Skúla Bjarkan er fyrst kom út á íslensku 1959. í frétt frá AB kemur fram: Skáld- sagan Sívagó læknir er stórbrotið verk. Það gerist á tímabilinu 1905— 1929 og sækir efni sitt í þá ringul- reið sem þjakaði Rússland á þessum ámm af völdum styijalda og bylt- inga. Við sjáum atburðina með aug- "um aðalpersónunnar, Júrís Sívagós, ár styijaldarinnar fyrri, upphaf bolsévikastjómarinnar, finnum eftir- væntingu almennings og vonir um viðunanlega framtíð. Pastemak vann lengi að skáld- sögu sinni Sívagó lækni og handritið mun hafa verið lagt fram til útgáfu í Sovétríkjunum 1954. En útgáfa var bönnuð. Síðan barst það til ft- alíu og var sagan gefin þar út á rússnesku af Feltrinelli í Mílanó árið 1957. Næstu tvö ár kom hún svo út í flestum Evrópulöndum vestan jám- tjalds. Eins og fyrr segir kom hún út á íslensku 1959. Boris Pastemak hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1958, en varð að afsala sér þeim eftir hatrammar árásir frá rússneska rit- höfundasambandinu. Landráðamað- ur og glæpamaður vom þau nöfn sem honum voru valin — fyrir hvað skiljum við ekki á Vesturlöndum, því að Sívagó læknir er langt frá því að vera pólitfskt rit, heldur eitt hinna sjaldgæfu snilldarverka heimsbók- menntanna, sprottið af ást og þján- ingu mikils manns og mikils skálds. Boris Pastemak lést árið 1960, sjö- tugur að aldri. Bókin er 519 bls. að stærð. Filmu- vinnu og prentun annaðist Prent- stofa G. Benediktssonar en bókband Félagsbókbandið. Átt þú spariskírteini ríkissjóds sem eru innleysanleg i Um þcssar mundir stendur yfir inn- lausn á nokkrum cldri flokkum spariskírteina ríkissjóðs. Avöxtun Ný spariskírteini ríkissjóðs sem nú eru til sölu eru að fullu verðtryggð og bera auk þess vexti á bilinu 7,2% til 8,5%. Lánstíminn er 2 til 10 ár. y ly ^—ViwwTt' \ Innleysanlegir flokkar spariskírteina, janúar - júní 19^8 Flokkur Gjalddagi Mcðaltals- vextir í % Innlausnarverð 1.1. pr. 100 nýkróna nafnverð 1973-lA Ixikainnlausn 5,0 22.062.84 1975-2 Ix>kainnlausn 5,0 22.24360 1975-1 10. jan. 4.0 10.537.50 1975-2 25. jan. 4,0 7.950.54 1976-1 10. mars 4,0 7.57360 1976-2 25. jan. 3.5 5.852.28 1977-1 25. mars 3,5 5.462.13 1978-1 25. mars 3,5 370339 1979-1 25. feb. 3,5 2.448.69 1980-1 15. apríl 3.5 1.338.78 1981-1 25. jan. 3.2 1.06363 1982-1 1. mars 3.53 594.23 1985-1 1. mars 3,53 345.25 1983-2 1. maí 4,16 26398 1984-1 1. feb. 5,08 24386 1984-2 10. mars 8.0 243.45 1984-5 12. maí 8,0 247.24 1985-IA 10. jan. 7,0 232.95 Nú átt þú kost á spariskírteinum ríkissjóðs sem bera hærri vexti en þau skírteini sem nú eru inn- leysanleg. Hafðu þaö í huga ef þú átt skírteini sem eru innleysanleg núna. Það er þinn hagur að ríkis- sjóður ávaxti sparifé þitt áfram á öruggan og arðbæran hátt. Verðtryggð spariskírteini og gengistryggð spariskírteini til sölu núna: Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi 1. fl. D 2 ár 8,5% 1. fcb. '90 1. fl. D 3 ár 8,5% 1. feb. '91 l.fl.A 6/10 ár 7,2% 1. feb. '94-98 1-SDR 3 ár 8,3% 11. jan. ’91— 10. júlí ’91 1-HCU 3 ár 8,3% 11. jan. '91— 10. júlí ’91 Öryggi Að baki spariskírteinum ríkissjóðs stendur öll þjóðin. Þau eru því ein öruggasta fjárfestingin sem þú átt völ á í dag. Ríkissjóður tryggir að vextir á þeim lækki ekki á lánstím- anum. Láttu ríkissjóð ávaxta sparifé þitt áfram á emt betri kjörum Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggilt- um verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir spari- sjóðir, pósthús um land allt og aðr- ir verðbréfamiðlarar. Einnig er hægt að panta spariskírteinin í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. Spariskírteini ríkissjóðs eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum og bera auk þess ekkert stimpilgjald. Þau eru arðbær ávöxt- unarleið fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. RIKISSJOÐUR ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.