Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Einar Sveinsson kjörinn formaður tryggingafélaga EINAR Sveinsson fram- kvæmdastjóri Sjóvátryg-ginga- félags íslands var kjörinn form- aður Sambands íslenskra tryggingafélaga á aðalfundi félagsins sem haldinn var 9. mars sl. Bjarni Þórðarson, framkvæmdastjóri íslenskrar endurtryggingar, sem verið hefur formaður SÍT síðastliðin 2 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. A fundinum voru honum þökkuð ágæt störf í þágu félagsins. Aðrir í stjóm vom kjömir: Páll Sigurðsson forstjóri Samábyrgðar íslands á fískiskipum, Jóhann E. Bjömsson forstjóri Ábyrgðar hf., Ingi R. Helgason forstjóri Bmna- bótafélags Islands og Ámi Þor- valdsson framkvæmdastjóri Tryggingar hf. Varamenn í stjóm em Gísli Ólafsson forstjóri Trygg- ingastöðvarinnar hf. og Ólafur B. Thors forstjóri Almennra trygginga hf. Samband íslenskra trygginga- félaga (SÍT) gætir í stuttu máli hagsmuna vátryggingafélaganna í sameiginlegum málum þeirra, og annast upplýsingagjöf af ýmsu tagi, jafnt út á við sem inn á við. Má m.a. nefna í því sambandi að SÍT rekur Tryggingaskólann, sem veitir starfsfólki vátryggingafé- laganna fræðslu um vátryggingar og vátryggingastarfsemi. Innan sambands íslenskra tryggingafélaga em nú 15 vá- tryggingafélög. Samkvæmt könn- un SÍT, sem unnin var undir lok síðasta árs, er heildarstarfs- mannafjöldi (árverk) aðildarfélag- anna tæplega 400 manns. Á mörgum undanfömum ámm hef- ur starfsmönnum í íslenskri vá- tryggingastarfsemi ekki fjölgað, þrátt fyrir fleiri seldar vátrygg- ingar og almennt aukin umsvif vátryggingafélaganna. Hefur jafnvel verið um nokkra fækkun starfsfólks að ræða. Ástæður fýr- ir þessari þróun em m.a. tölvu- væðing vátryggingafélaganna, sem varð tiltölulega snemma hjá félögunum og margs konar ha- græðingaraðgerðir. Milli áranna 1986 og 1987 jókst þó starfs- mannafjöldi félaganna um 3%. (Úr fréttatilkynningu) Húsavík: Kveikt í öskubílnum KVEIKT var í öskubílnum á HúsavSk um klukkan 17 á þriðju- dag. Bíllinn stóð við Túngötu og hafði bílstjórinn gert hlé á starfi sínu og brugðið sér frá. Skömmu seinna varð fólk þess vart að skúffa bílsins, sem var full af sorpi, stóð í björtu báli. Fljótt gekk að slökkva eldinn en bíllinn er talsvert skemmdur. Lög- reglan á Húsavík hefur málið til rannsóknar og telur víst að eldsupp- tökin megi rekja til tveggja stráka, 7 og 8 ára, sem vom að leika sér með eldspýtur. Sívagó læknir hjá Bóka- klúbbi AB UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa febrúarbók Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins. Er það bókin Sivagó læknir í þýðingu Skúla Bjarkan er fyrst kom út á íslensku 1959. í frétt frá AB kemur fram: Skáld- sagan Sívagó læknir er stórbrotið verk. Það gerist á tímabilinu 1905— 1929 og sækir efni sitt í þá ringul- reið sem þjakaði Rússland á þessum ámm af völdum styijalda og bylt- inga. Við sjáum atburðina með aug- "um aðalpersónunnar, Júrís Sívagós, ár styijaldarinnar fyrri, upphaf bolsévikastjómarinnar, finnum eftir- væntingu almennings og vonir um viðunanlega framtíð. Pastemak vann lengi að skáld- sögu sinni Sívagó lækni og handritið mun hafa verið lagt fram til útgáfu í Sovétríkjunum 1954. En útgáfa var bönnuð. Síðan barst það til ft- alíu og var sagan gefin þar út á rússnesku af Feltrinelli í Mílanó árið 1957. Næstu tvö ár kom hún svo út í flestum Evrópulöndum vestan jám- tjalds. Eins og fyrr segir kom hún út á íslensku 1959. Boris Pastemak hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1958, en varð að afsala sér þeim eftir hatrammar árásir frá rússneska rit- höfundasambandinu. Landráðamað- ur og glæpamaður vom þau nöfn sem honum voru valin — fyrir hvað skiljum við ekki á Vesturlöndum, því að Sívagó læknir er langt frá því að vera pólitfskt rit, heldur eitt hinna sjaldgæfu snilldarverka heimsbók- menntanna, sprottið af ást og þján- ingu mikils manns og mikils skálds. Boris Pastemak lést árið 1960, sjö- tugur að aldri. Bókin er 519 bls. að stærð. Filmu- vinnu og prentun annaðist Prent- stofa G. Benediktssonar en bókband Félagsbókbandið. Átt þú spariskírteini ríkissjóds sem eru innleysanleg i Um þcssar mundir stendur yfir inn- lausn á nokkrum cldri flokkum spariskírteina ríkissjóðs. Avöxtun Ný spariskírteini ríkissjóðs sem nú eru til sölu eru að fullu verðtryggð og bera auk þess vexti á bilinu 7,2% til 8,5%. Lánstíminn er 2 til 10 ár. y ly ^—ViwwTt' \ Innleysanlegir flokkar spariskírteina, janúar - júní 19^8 Flokkur Gjalddagi Mcðaltals- vextir í % Innlausnarverð 1.1. pr. 100 nýkróna nafnverð 1973-lA Ixikainnlausn 5,0 22.062.84 1975-2 Ix>kainnlausn 5,0 22.24360 1975-1 10. jan. 4.0 10.537.50 1975-2 25. jan. 4,0 7.950.54 1976-1 10. mars 4,0 7.57360 1976-2 25. jan. 3.5 5.852.28 1977-1 25. mars 3,5 5.462.13 1978-1 25. mars 3,5 370339 1979-1 25. feb. 3,5 2.448.69 1980-1 15. apríl 3.5 1.338.78 1981-1 25. jan. 3.2 1.06363 1982-1 1. mars 3.53 594.23 1985-1 1. mars 3,53 345.25 1983-2 1. maí 4,16 26398 1984-1 1. feb. 5,08 24386 1984-2 10. mars 8.0 243.45 1984-5 12. maí 8,0 247.24 1985-IA 10. jan. 7,0 232.95 Nú átt þú kost á spariskírteinum ríkissjóðs sem bera hærri vexti en þau skírteini sem nú eru inn- leysanleg. Hafðu þaö í huga ef þú átt skírteini sem eru innleysanleg núna. Það er þinn hagur að ríkis- sjóður ávaxti sparifé þitt áfram á öruggan og arðbæran hátt. Verðtryggð spariskírteini og gengistryggð spariskírteini til sölu núna: Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi 1. fl. D 2 ár 8,5% 1. fcb. '90 1. fl. D 3 ár 8,5% 1. feb. '91 l.fl.A 6/10 ár 7,2% 1. feb. '94-98 1-SDR 3 ár 8,3% 11. jan. ’91— 10. júlí ’91 1-HCU 3 ár 8,3% 11. jan. '91— 10. júlí ’91 Öryggi Að baki spariskírteinum ríkissjóðs stendur öll þjóðin. Þau eru því ein öruggasta fjárfestingin sem þú átt völ á í dag. Ríkissjóður tryggir að vextir á þeim lækki ekki á lánstím- anum. Láttu ríkissjóð ávaxta sparifé þitt áfram á emt betri kjörum Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggilt- um verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir spari- sjóðir, pósthús um land allt og aðr- ir verðbréfamiðlarar. Einnig er hægt að panta spariskírteinin í síma 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. Spariskírteini ríkissjóðs eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum og bera auk þess ekkert stimpilgjald. Þau eru arðbær ávöxt- unarleið fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. RIKISSJOÐUR ISLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.