Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 21

Morgunblaðið - 24.03.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 21 Tomma-raUý um helgína íslandsmótíð í rallakstri árið 1988 verður haldið dagana 25. og 26. mars nk. en þá verður haldin fyrsta keppni ársins, Tomma-rallý 1988, á vegum Bif- reiðaiþróttaklúbbs Reykjavíkur og Tommahamborgara. Þá dusta væntanlega allir fremstu rallökumenn landsins rykið af keppnisbílum sínum og þeysa um sérleiðir sem verða flestar á Reykja- nesskaganum. Keppnin hefst á morgun, föstudag, kl. 18 en þá verða keppnisbílamir ræstir af stað við Tommahamborgara á Lækjar- torgi. A morgun verða eknar sérleiðim- ar um Kapelluhraun, ísólfsskála, Stapafell og Hvassahraun og á laugardaginn verða eknar sömu leiðir en endað á sérleið sem liggur meðfram Laugardalshöll í Reykjavík, en hún verður nánar auglýst síðar. Þessi sérleið, sem hefur aldrei verið ekin áður í ralli, er tilvaiin áhorfendaleið fyrir allt bflaáhugafólk, en reiknað er með að 1. bfll verði ræstur inn á leiðina kl. 14.30 á laugardag. (Fréttatilkynning) Kemur sára- sjaldan fyrir að skipin haldi ekki áætlun - segir Þórður Sverrisson fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips ÁSTÆÐAN fyrir þvi að gámar með fiski, sem selja áttí á mark- aði í Þýskalandi i dag, fimmtu- dag, ná ekki þangað í tæka tíð er sú að skip Eimskips, Tinto, tafðist vegna veðurs, að sögn Þórðar Sverrissonar fram- kvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips. Þórður sagði í samtali við Morgunblaðið, að það hefði sárasjaldan komið fyrir að skip Eimskips hefðu ekki getað haldið áætlun, en Vilhjálmur Vilhjálms- son, starfsmaður LÍÚ, sagði i frétt, sem birtíst í Morgunblað- inu á þriðjudag, að oft hefði orð- ið misbrestur á áætlunum skipa- félaganna og hann hefði í mörg- um tilfellum valdið verðfalli á erlendum fiskmörkuðum þegar fiskur úr gámum hefði verið seldur þar sömu daga og fiskur úr íslenskum fiskiskipum. Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skips, sagði að stundum hefði flsk- verðið á mörkuðunum hækkað vegna þess að flutningaskipin hefðu ekki haldið áætlun. „Einnig hafa stundum aðrar ástæður valdið verð- falli á fiskmörkuðunum en seinkun flutningaskipanna," sagði Þórður. „Vissulega er það samt sem áður slæmt að það skuli koma fyrir að skipunum seinki. Samkvæmt okkar áætlunum á að vera hægt að af- ferma okkar skip í Þýskalandi á þriðjudögum þannig að hægt sé að selja úr þeim á miðvikudögum," sagði Þórður. Guðmundur Baldur Sigurgeirs- son, hjá skipadeild Sambandsins, sagði samtali við Morgunblaðið í gær að Sambandsskipin hefðu stað- ist mjög vel áætlun í vetur. „Skip geta hins vegar tafíst á vetuma vegna veðurs," sagði Guðmundur Baldur. „Helgafell er affermt í Hull á mánudögum og i Rotterdam á þriðjudögum. Við miðum við að hægt sé að selja flskinn úr gámun- um á þriðjudögum í Hull og ,það var selt þar úr Helgafelli á þriðju- dagsmorguninn," sagði Guðmundur Baldur. NGIN HÆKKUN ÞRÁTT FYRIR GENGISFELL- INGU GETUM VIÐ BOÐIÐ TAKMARKAÐ MAGN AF 14 OG 20 TOMMU LITSJÓN- VÖRPUM FRÁ SAMSUNG Á ÓBREYTTU VERÐI. CB-347 14 TOMMU IN-LINE MYNDLAMPI. MONITOR ÚTLIT. BEIN VIDEO-TÖLVU TENG- ING. HEYRNATÓLS ÚTGANGUR. SJÁLFVIRK FÍNSTILLING. VERÐ 20.600,- STGR. 19.570,- CB-528 20 TOMMU MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU. MONITOR ÚTLIT. TVÖFALT HÁTALARAKERFI. SJÁLFVIRKUR STÖÐVAR- LEITARI. SJÁLFVIRK FÍNSTILLING. HEYRNATÓLS ÚTGANGUR. BEIN VIDEO TENGING. VERÐ 31.500,- STGR. 29.900,- japis: BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN * SÍMI 27133

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.