Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 21 Tomma-raUý um helgína íslandsmótíð í rallakstri árið 1988 verður haldið dagana 25. og 26. mars nk. en þá verður haldin fyrsta keppni ársins, Tomma-rallý 1988, á vegum Bif- reiðaiþróttaklúbbs Reykjavíkur og Tommahamborgara. Þá dusta væntanlega allir fremstu rallökumenn landsins rykið af keppnisbílum sínum og þeysa um sérleiðir sem verða flestar á Reykja- nesskaganum. Keppnin hefst á morgun, föstudag, kl. 18 en þá verða keppnisbílamir ræstir af stað við Tommahamborgara á Lækjar- torgi. A morgun verða eknar sérleiðim- ar um Kapelluhraun, ísólfsskála, Stapafell og Hvassahraun og á laugardaginn verða eknar sömu leiðir en endað á sérleið sem liggur meðfram Laugardalshöll í Reykjavík, en hún verður nánar auglýst síðar. Þessi sérleið, sem hefur aldrei verið ekin áður í ralli, er tilvaiin áhorfendaleið fyrir allt bflaáhugafólk, en reiknað er með að 1. bfll verði ræstur inn á leiðina kl. 14.30 á laugardag. (Fréttatilkynning) Kemur sára- sjaldan fyrir að skipin haldi ekki áætlun - segir Þórður Sverrisson fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips ÁSTÆÐAN fyrir þvi að gámar með fiski, sem selja áttí á mark- aði í Þýskalandi i dag, fimmtu- dag, ná ekki þangað í tæka tíð er sú að skip Eimskips, Tinto, tafðist vegna veðurs, að sögn Þórðar Sverrissonar fram- kvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips. Þórður sagði í samtali við Morgunblaðið, að það hefði sárasjaldan komið fyrir að skip Eimskips hefðu ekki getað haldið áætlun, en Vilhjálmur Vilhjálms- son, starfsmaður LÍÚ, sagði i frétt, sem birtíst í Morgunblað- inu á þriðjudag, að oft hefði orð- ið misbrestur á áætlunum skipa- félaganna og hann hefði í mörg- um tilfellum valdið verðfalli á erlendum fiskmörkuðum þegar fiskur úr gámum hefði verið seldur þar sömu daga og fiskur úr íslenskum fiskiskipum. Þórður Sverrisson, fram- kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- skips, sagði að stundum hefði flsk- verðið á mörkuðunum hækkað vegna þess að flutningaskipin hefðu ekki haldið áætlun. „Einnig hafa stundum aðrar ástæður valdið verð- falli á fiskmörkuðunum en seinkun flutningaskipanna," sagði Þórður. „Vissulega er það samt sem áður slæmt að það skuli koma fyrir að skipunum seinki. Samkvæmt okkar áætlunum á að vera hægt að af- ferma okkar skip í Þýskalandi á þriðjudögum þannig að hægt sé að selja úr þeim á miðvikudögum," sagði Þórður. Guðmundur Baldur Sigurgeirs- son, hjá skipadeild Sambandsins, sagði samtali við Morgunblaðið í gær að Sambandsskipin hefðu stað- ist mjög vel áætlun í vetur. „Skip geta hins vegar tafíst á vetuma vegna veðurs," sagði Guðmundur Baldur. „Helgafell er affermt í Hull á mánudögum og i Rotterdam á þriðjudögum. Við miðum við að hægt sé að selja flskinn úr gámun- um á þriðjudögum í Hull og ,það var selt þar úr Helgafelli á þriðju- dagsmorguninn," sagði Guðmundur Baldur. NGIN HÆKKUN ÞRÁTT FYRIR GENGISFELL- INGU GETUM VIÐ BOÐIÐ TAKMARKAÐ MAGN AF 14 OG 20 TOMMU LITSJÓN- VÖRPUM FRÁ SAMSUNG Á ÓBREYTTU VERÐI. CB-347 14 TOMMU IN-LINE MYNDLAMPI. MONITOR ÚTLIT. BEIN VIDEO-TÖLVU TENG- ING. HEYRNATÓLS ÚTGANGUR. SJÁLFVIRK FÍNSTILLING. VERÐ 20.600,- STGR. 19.570,- CB-528 20 TOMMU MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU. MONITOR ÚTLIT. TVÖFALT HÁTALARAKERFI. SJÁLFVIRKUR STÖÐVAR- LEITARI. SJÁLFVIRK FÍNSTILLING. HEYRNATÓLS ÚTGANGUR. BEIN VIDEO TENGING. VERÐ 31.500,- STGR. 29.900,- japis: BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN * SÍMI 27133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.