Morgunblaðið - 24.03.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Tveggja tonna hal úti fyrir Norðurlandi:
Meðalþyngdin 15
kg á hvern fisk
EKKI er allur fiskur smár sem
* veiðist úti fyrir Norðurlandi ef
marka má þann feng er Snæ-
björg ÓF 4, sem er á dragnótar-
veiðum, kom með til heimahafn-
ar í fyrrakvöld. Snæbjörgin fékk
tveggja tonna hal i snurvoð i
róðri sínum nú i vikunni og var
meðalþyngdin á óaðgerðum fisk-
inum 15 kg.
Á myndinni má sjá Jón Steinsson
matsmann í Ólafsfírði og Skúla
Gunnarsson verkstjóra hjá Magnúsi
Gamalíessyni hf. með físk sem veg-
ur 30 kg.
Byggðastofnun:
Stj órnsýslumiðstöðin
í fyrstu í leiguhúsnæði
AÐ undanförnu hefur verið unn-
ið að undirbúningi stjórnsýslu-
miðstöðvarinnar á Akureyri.
Byggðastofnun hefur vilyrði fyr-
ir byggingarlóð fyrir miðstöðina
við Ráðhústorg og er ráðgert að
hefja undirbúning byggingarinn-
ar á næstunni.
Á meðan á þeim undirbúningi og
byggingu stendur ráðgerir stofnun-
in að reka stjómsýslumiðstöð í
leiguhúsnæði. Auk þess sem í stöðu
forstöðumanns hefur verið ráðinn
Valtýr Sigurbjamarson, landfræð-
ingur og bæjarstjóri á Ólafsfirði,
hefur Benedikt Guðmundsson,
byggingartæknifræðingur, verið
ráðinn í stöðu sérfræðings við mið-
stöðina. Innan skamms verður svo
tekin ákvörðun um hvaða húsnæði
verður tekið á leigu fyrir miðstöð-
ina, segir í frétt frá Byggðastofnun.
Samningaviðræðurnar:
Samflotið hefur ekki
skilað nægum árangri
- segir Sævar Bjamason, formaður Verkalýðsfélags Skagastrandar
„VIÐ ERUM utan við þessar við-
ræður á Akureyri, en höfum átt
í viðræðum við vinnuveitendur
hér á Skagaströnd,“ sagði Sævar
Bjamason, formaður Verkalýðs-
félags Skagastrandar í samtali
við Morgunblaðið i gær, en það
er eina félagið sem ekki sendi
fulltrúa á samningafundinn á
Akureyri af þeim sem boðin vom
af ríkissáttasemjara. „Samflotið
hefur ekki skilað því sem fisk-
vinnufólk á stað eins og Skaga-
strönd vill fá fram, eins og kom
í ljós í samningunum 1986.“
Sævar sagði að Verkalýðsfélag
Skagastrandar hefði ekki heimild
til að taka þátt í viðræðunum á
Akureyri, til þess þyrfti samþykki
almenns félagsfundar. Menn eru
að vinna í viðræðunum héma á
Skagaströnd og ég sé þá ekki
ástæðu til að vera í samfloti á
meðan." Sævar sagði að hlé væri
nú á viðræðum og ekki hefði verið
ákveðin dagsetning á næsta fundi.
Sævar sagði að ekkert væri
ákveðið með aðgerðir af hálfu fé-
lagsins og að félagið tæki ekki þátt
í yfirvinnubanni Alþýðusambands
Norðurlands, sem hófst á miðnætti
í fyrrakvöld, en Verkalýðsfélag
Skagastrandar hefur ekki aflað sér
verkfallsheimildar.
Alafoss:
Engin leið að spá um
framtíð fyrirtækisins
- segir Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri
Aðalsteinn Helgason aðstoðar-
forstjóri Álafoss segist ekki geta
spáð um hvernig fyrirtækinu
muni vegna á árinu miðað við
nýgerða samninga Alafoss við
Sovétmenn. Vonandi yrðu frek-
ari samningar við Sovétmenn
auk þess sem velgengni fyrirtæk-
isins færi einnig eftir öðrum
mörkuðum þess. „Það er ómögu-
legt að spá nokkuð í framtíðina
þar sem kjarasamningar standa
nú fyrir dyrum og gengið er fast.
Rússasamningar bjarga ekki
öllu,“ sagði Aðalsteinn.
Nú þegar hefur verið samið um
80 milljóna króna viðskipti við sov-
éska ríkisfyrirtækið Razno og tæp-
lega 110 milljóna króna viðskipti
við sovéska Samvinnusambandið.
Álafossmenn gera sér hinsvegar
vonir um samninga upp á aðra eins
upphæð við Sovétmenn, samkvæmt
rammasamningi þjóðanna. „Yfir-
standandi ár verður eflaust mjög
erfítt í rekstri Álafoss. Það er eng-
in spuming um að við verðum að
reka fyrirtækið með harðri hendi
enda eru kringumstæðumar þess
eðlis."
Forráðamenn Álafoss hafa farið
fram á það við Akureyrarbæ að fá
aðstöðugjöld felld niður og vitna
þeir í bréf iðnaðarráðherra, sem
sent hefur verið öllum bæjar- og
sveitarstjómum á þeim svæðum,
sem ullariðnaður er rekinn. Þar í
eru tilmæli um að felld verði niður
aðstöðugjöld eða til komi lækkun
til jafns við það gjald sem lagt er
á fiskvinnslufyrirtæki.
Fordæmisgildið
Bjöm Jósef Amviðarson formað-
ur atvinnumálanefndar Akureyrar-
bæjar sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að beiðni Álafoss væri
í athugun hjá bæjaryfirvöldum. Alls
nema aðstöðugjöld Álafoss á Akur-
eyri á yfirstandandi ári um átta
milljónum króna. Bæjarráð frestaði
afgreiðslu málsins á fundi sínum
fyrir skömmu og ekki er vitað hven-
ær erindinu verður sinnt. „Menn
hafa ekki verið of hrifnir af því að
fella þessi gjöld niður, en þess í
stað hafa menn verið að velta því
fyrir sér hvort hægt væri að bjóða
fyrirtækinu hagstæðari greiðslu-
kjör á aðstöðugjöldunum. Það er
auðvitað mjög hætt við því að önn-
ur fyrirtæki fari að fordæmi Ála-
foss ef reynt verður að koma til
móts við óskir fyrirtækisins og það
er eingöngu fordæmisgildið sem
bæjarfulltrúar óttast," sagði Björn
Jósef að lokum.
Alþýðubankinn:
• •
Verk Onnu
G. Torfadótt-
ur kynnt
Menningarsamtök Norðlend-
inga, MENOR, og Alþýðubankinn
kynna að þessu sinni myndlistar-
konuna Önnu Guðrúnu Torfadótt-
ur. Anna Guðrún fæddist 13. ágúst
1954 í Stykkishólmi. Hún var við
nám í Myndlista- og handíðaskóla
íslands í Reykjavik árin 1971 til
1975 I vefnaðarkennaradeiid. í
nokkur ár hvarf Anna Guðrún frá
námi, en árið 1981 var hún við
nám við Myndlistarskólann í
Reykjavík.
Skólaárið 1982 til 1983 starfaði
Anna Guðrún sem kennari við Mynd-
listarskólann á Akureyri. Árið 1984
settist hún aftur í Myndlista- og
handíðaskóla íslands í grafíkdeild
skólans og lauk prófí þaðan árið
1987. Haustið 1987 réðst Anna Guð-
rún á ný að Myndlistarskólanum á
Akureyri, en jafnframt starfar hún
við Auglýsingastofuna Auglit á Ak-
ureyri. Hún hefur tekið þátt í nokkr-
um samsýningum hér á landi og sýn-
ir hún nú fímm ætingar/akvatintu-
verk á kynningunni í Alþýðubankan-
um sem lýkur þann 29. apríl nk. Öll
verkin eru unnin á síðasta ári.
Anna Guðrún Torfadóttir