Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Tveggja tonna hal úti fyrir Norðurlandi: Meðalþyngdin 15 kg á hvern fisk EKKI er allur fiskur smár sem * veiðist úti fyrir Norðurlandi ef marka má þann feng er Snæ- björg ÓF 4, sem er á dragnótar- veiðum, kom með til heimahafn- ar í fyrrakvöld. Snæbjörgin fékk tveggja tonna hal i snurvoð i róðri sínum nú i vikunni og var meðalþyngdin á óaðgerðum fisk- inum 15 kg. Á myndinni má sjá Jón Steinsson matsmann í Ólafsfírði og Skúla Gunnarsson verkstjóra hjá Magnúsi Gamalíessyni hf. með físk sem veg- ur 30 kg. Byggðastofnun: Stj órnsýslumiðstöðin í fyrstu í leiguhúsnæði AÐ undanförnu hefur verið unn- ið að undirbúningi stjórnsýslu- miðstöðvarinnar á Akureyri. Byggðastofnun hefur vilyrði fyr- ir byggingarlóð fyrir miðstöðina við Ráðhústorg og er ráðgert að hefja undirbúning byggingarinn- ar á næstunni. Á meðan á þeim undirbúningi og byggingu stendur ráðgerir stofnun- in að reka stjómsýslumiðstöð í leiguhúsnæði. Auk þess sem í stöðu forstöðumanns hefur verið ráðinn Valtýr Sigurbjamarson, landfræð- ingur og bæjarstjóri á Ólafsfirði, hefur Benedikt Guðmundsson, byggingartæknifræðingur, verið ráðinn í stöðu sérfræðings við mið- stöðina. Innan skamms verður svo tekin ákvörðun um hvaða húsnæði verður tekið á leigu fyrir miðstöð- ina, segir í frétt frá Byggðastofnun. Samningaviðræðurnar: Samflotið hefur ekki skilað nægum árangri - segir Sævar Bjamason, formaður Verkalýðsfélags Skagastrandar „VIÐ ERUM utan við þessar við- ræður á Akureyri, en höfum átt í viðræðum við vinnuveitendur hér á Skagaströnd,“ sagði Sævar Bjamason, formaður Verkalýðs- félags Skagastrandar í samtali við Morgunblaðið i gær, en það er eina félagið sem ekki sendi fulltrúa á samningafundinn á Akureyri af þeim sem boðin vom af ríkissáttasemjara. „Samflotið hefur ekki skilað því sem fisk- vinnufólk á stað eins og Skaga- strönd vill fá fram, eins og kom í ljós í samningunum 1986.“ Sævar sagði að Verkalýðsfélag Skagastrandar hefði ekki heimild til að taka þátt í viðræðunum á Akureyri, til þess þyrfti samþykki almenns félagsfundar. Menn eru að vinna í viðræðunum héma á Skagaströnd og ég sé þá ekki ástæðu til að vera í samfloti á meðan." Sævar sagði að hlé væri nú á viðræðum og ekki hefði verið ákveðin dagsetning á næsta fundi. Sævar sagði að ekkert væri ákveðið með aðgerðir af hálfu fé- lagsins og að félagið tæki ekki þátt í yfirvinnubanni Alþýðusambands Norðurlands, sem hófst á miðnætti í fyrrakvöld, en Verkalýðsfélag Skagastrandar hefur ekki aflað sér verkfallsheimildar. Alafoss: Engin leið að spá um framtíð fyrirtækisins - segir Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Aðalsteinn Helgason aðstoðar- forstjóri Álafoss segist ekki geta spáð um hvernig fyrirtækinu muni vegna á árinu miðað við nýgerða samninga Alafoss við Sovétmenn. Vonandi yrðu frek- ari samningar við Sovétmenn auk þess sem velgengni fyrirtæk- isins færi einnig eftir öðrum mörkuðum þess. „Það er ómögu- legt að spá nokkuð í framtíðina þar sem kjarasamningar standa nú fyrir dyrum og gengið er fast. Rússasamningar bjarga ekki öllu,“ sagði Aðalsteinn. Nú þegar hefur verið samið um 80 milljóna króna viðskipti við sov- éska ríkisfyrirtækið Razno og tæp- lega 110 milljóna króna viðskipti við sovéska Samvinnusambandið. Álafossmenn gera sér hinsvegar vonir um samninga upp á aðra eins upphæð við Sovétmenn, samkvæmt rammasamningi þjóðanna. „Yfir- standandi ár verður eflaust mjög erfítt í rekstri Álafoss. Það er eng- in spuming um að við verðum að reka fyrirtækið með harðri hendi enda eru kringumstæðumar þess eðlis." Forráðamenn Álafoss hafa farið fram á það við Akureyrarbæ að fá aðstöðugjöld felld niður og vitna þeir í bréf iðnaðarráðherra, sem sent hefur verið öllum bæjar- og sveitarstjómum á þeim svæðum, sem ullariðnaður er rekinn. Þar í eru tilmæli um að felld verði niður aðstöðugjöld eða til komi lækkun til jafns við það gjald sem lagt er á fiskvinnslufyrirtæki. Fordæmisgildið Bjöm Jósef Amviðarson formað- ur atvinnumálanefndar Akureyrar- bæjar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að beiðni Álafoss væri í athugun hjá bæjaryfirvöldum. Alls nema aðstöðugjöld Álafoss á Akur- eyri á yfirstandandi ári um átta milljónum króna. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum fyrir skömmu og ekki er vitað hven- ær erindinu verður sinnt. „Menn hafa ekki verið of hrifnir af því að fella þessi gjöld niður, en þess í stað hafa menn verið að velta því fyrir sér hvort hægt væri að bjóða fyrirtækinu hagstæðari greiðslu- kjör á aðstöðugjöldunum. Það er auðvitað mjög hætt við því að önn- ur fyrirtæki fari að fordæmi Ála- foss ef reynt verður að koma til móts við óskir fyrirtækisins og það er eingöngu fordæmisgildið sem bæjarfulltrúar óttast," sagði Björn Jósef að lokum. Alþýðubankinn: • • Verk Onnu G. Torfadótt- ur kynnt Menningarsamtök Norðlend- inga, MENOR, og Alþýðubankinn kynna að þessu sinni myndlistar- konuna Önnu Guðrúnu Torfadótt- ur. Anna Guðrún fæddist 13. ágúst 1954 í Stykkishólmi. Hún var við nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands í Reykjavik árin 1971 til 1975 I vefnaðarkennaradeiid. í nokkur ár hvarf Anna Guðrún frá námi, en árið 1981 var hún við nám við Myndlistarskólann í Reykjavík. Skólaárið 1982 til 1983 starfaði Anna Guðrún sem kennari við Mynd- listarskólann á Akureyri. Árið 1984 settist hún aftur í Myndlista- og handíðaskóla íslands í grafíkdeild skólans og lauk prófí þaðan árið 1987. Haustið 1987 réðst Anna Guð- rún á ný að Myndlistarskólanum á Akureyri, en jafnframt starfar hún við Auglýsingastofuna Auglit á Ak- ureyri. Hún hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum hér á landi og sýn- ir hún nú fímm ætingar/akvatintu- verk á kynningunni í Alþýðubankan- um sem lýkur þann 29. apríl nk. Öll verkin eru unnin á síðasta ári. Anna Guðrún Torfadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.