Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 FERNIINGARTILBOÐ 4f BUZZARO skíði Stærðir: 160-180 cm með skíðabindingum kr. 5.800.- % 5^ -r. útiUf Glæsibæ, sími 82922. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir STEVE VINES Agreiningnr um sjálfstæði Taiwans Það mátti sjá það á hópi bænda, sem safnazt höfðu saman spari- klæddir fyrir utan aðalstöðvar Kuomintang (KMT), stjórnar- flokksins á Taiwan, í lok febrúar að gamlir siðir gleymast seint. Þótt flokkurinn sem farið hef- ur með öll völd á Taiwan frá árinu 1949 hafi nú tekið upp umbótastefnu, er honum enn tamt að styðjast við aðgerðir sem minna á liðna tíma. Umbótastefn- an nýja heimilar fjöldafundi og kröfugöngur á götum úti, en auk þess telur KMT sér skylt að skipu- leggja vandlega sviðsettar stuðn- ingsaðgerðir eins og samkomu bændanna, sem átti að sýna þakk- læti í garð flokksins fyrir stefnuna í málum stijálbýlisins. Sá sem mestu hefur áorkað við að leiða KMT inn í nútímann og neyða flokkinn til að gangast við svipaðri þróun á stjómmálasvið- inu og orðið hefur í efnahagsmál- um — sem gert hefur Taiwan að einni mestu verzlunarþjóð verald- ar, er Chiang Ching-kuo forseti, sonur þjóðsagnapersónunnar Chi- ang Kai-sheks. Þegar hann lézt í janúar s.l. óttuðust margir að dregið yrði úr skriði umbótanna, og að eftirmað- ur hans, Lee Teng-hui, væri ekki nægilega áhrifamikill til að halda gömlu afturhaldsöflunum í KMT í skefjum. Fyrsti taiwanski forsetinn Lee er vissulega ekki valds- mannslegur að sjá. Hann er fyrsti kínverski þjóðhöfðinginn sem er kristinn. Lee er í söfnuði taiw- önsku öldungakirkjunnar (Pres- bytarian church), sem hefur verið óvenju ötul við að boða aukið lýð- ræði á Taiwan. Og það sem meira er, Lee er fyrsti innfæddi Taiwan- búinn sem gegnir forsetaembætt- inu. Hann gerir reyndar lítið úr því og segir: „Við erum öll kínversk." En engu að síður er honum fullljóst að þetta atriði hefur úrslitaþýðingu þegar hann þarf að leita stuðnings þeirra 80 hundraðshluta þjóðarinnar sem einnig eru innfæddir Taiwanbúar. Allt sem varðar þjóðemi Taiw- anbúa er pólitískt tilfínningamál. Lee forseti gekk svo langt að segja að krafan um að Taiwan verði lýst sjálfstætt og óháð ríki væri hættulegasta pólitíska vandamálið sem við væri að glíma. KMT hefur haft hyggindi til að koma á ýmsum umbótum áður en kröfumar um umbætur komust í hámæli, og þarmeð tekizt að slá vopnin úr höndum stjómarand- stöðunnar, sem sífellt er að verða skipulagðari og samstæðari. Þess vegna beinist athyglin nú í aukn- um mæli að spumingunni um sjálfstæði Taiwans, en í því máli eru stjómarandstaðan og KMT mjög á öndverðum meiði. KMT þykist enn skipa einu lög- mætu ríkisstjóm Kína og heldur uppi hálf-ævintýralegu stjómkerfi er endurspeglar þá kröfu. En veruleikinn er smátt og smátt að skjóta rótum í pólitísku lífí eyjar- skeggja þar sem stjómin í Taipei neyðist í auknum mæli til að við- urkenna tilvem tveggja kínver- skra ríkja á æ fleiri sviðum. Aðskilin í tæpa öld Taiwan hefur í raun verið óháð Kína í nærri eina öld. Ching keis- araveldið í Kína neyddist til að afsala sér yfírráðum á eynni árið 1895, og næstu hálfa öld réðu Japanir þar ríkjum, eða fram til loka síðari heimsstyrjaldarinnar. Arið 1949 flýðu svo hersveitir Chiang Kai-sheks með leiðtoga sínum til Taiwans eftir að hafa beðið ósigur gegn her Mao Tse- tungs á meginlandinu. Varð það til þess að viðhalda aðskilnaði þessara tveggja kínversku ríkja, þar sem nýja stjómin á Taiwan neitaði allri samvinnu við stjóm kommúnista á meginlandinu. Utgefandinn og stjómmála- maðurinn Antonio Chiang heldur því fram að flóttamennimir frá komið honum í andstöðu við lög landsins. Þetta veldur vararitara flokksins, Chiou J-jen, engum áhyggjum. „Auðvitað tökum við nokkra áhættu," segir hann, en hann teiur að tilvera andstöðu- flokks sé ævinlega áhættusöm. Ahættan vel þess virði. Hann telur það vel þess virði að taka þessa áhættu vegna þess að „ástandið á Taiwan fer sífellt versnandi". Hann segir að fullyrð- ingar ríkisstjómarinnar um að hún sé tákn alls Kínaveldis hafí leitt til vaxandi einangmnar á alþjóðavettvangi og spilli fyrir framtíðarþróun á Taiwan. „Hvað menningu okkar varðar erum við kínverskir, við emm af kínversk- um kynstofni, en ef við lítum á stjómmálahliðina tel ég að við séum ekki kfnverskir. Það má Margir óttuðust, að hægt yrði á stjómmálaumbótunum á Taiw- an, þegar helsti hvatamaður þeirra, Chiang Ching-kuo forseti, sonur þjóðsagnapersónunnar Chiang Kai-sheks, lést í janúarmán- uði siðastliðnum. Myndin er frá útförinni. Fjölskylda forsetans krýpur við kistu hans. meginlandinu hafí litið á Taiwan- búa sem ónytjunga. „í raun er KMT flokkur nýlendustefnunnar; flokksmenn þekkja ekki þetta þjóðfélag," segir hann. Jaw Shau-kong er mjög vin- sæll þingmaður og eindreginn fylgismaður umbótastefnunnar innan KMT. Hann gerir minna úr þessum ágreiningi og segir að tíminn hafí minnkað muninn á innfæddum Taiwanbúum og að- fluttum. „Hveijir em þeir inn- fæddu?" spyr hann. „Þeir eru að mestu afkomendur innflytjenda sem komu frá meginlandinu fyrir 200 árum. Og hveijir eru þeir aðfluttu? Þeir eru innflytjendur og afkomendur þeirra, sem komu frá meginlandinu fyrir 40 árum.“ Yao Chia-wen, formaður stærsta stjómarandstöðuflokks- ins, DPP, var fangelsaður fyrir áróður, með öðrum orðum fyrir að hvetja til sjálfstæðis Taiwans. Hann telur að sjálfstæðismálið snúist í raun um stjómkerfíð í landinu. „KMT óttast að eftir að þjóðin hefur fallizt á kröfu um sjálfstæði landsins verði að taka allt stjómkerfíð til endurskoðun- ar,“ segir hann. Flokksþing DPP verður haldið í apríl, og þar verður tekin ákvörð- un um hvort breyta á stefnuskrá flokksins þannig að hún lýsi full- um stuðningi við kröfuna um sjálfstæði. Málið gæti auðveldlega leitt til klofnings í flokknum og bera okkur saman við Bandaríkja- menn. Flestir forfeður þeirra komu frá Evrópu, en þeir líta á sjájfa sig sem Bandaríkjamenn." í upphafí var KMT byltingar- flokkur, hann hefur gefið komm- únistum undir fótinn, en vísað þeim síðan á bug, og svo staðið uppi meðal sigurvegaranna eftir að Japanir hörfuðu frá Kína í lok síðari heimsstyijaldarinnar. Stutt seta KMT við stjómvölinn í Kína á árunum 1948-49 var viðburð- alítil, en á Taiwan hefur flokkur- inn seint og um síðir tekið sig á og reynt að aðlagast breyttum stjómmálaaðstæðum með því að viðurkenna að tilvera hans bygg- ist á áður framandi tilslökunum. Sjálfstæðismálið, þetta um- deildasta viðfangsefni stjómmál- anna, er enn á ný komið á dag- skrá, aðallega fyrir óviljandi til- stuðlan KMT. Ef KMT er fær um að leysa þetta vandamál án þess að grípa til valdníðslu hefur flokk- urinn sýnt og sannað að hann hefur í raun aðlagað sig umbótun- um. Ef ekki, er líklegt að aðgerð- ir flokksins verði lítt frábrugðnar aðferðum óvinarins í herbúðum kommúnista handan Taiwan- sundsins, sem er ekki síður and- snúinn hugmyndinni um sjálf- stæði Taiwans en hugmyndafræð- ingar KMT. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Obser- ver.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.