Morgunblaðið - 30.03.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
21
nær 70% hvítra eru honum hlið-
holl.
Jackson er ekki aðeins þymir
í augum repúblikana og íhaldss-
amra demókrata í Suðurríkjunum,
heldur einnig í augum fijálslyndra
hvítra demókrata, sérstaklega
gyðinga. Þeir sem eru andsnúnir
Jackson gætu hins vegar sætt sig
við að einhver annar blökkumaður
yrði varaforsetaefni flokksins. Þar
hefur Andrew Young, fyrrverandi
sendiherra, verið nefndur. En það
sem skiptir kannski mestu er að
margir demókratar eru ekki til-
búnir að taka þá áhættu að hafa
blökkumann í framboði. Þeir
benda á að fyrir fjórum árum
hafi verið tekin svipuð áhætta
með Geraldine Ferraro, við hlið
Walters Mondales, með hrikaleg-
um afleiðingum. Best sé að bjóða
fram tvo hvíta karlmenn, t.d.
Dukakis og Gore.
Blökkumenn og
repúblikanar
Demókratar eru í klemmu því
þeir þurfa á atkvæðum blökku-
manna að halda til að vinna kosn-
ingamar í nóvember. Þeir þurfa
því að finna einhveija lausn sem
allir geta sætt sig við, sem getur
orðið erfitt. Og á sama tíma hafa
repúblikanar gert sér grein fyrir
því hve mikilvægt það er að eiga
stuðning meðal blökkumanna og
annarra minnihlutahópa. George
Bush, varaforseti og að öllum
líkindum forsetaefni þeirra, hefur
þegar byijað að afla flokknum
stuðning blökkumanna.
Þó margir repúblikanar vilji
lítið með atkvæði blökkumanna
gera skilja æ fleiri forustumenn
flokksins hve nauðsynlegt það er
að fá stuðning þeirra. Margt bend-
ir til að repúblikönum takist
a.m.k. að einhveiju leyti að auka
fylgið meðal þeirra.
Arið 1948 skiptust blökkumenn
jafnt á milli demókrata og
repúblikana og fyrir 1940 studdi
meirihluti þeirra repúblikana.
Síðustu flóra áratugi hefur þetta
breyst en á undanfömum árum
hefur mátt merkja breytingar sem
lofa góðu fyrir repúblikana. Joint
Center for Political Studies, rann-
sóknarstofnun sem einbeitir sér
að viðfangsefnum tengdum
blökkumönnum, gerði á síðasta
ári könnun þar sem kom fram að
þrír fjórðu blökkumanna líta á sig
sem demókrata, mun færri en
áður. Aðeins 40% þeirra segjast
vera sannfærðir demókratar á
móti 50% árið 1986 og 55% 1984.
Það em fyrst og fremst þeir
eldri meðal blökkumanna sem
styðja demókrata. Um 25 þeirra
sem eru á aldrinum 18 til 29 ára
segjast vera sannfærðir demó-
kratar en 20% repúblikanar. Þessi
aldurshópur er um þriðjungur af
blökkumönnum og til þeirra ætla
repúblikanar að leita eftir stuðn-
ingi. I háskólum fer stuðningur
blökkumanna við Repúblikana-
flokkinn vaxandi.
Samkvæmt rannsóknum ættu
repúblikanar að eiga jafnmikla
-möguleika og demókratar á að
ná hylli biökkumanna. Þeir eru
eins og aðrir kjósendur og um-
hugað um það sama, efnahags-
mál, verðbólgu, skatta, vexti, auk
góðrar menntunar, eiturlyf
o.s.frv. Og þeir eru tiltölulega
íhaldssamir: Flestir eru á móti
fóstureyðingum, hlynntir bænum
í skólum og á móti sérstökum
kvótum fyrir minnihlutahópa.
Repúblikanar þurfa ekki að breyta
stefnuskrá sinni til að ná til
blökkumanna.
í komandi forsetakosningum
skipta atkvæði blökkumanna
miklu. Repúblikanar hafa allt að
vinna en demókratar öllu að tapa.
Takist þeim síðamefndu ekki að
leysa Jackson-„vandamálið“ með
friðsamlegum hætti eiga þeira
fyrmefndu góða möguleika að
tryggja sér verulegt fylgi meðal
blökkumanna eða hvítra, sem ekki
munu sætta sig við niðurstöður
landsfundar demókrata.
Höfundur er fréttaritari Morg-
unblaðsins í Boston
UKOMNI
TESS
GLÆSILEGUR
ítalskur og
franskur
Neðst við Dunhaga,
sími622230.
Juksa-Robot Unique tölvuvinda
sameinar marga góða kosti
sem auðvelda veiðarnar
Juksa-Robot Unique er ein fullkomnasta
tölvuvinda sem fáanleg er (dag.
Afkastamikil og fjölhæf, búin
grunnkerfum s.s. botnveiöikerfi, tröppuveióikerfi,
sjálfvirkt fiskileitunarkerfi og smokkfiskkerfi.
Stillanleg veiöiþyngd, stillanlegt átak. Af lóðréttu
stjórnboröi vindunnar er auövelt aö stjórna
veiðikerfunum. Tölvuskjár sýnir upplýsingar um
hvað er mikið úti af llnu og gefurtil kynna þegar
fiskur er á og hvar hann tók. Vindan gefur
hljóömerki (hálfa mln. þegar veiöiþyngd er náð
og aftur þegar hún er komin upp. Þótt slökkt sé á
Juksa-Robot vindunni, geymir hún allar innsettar
skipanir og er tilbúin aö vinna eftir þeim þegar
kveikt er á henni. En ofan á alla þessa kosti er
Juksa-Robot Unique tölvuvindan létt (meðförum,
ódýr (viðhaldi og sparneytin.
Með vindunum fylgja allar festingar, rofi með
öryggi, hlífðarpoki og notendahandbók á
islensku.
Greiðsukjör eða kaupleiga til 3ja ára.
Þjónustuaöilar um land allt.
JUKSA ROBOT UNIQUE
tryggir góðan hlut.
Öll rafmagnsþjónusta fyrir smábátaeigendur
RAFBIORG
1 RAFVÉLAVERKSTÆÐI SÚÐARVOGI 4 SÍMI 84229
Mótorkerfi. Stiilanlegt veiðidýpi.
Stillanlegur skakhraði, Stillt inn ákveðið dýpi og
stillanlegur hraði upp. vindan fer og veiðir þar.
Vindan getur talið i fetum,
metrum eða föðmum.
Skjárinn sýnir hvaða kerfi er i
notkun.
Botnveiðikerfi sem hentar við
ýmsar veiðiaðf erðir.
Tröppuveiðikerfi. Smokkfiskikerfi.
Linan dregin inn í þrepum. Allur aukabúnaður fáanlegur.