Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
útflutningur verði ekki tímabær
fyrr en um eða upp úr aldamótum.
Það besta sem við getum gert er
að vera í viðbragðsstöðu, reiðubúin
að grípa tækifæri sem bjóðast
kunna, en gera okkur jafnframt
grein fyrir óvissunni, þannig að við
kostum ekki of miklu til of snemma.
Einmitt þetta, að vera viðbúinn
án þess að kosta of miklu til of
snemma, á að mínu mati að vera
leiðarsnúra okkar í því að búa okk-
ur undir þessa möguleika. Við eig-
um að búa okkur skynsamlega und-
ir útflutning á raforku, en kosta
þó ekki mjög miklu til undirbún-
ingsins meðan óséð er hvað verða
vill í þeim efnum. Við eigum að
vinna að þessum undirbúningi
næstu árin, en láta ekki allt bíða,
og verða svo ef til vill að vinna
hann í tímahraki á mun dýrari hátt.
Með núverandi tækni má flytja
um 500 MW um einn sæstreng ef
sjórinn, eða sævarbotninn, er notað-
ur sem endurleiðir, og flutningurinn
er ódýrastur með því að fulllesta
strenginn. Árlegur orkuflutningur
frá íslandi um einn streng yrði því
um 3500 GWh ef reiknað er með
um 7.000 h/a nýtingartíma, þ.e.
að staða hans í breska raforkukerf-
inu yrði hin sama og kjamorku-
stöðva eða nýrra kolastöðva. Þess
er því að vænta að raforkuútflutn-
ingur frá íslandi verði margfeldi
af 500 MW og 3.500 GWh/a. Telja
má fullvíst, að komist raforkuút-
flutningur frá íslandi á annað borð
á, muni hann ekki staðnæmast við
500 MW og 3.500 GWh/a heldur
vaxa fljótlega upp í a.m.k. 2.000
MW og 14.000 GWh/a.
Við skulum nú líta lauslega á
hvar fá má þessa orku.
Orkugeta þeirra vatnsaflsvirkj-
ana, sem nú eru í byggingu eða á
verkhönnunarstigi, og líklegra jarð-
gufuvirkjana eins og á Nesjavöllum
og víðar, er um 4.900 GWh á ári.
Árið 2005 yrði eftir af þessari orku-
getu um 2.000 GWh á ári ef nýja
álverið í Straumsvík verður reist.
Ef fyrsti 500 MW áfanginn í út-
flutningi kæmi á því ári vantar
1.500 GWh/a. Þær væru t.d. fáan-
legar í efri hluta Þjórsár. Ef við
nú hugsum okkur að útflutningur-
inn vaxi í 2.000 MW og 14.000
GWh/a frá 2005 til 2015 vantar
um 11.300 GWh/a árið 2015. Af
þeim mætti fá um 8.000 GWh/a
úr Jökulsá á Brú og 2.800 GWh/a
yrðu að koma annarstaðar frá, t.d.
úr efri og neðri hluta Þjórsár og
frá jökulsánum í Skagafirði. Þá eru
Hvítá, Markarfljót og fleiri ár enn
ósnertar, svo að rúm væri fyrir
annað álver, auk útflutningsins, ef
menn svo kjósa. Verulegur útflutn-
ingur getur þannig farið fram
samtímis uppbyggingu stóriðju í
landinu sjálfu.
Hvemig eigum við að búa okkur
undir þessa möguleika án þess að
kosta of miklu of snemma til undir-
búningsins? Mín tillaga er þessi:
Við skulum setja okkur það
mark, að hafa lokið árið 1995 for-
rannsóknum á efri og neðri hluta
Þjórsár, jökulsánum í Skagafirði og
Jökulsá á Brú ásamt með Jökulsár-
veitu á Fjöllum. Þessar forrann-
sóknir kosta aðeins lítið brot af
virkjunarundirbúningi í heild, en
taka hinsvegar meirihluta alls þess
tíma sem þessi undirbúningur í
heild tekur. Og við skulum vinna
þessar rannsóknir skipulega eftir
sérstakri áætlun til þessa tíma. Með
þeim hætti verða þær ódýrastar.
3. Verkefni Orkustofnunar
í framtíðinni
Ég mun nú að lokum víkja með
nokkrum orðum að þeim helstu
verkefnum og verkefnasviðum, sem
ég tel að Orkustofnun þurfí að sinna
á næstu árum, í ljósi þess sem ég
hef nú rakið um horfur í íslenskum
orkumálum.
Lúkning fiskeldis-
verkefnisins
Fiskeldisverkefnið, sem við nefn-
um svo í daglegu tali á Orkustofn-
un, gengur út á að rannsaka hvar
á landinu bestu skilyrðin eru frá
náttúrunnar hendi til að ala seiði í
vatni hituðu með jarðvarma og til
að reisa matfiskstöðvar er geti tek-
ið við hluta af þessum seiðum og
alið þau í matfiskstærð. Auk sjálfs
jarðhitans er hér um að ræða skil-
yrði til að afla hreins og ómengaðs
ferskvatns til seiðaeldisins og hreins
sjávar til matfiskeldisins. Frá orku-
sjónarmiði er hér um það að ræða
að rannsaka skilyrði til að nýta jarð-
varmann á nýjan hátt í atvinnu-
skyni; hliðstætt notkun hans til iðn-
aðar t.d. í Kísiliðjunni og víðar, því
allt fiskeldi á íslandi byggist á jarð-
varma, beint og óbeint.
Vitneskja um þessi skilyrði er
grundvallaratriði þegar velja skal
stað fyrir fiskeldisstöðvar. Þær rísa
nú í landinu með mikum hraða, sem
kunnugt er, og stundum virðist þar
farið meira af kappi en forsjá. Því
er afar mikilvægt að sem fyrst verði
tiltæk traust þekking á náttúrufars-
legum skilyrðum til fiskeldis. Það
kann að koma í veg fyrir fjárfest-
armistök í þessari nýju atvinnu-
grein, sem geta verið dýr og þarf
ekki að koma í veg fyrir mörg slík
til að rannsóknarkostnaðurinn skili
séraftur.
Áformað var af hálfu Orkustofn-
unar að ljúka þessum rannsóknum
á næsta ári, 1989, en ekki fékkst
nægilegt fé til þess. Nú stefnum
við að því að ljúka þeim 1990. Með
tilliti til mikilvægis þessa verkefnis
heiti ég á fjárveitingarvaldið að
duga okkur nú sem fyrr, og þó enn
betur, og hjálpa okkur til að ljúka
því ekki síðar en árið 1990.
Efling þekkingar á forða-
fræði jarðhitans
Með forðafræði jarðhitans er átt
við fræðin um eðli jarðhitageym-
anna, þ.e. rennslishætti og rennslis-
leiðir heita vatnsins djúpt í jörðu;
hvemig varminn flyst úr heitu berg-
inu út í vatnsæðamar; hvernig efna-
jafnvægi þessa vatns breytist með
hitastigi og þrýstingi, og síðast en
ekki síst hvemig langvarandi
vinnsla, þ.e. vatnstaka úr jörðu,
hefur áhrif á þetta allt. Forðafræð-
in fjallar sem sé um hegðun jarð-
hitageymanna og viðbrögð þeirra
við langvarandi vinnslu.
Jarðhitarannsóknir hér á landi
hafa lengst af beinst að því að finna
nýtanlegan jarðvarma svo nálægt
notendum að nýting hans gæti ver-
ið hagkvæm. Lengi vel þótti mönn-
um sem allur vandi væri að baki
þegar hitaveita var tekin til starfa.
Nú er orðið ljóst að svo er ekki og
vinnslan sjálf, einkum til lang-
frama, úr sama jarðhitasvæði, hefur
einnig sín vandamál: Lækkandi
vatnsborð og hita í borholum,
mengun heita vatnsins vegna þess
að efnajafnvægi þess breytist, tær-
ingar og útfellingar. Á undanföm-
um ámm hafa jarðhitarannsóknir
Orkustofnunar í vaxandi mæli
beinst að slíkum vandamálum.
Þótt þessi forðavandamál brenni
heitast á einstökum hitaveitum, í
mismunandi mæli þó eftir aðstæð-
um, þá rista þau dýpra. Þau snerta
einnig spuminguna um það, á hvern
hátt jarðvarminn verði best nýttur
fyrir þjóðarbúið í tengslum við aðra
orkugjafa, vatnsorku og innflutt
eldsneyti. Við höfum tiltækar að-
ferðir til að meta verðmæti orkunn-
ar sem geymd er í vatninu í Þóris-
vatni og öðrum miðlunaruppistöð-
um, og getum stýrt notkun þess í
samræmi við það verðmæti. Én við
höfum enn engar sambærilegar
aðferðir til að meta verðmæti varm-
ans í jörðu. Þetta verðmæti er þó
grundvallaratriði við skynsamlega
stýringu á vinnslu jarðvarmans, al-
veg á sama hátt og vatnsvirðið við
rekstur vatnsaflsstöðvakerfísins.
Þetta er bersýnilega ekki viðunandi
hjá þjóð, þar sem jarðvarminn er
stærri þáttur í orkubúskapnum en
hjá nokkurri annarri í veröldinni.
Það er því mikil þörf fyrir rannsókn-
ir í svonefndri forðafræði jarðhitans
í framtíðinni, og þar bíður Orku-
stofiiunar mikið verk, sem hún
verður að hafa forystu um að vinna,
enda þótt fleiri muni þar leggja
hönd á plóg. Jarðhitadeild Orku-
stofnunar undirbýr af þessum sök-
um sérstakt átak til að efla þekk-
ingu okkar á þessu sviði; átak, sem
mun standa í nokkur ár og verður
eitt af okkar forgangsverkefnum í
næstu framtíð.
Nú er unnið að fyrsta hluta þessa
átaks, í samvinnu við einstakar
hitaveitur og Samband íslenskra
hitaveitna. Það er í því fólgið að
1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015
GWh
8000
7000
4. Mynd
B Iðnaður
□ Laxeldi
m Ylr*kt
a Snjóbrsðsla
m Sundlaugar
m Húshitun
1986
1990
1995
2000
2005
2010
2015
stórbæta svonefnt vinnslueftirlit
hitaveitna; þ.e. kerfisbundna söfnun
upplýsinga um dælt vatn úr jörðu,
vatnsborð í borholum, hitastig
vatnsins og efnainnihald þess. Þessi
gagnasöfnun er grundvöllur forða-
fræðirannsókna, en hún þjónar þó
ekki einvörðungu þeim tilgangi,
heldur er hún einnig grundvöllur
undir vönduðum rekstri hitaveit-
unnar sjálfrar. Nokkrar hitaveitur
hafa þegar tekið upp slíkt tölvu-
vætt gagnasöfnunarkerfi og Orku-
stofnun aðstoðað þær við það verk;
nú nýlega Hitaveia Sauðárkróks til
dæmis.
Gagnabankar
í tímans rás hafa safnast hjá
Orkustofnun miklar upplýsingar um
orkulindir landsins og orkubúskap
þjóðarinnar, sem koma því aðeins
að fullum notum að þær séu að-
gengilegar, bæði fyrir starfsmenn
stofnunarinnar og aðra, sem á þeim
þurfa að halda. Við hyggjumst því
vinna að því á næstu árum að koma
á fót gagnabönkum með þessum
upplýsingum þar sem beitt verður
nýjustu tækni til að auðvelda að-
gang að þeim. Þetta verður eitt af
okkar forgangsverkefnum á næst-
unni.
Samhengi orkubúskapar og
þjóðarbúskapar
Það er gömul reynsla að sam-
hengi er milli orkubúskapar og þjóð-
arbúskapar. Á uppgangstímum í
þjóðarbúskapnum, þegar vel árar,
eykst orkunotkun yfirleitt; sérstak-
lega raforkunotkun. Þannig jókst
raforkunotkun til almennra þarfa
hér á landi um 7,5% á síðasta ári,
þegar leiðrétt hefur verið fyrir hita-
stigi, sem er meiri vöxtur en um
mörg ár á undan. Enginn vafi er á
að þetta stendur í sambandi við
undanfarið efnahagslegt góðæri.
Þrátt fyrir þetta fer því fjarri að
fast, vel þekkt samhengi sé á milli
orkunotkunar og t.d. landsfram-
leiðslu. Þetta samhengi er í senn
mismunandi eftir löndum og breyti-
legt með tíma. Á tímabilinu 1950—
1973 jókst orkunótkun í flestum
OECD-löndum um 1% eða meira
fyrir hvert 1% sem landsframleiðsl-
an jókst um, en eftir 1973 hefur
orkunotkunin ekki aukist nema um
0,7% að jafnaði, eða þar um bil,
fyrir hvert 1% sem landsframleiðsla
vex um. Breytingin í raforkunotkun
er þó mun meiri en orkunotkunar
í heild, sem þýðir, að hlutur raforku
í heildamotkun orku fer stöðugt
vaxandi.
Orsökin fyrir þessari þróun er
tvíþætt. í fyrsta lagi er að nefna
hagkvæmari orkunýtingu; spar-
neytnari notkunartæki á heimilum,
í samgöngum, iðnaði og þjónustu,
þannig að eftir því sem eldri tæki
ganga úr sér og ný koma í staðinn
minnkar raforkunotkunin að öllu
öðru óbreyttu. Á móti þessu kemur
svo að raforka ryður burt öðrum
orkugjöfum hjá notendum; menn
fara t.d. að hita með rafmagni í
stað olíu eða nota rafmagn í stað
olíu í ýmsum iðnferlum. Hér ræður
verðið ekki eitt vali orkugjafa.
Þægindi rafmagnsins, auðveldleiki
þess og hreinlæti í notkun, hefur æ
meira að segja með batnandi efna-
hag. Þetta er reynslan um allan
heim.
Annar orsakaþáttur er svo breytt
samsetning landframleiðslunnar
með minnkandi hlutdeild iðnaðar
og vöruframleiðslu, sem oft er
orkufrek starfsemi, en vaxandi
hlutdeild ýmiskonar þjónustu, sem
er yfirleitt ekki eins orkufrek. Þess-
ar breytingar eru þó ekki einhliða
til lækkunar, því að stöðugt koma
til nýjar tegundir þjónustu,- sem
ekki voru til áður, og þurfa sína
orku. Kröfur um meiri umhverfis-
vemd eru gott dæmi um slíka nýja
þjónustu. Margskonar hreinsitæki,
sem nú þykja sjálfsögð eða a.m.k.
æskileg, nota allmikla raforku og
hreinni útblástur bíla léiðir að öðru
jöfnu af sér meiri bensínnotkun.
Samhengi orkubúskapar og þjóð-
arbúskapar er þannig margslungið
og flókið og líka mjög breytilegt frá
einu landi til annars. Á tímum mik-
illa og örra breytinga í atvinnuhátt-
um og lífsháttum er það bersýnilega
grundvallaratriði, þegar spá skal
fyrir um orkunotkun I framtíðinni,
að þekkja sem best þetta sam-
hengi. Fortíðin hefur æ minna gildi
til viðmiðunar; reynslan verður æ
gagnsminni eftir því sem breyting-
amar eru örari og djúptækari.
Margar þjóðir hafa því lagt á það
áherslu að kanna sem rækilegast
samhengi orkubúskapar og þjóðar-
búskapar hjá sér. Hér erum við ís-
lendingar eftirbátar og þurfum að
taka okkur á. Orkustofnun mun því
á komandi árum leggja áherslu á
orkubúskaparrannsóknir, og á að
efla í því skyni Orkubúskapardeild-
ina.
Náskylt þessu er svonefndur
orkuspamaður, sem ég kýs fremur
að nefna hagkvæma notkun orku.
Orkumannvirki eru dýr og það get-
ur stundum verið allt eins hag-
kvæmt fyrir þjóðarbúið að komast
hjá að reisa ný orkumannvirki með
hagkvæmari nýtingu þeirrar orku
sem til er. Það reikningsdæmi er
þó langt frá því að vera einfalt, og
miklu máli skiptir að unnt sé að
meta raunsætt kostnað við hag-
kvæmari orkunotkun, bæði til
skemmri og lengri tíma. Rannsókn-
ir á sviði hagkvæmrar orkunýtingar
og miðlun upplýsinga um hana
verður því eitt af áhersiusviðum
Orkustofnunar í næstu framtíð.
Lúkning’ rannsókna
á nýjum virkjunum
vegna álvers
Áður er á það minnst að eftir
er að ljúka vissum rannsóknum á
þeim virkjunarstöðum vatnsorku og
jarðhita, sem teljast vera á verk-
hönnunarstigi, áður en þessar virkj-
anir verða tilbúnar til útboðs. Nú
er að því unnið, í samráði við Lands-
virkjun, að meta hve mörg ársverk
eru eftir í rannsóknum til lokahönn-
unar og útboðs á hveijum stað.
Nauðsynlegt er að ætla nægan tíma
til að ljúka þessum rannsóknum,
og er skynsamlegt að byija á þeim
strax og líkur aukast á að af nýju
álveri verði; áður en endanleg
ákvörðun er tekin um að reisa það,
því eftir það er lítill tími til stefnu.
Rannsóknir vegna útflutn-
ingsáraforku
Hér að framan gerði ég þá tillögu
að við skyldum búa okkur undir
útflutninng á raforku í framtíðinni,
án þess þó að kosta of miklu til of
snemma, og stakk upp á því, að
við skyldum setja okkur að hafa
lokið forrannsóknum við efri og
neðri hluta Þjórsár, jökulsárnar í
Skagafirði og við Jökulsá á Brú
árið 1995. Nú er að því unnið að
áætla hve mikið verk hér er um að