Morgunblaðið - 30.03.1988, Page 43

Morgunblaðið - 30.03.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 43 Sverrir sagði að hann hefði án- ægðu af því að leggja stærðfræðileg vandamál fyrir tölvu. Hann var því spurður hvaða tölvumál hann not- aði. Hann sagði að nú um stundir notaði hann Turbo-pascal. Auk þessara áhugamála teflir Sverri dálítið. Aðspurður sagist Sverrir ætla að nema stærðfræði og e.t.v. tengja það nám með einhverjum hætti við tölvufræði. Reynir á skilning og rökrétta hugsun Halldór Arnason varð í þriðja sæti í keppninni. Hann stundar nám á eðlisfræðideild I við Menntaskól- ann i Reykjavík. Aðspurður upplýsti Halldór Morgunblaðsfulltrúann um það að áhugi á keppninni væri hvað mestur meðal nemenda í eðlisfræðideild I. Halldór sagði að keppnin hefði reynst léttari heldur en hann hefði búist við. Fjórða dæmið hefði hon- um fundist erfiðast að þessu sinni. Stærðfræðin er höfðuðáhugamál Halldórs og fékk hann ekki undan því vikist að svara þeirri spurningu Morgunblaðsins, hvað það væri við stærðfræðina sem höfðaði sérstak- lega til hans. „Stærðfræðin reynir á skilning og rökrétta hugsun, hún er meira en utanbókarlærdómur." Halldór vildi ekki gera upp á milli hinna ýmsu sviða stærðfræðinnar og taldi þau flest verðug viðfangs- efni. Hann sagðist enn ekki hafa ákveðið í hvaða framhaldsnám hann færi en gerði frekar en ekki, ráð fyrir að, verkfræði eða stærðfræði yrði fyrir valinu. Blaðamaður Morgunblaðsins innti Halldór eftir því hvort hann kynni einhveijar skýringar á litlum hlut kvenna í stærðfræðikeppninni Arní G. Hauksson. en aðeins einn kvenmaður var í hópi níu efstu. Hann svaraði blaða- manni því til að þetta horfði í fram- faraátt, þetta væri einni fleira held- ur en í fyrra. Af tuttugu og einum nemanda í sínum bekk, væru þrír kvenmenn. Stúlkumar sæktu meira í máladeild. Ekki hægt að ritskoða Ámi G. Hauksson stundar nám á eðlisfræðibraut við Menntaskól- ann á Akureyri og hlaut fjórða sætið í úrslitakeppninni. Þegar stærðfræðikennarinn kynnti keppn- ina reyndist vera mikill áhugi með- al nemenda á þátttöku í keppninni. U.þ.b. helmingur af bekkjarfélögum hans tók þátt í keppninni. Áma fannst keppnin ekki hafa verið neitt sérstaklega erfið. Hann var inntur eftir því hvað það væri við stærðfræði sem höfðaði sérstak- lega til hans. Hann svaraði því til að í stærðfræði væri þess ekki kost- ur að ganga framhjá eða breyta staðreyndum eins og vildi stundum t.d. brenna við í söguritun. Stærð- fræði yrði trauðla ritskoðuð. Árni vildi ekki gera upp á milli hinna margvíslegu greina stærð- fræðinnar. En hann stefnir að því að læra eðlisverkfræði í framtíð- inni. Árni saði aðspurður að hér í eina tíð hefði hann teflt skák. í seinni tíð hefði áhugi á íþróttum eflst nokkur en væri þó mjög hóf- legur. Hann hefur ekki keppnisá- huga á því sviði. Talið frá vinstri, Reynir Axelsson, Jón Magnússon sérfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands, nokkrir efstu keppendanna, Páll Siguijónsson og Birgir ísleifur Gunnarsson. Morgunbiaðið/Sverrir TVENKT SEM KEPPINAUTARNIR GETA EKKISTÁTAÐ AF SANYO VM-DIP The choice of best camcorder °V?or its image, quality, features, lieht weight - and £1100 pncetag lleSanyoVM-DlPisdieWhat Video Camcorder of the Year. Jan.'88 VIDEO OF THE YEAR SANYO VHR-DMO Sanyo are to be congratulated for taking the technology to its present extreme and, we can hope, showina the way towards what is to come. it will have to be very special to outshine the Sanyo VHRD500. Dec.'87 Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - Sími 69 16 00 N Y J A B Y L G J A N I J A P A N S K R I T Æ K N I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.