Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.03.1988, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 Minning: Jón Unnsteinn Guðmundsson Fæddur 7. september 1931 Dáinn 17. mars 1988 „Þá er drauma þrotin stund, þá er sjónarhringur fagur, þá skal kasta þungum blund, þá er runninn mikill dagur“ (Sigurður Breiðflörð) Þessi vísa úr gömlu afmælis- dagabókinni, sem amma átti og stendur fyrir afmælisdag Unnsteins á vel við þau skyndilegu umskipti, þegar fögrum sjónarhring í lífí hans er lokið hér á jörðu, þá er runninn mikill dagur. Það voru mikil sorgartíðindi þeg- ar orðið sterka hljómaði að Unn- steinn elskulegur móðurbróðir minn væri dáinn, hann sem var svo sér- staklega lifandi og sístarfandi. Hugsanir og margar myndir renna hjá og hinar sígildu spumingar leita á hugann sem engin skýr svör gef- ur. Annars vegar spytjum við hvers vegna fólk í fullum blóma hverfur fyrirvaralaust af sjónarsviðinu og hins vegar veltum við fyrir okkur þeim skörpu skilum sem skilja að landamæri lífs og dauða. Okkur mönnunum hefur ekki gefist að vita hvemig nýi sjönarhringurinn muni líta út við tímamótin. En við sem trúum á eilíft líf eins og Kristur boðaði okkur trúum að við taki æðra og meira líf, eitthvað fram- hald í mikilli framrás. Við sem þekktum Unnstein finn- um sárlega fyrir sorginni og sökn- uðurinn er mikill að sjá á bak þess- um góða og dagfarsprúða manni. En það sem styrkir og huggar er öll hans fagra minning, sem fyrst og síðast verður minnst með fram- göngu hans í íífinu, þeirri miklu gíeði og hamingju sem hann bar ávallt með sér og leyfði öðrum að njóta. Unnsteinn var fyrir margt mjög sérstakur maður. Fyrir það fyrsta hafði hann eðlislæga hreina lund sem hann ræktaði alla tíð með sér og lét aldrei haggast. Hann var hrein fyrirmynd háleitra hug- myndakenninga eins og fom-grísku heimspekingamir boðuðu og síðan Kristur að maðurinnn skyldi halda t Systir mín og mágkona okkar, HELGA HÓLMFRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR, áður Skólavörðustíg 28, lést í Borgarspítalanum 20. mars. Útförin hefur farið fram. Jónína Ásgeirsdóttir, Knud Kaaber, Sverrir Þórðarson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG SIGMARSDÓTTIR, Furulundi 3C, Akureyri, er lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. mars verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu látni líknarstofnanir njóta þess. Ragnar Malmquist, Sigurður Malmquist, Ólöf Magnúsdóttir, Selma Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, bóndi á Brekku, Ingjaldssandi, lést á Landspítalanum þann 28. mars. Árelia Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn, og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóöir, GRÓA EINARSDÓTTIR frá Mykjunesi, sem lést á Vífilsstööum fimmtudaginn 24. mars, verður jarðsett frá nýju kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 6. apríl kl. 13.30. Magnús Guðmundsson, Kristrún Guðjónsdóttir, Steinn Guðmundsson, Svava Daníelsdóttir, Kristfn Guðmundsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð, hjálp og vináttu við andlát og útför, HILMARS ÁRNASONAR, Hofi, Skagaströnd, Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður Magnúsdóttir, Eiður Hilmarsson, Ingunn Hilmarsdóttir, Árný Hilmarsdóttir og aðrir ástvinir. stóískri ró á hveiju sem gengi og leita ávallt að sálaijafnvægi. Þann- ig lífi lifði hann. Hann var líka sér- stakur gæfumaður og naut margra lystisemda lífsins. Unnsteinn giftist merkri og góðri konu, sem hlaut einnig í vöggugjöf skapstillingu í ríkum mæli. Unnsteinn og Ella urðu eitt og alltaf beggja getið í sömu andránni af okkur í fjölskyldunni. Þau rækt- uðu saman líf sitt svo eftirtekt hef- ur vakið. Þó þau væru ólík um sumt voru þau samtaka og klæddu vel hvort annað. í byijun búskapar síns urðu þau fyrir þeirri sorg að missa sitt fýrsta bam, en þá sem alltaf síðan stóðu þau saman og urðu sannkallaðir lífsins ræktendur. Þau eignuðust 10 yndisleg og mann- vænleg böm og bjuggu þeim fagurt heimili, heimili sem þau stóðu þétt saman við að byggja og stækka með elju eftir því sem bömin urðu fleiri. Allra fyrst bjuggu þau í einu herbergi með aðgangi að eldhúsi en ekki liðu mörg ár þar til þau vom búin að eignast húsið sitt í Breiðási 5, sem þau hafa stækkað og bætt eftir því sem árin hafa lið- ið. Nú hafa bæst í stóra barnahóp- inn 7 bamaböm. Eg var barn í foreldrahúsum, þegar Unnsteinn var enn ógiftur og dvaldi hann heima um tíma. Hann var alltaf kátur og síhlæjandi og sagði glettnar og fjörlegar sög- ur, þá lifnaði allt af léttleika og hláturinn var stundum svo mikill að við systkinin urðum máttlaus af hlátri. Og þannig urðu samveru- stundirnar alla tíð. Hann sagði svo skemmtilega frá og átti svó mörg sniðug orð. Eftir að Unnsteinn giftist Ellu sinni, sem varð góð vinkona mín sótti ég mjög að koma á heimili þeirra ásamt systkinum mínum og gjaman með vinina með okkur. Það var svo gaman að koma til þeirra, svo margt skemmtilegt að gerast hjá þeim. Alltaf var tekið vel á móti mér og talað við mig eins og ég væri fullorðin, þó ég væri enn bam að aldri. Það var pláss fyrir alla sem komu og hændust að þeim, þrátt fyrir þrengslin fyrstu búskap- arárin í litlu íbúðinni á Njálsgötu 60 og fyrstu börnin þeirra að koma í heiminn, það var svo gaman að sjá litlu frændsystkinin mín og fylgjast með móðurumhyggju Ellu fyrir þeim. Hún innlifði sig í móður- hlutverkið og útlistaði svo vel per- sónueinkennin sem hún sá í hveiju þeirra nýfæddu. Hvert þeirra fékk sinn sérstaka sess hjá þessari miklu móður. Um það leyti sem Unnsteinn og Ella fluttu í Garðabæ árið 1962 flutti ég með foreldmm mínum á Selfoss. Þá fækkaði samverustund- unum, en það hefur aldrei skipt máli fyrir stóifyölskylduna okkar þótt við sjáumst ekki í langan tíma. Við finnum ævinlega fyrir nálægð- inni, þar sem fjölskyldu- og vina- böndin eru svo sterk. Þannig er tíminn afstæður fyrir okkur. Eftir að ég flutti aftur til Reykjavíkur fyrir um 15 árum hef- ur Unnsteinn unnið mörg og stór verk í pípulögnum fyrir okkur Sigga. Það var frábært að fylgjast með snilli hans og sjá hvernig hann fékk ráðið úr ótrúlega flóknum verkum með ráðsnilld og þolin- mæði. Hann vann bæði fljótt og vel og oft við erfiðar aðstæður án asa og fums, og þó glaðværðin væri ævinlega í fyrirrúmi tók hann lífið af alvöru og ábyrgð. Unnsteinn átti ekki margar tóm- stundir. Hann vann gjaman á kvöldin og um helgar. Bæði var það að fyrir stórri fjölskyldu var að sjá Fædd 22. júlí 1891 Dáin 12. mars 1988 Kristín Teitsdóttir húsfreyja á Móum, Kjalamesi, kona Guðmund- ar Guðmundssonar skipstjóra og síðar bónda þar, er látin eftir langa og gæfuríka ævi, 97 ára að aldri. Kristín var fædd 22.7. 1891 að Meiðastöðum I Garði og átti hún fjórar systur og einn bróður. Okkur hjónin langar að senda nokkur þakkarorð að leiðarlokum fyrir sérlega ánægjuleg kynni af Kristínu. Þegar Kristín var hús- freyja á Móum, nutum við og dætur okkar sem böm gestrisni hennar í ríkum mæli sem er þeim síðan ávallt minnisstæð og þær stórkost- legu veitingar sem fram vom born- ar. Kristín var einstakt snyrti- menni, glæsileg kona, glaðleg og viðræðugóð. Mér (Jóhanni) er í fersku minni hvemig ég kynntist Kristínu fyrst sem ungur drengur. í Þingholts- stræti 27 var lesstofa sem húsmæð- ur ráku, en þar var hægt að fá að og að hann var mjög viljugur og bóngóður. Oft var kallað fyrirvara- laust, þegar upp komu bilanir, þá var hann ávallt reiðubúinn að laga og bæta vandræði. Nú síðustu árin eftir að elstu bömin hafa flust að heiman og stofnað sín eigin heimili fór Ella út á vinnumarkaðinn til að létta á heimilisrekstrinum. Við það sköpuðust smá tómstundir hjá Unn- steini og með hvatningu Ellu dreif hann sig í þjóðdansana og gömlu- dansana og tók danssveiflur sem veittu honum yndi og ánægju, enda alla tíð unnað tónlist og dansi. Unnsteinn kenndi Sirrý systur að dansa í stofunni heima í gamla daga, sem hún síðan kenndi okkur systkinunum og höfum við notið þess alla tíð. Einnig gaf Unnsteinn sér tímá til að líta inn hjá gömlum vinum og hélt tryggð við gamla sveitunga og skólasystkin sín. Hann var maður algjörlega æðmlaus og kvartaði aldrei né nokkum tíma að ég heyrði hánn hallmæla neinum. Hann var einn af bestu sonum þessa lands. Eigi hann þökk fyrir allt og allt. Lífsmáta Unnsteins er vel lýst með heilræðavísunni góðu: Vertu dyggur trúr og tryggur tungu geymdu þína. Við engan styggur né í orðum hryggur athuga ræðu mína. Hallgrímur Pétursson Elsku Ella, með bestu kveðjum frá íjölskyldu minni sendum við þér, bömum, tengdabömum og bamabömum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að gefa ykkur huggun. Ólöf S. Guðmundsdóttir lesa bækur á staðnum. Kristín var ein af þessum fómfúsu konum sem litu eftir og afgreiddu bækur. Vor- um við, ég og eldri bróðir minn, alltaf spenntir að vita hvort „góða konan“ myndi afgreiða okkur, eins og við kölluðum hana. Síðar kynnt- ist ég syni hennar Guðmundi, þá hófust kynni mín af Kristínu ásamt heimsóknum að Móum eins og áður sagði. Kristín og Guðmundur maður hennar bjuggu stórbúi á Móum meðan heilsa og kraftar entust. Síðar byggðu þau sér minna hús skammt frá eldra húsinu, en þegar aldurinn færðist yfir hættu þau hjónin búskap. Þá tóku sonur þeirra Teitur og Unnur kona hans við búskapnum sem þau ráku með sama myndarbragnum og Kristín og Guðmundur höfðu gert. Síðustu æviár sín bjó Kristín í Reykjavík og andaðist á Hrafnistu þar sem hún bjó síðustu árin. Að síðustu viljum við hjónin þakka húsfreyjunni að Móum sam- fylgdina og börnum hennar fjórum, sem öll lifa móður sína, fyrir órofa tryggð og vináttu gegnum árin og vottum við þeim okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hennar. Margrét oer Jóhann Macmússon t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU KRISTÍNAR KJARTANSDÓTTUR frá Kaldrananesi, Hringbraut 81, Keflavfk, Kristin Kristvinsdóttir, Ingibjörg Kristvinsdóttir, Guðbrandur Kristvinsson, Drifa Helgadóttir og barnabörn. t Við sendum öllum þeim sem sýndu hlýhug og vináttu í veikindum og við andlát og útför, ÁSTRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Torfalæk, hugheilar kveðjur og þakkir. Torfi Jónsson, Jóhannes Torfason, Elín Sigurlaug Sigurðardóttir, Jón Torfason, Sigriður Kristinsdóttir og barnabörn. Minning: Kristín Teitsdóttir húsfreyja - Móum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.