Morgunblaðið - 30.03.1988, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988
SÖGULEG LOKABARÁTTA:
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Sjö víta-
köst varin
- og spenn-
andi Hafnar-
fjarðar-
slagur
Sigmundur Ú.
Steinarsson
tóksaman
LOKABARATTAN 1971 hófst í
Laugardalshöllinni 17. febrúar,
þegar 3.600 áhorfendur sáu
Ólaf Benediktsson, markvörð
og „Mulningsvél" Valsmanna
fara á kostum í leik gegn FH.
Stemmningin var geysileg í
Laugardalshöllinni, sem var
þétt setin. Ólafur Benediktsson,
sem var ný byrjaður að leika í
marki Valsmanna,
varði hreint ótrúlega
í leiknum — mörg
skot FH-inga, sem
virtust vera úr
dauðafæri. Valsmenn lögðu FH-
inga, 21:15, eftir að hafa haft yfir,
21:11, þegar sex mín. voru til leiks-
loka.
Með þessum sigri stóðu Valsmenn
með pálmann í höndunum. Þeir
skutust Upp fyrir FH-inga, þegar
tvær umferðir voru eftir. Valsmenn
voru þá með 14. stig, en FH 13.
Þeir áttu eftir að leika gegn botnlið-
unum ÍR og Víkingi, þannig að
menn töldu að mcistaratitilinn væri
í öruggri höfn hjá Val. „Fyrir Val
var allt eins og ljúfur draumur,“
sagði eitt blaðanna í fyrirsögn, eft-
ir leik Vals og FH. Draumurinn
stóð ekki lengi yfir, því að Vals-
menn áttu eftir að vakna upp við
martröð.
mann Gunnarsson reyndi fyrst,
síðan Jón H. Karlsson, Bergur
Guðnason, Ólafur H. Jónsson, Berg-
ur Guðnason, aftur, og Stefán
Gunnarsson. Þegar Valsmenn
fengu sjöunda vítakastið, litu leik-
menn Vals á hvem annan - það
var greinilegt að enginn vildi taka
vítakastið. Hermann Gunnarsson
gekk þá fram. Ekki tókst honum
að skora og ÍR-ingar voru búnir
að ná sjö marka forskoti, 16:9.
Valsmenn voru hvorki fugl né fisk-
ur í leiknum - þeir brotnuðu ótrú-
lega fljótt, voru spenntir og taugaó-
styrkir. Þefurinn af meistaratitlin-
um langþráða, var þrúgandi.
FH-ingar fengu þá möguleika á að
komast yfir Val, með því að leggja
Hauka að velli, sem menn töldu að
væri auðveldur leikur fyrir FH.
Heppnin var með FH-ingum
FH-ingar náðu ekki að skjótast upp
fyrir Valsmenn. Þeir voru heppnir
að gera jafntefli, 18:18. „Að vísu
mun það ekki hafa verið tekið fyrir
í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hver
úrslit leikur FH og Hauka skyldi
fá, - en áreiðanlega hafa Haukar
brotið gegn miklum meirihluta
Geir Hallsteinsson sést hér stökkva ypp fyrir framan Valsvömina og senda
knöttinn fram hjá Ágústi Ögmundssyni og Bergi Guðnasyni. Stefán Gunnars-
son gerir árungurslausa tilraun til að stöðva Geir, sem skoraði. Gils Stefánsson
blokkerar fyrir Geir. Jón Ágústsson er með Kristján Stefánsson í gæslu á línunni.
bæjarbúa, þegar þeir stilltu „stóra
bróður" upp við vegg, — og gáfu
honum síðan af lítillæti sínu annað
stigið í viðureigninni. Það var eins
og þessi gjöf væri til að sýna FH,
að í raun og veru vildu þeir gjarnan
að FH gæti eftir sem áður orðið
íslandsmeistari - bara að þeir færu
ekki með sigur úr þessari viður-
eign,“ mátti lesa í einu blaði eftir
leik Hauka og FH, sem var æsi-
spennandi.
Þegar þrjár mín. voru til leiksloka
var staðan, 18:15, fyrir Hauka.
Ólafur Einarsson og Geir Hall-
steinsson minnkuðu þá mundinn í,
18:17. og var þá 1:41 mín. eftir.
Undir lokin misstu Haukar knöttinn
klaufalega frá sér. Jónas Magnús-
son fór fram í hraðupphlaup. Þegar
aðeins þrjár sek. voru eftir stökk
hann inn í vítateig, en Haukar brutu
á honum. FH-ingar fengu vítakast.
Leiktíminn var úti. Spennan var
geysileg. Gamla kempan Birgir
Bjömsson gekk að vítapunktinum
- sendi knöttinn fram hjá Pétri
Jóakimssyni, markverði Hauka.
FH-ingar fögnuðu geysilega. Þeir
voru áfram með í baráttunni.
Sama kvöld unnu Valsmenn örugg-
an sigur, 24:17, yfir Víkingum.
Valur var þá með 16 stig að loknum
leikjum sínum í 1. deild. FH-ingar
Spennan
í hámarki
Sögulegasta lokabarátta um ís-
landsmeistaratitilinn í handknatt-
leik var háð 1971, þegar „Muln-
ingsvél" Vals, með Olaf Bene-
diktsson (Óli-ver) í markinu, og
hið léttleikandi og hugmyndaríka
FH-lið, með stórskyttuna Geir
Hallsteinsson, börðust um meist-
aratitilinn. Húsfylli var í Laugar-
dalshöllinni hvert kvöld og spenn-
an í hámarki. Við rifjum þessa
sögulegu baráttu upp hér i opn-
unni.
Valur og FH eru enn að beijast
og þar er margt líkt með
baráttunni nú og 1971. Valsliðið
er með geysilega sterka vöm og
landsliðsmarkvörðinn Einar Þor-
varðarson, en FH-liðið, eins og
oft áður, hugmyndaríkt og létt-
leikandi - sóknarlið.
Markvörður IR varði sjö vita-
köst Valsmanna
Á annað þús. áhorfendur sáu Vals-
menn tapa stórt, 15:24, fyrir ÍR-
ingum í Laugardalshöllinni. Mark-
vörður IR-inga, Guðmundur Gunn-
arsson, var sem töframaður og
varði sjö vítaköst f leiknum. ÍR-
ingar björguðu sér þar með frá
falli, en menn spurðu þá: „Er
Mulnigsvélin að hrinja?" Það var
sama hvernig eða hvaða Valsmaður
reyndi að skora úr vítakasti hjá
Guðmundi - það tókst ekki. Her-
Átök um
bikarinn
Fyrirliðar FH og Vals, Þorgils Ottar
Mathiesen og Geir Sveinsson, beijast
um Islandsmeistarabikarinn i hand-
knattieik í Valshúsinu í dag kl. 16.
Það má fastlega reikna með því að
barátta þeirra verði geysilega hröð
og spennandi, enda mikið í húfi. Hér
á myndinni sjást þessir kunnu lands-
liðsmenn með Islandsbikarinn á milli
Morgunblaöið/RAX