Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 30.03.1988, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. MARZ 1988 SÖGULEG LOKABARÁTTA: HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Sjö víta- köst varin - og spenn- andi Hafnar- fjarðar- slagur Sigmundur Ú. Steinarsson tóksaman LOKABARATTAN 1971 hófst í Laugardalshöllinni 17. febrúar, þegar 3.600 áhorfendur sáu Ólaf Benediktsson, markvörð og „Mulningsvél" Valsmanna fara á kostum í leik gegn FH. Stemmningin var geysileg í Laugardalshöllinni, sem var þétt setin. Ólafur Benediktsson, sem var ný byrjaður að leika í marki Valsmanna, varði hreint ótrúlega í leiknum — mörg skot FH-inga, sem virtust vera úr dauðafæri. Valsmenn lögðu FH- inga, 21:15, eftir að hafa haft yfir, 21:11, þegar sex mín. voru til leiks- loka. Með þessum sigri stóðu Valsmenn með pálmann í höndunum. Þeir skutust Upp fyrir FH-inga, þegar tvær umferðir voru eftir. Valsmenn voru þá með 14. stig, en FH 13. Þeir áttu eftir að leika gegn botnlið- unum ÍR og Víkingi, þannig að menn töldu að mcistaratitilinn væri í öruggri höfn hjá Val. „Fyrir Val var allt eins og ljúfur draumur,“ sagði eitt blaðanna í fyrirsögn, eft- ir leik Vals og FH. Draumurinn stóð ekki lengi yfir, því að Vals- menn áttu eftir að vakna upp við martröð. mann Gunnarsson reyndi fyrst, síðan Jón H. Karlsson, Bergur Guðnason, Ólafur H. Jónsson, Berg- ur Guðnason, aftur, og Stefán Gunnarsson. Þegar Valsmenn fengu sjöunda vítakastið, litu leik- menn Vals á hvem annan - það var greinilegt að enginn vildi taka vítakastið. Hermann Gunnarsson gekk þá fram. Ekki tókst honum að skora og ÍR-ingar voru búnir að ná sjö marka forskoti, 16:9. Valsmenn voru hvorki fugl né fisk- ur í leiknum - þeir brotnuðu ótrú- lega fljótt, voru spenntir og taugaó- styrkir. Þefurinn af meistaratitlin- um langþráða, var þrúgandi. FH-ingar fengu þá möguleika á að komast yfir Val, með því að leggja Hauka að velli, sem menn töldu að væri auðveldur leikur fyrir FH. Heppnin var með FH-ingum FH-ingar náðu ekki að skjótast upp fyrir Valsmenn. Þeir voru heppnir að gera jafntefli, 18:18. „Að vísu mun það ekki hafa verið tekið fyrir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hver úrslit leikur FH og Hauka skyldi fá, - en áreiðanlega hafa Haukar brotið gegn miklum meirihluta Geir Hallsteinsson sést hér stökkva ypp fyrir framan Valsvömina og senda knöttinn fram hjá Ágústi Ögmundssyni og Bergi Guðnasyni. Stefán Gunnars- son gerir árungurslausa tilraun til að stöðva Geir, sem skoraði. Gils Stefánsson blokkerar fyrir Geir. Jón Ágústsson er með Kristján Stefánsson í gæslu á línunni. bæjarbúa, þegar þeir stilltu „stóra bróður" upp við vegg, — og gáfu honum síðan af lítillæti sínu annað stigið í viðureigninni. Það var eins og þessi gjöf væri til að sýna FH, að í raun og veru vildu þeir gjarnan að FH gæti eftir sem áður orðið íslandsmeistari - bara að þeir færu ekki með sigur úr þessari viður- eign,“ mátti lesa í einu blaði eftir leik Hauka og FH, sem var æsi- spennandi. Þegar þrjár mín. voru til leiksloka var staðan, 18:15, fyrir Hauka. Ólafur Einarsson og Geir Hall- steinsson minnkuðu þá mundinn í, 18:17. og var þá 1:41 mín. eftir. Undir lokin misstu Haukar knöttinn klaufalega frá sér. Jónas Magnús- son fór fram í hraðupphlaup. Þegar aðeins þrjár sek. voru eftir stökk hann inn í vítateig, en Haukar brutu á honum. FH-ingar fengu vítakast. Leiktíminn var úti. Spennan var geysileg. Gamla kempan Birgir Bjömsson gekk að vítapunktinum - sendi knöttinn fram hjá Pétri Jóakimssyni, markverði Hauka. FH-ingar fögnuðu geysilega. Þeir voru áfram með í baráttunni. Sama kvöld unnu Valsmenn örugg- an sigur, 24:17, yfir Víkingum. Valur var þá með 16 stig að loknum leikjum sínum í 1. deild. FH-ingar Spennan í hámarki Sögulegasta lokabarátta um ís- landsmeistaratitilinn í handknatt- leik var háð 1971, þegar „Muln- ingsvél" Vals, með Olaf Bene- diktsson (Óli-ver) í markinu, og hið léttleikandi og hugmyndaríka FH-lið, með stórskyttuna Geir Hallsteinsson, börðust um meist- aratitilinn. Húsfylli var í Laugar- dalshöllinni hvert kvöld og spenn- an í hámarki. Við rifjum þessa sögulegu baráttu upp hér i opn- unni. Valur og FH eru enn að beijast og þar er margt líkt með baráttunni nú og 1971. Valsliðið er með geysilega sterka vöm og landsliðsmarkvörðinn Einar Þor- varðarson, en FH-liðið, eins og oft áður, hugmyndaríkt og létt- leikandi - sóknarlið. Markvörður IR varði sjö vita- köst Valsmanna Á annað þús. áhorfendur sáu Vals- menn tapa stórt, 15:24, fyrir ÍR- ingum í Laugardalshöllinni. Mark- vörður IR-inga, Guðmundur Gunn- arsson, var sem töframaður og varði sjö vítaköst f leiknum. ÍR- ingar björguðu sér þar með frá falli, en menn spurðu þá: „Er Mulnigsvélin að hrinja?" Það var sama hvernig eða hvaða Valsmaður reyndi að skora úr vítakasti hjá Guðmundi - það tókst ekki. Her- Átök um bikarinn Fyrirliðar FH og Vals, Þorgils Ottar Mathiesen og Geir Sveinsson, beijast um Islandsmeistarabikarinn i hand- knattieik í Valshúsinu í dag kl. 16. Það má fastlega reikna með því að barátta þeirra verði geysilega hröð og spennandi, enda mikið í húfi. Hér á myndinni sjást þessir kunnu lands- liðsmenn með Islandsbikarinn á milli Morgunblaöið/RAX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.