Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
5
Verkfallboð-
að hjá ÍSAL
TÆPLEGA fimm hundruð
starfsmenn álversins í
Straumsvík hafa boðað verkfall
frá og með laugardeginum 7.
maí næstkomandi. Viðræður
hafa staðið yfir að undanförnu
án árangurs og að sögn deiluað-
ila ber mikið á milli. Samningur
ÍSAL við tíu verkalýðsfélög
starfsmanna rann út 1. mars
síðastliðinn. Deilan fer nú til
ríkissáttasemjara og er búist við
að hann boði til fundar fljótlega
í næstu viku.
Ólafsfjörður:
Staða fógeta
auglýst
STAÐA bæjarfógeta á Ólafsfirði
hefur verið auglýst laus til um-
sóknar.
Barði Þórhallsson, bæjarfógeti,
hefur sagt starfí sínu lausu og
hyggst snúa sér að öðrum verkefn-
um. Dómsmálaráðuneytið hefur því
auglýst stöðuna og rennur umsókn-
arfrestur út þann 15. maí. Staðan
er veitt frá 1. júll næstkomandi.
Sigurður T. Sigurðsson, formað-
ur verkamannafélagsins Hlífar í
Hafnarfírði, sagði að trúnaðar-
mannaráð félaganna tíu hefðu
heimilað verkfallsboðun, þar sem
svo mikið bæri á milli aðila að önn-
ur úrræði væru ekki fyrir hendi.
Hann sagði að aðalkrafa félaganna
væri að við samningagerðina væri
höfð hliðsjón af því launaskriði sem
hefði orðið á almennum vinnumark-
aði frá því síðustu samningar voru
gerðir.
Jakob R. Möller, starfsmanna-
stjóri ÍSAL, sagði að deilan væri
mjög erfið og mikið bæri á milli
aðila, þó ÍSAL hefði boðið starfs-
mönnum sínum kjarasamning, sem
væri fyllilega sambærilegur við það
sem samið hefði verið um í þjóð-
félaginu að undanfömu.
Samkvæmt ákvæðum í kjara-
samningum ÍSAL er veittur 14 daga
frestur eftir að verkfall tekur gildi
til þess að undirbúa verksmiðjuna
fyrir lokun, svo tjón á framleiðslu-
tækjum verði sem minnst. Fram-
leiðsla í álverinu mun því ekki að
fullu stöðvast fyrr en 21. maí, hafí
samningar ekki tekist fyrir þann
tíma. Jakob sagði að þrátt fyrir það
yrði verulegt tjón á framleiðslu-
tækjum, ef til stöðvunar kæmi, auk
þess sem það tæki langan tíma að
koma framleiðslunni í gang aftur.
Fækkað hjá Álafossi á Akureyri:
40 manns sagt
uppfrál.maí
ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja
niður kvöldvaktir við saumaskap
hjá Álafossi hf. á Akureyri og í
framhaldi af því verður þeim 30
starfsmönnum, sem unnið hafa á
vaktinni, sagt upp störfum frá
1. mai. Á móti er þessum hópi
boðin vinna á dagvakt, en ekki
er vitað hve margir munu þiggja
hana. Að auki verður fækkað um
tíu störf til viðbótar í öðrum
deildum og eru þar á meðal verk-
stjórar, sölumenn, skrifstofufólk
og starfsmenn í viðhaldi.
í frétt frá Álafoss segir:
„Ástæðan fyrir uppsögnunum er
endurskipulagning og hagræðing í
rekstri fyrirtækisins. Þessar að-
gerðir eru óhjákvæmilegar vegna
alvarlegs efnahagsástands í þjóð-
félaginu, sem dregið hefur úr sam-
keppnishæfni íslenskra ullarvara á
erlendum mörkuðum. Allt frá því
að ullariðnaður Sambandsins og
gamli Álafoss voru sameinaðir í
eitt fyrirtæki í desember sl. hefur
verið unnið að því markvisst að
draga úr fastakostnaði, auka fram-
leiðni og bæta samkeppnishæfni
framleiðslunnar. Við samrunann
voru starfsmenn fyrirtækisins 680
en var fækkað um 160 strax í upp-
hafí. Eins og fyrr segir er ekki vit-
að hve margir þeirra sem nú er
sagt upp af kvöldvaktinni, vilja
vinna áfram við dagvaktina.
Samkvæmt framtíðarskipulagi er
gert ráð fyrir að starfsmenn Ala-
foss á Akureyri, í Mosfellssveit og
Hveragerði verði milli 450 og 520
talsins.
Þingholtin:
Loftnet brot-
in af bílum
LOFTNET voru brotin af rúm-
lega tuttugu bifreiðum í Þing-
holtunum í Reykjavík í fyrri-
nótt. Ekki hefur uppgötvast
hveijir voru þar að verki.
Lögreglunni í Reykjavík var til-
kynnt kl. rúmlega 8 í gærmorgun
að loftnet hefðu verið brotin af
rúmum tug bifreiða, sem stóð um
nóttina við Bjargarstíg. Um einni
stundu síðar tilkynntu íbúar við
Njálsgötu að slíkt hið sama hefði
verið gert við tíu bifreiðar þar.
Ekki er vitað hvetjir gerðu sér
þessi skemmdarverk að leik.
Vextir af orlofs-
fe verða21,5%
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hef-
ur ákveðið vexti af orlofsfé, sem
Póstgíróstofunni ber að greiða
fyrir orlofsárið 1. maí 1987 til
30. apríl 1988. Vextir þessir
verða 21,5% af orlofsfé sem fell-
ur til greiðslu eftir 1. maí næst-
komandi.
Þetta verður í síðasta sinn sem
orlofsfé verður greitt út sérstaklega
með þessum hætti. En samkvæmt
lögum nr. 30/1987, sem taka gildi
1. maí næstkomandi, verður allt
orlof, sem Iaunþegar vinna sér inn
eftir 1. maí 1988, greitt með kaup-
tryggðum orlofslaunum beint frá
launagreiðanda eða af sérstökum
orlofsreikningum í bönkum og
sparisjóðum.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Kristján Þórarinsson, Heiða Kristín Viðarsdóttir og Hafdís Kristjánsdóttir á Keflavíkurflugvelli í
gærmorgun. Þau voru einu farþegarnir sem komust með Kaupmannahafnarfluginu vegna verk-
falls Verslunarmanna Suðurnesja.
6 ára stúlka á leið í hjartaaðgerð til Lundúna:
Verkfallsverðirnir klöpp-
uðu þegar við fórum í gegn
Keflavfk.
„UNDANÞÁGAN var auðfengin
hjá Verslunarmannafélagi Suð-
urnesja og verkfallsverðirnir
klöppuðu fyrir okkur þegar að
við fórum í gegn,“ sagði Kristján
Þórarinsson sem var á leið með
6 ára dóttur dóttir sína, Heiðu
Kristínu Viðarsdóttur til hjarta-
aðgerðar til Lundúna i gær-
morgun. Móðir Heiðu Kristínu,
Hafdis Kristjánsdóttir var einn-
ig með í ferðinni, en þær mæðg-
ur voru að koma frá Ólafsfirði
þar sem þær eru búsettar.
Hafdís sagði að Heiða Kristín
hefði meðfæddan hjartagalla sem
þyrfti að laga og hún ætti að vera
mætt á sjúkrahúsið á mánudag.
Því hefði verið ákaflega mikilvægt
fyrir þau að komast út á réttum
tíma, því að öðrum kosti hefði hún
þurft að bíða í 4 til 6 mánuði til
að komast að aftur. „Það er erfítt
að vera einn og ókunnugur á er-
lendri grund og ekki síst f stórborg
eins og London og því fékk ég föð-
ur minn til að vera okkur til halds
ogtrausts f ferðinni," sagði Hafdfs.
Kristján sagði að þau yrðu fyrst
að fljúga til Kaupmannahafnar og
þaðan til Lundúna. Heiða Kristín
ætti að vera mætt á Harley Street
Clinic sjúkrahúsið á mánudags-
morgun og hún yrði að liggja viku
til tíu daga á sjúkrahúsinu eftir
aðgerðina. Þau væru bjartsýn á að
allt gengi að óskum og Heiða fengi
bót meina sinna. Heiða Kristín vildi
lítið til málanna leggja, en sagðist
ekkert hafa á móti myndatöku.
- BB
Sumarátakið okkar felst í alhliða líkamsþjálfun.
Áhersla er lögð á þol og styrkjandi æfingar fyrir
maga, rass og læri.
Námskeiðið felst í göngu eða skokki ásamt
líkamsæfingum fyrir ákveðinn vöðvahóp annan-
hvom dag. Hinn daginn er alhliða lcikfimi þar sem
allir vöðvar fá að vinna duglega.
Sumarátakið okkar felur einnig í scr vigtun, fitu-
mælingu og þolmælingu ásamt ráðleggingum um
megrun og næringu, undir handleiðslu fagfólks.
Hver þátttakandi getur verið viss um að fá gott
aðhald.
Sumarátakið stendur yfir í 5 vikur, 4 sinnum í
viku og er hver tími um 75 mínútur.
Nú er taekifærið fyrir þá sem vilja komast í
gott form fyrir sumarfríið. Og verðið er
aðeins kr. 4.480 fyrir 5 vikur.
Einnig em í boði 18 önnur námskeið allt frá
leikfimi fyrir barnshafandi konur undir stjóm
íþróttafræðings, til þolleikfimi fyrir lengra komna.
Árangursrík lcikfími undir hljómfalli góðrar tón-
listar. 5 vikur, allt að 3 x pr. viku kr. 2.300 Við
minnum á að innifalið í verði er fitumæling, þrek-
próf og aðgangur að vatnsgufúbaði. Tilboð: 5 tím-
ar í okkar frábæru ljósabekkjum kr. 990.
Þú ert 7 mínútur úr Breiðholtinu.
S 1 e i
HRESS
LímlSRÆKT QG ÍJÖS
BÆJARHRAUNI a IVIO KmAVkURVEONN I SÍMI 65 2212
Hjördís Magnúsd.
íþróttafræðingur
Lárus Marinósson
íþróttakennari
Anna Haraldsd.
íþróttakennari
Kristjana Hrafhkelsd.
íþróttakennari
Katrin Bjömsd
. íþroltakennari
_
SLMARATAKSNAMSKEIÐ
TAKTU A MEÐ OKKUR OG SKRAÐU ÞIG