Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 55 Atll Eðvaldsson, sem er lengst til vinstri á myndinni, kann vel við sig í Vestur-Þýskalandi, en hefur Ktið fengið að leika með Uerdingen að undanfömu og gerir ráð fyrir að skipta um félag að yfirstandandi keppnistimabili loknu. „Geri ráð fyrir að fara frá Uerdingen“ - segirAtli Eðvaldsson, sem ætlar að vera áfram íVestur-þýskalandi ítvötil þrjú árenn SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá V-Þýskalandi Eg er ekki á leiðinni alkominn heim næstu tvö til þijú árin. Auðvitað fær maður heimþrá, þegar horft er á eftir félögum sfnum eins og Alfreð Gíslasyni og Páli Ólafssyni fara heim," sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspymu í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Kona mín er hér í námi. Hún á eftir eitt og hálft ár og við förum því ekki heim fyrr en að námi henn- ar loknu,“ sagði Atli. Steinunn Guðnadóttir, eiginkona Atla, stund- ar nám í náttúrulækningum. Atli sagðist fastlega gera ráð fyrir að fara frá Uerdingen eftir þetta keppnistfmabil. „Ég er í knattspym- unni til þess að hafa gaman af henni og til þess að fá að leika. Þegar maður æfir þetta átta klukkustundir á dag flesta daga vikunnar, þá er erfítt að sitja á varamannabekknum og horfa á fé- laga sína leika um helgar," sagði Atli. Atli hefur leikið lengst íslendinga í bundesligunni í Vestur-Þýska- landi. Hann byijaði með Bomssia Dortmund 1979, en þaðan lá leið hans til Diisseldorf og síðan til Uerdingen, en með því félagi hefur hann leikið tvö undanfarin keppn- istímabil. „Það væri gaman að breyta til og leika með fjórða félag- inu áður en ég kem alkominn heim. Hvaða félag það verður mun ekki koma í ljós fyrr en næsta haust þegar nýtt keppnistímabil hefst hér í Vestur-Þýskalandi." Vestur-Þýska blaðið Bild sagði frá þvf f gær að Rolff Schafstall, þjálf- ari Uerdingen, hafí mikinn hug á að fá sænska landsliðsmarkvörðinn Thomas Ravelli til Uerdingen frá Öster. Hann sá Ravelli leika mjög vel með sænska landsliðinu gegn Wales á miðvikudaginn var. Ef Ravelli, sem er 29 ára, kemur til Uerdingen, þá em þrír útlendingr ar hjá félaginu. Atli og Robert Prytz era þar fyrir en félög í Vestur- Þýskalandi mega aðeins nota tvo útlendinga. Blaðið segir að ef Ra- velli komni þá verði Atli að fara. „Okkur hefur vantað góðan mark- vörð. Ég hef þó ekki trú á því að Uerdingen fái erlendan markvörð. Félagið þarf frekar markaskorara og ætti að fá sér slfkan mann,“ sagði Atli. HANDBOLTI / VESTUR-ÞÝSKALAND Kveður Kristján Arason með meistaratitli? Gummersbach leikur gegn, Dortmund í síðustu umferð greinilega mjög vinsæll á meðal leikmanná og bæjarbúa og þó Mart- in Dörhöfer, vinstri handair skytta frá Swabing, sem á að taka stöðu Kristjáns, sé landsliðsmaður, þá fyllir hann ekki það skarð, sem Kristján skilur eftir sig. Gummersbach teflir fram öllum sínum sterkustu leikmönnum. ErflðurMkur „Þetta verður erfíður leikur, sér-„ staklega þar sem við emm taldir ömggir sigurvegarar. Það er ekki laust við að maður sé mjög spennt- ur þó í raun sé langt í leikinn. Ef við náum að taka Peter Kovac úr umferð þá eigum við að geta unnið léttan sigur," sagði Kristján Arason í viðtali við Morgunblaðið seínt í gærkvöldi. Eftir leikinn borða leikmenn Gummersbach saman fyrir utan Gummersbach og komi þeir með meistaratitilinn með sér þá aka þeir með bikarinn í opinni bifreið inn á ráðhústorgið, þar sem borgar- stjórinn mun taka á móti leikmönn- unum. Fari allt að óskum verður því mikil sigurhátíð í þessum litla bæ. HANDBOLTI / LANDSLEIKUR GEYSILEG stemmning er þessa dagana í Gummersbach, 40 þúsund manna bœ fyrir austan Köln. íbúar borgarinnar undirbúa sig fyrir aö taka viö vestur-þýskalandsmeistaratitl- inum í handknattleik á morgun. Rúmlega 4.000 fbúar fara þá til Dortmund, þar sem Kristján Arason og félagar hans hjá Gummersbach leika sinn síðasta leik á tímabilinu f bun- desligunni. Svo virðist að það sé formsat- riði fyrir Gummersbach að ljúka leiknum. Liðið er efst í deild- inni en Dortmund þegar fallið. Leik- urinn á eftir að verða eftirminnileg- ur fyrir Kristján Arason, því þetta er kveðjuleikur hans og hver getur hugsað sér betri endalok en meistaratitil? Gremja Leikmenn Gummersbach em sárir yfír því að forráðamenn félagsins hafa ákveðið að láta Kristján fara og hefur það berlega komið fram í viðtölum síðustu daga. Kristján er SigmundurÓ. Steinarsson skrifarfrá V-Þýskalandi Pyrsti leikurinn íJapanídag Islenska landsliðið f handknattleik leikur vináttuleik við það jap- anska í ólympfuhöllinni í Tókýó f dag. Liðin leika þijá landsleiki í tengslum við mikla Frá íþróttahátfð, sem Júlíusi sett var í gær. Þorg- Sigurjónssyni jjs óttar Mathiesen, uapan fyrirliðið landsliðs- ins, var einn þeirra, sem klippti á borðann, er sýningin var sett. Liðið æfði í gær og var greinilegt að beina flugið frá London, sem tók tæplega tólf klukkustundir, sat f mönnum og eins hafði tímamismun- urinn sín áhrif. Atli Hilmarsson var með flensu, þegar farið var frá ís- landi, en hann er óðum að ná sér og leikur sennilega með í dag. KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR KNATTSPYRNA Rúnar Kristinsson í byrjunarliðinu Rúnar Kristinsson, miðvallar- leikmaður í KR, verður í byij- unarliði íslands í dag gegn Austur- Þjóðveijum í undankeppni Ólympíu- leikanna í knattspymu. Rúnar leik- ur sinn þriðja a-landsleik í dag. Hann kom inná sem varamaður á miðvikudagskvöldið gegn Hollend- ingum og eins gegn Sovétmönnum í október sem leið, en er nú í byijun- arliðinu í fyrsta sinn. Lið íslands í dag verður skipað sömu leikmönnum oggegn Hollend- ingum nema hvað Rúnar kemur í stað Guðmundar Torfasonar; Hall- dór Áskelsson tekur stöðu Guð- mundar í fremstu víglínu, en Rúnar verður á miðjunni. Leikurinn, sem hefst klukkan 13 að;íslenskum, tfma, ;vorður sýndur beint í íslenska sjónvarpinu. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Rúnar Kristlnsson kemur inná f sfnum fyrsta a-landsleik; gegn Sov- étríkjunum í Simferopol sl. október. Steinar Adolfsson með Cehic til Japan? STEINARI Adolfssyni, ung- lingalandsliðsmanni íVal, stendur til boða að fara með unglingaliði Skotlands- meistara Celtic á sterkt mót í Tókýó íJapanf janúará nœsta ári. Celtic bauð Valsmönnunum Steinari og Einari Páli Tómassyni að æfa með félaginu í vor, en þegar þeir fóm til Skot- lands var unglingaliðið á leið í mjög sterkt átta liða mót í Sviss. Steinar fór með liðinu, var með f fyrsta leik, er Celtic vann ftalska liðið Bellinzona 1:0, en meiddist í næsta leik, sem var gegn Kaiserslaptem og tapaðist 1:0. Celtic vann síðan Napólí með Hugo Maradona í broddi fylkingar 2:0, en tapaði 1:0 fyr- ir Inter Mflanó í úrslitum. „Þetta mót, sem er haldið ár- lega, vakti mikla athygli og jap- önsku meistaramir, sem vom á meðal liðanna, buðu Celtic að koma með sama lið til Tókýó á næsta ári,“ sagði Steinar við Morgunblaðið í gær. „Þjálfarar Celtic vom ánægðir með það sem þeir sáu til mfn, en vilja sjá mig í fleiri leikjum. Það var góð reynsla að vera með í mótinu í Sviss og vissulega yrði gaman að fara til Japan," bætti hann við. Steinar Adolfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.