Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 50
50 8«er .líSHA ,08 ÍITJO AGH AOUA. I (JIÖAiaWJOffOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 itcB/iAnn „ Ég ■feJck. eJcki írQmlengin^arsntJru." * Ast er ... aðklóra henni á bakinu. TM Reg. U.S. Pat Off — all r»9hta raaarvad ® 1987 Los Angeles Times Syndicate Já, pabbi minn. Vinur minn er í tollinum___ Með morgnnkaftinu Nei, nei. Ekki gráta. Þú sérð ekki á bak dóttur þinnar, því við ætlum að búa hér ... þegar við erum gift! Hið sama gildir um skák og lúdó Kæri Velvakandi. Magnús Skúlason læknir skrifar í Velvakanda 13. apríl sl. lævíslega áróðursgrein fyrir Skáksamband Is- lands og getur ekki stillt sig um að senda okkur lúdóiðkendum háðs- glósur í lok bréfs síns. Allt gengur bréf hans út á það að upphefja skák- ina, setja hana á stall, hreykja henni ofar öðrum selskapsleikjum og fjár- hættuspilum. Við sem unnum lúdó erum að vísu stoltir af okkar áhuga- máli, en aldrei dytti okkur þó í hug sú ósvifni að jafna fléttum og svipt- ingum í þessum saklausa leik við klassísk snilldarverk mannsandans í myndlist og tónlist, líkt og Magnús gerir allt að því andaktugur við skák- ina sína. (Skyldu hanga skákfléttur á veggjum heima hjá honum?) Er það í fullu samræmi við línuna sem Skáksambandið hefur lagt til að verja þá svívirðu, að skákmönnum skuli í hrönnum haldið uppi á heið- urslaunum frá ríkinu, og sumir þeirra auk þess hafðir á launaskrá i ríkis- bönkum þar sem þeir hafa ekki sést árum saman, meðan flestir raun- verulegir listamenn þjóðarinnar fá að lepja dauðann úr skel og lifa á snöpum. Auðvitað er með öllu útilokað að bera saman selskapsleiki á þann hátt sm Magnús gerir í bréfi sínu. Á sama hátt mætti alveg eins fullyrða að fótbolti sé merkilegri en hand- bolti, eða kringlukast göfugra en sleggjukast. Vitaskuld er fáránlegt að halda sliku fram, þetta fer að sjálf- sögðu eftir áhugasviði hvers og eins hvað varðar dægrastyttingu. Ná- kvæmlega hið sama gildir um skák og lúdó, smekkur hlýtur að ráða. Þó er raunar auðvelt að sýna fram á hve lúdóið er að öllu leyti miklu drengilegri og umfram allt þroska- vænlegri og heilbrigðari leikur en skákin: 1. í hverri skák eru keppendur jafn- an aðeins tveir og fylgir slíku návígi einatt persónulegur fjand- skapur, agg og kíf. Dæmi: Fisc- her og Spasskíj, Jóhann og Kortsjnoj. I lúdó aftur á móti geta þátttakendur verið tveir, þrír eða Qórir, stundum jafnvel fímm. Lúdóið er því mun félagslegri leikur en skák og betur til þess fallið að móta óhörðnuð ungmenni og kenna þeim mannleg sam- skipti. Til þess hefur verið tekið hve skákmenn eru jafnan þrætu- gjamir og þverir. 2. 1 skák er tilveran svarthvít, með- an lúdóið leikur á litrófið allt í endalausum tilbrigðum: rautt, gult, grænt, blátt. Vegna litavals- ins er skákin líka fordómaskap- andi: Hvítir gegn svörtum, og vel að merkja: Hvítur er lögum sam- kvæmt æðri. Það þarf því engan að undra að þessi apartheid-leikur skuli vera langvinsælasta dægra- dvöl hvítu yfirstéttarinnar í Suð- ur-Afríku. í lúdó eru allir litar- hættir jafnir, en teningurinn ræð- ur, líkt og í lífinu sjálfu. 3. Á skákborðinu er gengið út frá stéttskiptu þjóðfélagi, oggildi ein- staklinga vegið og metið eftir því í beinhörðum tölum. Efstur er aðallinn, en múgurinn, peðin, hafður sem hlutlaust stríðshráefni sem fóma má að vild. í lúdó er alþýðan ein til staðar og allir eru jafnir. 4. Við lúdóiðkanir ríkir jafnan glað- værð og gáski sem hefur í senn mannbætandi og heilsubætandi áhrif. Eftirtektarvert er hve lúdó- iðkendur, em jafnan geðgóðir, meðan skákmenn em eftirtakan- lega geðstirðir og uppstökkir. Ætti Magnús Skúlason geðlæknir að athuga þetta vel. 5. Lúdóleiki tekur fljótt af, en kyrr- setur og þrásetur skákmanna geta orðið gífurlegar, með til- heyrandi heilbrigðisvandamálum. Hjartasjúkdómar, bakkvillar og ekki síst gyllinæð mega heita at- vinnusjúkdómar skákmanna. Varðandi gyllinæðina, nægir að benda á orðtakið „að tefla við páfann". Það er ekki tilviljun að það athæfi sem orðtakið vísar til, og afleiðingar þess, skuli hafa tengst skákiðkunum í vitund þjóð- arinnar. Jóhann Einarsson Amor er týndur Heimiliskötturinn Amor er týnd- ur. Hann er svartur með hvítan háls, hvíta bringu og loppur. Hann er saumaður á hægra afturfæti. Allar upplýsingar vel þegnar í síma 33545. Víkverji skrifar Nú þegar dagana tekur að lengja og skammdegisdoðinn ætti að vera floginn veg allrar ver- aldar, virðist sem annar doði og sýnu verri ætli að taka við. Þetta er svartsýnisdoðinn sem heltekur þjóðina í hvert sinn sem góðærið hefur kvatt og efnahagsvandinn blasir við henni í sinni nöktustu mynd. 'Það hefur varla farið framhjá neinum að nú er mikið rætt er um efnahagsaðgerðir til að leysa vanda frystingarinnar í landinu um þessar mundir. Einhver ágætur penni hjá Frosti, fréttabréfi Sölumiðstöðvar- innar hefur áhyggjur af því að það kunni að líta svo út að um sé að ræða einhvem vanda sem þeir sem við frystingu sjávarafurða starfa, hafi komið sér upp umfram aðra í þjóðfélaginu. Hann svarar spum- ingu í þessa veru hins vegar sjálfur neitandi og bendir á að þróun til- kostnaðar við hvers kyns atvinnu- starfsemi hér á landi hafi verið með þeim ósköpum að hækkanimar séu langt umfram það sem gerist í helstu samkeppnis- og viðskiptal- öndununum og verðlag úr öllu sam- hengi við raunveruleikann í kring- um okkur. Eftirfarandi dæmi em tilgreind: „Verslun í austurbænum getur selt dós af sænskum pilsner á 39 krónur, meðan hún þarf að fá 55 krónur fyrir íslenskan pilsner geij- aðan í næsta borgarhverfi. Það kostar íslenskan bónda 3500 krónur að ala einn ref, þegar refur- inn hefur verið skortinn fást 1800 krónur fyrir belginn í útlöndum. Spretti íslenskum manni yfír höf- uð hár þannig að til óþæginda eða lýta sé, þarf hann að reiða fram sem svarar 15 dollurum sé hár- skurður gerður á honum hérlendis. Sé hann svo heppinn að geta látið framkvæma skurðinn í Banda- ríkjunum, hjá ríkustu þjóð heims, þarf hann ekki að eiga nema sem svarar 10 dollumm. íslensk gervigómasmíð er verð- lögð með þeim ólíkindum að hægt er að kaupa upp I bæði efri og neðri, borga flugfar og hótelgist- ingu í Egnlandi fyrir sama verð og greiða þarf fyrir settið strípað hér heima. Fyrir tveimur ámm borgaði íslenskt frystihús 220 krónur í launakostnað á klukkustund, enskt fiskvinnslufyrirtæki borgaði á sama tíma 160 krónur. í dag greiðir sá íslenski 440 krónur meðan Eng- lendingurinn borgar 230 krónur.“ Höfundur tíundar fleiri dæmi og kemst að þeirri niðurstöðu að sé eitthvað ódýrt á íslandi í dag, þá sé það erlendur gjaldeyrir, „ enda rennur hann út eins og heitar lumm- ur gerður áður en þær hækkuðu. Erlendur gjaldeyrir er eina telq'ulind fiskvinnslunnar, því miður. Það er vissulega vandi, en það er vandi þjóðarinnar allrar, ekki vandi fryst- ingarinnar einnar." XXX jóðleikhúsið hefur ekki verið heppið með leiksýningar sinar í vetur. Hver leiksýningin á fætur annarri hefur „fallið" þar, eins og kallað er á leikhúsmáli, iðulega eft- ir hina verstu útreið af hálfu gagn- rýnenda. Víkveiji hefur hins vegar rekið sig á að það getur verið varasamt að taka gagmýnendur of bókstaf- lega. Það er að minnsta kosti niður- staða hans eftir að hafa horft á síðustu sýningu Þjóðleikhússins á Hugarburði Sam Shepards. Hugurðarburður er eitt af fall- stykkjum leikhússins í vetur og Víkveiji hafði reyndar ekki haft í hyggju að sjá þetta leikrit eftir dómana sem það fékk hjá gagnrýn- endum. Atvikin höguðu því þó þannig að þetta breyttist og fyrir bragðið varð hann ekki af ágætri kvöldstund í leikhúsinu. Það þýðir auðvitað ekki að hann hafi í alla staði verið sáttur við uppsetning- una, hlutverkaval eða frammistöðu allra leikenda, en sýningin þetta kvöld var þó með þeim hætti að áhrifamikið verk Sam Shepards, fremsta leikritaskálds Banda- ríkjanna um þessar mundir, komst ágætlega til skila. Mismunandi skoðanir gagnrýn- enda og Víkveija geta einnig átt sér eðlilegar skýringar. Gangrýn- endur sjá yfírleitt lokaæfingu og frumsýningu, og í þessu tilfelli mátti jafnvel á sumum þeirra skilja að þeim þætti leikritið ekki að fullu æft þegar það komst á fjalimar. Allur slíkur stirðleiki var horfínn á síðustu sýningunni. Sumum gagn- rýnenda fannst líka alltof mikill hraði í sýningunni sem leikendur réðu ekki við. Ekkert bar á slíku á síðustu sýningunni, svo að þessi annmarki hefur þá verið sniðinn af á seinni stigum. En mat leikhúsgagnrýnenda eftir frumsýningu ræður greinilega miklu um örlög sýninga leikhú- sanna. Sem er eiginlega synd í þessu tilfelli. Til þess er verkið of gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.