Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 56
fltargtiiifyUtfeffe LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 | EIÖVA m MIÐUWIfV 27711 t> I H 6 H 0 t T 5 S T fi ii' II • Sverrii Kriaásajn, söiustjóri - Þoifeifur GuJmuridsspri, sökn VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Þijú stórfyrirtæki: llOmanns sagt upp störfum I GÆR tilkynntu þrjú stórfyrir- tæki fjöldauppsagnir starfsfólks, samtals 110 manns. Sláturfélag Suðurlands sagði upp rúmlega 30 starfsmönnum í Reykjavík. Álafoss hf. á Akureyri sagði upp 30 starfsmönnum við saumaskap og tiu manns i öðrum deildum. Samband íslenskra samvinnufé- laga sagði upp öllum starfsmönn- um skóverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri, 40 að tölu. Sláturfélag Suðurlands sagði 12 starfsmönnum upp störfum í mat- vöruversluninni á Laugavegi 116. Verslunin verður seld Nóatúni hf. Þá verða trésmíðaverkstæði og þvottahús SS lögð niður. Einnig var tveimur starfsmönnum á aðalskrif- stofu sagt upp. 11 manns var sagt upp í vörumiðstöð fyrirtækisins við Skútuvog, og verður starfsemi hennar dregin mjög saman. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði að frekari uppsagnir væru ekki fyrirhugaðar, sem afgerandi væru. „Við höfum reynt að keyra „ þetta í gegn sem fyrst til þess að fólkið hafi þetta ekki lengi yfir höfði sér,“ sagði Steinþór. Hann sagði að frekari ákvarðanir hefðu ekki verið teknar um sölu á eignum fyrir- tækisins. Sjá einnig fréttir á bls. 5 og Akureyrarsíðu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsta sólbað sumarsins SKJÓTT skipast veður í lofti og að þessu sinni tU hins betra. hellir geislum sínum á ungu stúlkurnar á Akureyri. Fyrsta sólbað Stutt er síðan fannfergi og kuldi angraði Norðlendinga, en nú sumarsins er þvi orðið staðreynd. hefur sólin áttað sig á þvi að sumardagurinn fyrsti er liðinn og Ingvar Guðmundsson Þyrlan kemur með sjómanninn til Borgarspítalans í gærkvöldi. Sótti slasaðan sjómann ÞYRLA frá varnarliðinu sótti í gærdag slasaðan sjómann um borð í togarann Margréti EA, en skipið var statt um 70 til 80 sjómílur vestur af Látrabjargi. Landhelgisgæslunni barst til- kynning frá skipinu um klukkan 16.00 í gær þar sem greint var frá því að vinnuslys hefði orðið um borð. Maður hafði fallið á bakið við vinnu sína og eftir að samráð hafði verið haft við lækni var talið vissara að flytja hann í sjúkrahús. Þar sem báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru bilaðar var leitað til vamarliðsins og fór þyrla frá því í sjúkraflugið. Hún lenti við Borgarspítalann laust eftir klukkan 20 í gær þar sem læknar tóku við manninum, en ekki var nánar vitað í gærkvöldi hversu alvarleg meiðsli hans voru. Breski breiðskífulistinn: Sykurmolarnir í VRsamdi við 60 fyrirtæki í gær „Samningamir mgla fólk í ríminu,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson Gallup-stofnunin spáir þvi að v~Life’s too Good, fyrsta stóra hljómplata Sykurmolanna, fari beint í 7. sæti breska breiðskifu- listans, lista sem stofnunin tekur saman yfir söluhæstu plötur á Bretlandi, en platan kom út sl. mánudag. Þegar hafa selst af plöt- unni um 60.000 eintök og platan var í fyrsta sæti sölulista Virgin- "^lötuverslananna og 2. sæti á sölu- lista Our price-plötuverslananna, en þessar verslanakeðjur eru tvær af þremur stærstu á Bretlandi. Ekki hefur íslensk hljómsveit áður náð þvi að komast þetta hátt á Bretlandi. Samkvæmt spá Gallup-stofnunar- innar á miðvikudag og aftur á föstu- dag fer platan beint í 7. sætið, en enn er eftir plötusala laugardagsins. Sykurmolamir eru nú á förum til Bretlands til tónleikahalds og leika þar á tólf tónleikum, m.a. í Lundún- um. Upphaflega var ákveðið að tón- leikamir í London yrðu tvennir, 19. FÉLÖG verslunarmanna sömdu í gær við fjöida verslana og fyr- irtækja, sem standa utan sam- taka vinnuveitenda. Verslunar- mannafélag Reykjavíkur hafði t.d. skrifað undir samninga við nær 60 fyrirtæki og verslanir og V erslunarmannafélag Suður- nesja hafði samið við 16 fyrir- tæki. Gengið er að kröfu versl- unarmanna um 42.000 króna lágmarkslaun. Samningur sem Arnarflug gerði við VR og VS í fyrrinótt felur reyndar i sér örlítið hærri grundvallarlaun, eða 42.750 krónur. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir þessa sér- 7. sæti? og 20. maí, en þegar selst höfðu rúmir 2.000 miðar á fyrstu tónleik- ana, 19. maí, og orðið uppselt, var ákveðið að bæta öðrum tónleikum við 21. maí og í gær var sfðan ákveð- ið að bæta við þriðju tónleikunum 22. maí. Á fyrstu þremur tónleikum Sykurmolanna í þessari tónleikaferð, þ. á m. í Lundúnum 19., leikur íslenska hljómsveitin S.h. draumur, en á tónleikunum 22. hitar breska hljómsveitin The Jesus and Maiy Chain upp fyrir hljómsveitina. samninga aðeins uppfærslu á töxt- um yfírborgaðra starfsmanna og því í raun fela í sér minni hækkan- ir en felast í miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Þessi samningagerð rugli fólk hins vegar í ríminu, og séu félög verslunarmanna með henni að gera miðlunartillöguna tortryggilega. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sendi VSÍ tilboð um að ganga að Amarflugssamningunum í gær, eftir að Þórarinn V. Þórarinsson sagði í útvarpsviðtali að hækkanir samkvæmt þeim væru minni en í miðlunartillögunni. Þórarinn sendi svar um hæl að VSÍ samþykkti að ganga að þeirri prósentuhækkun sem þar hefði verið boðið upp á, en ekki var minnst á taxta í bréf- inu. VR hafnaði því tilboði, þar sem félagið taldi það þýða 34.773 króna lágmarkslaun í stað 36.500 f miðl- unartillögunni og 42.000 í sér- samningunum. í samningnum sem gerður var við flest fyrirtækin 60 er gert ráð fyrir 42.000 króna byijunarlaun- um, 50.400 krónur eftir 10 ár fyr- ir afgreiðslufólk og „skrifstofufólk 1“ og 10% og 20% álagi á þá taxta fyrir skrifstofufólk í flokkum II og m. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, sagði aðspurður að það væri ekki ríkisstjómarinnar að blanda sér inn í samninga sem gerðir væra í kjaradeilu sem þessari, en óneitanlega vekti það athygli sína að í samningnum við Amarflug væri um að ræða fyrirtæki á ríkis- framlagi. Sjá einnig fréttir á bls. 2,4,5 og í miðopnu. Ætlaekkí að hleypa farþegum um borð í vél SAS Keflavík. „FARÞEGUM verður ekki hleypt um borð f SAS-vélina frekar en vélar FIugleiða,“ sagði Magnús Gislason for- maður Verslunarmannafé- lags Suðurnesja f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Flugvél frá SAS kom til landsins í gærkvöldi og átti hún að halda til Kaupmannahafnar í morgun, en Flugleiðir hafa annast alla afgreiðslu vélanna. Magnús sagði að framkvæmda- stjóri SAS hefði gefið út þá yfir- lýsingu að hann hygðist sjálfur annast innritun farþega og sinna þeim störfum sem til féllu. Magnús sagði ennfremur að talsmenn flugfélagsins hefðu lýst allri ábyrgð á hendur Versl- unarmannafélagi Suðumesja á þvi tjóni sem félagið kynni að - BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.