Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Panama: Reuter Eldurinn kulnaður Þúsundir manna, sem hafast við í einu fátækrahverfa Manila-borgar á Filippseyjum, hófu í gær að endurreisa spýtnakofa sína sem fuðr- uðu upp í eldhafi á fímmtudagskvöld. Að sögn aðstoðarslökkviliðs- stjóra Manila misstu ekki færri en 2.500 manns heimili sín í eldsvoðan- um, sem mun hafa verið hinn mesti í borginni frá árinu 1978. Þjófar sem hugðust stela eigum manna og lausamunum sem bjargað hafði verið úr eldhafínu voru barðir til óbóta en engan sakaði í eldinum. Myndin sýnir unga stúlku standa vörð um eigur fjölskyldu sinnar á meðan foreldrar hennar keppast við að safna spýtnarusli og krossviðar- plötum til kofabyggingarinnar. Bandar í kj astj órn von- góð um afsögn Noriega Washington, Reuter. AÐ SÖGN bandarísks embættis- manns er Bandaríkjastjórn von- góð um að Manuel Antonio Noriega, hershöfðingi og ein- ræðisherra í Panama, muni segja af sér á næstunni. „Það hefur ekki verið gengið frá neinu lokasamkomulagi í þessa veru, en grunnurinn er fyrir hendi,“ sagði embættismaður- inn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Við erum hæfilega bjartsýnir á að samkomulag náist og ætlum nú að láta reyna á hvort svo sé,“ sagði hann, en að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli Noriega og hátt- setts embættismanns Banda- ríkjaforseta. Dagblaðið Washington Post greindi frá því í gær að ríkisstjóm Ronalds Reagans Bandaríkjafor- seta og Noriega hershöfðingi hefðu náð bindandi grunnsam- komulagi, en samkvæmt því mun Noriega eiga að segja af sér sem yfirmaður hersins. Blaðið hefur það eftir ónafn- greindum embættismanni, að það Eiturlyf!! Hvaða eiturlyf? —£)\ Grikkland: Morðingja skæruliða- leiðtoga ákaft leitað Aþenu, Reuter. LÖGREGLUYFIRVÖLD £ Grikk- landi leita tveggja manna, sem skutu þekktan leiðtoga armenskra skæruiiða til bana i Aþenu á fimmtudagsmorgun. Hinn myrti var stofnandi „Armenska leyni- hersins til frelsunar Armeniu" en félagar samtaka þessara hafa staðið fyrir hermdarverkum í Tyrklandi á undanfömum ámm. Tveir menn skutu Hagop Hagop- ian til bana í úthverfí Aþenuborgar á fimmtudag og notuðu þeir hlaup- sagaðar haglbyssur við ódæðið. Tals- menn lögreglu sögðu að ekki væri vitað hveijir ódæðismennimir væru né heldur hvaða ástæður lægju að baki illvirkinu. Heimildarmenn Reut- ers-fréttastofunnar sögðu að Hagop- ian hefði tekið þátt í Qölmörgum hermdarverkum í Tyrklandi auk þess sem hann hefði átt samvinnu við alþjóðlega eiturlyfjasala. Hagopian var fæddur í írak árið 1945. Hann stofnaði „Armenska leyniherinn" snemma á áttunda ára- tugnum en fylgismenn hans hafa allt frá því barist fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis Armena í Tyrklandi. Fé- lagar í samtökunum halda því fram að yfírvöld í Tyrklandi hafi beitt sér fyrir ofsóknum á hendur Armenum á árum fyrri heimsstyijaldarinnar, sem kostað hafí eina og hálfa milljón manna lífíð. Er það eitt af stefnumál- um samtakanna að fá yfírvöld í Tyrklandi til að gangast við fjölda- morðunum. Hagopian var eftirlýstur í Frakkl- andi vegna gruns um að hann hefði skipulagt sprengjutilræði við skrif- stofu tyrkneska ríkisflugfélagsins á Orly-flugvelli í júlímánuði árið 1983, sem kostaði átta manns lífið. Að sögn lögregluyfirvalda í Frakklandi var hið rétta nafn hans Bedros Ha- vananssian. Hagopian notaði iðulega hin ýmsu dulnefni og fundu lögreglu- menn fölsuð skilríki á heimili hans. Skömmu eftir sprengjutilræðið á Orly sagði Hagopian skilið við „Arm- enska leyniherinn" og herma heim- ildir að hann hafí stofnað ný hryðju- verkasamtök í kjölfar þessa. sem viðræðumar snemst um á þessu stigi, væri nákvæmlega hvar Noriega skyldi hafa aðsetur eftir hugsanlega afsögn sína. Embætt- ismenn í Hvíta húsinu létu hafa það eftir sér á fimmtudag, að markmið stjómarinnar væri að koma Noriega frá völdum, en ekki endilega að hrekja hann frá Pa- nama og drógu þannig nokkuð í land frá fyrri yfirlýsingum. „Stefna okkar er sú að Noriega hershöfðingi verði að fara, sem þýðir að hann eigi að fara frá völdum ... Við höfum sagt að við vildum helst að hann færi frá Panama, en þáð sem máli skiptir er að hann fari frá völdum," sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta á blaðamanna- fundi á fímmtudag. Aður höfðu Bandaríkjamenn sagt að Noriega þyrfti að fara til einhvers íjarlægs lands, segði hann af sér sem æðsti yfirmaður hersins. Noriega hefur átt í úti- stöðum við Bandaríkjastjóm og stjómarandstöðuna í eigin landi frá í febrúar, þegar hann var ákærður í Flórída fyrir aðild að eiturlyíjasmygli. Spánn og ísrael hafa verið með- al þeirra landa, sem nefnd hafa verið sem hugsanlegir griðastaðir Noriega, en óttast er að hann myndi halda um alla stjórnar- tauma bak við tjöldin, yrði hann um kyrrt í landinu eða nágrenni þess eftir afsögn. Fitzwater sagði enga von til þess að Bandaríkjastjóm breytti stefnu sinni gagnvart Panama, en í síðasta mánuði greip Reagan forseti til refsiaðgerða gegn landinu, sem miðast að því að veikja Noriega í valdastóli. Hins vegar sagði talsmaðurinn að stjómin væri reiðubúin til þess að hlýða á sérhveija hugmjmd Nori- ega og ráðagerð. „Noriega er undir gífurlegum þrýstingi um að hætta og ég held að aðeins sé tímaspursmál hvenær það gerist," sagði Fitzwater. Reuter Sýnum laugardag ogsunnudag kl. 13-18 sólstofu, renniglugga, rennihurðir o.fl. úrviðhalHe- fríu PVC efni. Komið og sanntærist um gæðin. ar og Gardhús hf. Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300. Afmæli Japans- keisara Hirohito Japanskeisari hélt 87. afmælisdag sinn hátíðlegan á fimmtudag og var myndin tekin er hann ávarpaði þegna sína sem flykktust að keisarahöll- inni til að heiðra afmælisbar- nið. Nokkrum dögum áður áttu blaðamenn þess kost að ræða stuttlega við keisarann og þótti það tíðindum sæta því hann ræðir afar sjaldan við sendi- menn fjölmiðla. Keisarinn sagði að seinni heimsstyijöldin hefði verið hræðiiegasta tímabil ævi sinnar, en hann komst til valda árið 1926. Kvaðst hann vona að menn gleymdu ekki hörm- ungum styijaldarinnar og gerðu hvað þeir gætu til að tryggja friðinn. Hirohito gekkst undir skurðaðgerð í september- mánuði og sagðist hann vera á góðum batavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.