Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
Frá ráðstefnunni um framhaldsskóla.
Morgunblaðið/Bjami
Framhaldsskólakennarar:
Innra starf framhalds-
skólanna vanrækt
Yfirlýsing stjórnar SÍNE:
Sýnir alvarlegt
hugarástand
- segir Árni Sigfússon formaður SUS
„ÞAÐ er átakanlegt til þess að
vita að stjórn samtaka, sem ekki
hafa gert neitt i mörg ár, skuli
allt í einu ijúka upp til handa
og fóta loksins þegar ungt fólk
vill taka til hendinni og gera eitt-
hvað, og reynir að koma í veg
fyrir þessa viðleitni," sagði Ami
Sigfússon, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna, um þau
ummæli stjórnar SÍNE í Morgun-
blaðinu að SUS hafi haft af-
skipti af innri málefnum SÍNE.
Kosningar til stjómar SÍNE
standa nú yfir og eru 11 manns í
framboði. Formaður SÍNE hefur
skorað á fímm þeirra að draga
framboð sín til baka vegna þess að
þeir séu tengdir SUS og hafí að
auki stundað óheiðarlega kosninga-
baráttu og baktjaldamakk.
„Þama er í framboði meðal ann-
ars fólk sem aðhyllist sjálfstæðis-
stefnuna, en að ætla að það sé eitt-
hvert skipulagt samsæri af hálfu
SUS sýnir bara alvarlegt hugar-
ástand hjá formanninum og stjóm-
inni,“ sagði Ámi Sigfússon. „Sam-
særiskenningar virðast vera ákaf-
lega ofarlega í huga margra vinstri
manna, þetta tilhieyrir kommúnisma
fyrri tíma og er varla ástæða til
að endurvekja slíkt.“
Ámi sagðist vísa öllum ásökun-
um stjómar SÍNE á bug, en sagð-
ist hins vegar fagna því að meðal
frambjóðenda til stjómar samtak-
anna væm sjálfstaeðismenn. „Það
getur ekki venð nema gott fyrir
SÍNE,“ sagði Ámi.
Á RÁÐSTEFNU um málefni
framhaldsskóla sem mennta-
málaráðuneytið, Bandalag kenn-
arafélaga og Háskóli Islands
stóðu að fyrr í þessum mánuði
var samþykkt eftirfarandi álykt-
un um innra starf framhaldsskól-
anna:
„Á síðastliðnum 10-15 áram hafa
viðhorf til framhaldsskólanáms
gjörbreyst. Framhaldsskólum hefur
fjölgað mjög og æ fleiri nemendur
sækja nú í framhaldsnám. Þrátt
fyrir öra uppbyggingu framhalds-
skólakerfísins á síðastliðnum áram,
bendir þó margt til þess að málefni
þessa skólastigs hafí í mörgu verið
látin reka á reiðanum og skólastarf
þar oft einkennst af stefnuleysi.
Innra starf skólanna hefur ekki
verið nægilega sinnt og athyglin
um of beinst að ytra skipulagi.
Aðstöðuleysi hefur einnig í mörgum
tilvikum háð starfí framhaldsskól-
anna. Má þar nefna ófullnægjandi
húsnæði, vanbúin skólasöfn og
skort á tækjum og námsgögnum.
Lág laun kennara og vanmat á
störfum þeirra hafa leitt til þess að
í mörgum greinum fást nú ekki
menntaðir og hæfír kennarar til
starfa.
Nýlegar skýrslur um skólastarf
benda til þess, að íslenski fram-
haldsskólinn standist ekki þær kröf-
ur, sem til hans þurfí að gera og
renna stoðum undir ítrekaðar
ábendingar kennara og samtaka
þeirra um að gagngerra úrbóta sé
þörf.
Starfshópur um innra starf skóla
á ráðstefnu um framhaldsskóla
skorar á menntamálaráðherra að
beita sér fyrir því að tekin verði
upp markviss stefna í málefnum
framhaldsskólans, og að tiyggð
verði viðunandi starfsskilyrði nem-
enda og kennara, hvað varðar
vinnuaðstöðu og og námsgögn.
Brýnt er einnig að skipuleggja end-
urmenntun kennara.
íslensk stjórnvöld mega ekki
lengur skorast undan þeirri ábyrgð
að takast á við vanda skólakerfís-
ins.“
Kórsöngur í Skálholtskirkju
FÉLAGAR úr Dómkórnum í
Reykjavík syngja við messu í
Skálholtskirkju á morgun, 1.
maí, kl. 17.
Það era um 20 söngvarar úr
messuhóp Dómkórsins sem syngja
mótettur og gömul íslensk sálmalög
í nýjum útsetningum. Stjómandi
kórsins er Marteinn H. Friðriksson.
Íþróttahátíð við
Breiðagerðisskóla
foreldra. Hefst það klukkan 17 og
lýkur hálftíma síðar.
Atriði úr sýningu Sögusvuntunn-
ar á Smjörbitasögu en hún verð-
ur sýnd í síðasta sinn á morgun.
Smjörbiti í
síðasta sinn
SÝNINGUM Sögusvuntunnar á
brúðuleiknum um Smjörbita lýk-
ur á morgun, 1. maí.
Sýnt er kl. 15 á Fríkirkjuvegi 11.
Miðasala er frá kl. 13—15 á sunnu-
dag og tekið er á móti miðapöntun-
um í síma 622215 kl. 13-14.30.
Eftir sem áður verður leikhúsið
á ferðinni milli skóla og leikskóla.
(Fréttatilkynning)
EFNT verður til íþróttahátíðar
við Breiðagerðisskóla á laugar-
dag, 30. apríl. Að hátíðinni stend-
ur Foreldra og kennarafélag
Breiðagerðisskóla. Keppt verður
í ýmsum greinum, svo sem víða-
vangshlaupi, reiptogi, boðhlaupi,
pokahlaupi, handbolta og fót-
bolta.
Umfangsmesta atriði dagskrár-
innar er víðavangshlaup um hverfíð
sem hefst kl. 13.00. Verða þrenn
verðlaun veitt í öllum aldursflokk-
um, bæði drengjum og stúlkum.
Frá klukkan 14.00 verður veitinga-
sala í skólanum en um kl. 14.30
verða verðlaun í hlaupinu afhent.
Þá hefst keppni í reiptogi. Um
klukkan 15.30 keppa A og B-
bekkir, 10-12 ára drengja og
stúlkna, í handbolta og fótbolta.
Samtímis hefst boðhlaupskeppni
6-9 ára bekkja.
Dagskránni lýkur með poka-
hlaupi milli nemenda, kennara og
Nýtt hús Blaðaprents
Framkvæmdir
á lokastigi
PRENTSMIÐJA Blaðaprents
hf. hefur nú flutt starfsemi sína
í nýtt húsnæði að Lynghálsi 9.
Dagblöðin Tíminn, Alþýðublað-
ið og Þjóðviljinn verða þvi
prentuð þar framvegis. Að sögn
Kristins Finnbogasonar hjá
Tímanum ganga framkvæmdir
við húsið vel og eru þær nú á
lokastigi.
„Þetta er allt að smeila saman,
öll prentun er komin þama upp
eftir núna og verið að ganga frá
setningardeildum og öðru slíku,"
sagði Kristinn. Hann sagði að
Tíminn áætlaði að flytja í nýja
húsið í maí eða júní.
Að sögn Kristins getur nýja
prentvélin prentað 20.000 blöð á
klukkustund, mest 68 síður í einu.
Von er á viðbót við vélina síðar,
sem auka mun afköst hennar. Þrjú
dagblöð era nú prentuð hjá Blaða-
prenti; Tíminn, Alþýðublaðið og
Þjóðviljinn, auk ýmissa smærri
blaða. Helgarpósturinn er einnig
prentaður hjá Blaðaprent.
Gamla prentvélin var sett upp í
þá nýju og er hún nú á leið til
útlanda að sögn Kristins.'
Hið nýja hús Blaðaprents að Lynghálsi 9. Morgunbiaðið/Bjami
Nýja prentvélin. Hún getur prentað 20.000 eintök á klukkustund,
mest 68 síður í einu.
Læknastofa
mín verður lokuðfrá 1. maí nk. um óákveðinn tíma.
Reynir Tómas Geirsson, læknir.
Sérgrein: Kvenlækningar,
Sólvallagötu 41, Reykjavík.