Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Atkvæði verða tal- in í kvöld Atkvæðagreiðslu um mála- miðlunartillðgu sáttasemj ara lýkur í félögum verslunarmanna í kvöld. Talning hefst strax að henni lokinni og verður verkfalli strax aflýst ef tillagan verður samþykkt. Fyrri dagur atkvæðagreiðslunn- ar var í gær. Þátttaka var mismik- il. I stærsta félaginu, Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, höfðu tæplega 2.000 greitt atkvæði þegar lokað var klukkan 19. Á ellefta þúsund félagar eru í VR. Kosið er í anddyri Verslunarskóla íslands og verður kjörstað lokað kl. 18. Frumvarp um viðskiptabann á Suður-Afríku FRUMVARP um bann gegn við- skiptum við Suður-Afríku og Namibíu var lagt fram í neðri deild Alþingis í gær. Flutnings- menn frumvarpsins eru fimm þingmenn úr öllum flokkum nema Borgaraflokki. Fyrsta um- ræða um frumvarpið fór fram í gær og er stefnt að þvi að af- greiða frumvarpið sem lög á þessu þingi. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, skýrði frá því á Alþingi að þessi mál hefðu verið til umræðu í ríkisstjóminni að undanfömu og hefði síðastliðinn fimmtudag verið samþykkt frá honum tillaga þess efnis að þvl yrði beint til fulltrúa stjómarflokkanna í utanríkismála- nefnd Alþingis að þeir beittu sér fyrir að fram kæmi í neðri deild þingmannafrumvarp um bann við viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu. Á siðasta ári voru fluttar inn vörur frá Suður-Afríku fyrir 32,9 milljónir króna eða 0,05% af heild- arinnflutningi og út voru fluttar vömr fyrir 4,5 milljónir króna eða 0,01% af heildarútflutningi. Sjá nánar á þingsíðu. Símamynd/Reuter Stúlkumar sem hrepptu fimm efstu sætin i keppninni á Taiwan. Lengst til vinstri er full- trúi Taiwan sem varð i fimmta sæti, þá kemur Sigríður sem varð i þriðja sæti, í miðju er sigurvegarinn frá Dóminikanska lýðveldinu, þá ungfrú Portúgal, sem varð i öðru sæti, og loks ungfrú Venezuela, sem hreppti fjórða sætið. Fegurðarsamkeppni á Taiwan: Sigríður í þriðja sæti SIGRÍÐUR Guðlaugsdóttir varð i þriðja sæti i alþjóðlegri fegurðarsamkeppni, sem haldin var í Taipei á Taiwan i gær. Tæplega 60 stúlkur hvaðanæva úr heiminum tóku þátt í keppninni, en fyrsta sætið hreppti stúlka frá Dómin- ikanska lýðveldinu og i öðru sæti varð ungfrú Portúgal. Sigríður varð í þriðja sæti í Fegurðars- amkeppni íslands í fyrra og fylgdi því þátttaka í keppninni á Taiwan. Fyrir ár- angur sinn í keppninni á Taiwan fékk Sigríður 5.000 dollara í verðlaun, eða um 200 þúsund krónur íslenskar, og auk þess gullúr og gullhring. Að sögn móður henn- ar, Berglindar Oddgeirsdóttur, hringdi Sigíður heim að lokinni keppninni í gær og lét vel af dvöl sinni á Taiwan og ár- angri sínum í keppninni. Ekki nefndi Sigríður að nein freistandi tilboð hefðu fylgt í kjölfarið og kvaðst Berglind ekki eiga von á að dóttir sín tæki slíkum tilboð- um þótt þau bærust enda væri hún ráðin sem flugfreyja hjá Amarflugi í sumar. Dómnefnd um lektorsstöðu í stjórnmálafræði: Tveir umsælgenda hæf- ir, einn hæfur að hluta í GÆR tók deildarfundur í Fé- lagsvisindadeild Háskóia íslands fyrir álit dómnefndar um hæfi fimm umsækjenda um lektors- stöðu í stjómmálafræði við Há- skólann. Tveir umsækjendur voru dæmdir hæfir til að gegna stöð- unni, stjómmálafræðingamir Ól- afur Þ. Harðarson og Gunnar Helgi Kristjánsson. Tveir umsækj- endur voru að mati dómnefndar ekki hæfir til starfans. Fimmti umsækjandinn, dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, var dæmdur hæfur að hluta til, eins og Þórólf- ur Þórlindsson, forseti deildarinn- ar, orðaði það í samtali við Morg- unblaðið. Deildarfundurinn greiddi í. gær atkvæði um það hveijum ætti að mæla með. At- kvæði féUu þannig að Ólafur fékk 15 atkvæði, Gunnar 1 og einn seð- Ul var auður. í dómnefndinni sátu Sigurður Líndal, lagaprófessor, Jónatan Þór- mundsson, forseti lagadeildar, Svan- ur Kristjánsson, dósent í Félagsvfs- indadeild og Gunnar Gunnarsson, lektor við Félagsvísindadeild. Niðurstöður dómnefndar um þá umsækjendur, sem ekki voru dæmd- ir óhæfir,- eru svohljóðandi: „Gunnar Helgi Kristinsson: Umsækjandi hefur lokið B.A. prófi og M.Sc. prófí f stjómmálafræði (Pol- itics). í verkum hans kemur fram þekking á undirstöðugreinum í stjómmálafræði og hæfi til rann- sókna á a.m.k. einu af tilgreindum sérsviðum (samanburðarstjómmál). Hann telst því hæfur til að gegna lektorsstöðu í stjómmálafræði eins Get sungið af mun meiri krafti en égþorði að vona - segirStefán Hilmarsson söngvari Dyflinni, frá Urði Gunnar»d6ttur blaða- manni Morgunblaðsins. STEFÁN Hilmarsson söngvari Beathoven var kominn á ról f gær og söng á lokaæfingunum tveim- ur, sem þá fóru fram f söng- höllinni í Dyflinni. „I fyrradag var ég rúmfastur með hálsbólgu og bronkitis og var hreint ekki orðið um sel þegar ég var sem slappastur. En æfingin gekk framar vonum og ég get sungið af mun meiri krafti en ég þorði að vona,“ sagði Stefán f samtali við Morgunblaðið eftir fyrri æf- inguna f gær. Sænski söngvarinn Tommy Körberg var hins vegar langt frá sfnu besta á æfingunni og sprakk á limminu vegna eymsla f hálsi. Eftir æfinguna hélt Stefán rak- leiðis á hótelið þar sem hann eyddi deginum yfir suðukatli, til að flýta bata sínum og er hann nú óðum að jafna sig af kvefpestinni, sem hefur hijáð hann og marga íslend- ingana hér. Stefán sagði að ef frá eru talin veikindin hefði hann haft mikla ánægju af dvölinni á írlandi. „Það Morgunblaðið/Sverrir Stefán Hilmarsson söngvari Beathoven eyddi mestu af gærdegin- nm yfír gufukatli, en hann er nú óðum að ná sér af veikindunum sem hafa hijáð hann undanfama daga. er einstakt að fá að upplifa keppn- ina og allt sem henni fylgir. Annað kvöld verð ég heimsfrægur í þrjár mfnútur og það má ekki ein einasta sekúnda fara úrskeiðis á meðan á því stendur." Hann var inntur eftir því hvaða vonir hann gerði sér um gengi íslensku keppendanna í kvöld: „Eg held að við lendum í kringum 10. sæti. Ég vona að fslenskir áhorfend- ur hafi gaman af keppninni, en þeir ættu ekki að gera sér of mikl- ar vonir. Mér finnst vera litið niður á íslendinga í þessari keppni og það er eins og fólk geri ekki ráð fyrir okkur. En við erum með besta lag, sem hefur heyrst í þessari söngva- keppni, ég fer ekkert ofan af því. Hins vegar þurfum við lfklega að taka oftar þátt f henni áður en menn fara almennt að reikna með okkur í alvöru." Á fimmtudag var haldið vel heppnað íslendingakvöld á vegum Steina hf. Þar vakti Jón Páll meðal annars mikla athygli er hann blés upp hitapoka þar til hann sprakk. í flestum veðbönkum hér á Iríandi er íslendingum spáð 13. sætinu í keppninni. Um efstu sætin beijast eftir sem áður Sviss, Svíþjóð, Bret- landi og Þýskaland, en þýsku mæðgumar hafa vakið óskipta at- hygii fjölmiðla undanfama daga. Sjá fréttir á bls. 14 og 15. og hún er auglýst. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son: Háskólamenntun umsækjanda er fyrst í heimspeki og sagnfræði en síðar lauk hann doktorsritgerð í stjómmálafræði (Politics). Nánar til- tekið er ritgerðin á sviði gildakenn- inga (nomiative theory) um stjóm- mál. I dómnefndaráliti um lektors- stöðu í heimspeki við heimspekideild er tekið fram að umsækjandi sé hæfur til að gegna lektorsstöðu í stjómmálaheimspeki. Af ritverkum umsækjanda má ráða að hann sé hæfur til að annast kennslu og rann- sóknir á sviði gildakenninga um stjómmál sem er eitt af sérsviðum stjómmálafræði. Veigamikill þáttur hennar og annarra ritverka, sem umsækjandi hefur skrífað á grund- velli hennar, er samanburður á ólíkri þjóðfélagsskipan, m.a. eftir því hvaða gildi menn aðhyllast. Er megininntak í þessum rannsóknum umsælq'anda hvort og hvemig markaðsöfl annars vegar og miðstýring hins vegar móta ólíkar þjóðfélagsgerðir og stjómmál almennt. Þessi verk geta fallið undir samanburðarstjómmál sem eitt af tilgreindum sérsviðum. Verður um- sækjandi samkvæmt þessu. talinn hæfur til kennslu og rannsókna á sviði samanburðarstjómmála. Hins vegar verður það ekki ráðið af náms- ferli umsækjanda né heldur hefur hann sýnt fram á það með ritverkum sínum að hann hafi þá þekkingu á helstu kenningum og rannsóknarað- ferðum í stjómmálafræði að hann teljist hæfur til kennslu í undirstöðu- greinum hennar. Ólafur Þ. Harðarson: Umsækj- andi hefur lokið B.A. prófi og M.Sc. prófí í stjómmálafræði (Politics). í verkum hans kemur fram góð þekk- ing á undirstöðugreinum f stjóm- málafræði. Af ritverkum umsækj- anda má ráða að hann sé hæfur til að annast kennslu og rannsóknir á tveimur af þeim sérsviðum sem til- greind eru í auglýsingu (saman- burðarstjómmál; hegðun og viðhorf kjósenda). Kosningarannsóknir hans teljast til viðamikilla rannsókna. Auk þess hefur umsækjandi annast um- fangsmikla kennslu í stjómmála- fræði og aðferðafræði við Háskóla íslands síðan 1980. Hann telst þvf vel hæfur til að gegna lektorsstöðu í stjómmálafræði eins og hún er auglýst." Niðurstaða deildarfundarins verð- ur send menntamálaráðherra, sem skfpár í stöðúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.