Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 29 on, formaður VR: írðir nær greiddum sérsamningunum miðlunartillögu sáttasemjara. Magnús sagðist vilja taka það fram að öll þau fyrirtæki sem hefðu gert sérsamning við VR hefðu haft frumkvæði að því sjálf, VR hefði ekki leitað eftir því. Þá hefði VR hafnað að gera samninga viðfyrrir- tæki sem væru innan VSÍ eða Vinnumálasambandsins. Hann sagði að 14 fyrirtæki hefðu undirrit- að samninga í fyrradag áður en samningurinn við Amarflug var undirritaður og síðan fjöldi fyrir- tækja í gær. Magnús var spurður hvort þetta væru ekki í raun „málamyndasamn- ingar" við fyrirtæki sem hefðu yfir- borgað starfsfólk með laun yfir 42.000 krónur. „Þetta sýnir einmitt þann tvískinnung sem er hjá vinnu- veitendum að meginþorri fýrirtækja greiðir hærri laun en vinnuveitend- ur vilja semja um. Þama er bara verið að færa taxtana nær þeim launum sem í raun eru greidd, eins og við höfum alltaf lagt áherslu á. Þetta myndi þýða það að það fólk sem hefur setið eftir og fengið laun samkvæmt töxtunum, á milli 30 og 40 þúsund, myndi njóta góðs af. Það er fyrst og fremst það fólk sem á að njóta góðs af samningunum." Magnús nefndi að blaðamenn og prentiðnaðurinn hefðu gert samn- ing þar sem taxtamir vom færðir nær raunverulegum launagreiðsl- um. Nokkrir hefðu þó verið á þess- um töxtum og þeir hefðu fengið verulegar hækkanir út á þessa taxtafærslu. „Það er það sama sem við erum að biðja um.“ msson: *gur gerningnr hjá önnum Arnarflugs fjölskyldufyrirtæki þar sem versl- unareigendur skrifuðu undir til að fá frið fyrir svokölluðum verkfalls- vörðum sem hefðu hindrað þá og fjölskyldu þeirra að starfa. Menn væru með ódýrum, en heldur ómerkilegum hætti að losa sig und- an þessum átökum án þess að það hefði nokkra kjaralega þýðingu. Þessi dæmi breyttu engu, en þau rugluðu fólk í ríminu. „Þetta er ómerkilegur gemingur hjá forráðamönnum Amarflugs, því þeir era að nýta sér þá stöðu sem þeim er boðið upp á af verslunar- mannasamtökunum. Þeim er ann- arsvegar boðið upp á einkarétt á farþegaflutningum til og frá landinu, og hins vegar er þeim boð- ið upp á minni launakostnaðarauka en felst í miðlunartillögu sáttasemj- ara. Mér finnst það hins vegar afar ámælisvert af verslunarmannafé- lögunum að ganga fram með þess- um hætti, því að það er augljóst mál að þeir era að spilla og gera tortryggilega þá miðlunartillögu sem sáttasemjari eftir beiðni beggja deiluaðila, setti fram. Ég hef rekið mig á það að það er furðu útbreidd- ur misskilningur að eitthvert skrif- stofufólk lækki í kaupi samkvæmt miðlunartillögunni. Þetta er full- komin firra, því allir hækka um 8,75%. Við horfum líka á það að hækkanir til skrifstofufólks og af- greiðslufólks sem er í lægri hluta launageirans og mest hefur verið deilt um í þessum viðræðum, era mjög miklar. Föst mánaðarlaun af- greiðslufólks koma til með að hækka samkvæmt þessarri tillögu um 12,5-15,5%, og við horfum á það að algengar tekjur afgreiðslu- fólks munu hækka um 7-10.000 krónur á mánuði. Þetta era meiri hækkanir en við teljum efnahags- legar forsendur fyrir. “ Ásgeir Pétursson að við höfum hvorki vamarskyldu né þegnskyldustörf. Ungir menn era líka illu heilli nær hættir að stunda sjómennsku í sumarvinnu. Þar lærðu menn aga. En fleiri þættir koma til sem tengja mætti félagsstarfi hinna ungu ökumanna, sem nú eiga sjálf- ir að glíma við vandann. Til dæmis mætti ná samkomulagi við trygg- ingafélögin um það að hver sá ungi ökumaður sem áfallalaust ekur bíl sínum í eitt ár, fái afslátt af trygg- ingaiðgjöldum næsta ár. Þá er líka til nokkurs að vinna, auk sæmdar- innar og drengskaparins að virða öryggi og eigur annarra og góða siði í umferðinni. Líka kæmi til greina að verðlauna slíka félagsmenn í þessum félögum með einkenni, sem þeir gætu fest á bíla sína, svo sem fyrr var getið. Þetta væri ómaksins vert að íhuga. Sannleikurinn er sá að við íslend- ingar nískumst um of við það að viðurkenna það sem samborgarar okkar gera vel. En eram á hinn bóginn stundum nokkuð fljótir á okkur að setja út á náungann. Hvemig væri að snúa þessu við? Unga fólkið kysi sér sjálft stjóm og skipti með sér verkum og setti sér félagsreglur. Nauðsyn liðveislu Nú er spuming hvort t.d. fjöl- miðlar, tryggingafélög, æskulýðs- félög og opinberir aðilar gætu hugs- að sér að ljá þessum málstað lið. Reynsla, sem fengist hefur af samtökunum „öraggur akstur" gæti reynst gagnleg í þessu efni og væri eðlilegt að leita til for- göngumanna þeirra um ráðgjöf og tillögur. Kvartmíluklúbburinn gæti líka gefið ráð. Öll höfum við samúð með þeim, sem eiga um sárt að binda eftir að vinur eða vandamaður hefur lent í umferðarslysi. Og vissulega höfum við líka samúð með þeim sem valda slíkri ógæfu. Hvað getum við gert til þess að draga úr þessum áföllum? Hægt væri að hugsa sér að framhaldsskól- amir á höfuðborgarsvæðinu skip- uðu undirbúningsnefnd í samvinnu við yfirvöld. Fé yrði að fást úr opin- beram sjóðum til þess að koma þessu í verk, a.m.k. fyrsta áfang- ann. Það hefur hvað sem öðra líður verið skipuð nefnd af minna tilefni. Höfundur er bæjarfógeti iKópa- vogi. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir STEVE VINES Vietnam: „Glasnost“ í Hanoi Bui Tin, einn þekktasti blaðamaðurinn i Víetnam, man vel eftir fyrstu reynslu sinni af kvikmyndum þegar eftirvæntingarfullum áhorfendum var boðið að sjá mynd um samyrkjubúskap í Sov- étríkjunum. „Áður álitum við að við ættum að taka okkur sósíal- ismann í Sovétríkjunum til fyrirmyndar," segir Tin, „Við vorum vön að segja sem svo að ímynd Sovétríkjanna í dag væri ímynd framtíðarinnar í Víetnam." Hann brosir við tilhugsunina og bætir við, „en nú er okkur orðið ljóst að við verðum að læra af reynslu annarra sósialskra ríkja og annarra ríkja á Vesturlönd- um.“ Eins og svo margir af eldri kynslóðinni í Víetnam hefur Bui Tin gegnt herþjónustu. Hann var blaðamaður við málgagn hers- ins, og er nú einn af stjómendum stærsta dagblaðs landsins, Nhan Dan. Og það sem meira er, hann hefur viðurkennt að vera höfund- ur athyglisverðra dálka í blaðinu sem nefnast „Það sem nú ber að gera“ og birtast undir höfundar- heitinu „NVL“, en það era ein- mitt upphafsstafimir í nafni Nguyen Van Linh núverandi leið- toga kommúnistaflokksins, sem talinn er umbótasinnaður. Frá því dálkurinn birtist fyrst í maí í fyrra hafa áhrif hans ver- ið gífurleg. Þar birtist berorðaðri gagnrýni á skriffínnsku og spill- ingu en þekkzt hefur áður í víetnömskum blöðum. Seint um síðir lýsti Linh flokks- leiðtogi sig ábyrgan fyrir birtingu dálkanna, en það hafði lengi verið lýðum ljóst að einungis einhver í álíka ábyrgðarstöðu gat hafa skrifað þá. Tin tók við af Linh Linh skrifaði reyndar nokkrar fyrstu greinamar sjálfur, en hefur nú falið Tin umsjón þeirra og Iætur sér nægja að hafa eftirlit með því sem birtist. Blaðadálkam- ir era þáttur í þeirri stefnu sem Víetnamar nefna doi moi, eða endumýjun, stefnu sem oft er sagt að bergmáli perestroika- stefnu Mikhails Gorbatsjovs. Þrátt fyrir náið samband ríkjanna tveggja er sú sanilíking ekki vel séð í Víetnam, sem á margan hátt er að reyna að koma á mun víðtækari umbótum en stóribróðir þess í Sovétríkjunum. Víetnamar hafa alltaf verið ákaflega þjóðemissinnaðir, og þeir era nú að gera tilraunir til að fínna eigin útgáfu af sósíal- isma, sem gæti átt lítið skylt við aðrar útgáfur sósíalismans þegar upp verður staðið. „Arfurinn frá fortíðinni vegur þungt í Víetnam," segir Tin. „Lénsveldið ríkti í samfélagi okk- ar, og arfur þess er þungvægur. Enginn telur sig færan um að gagnrýna æðstu stjómvöld eða ríkið, allt sem leiðtogamir segja er sannleikur." Hann telur að til þess að losa sig úr þessari spenni- treyju verði Víetnamar að snúa baki við liðinni tíð, bæði Iöngu lið- inni og þeirri nýliðnu þar sem sömu hömlur voru í heiðri hafðar. Þótt ráðamenn hafi tileinkað sér umbætur, er lífið erfitt fyrir þær 65 milljónir sem landið byggja- Margir, ef ekki flestir, íbúanna verða að framfleyta sér á mánaðarlaunum sem nema um 25 dollurum (er þá reiknað með opinbera gengi gjaldmiðilsins, dong, sem gefur ranga mynd). Fátækt og vanþróun Verðbólga í Víetnam er'um 1.000% á ári, og atvinnuleysi er mikið, þótt ekki séu birtar tölur um það opinberlega. Erfitt er að gera samanburð á Víetnam og öðram kommúnist- aríkjum vegna þess að þjóðin er fátæk og að eigin sögn vanþróuð. Trinh Xuan Lang, talsmaður for- sætisráðherrans, segir að sömu hugsjónir liggi að baki doi moi- stefnunni í Víetnam og perestro- ika í Sovétríkjunum, en „ástandið í þessum tveimur ríkjum er gjö- rólíkt". Að sögn Ngúyeris Xuan Oahn, áhrifamesta efnahagsráðgjafa ríkisstjómarinnar, era Víetnamar að „reyna að byggja upp eitthvað nýtt, án þess að hafa nokkra sér- staka fyrirmynd í huga. Það sem gerzt hefur í Austur-Evrópu á ekki við hér, við eram að leita í blindni." Hann segir að árangur- inn í Víetnam verði sambland þess bezta úr stjómkerfum auð- valdsskipulags og sósíalisma. Sjálfur er Oanh dæmigerður Þessi mynd var tekin í Ho Chi Minh-borg í apríl 1985, þegar haldið var upp á, að tíu ár voru liðin frá falli Suður-Víetnams. fyrir það raunsæi sem nú ríkir því hann hefði allt eins vel getað lent í „endurfræðslubúðum“ en ekki þægilegu einbýlishúsi sínu í Ho Chi Minh borg (áður Saigon). Hann hefur doktorspróf í hag- fræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, starfaði lengi hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Was- hington, og gegndi háu embætti hjá því sem Víetnamar nefna nú „leppstjóminni" í Suður- Víetnam. Nú er hann ráðgjafi flokksleið- toganna og náinn vinur Vo Van Kiet, sem senn tekur við embætti forsætisráðherra. Þegar yfirvöld taka menn á borð við Oanh í sátt er það viður- kenning á þörf þeirra fyrir að læra af sunnanmönnum, sem jafn- an hafa verið framkvæmdasamari og vitað er að lærðu margt af dvöl bandaríska hersins, sem lauk árið 1975. Eftir þijátíu ára stríð sem að- skildi Norður frá Suðri varð Víet- nam fyrsta kommúnistaríkið þar sem öll pólitísk völd héldust í fá- tækari helmingi landsins, en §ár- málavöldin, sem að miklu leyti stöfuðu af erlendum samböndum, héldust í þeim hluta landsins sem - verið var að „frelsa". Yfirvöldum sneríst hugur Viðbrögð víetnamska komm- únistaflokksins urðu þau að reyna að koma á einingu án tillits til sérkenna þjóðarhlutanna og reka stefnu jafnaðar í uppbyggingu, stefnu sem vestrænn sendifulltrúi sagði að miðaði að því að „skipta eymdinni jafnt milli allra“. Nýju leiðtogamir í Víetnam, sérstak- lega þeir Linh og Kiet, hafa hins- vegar dvalizt mikið fyrir sunnan og séð með eigin augum að þessi stefna vann gegn sjálfri sér. Auk þess leiddu aukin kynni af sunn- anmönnum smátt og smátt til þess að þeim varð ljóst að sumar af innfluttum vinnuaðferðum þeirra bára góðan árangur. Þessi niðurstaða þeirra varð til þess að ýmsum fyrri hugsjónum þeirra var kastað fyrir róða og aukin áherzla lögð á.áður forboðn- ar hugmyndir eins og arðsemis- sjónarmið, persónuábyrgð og sjálfsákvörðun. Kveikjan að þess- ari stefnubreytingu kom fram á 6. flokksþingi kommúnista sem haldið var í árslok 1986. „Þetta var á vissan hátt viðurkenning á því að ekki hafði verið haldið rétt á spilunum," segir Oanh. Nú er með ítrastu varúð verið að reyna að koma sumum hug- myndum flokksþingsins í fram- kvæmd. Hve víðtækar geta umbætumar orðið? Trinh Xuan Lang talsmaður forsætisráðherrans segir að end- umýjunaraðgerðimar „geti ekki náð út fyrir ramma stjómkerfisins í landinu, með öðram orðum þró- unar sósíalisma í Víetnam“ og, bætir hann við, kommúnistaflokk- urinn verður að stjóma þeim. Ekki kommúnismi? Þekkt menntakona í Ho Chi Minh borg, sem er hlynnt ríkis- stjóminni en þó ekki kommúnisti, segir að það sé ekki kommúnismi sem ríki í Víetnam, og bætir við þeirri skoðun sinni að um „allan heim er verið að draga úr hörku kommúnismans. Allir vonast til að fínna eigin leiðir sem séu við hæfi í þeirra löndum. Mikilvæg- asta prófraunin fyrir leiðtoga okk- ar er að spuija íbúa landsins hvort yfirvöldum hafí tekizt að aðlaga kerfið að þörfum þeirra." Hún er ekki frá því að svörin yrðu já- kvæð. En henni er ljóst hvað er mesta vandamálið. „í Víetnam," segir hún, „era efstu og neðstu þrep þjóðfélagsstigans samþykk umbótunum. Vandinn liggur hjá miðþrepinu, embættismannakerf- inu, sem getur haft mikil áhrif til hindranar." í Víetnam virðist ríkja ótrúlega mikill áhugi á öllu sem útlent er og, eins og erlendir gestir verða fljótlega varir við, vex þessi áhugi þegar Víetnamar finna að gestim- ir era ekki frá Austur-Evrópu. Að hluta til er þetta vegna þess að vestrænir gestir era taldir vera fjáðir, og að hluta til vegna þess að gestimir frá Vesturlöndum reyna ekki lengur að segja Víetnö- munum, sem vilja eindregið fá að ráða sínum málum sjálfir, fyrir verkum. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Obser- ver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.