Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Skóverksmiðjan Iðunn: Öllu starfsfólki sagt upp störfum SIS gengur til samninga við nokkra Akureyringa um kaup á verksmiðjunni ÖLLU starfsfólki skóverksmiðj- nýir aðilar taki við rekstrinum 1. ÖLLU starfsfólki skóverksmiðj- unnar Iðunnar, um 40 manns, var sagt upp störfum í gærmorgun. Verslunardeild SÍS á nú í viðræð- um við 6-8 einstaklinga á Akur- eyri um kaup á verksmiðjunni. Aðilum ber ekki saman um hve langt á veg viðræðurnar eru komnar. Gunnar Kjartansson forstöðu- maður hjá verslunardeild SÍS segir að einungis sé eftir að undirrita ^samninginn og það muni tefjast fram jrfir verkfall. Haukur Ár- mannsson, sem rekur bflasöluna Stórholt á Akureyri og er í forsvari fyrir væntanlega kaupendur, segir hins vegar að ýmis atriði séu enn ófrágengin og ekki verði ljóst hvort samningar takast fyrr en eftir 10-12 daga. Samkvæmt fyrirliggjandi sam- komulagi mun gert ráð fyrir að nýir aðilar taki við rekstrinum 1. ágúst næstkomandi en SÍS reki verksmiðjuna þangað til. Upp- sagnafrestur alls þorra starfsfólks- ins rennur út í júlí og ágúst en það á flest að baki áratugastarf hjá fyrirtækinu. Gunnar Kjartansson sagði ljóst að flestir yrðu endur- ráðnir en Haukur Ármannsson sagði að engar ákvarðanir hefðu enn verið teknar um ráðningar enda væri slíkt ekki tímabært. Haukur sagðist sem minnst vilja um málið segja, enn væru ýmis atriði sem brotnað gæti á og því vildi hann ekki vekja falsvonir hjá starfsmönn- um fyrirtækisins. „Það er ljóst að það þarf að endur- skipuleggja allan rekstur verk- smiðjunnar en við erum bjartsýnir á að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi,“ sagði hann. Hvorki Haukur né Gunnar Kjartansson vildu ekki láta uppi hvert kaupverðið væri og Haukur vildi ekki skýra frá því hverjir félagar hans væru, að öðru leyti en því að þeir væru „ungir athafnamenn". Hann sagði að nöfn þeirra yrði gerð opinber þegar og ef samningar tækjust. Þó kom fram í máli hans að 3-4 þeirra hyggist starfa við fyrirtækið. Morgunblaðið/RÞB Hluti starfsfólks Hljóðbylgjunnar ásamt þeim Einari Áskelssyni (lengst t.v.) og Pálma Guðmundssyni útvarpsstjóra, sem stendur næstur honum. Hljóðbylgjan eins árs: Leitum með logandi ljósi að fréttamanni Þorsteinn EA 610: Innlend og erlend til- boð berast í viðgerð - segir Pálmi Guðmundsson útvarpsstjóri Norðlenska útvarpsstöðin Hljóðbylgjan á ársafmæli í dag, 30. apríl. Af því tilefni ætla Hljóðbylgjumenn að hafa opið hús á milli kl. 14.00 og 16.00 þar sem gestir geta skoðað tækjabúnað, kynnt sér starfsemi stöðvarinnar, spjallað við dagskrárgerðarfólk og fengið sér kaffi og meðlæti. OPNUÐ verða tilboð í viðgerð á Þorsteini EA 610 nk. föstudag, en útgerðarfyrirtæki togarans, Samheiji hf., bauð verkið út. Útboðsgögn voru send til tveggja íslenskra skipasmíðastöðva, tveggja þýskra, eins dansks og til eins aðila í Englandi. Tugmillj- óna króna tjón varð á Þorsteini fyrir skömmu er hann lenti í is á Reykjarfjarðarál. Bolur skips- ins er illa farinn og þarf að skipta um stóran hluta hans. Skuthom er ónýtt að hluta auk þess sem skemmdir urðu í vélarrúmi. Akureyrin EA kom til hafnar í fyrradag með 220 tonn af heil- frystri grálúðu sem hún fékk vestur af Víkurál. Akureyrin heldur aftur á miðin um hádegi í dag. Aflinn verður settur í gáma og sendur á markað í Japan og Taiwan. Sam- heijamenn sendu grálúðu til Taiwan einnig í fyrra, en að sögn Þorsteins Vilhelmssonar eins eiganda fyrir- tækisins, er sá galli á að Taiwan- búar vilja aðeins stærstu lúðumar. Þorsteinn sagði að Japanir og Taiw- anmenn sæju sjálfir um flutnings- kostnað. Gámamir færu fyrst til Hamborgar þar sem þeim væri umskipað í önnur skip, sem færu austur á bóginn. Þorsteinn sagði að svipað verð fengist á báðum þessum mörkuðum fyrir grálúðuna. Margrét EA er nú á grálúðuveið- um einnig og hætti á rækjuveiðum fyrir um það bil tíu dögum. Þor- steinn sagði að rækjuveiði hefði verið treg og erfitt hefði verið að eiga við hana vegna íss. Um það bil fimmtán dagskrár- gerðarmenn starfa við stöðina. Ný- ráðinn útvarpsstjóri er Pálmi Guð- mundsson og í síðustu viku tók til starfa nýr auglýsingastjóri Einar Áskelsson. Að sögn Pálma verður dagskrá afmælisdagsins mjög svo frjálsleg og geta gestir jafnvel feng- ið að kynna sín eigin óskalög í beinni útsendingu. Pálmi sagði að þessa dagana væri útvarpsstöðin að leita að fréttamanni logandi ljósi og væru nokkrir í sigtinu. „Ég byijaði í síðustu viku, er aðallega að koma mér inn í starfið þessa fyrstu dagana, en ég get ekki neitað því að auglýsingaöflun er strembin nú í verkfallinu. Ein- göngu minni verslanimar eru opnar og hafa verslunarmenn þar í nógu öðru að snúast en að tala við auglýs- ingabetlara," sagði Einar Áskelsson auglýsingastjóri og hann bætti því við að heldur erfíðara væri um vik er nær drægi mánaðamótum en ella. „Mér fínnst þetta starf mitt mjög spennandi. Ég hef lengi haft áhuga á vinnu við fjölmiðla og vann um skeið að dagskrárgerð hjá RUVAK." Pálmi sagði að stefna Hljóð- bylgjumanna væri að gera meira fyrir hlustendur en verið hefði til þessa og væri fyrsta skrefíð í þá átt að fínna fréttamann, sem sæi um fréttir af svæðinu, fréttatengt efni og ynni að rabbþáttum með dagskrárgerðarfólki. „Við vitum að það er miklu meira hlustað á stöð sem hefur upp á að bjóða fréttir, en hingað til höfum við lítið sinnt hinu talaða máli. í stað þess hefur verið leikin tónlist, sem fólki fellur misjafnlega. Gerðar hafa verið hlustendakannanir hvað okkur varðar og kemur í ljós að við höfum töluverða hlustun á Akureyri og enn meiri hlustun í nágrannabyggðar- lögunum svo sem á Dalvík, Grenivík og á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Við erum með 2,5 kW sendi á meðan Bylgjan og Stjarnan eru aðeins með 100 watta senda og hefur jafnvel komið til tals að við settum upp endurvarpsstöðvar á Húsavík og á Siglufírði. Þá munum við fara í meira mæli að sinna nágranna- byggðunum og höfum nýlega feng- ið sérstakan tækjabúnað sem við getum ferðast með um staðina og sent beint,“ sagði Pálmi. Fyrir þá, sem hugsa sér að kynn- ast starfsemi Hljóðbylgjunnar, skal á það bent að hún er til húsa á Ráðhústorgi 1, efstu hæð. Leiðrétting í ÞÆTTI Morgunblaðsins „Hvað er að gerast um helgina" í dag- skrárblaðinu á föstudag var rangt farið með nafn leikstjóra og leik- ara í verki Leikfélags Akureyrar, „Fiðlaranum á þakinu.“ Þar segir að leikstjóri sé Theodór Júlíusson, en það er rangt. Leik- stjóri er Stefán Baldursson, en The- odór fer með aðalhlutverkið. Upp- talning leikara í þættinum á ekki við „Fiðlarann á þakinu" heldur ann- að leikrit LA, „Horft af brúnni", sem sýnt var í vetur. Morgunblaðið biðst . velvirðingar á þessum mistökum og leiðréttir þau hér með. Fyrsti maí í Borgarnesi Bessastaðakirkja Bessastaðakirkja: Siglfirðingar messa Siglufirði. SR. Vigfús Þór Vigfússon sókn- arprestur á Siglufirði hefur haldið suður með organista og kirkjukór í boði Bessastaðasókn- ar og sr. Braga Friðrikssonar. Sr. Vigfús messar í Bessastaða- kirkju á sunnudag kl. 14 og munu kirkjukór hans og organisti sjá um tónlistarflutning við messuna. Að sögn sr. Braga Friðrikssonar standa vonir til að Álftnesingar geti endurgoldið heimsókn Siglfírð- inganna innan tíðar. - Matthías HÁTÍÐARHÖLD stérttarfélag- anna í Borgarfirði 1. mai hefjast á Hótel Borgarnesi klukkan 13:30. Lúðrasveit Borgarness leikur und- ir stjóm Bjöms Leifssonar og Sigr- ún D Elíasdóttir formaður 1. maí - nefndarinnar setur samkomuna. Ræðu dagsins flytur Þóra Hjalta- dóttir formaður Alþýðusanmbands Norðurlands og ávörp fulltrúa stétt- arfélaganna flytja Baldur Jónsson fyrir Verkalýðsfélag Borgarness og Jón Helgi Óskarsson, Verslunar- mannafélagi Borgamess. .Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson skemmta með söng og píanóleik, Hjörtur Benediktsson úr Landeyjum fer með eftirhermur og Hafsteinn Benediktsson Selfossi les frumort ljóð. Söngflokkurinn Oktavía frá Ákranesi og Samkór Hvanneyrar syngja. Kvikmyndasýning verður fyrir böm í samkomuhúsinu klukkan 14 og klukkan 16 verður opnuð mál- verkasýning Stefáns Rafns Vil- hjálmssonar í Snorrabúð. Friðarömmur krefj- ast viðskiptabanns HÓPUR sem nefnir sig „íslenskar friðarömmur" skoraði nýverið á utanríkisráðherra að beita sér fyrir viðskiptabanni á Suður Afríku. Samtökin hófu göngu sína um síðustu áramót. í kynningarbréfi þeirra segjast friðarömmumar ætla að beita sér fyrir verndun bama gegn þeirri striðsógnun sem yfir heim- inum vofi. í áskorun samtakanna á hendur utanríkisráðherra segir að með við- skiptabanni geti íslendingar mót- mælt forkastanlegum og ómannúð- legum aðgerðum stjómvalda í Suð- ur-Afríku. „Við getum þess vegna ekki haft biðlund til haustsins með að slíkar ráðstafanir verði gerðar og teljum þar af leiðandi að mál þetta eigi að leggja fyrir þingið nú þegar og afgreiðast strax,“ segja bréfritarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.