Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 27 Ársskýrsla bandaríska varnarmálaráðuneytisins: Síst dregiir úr hernaðar- uppbyggingu Sovétmanna Hreyfanlegar langdrægar eldflaugar og ný tegund sprengjuflugvélar Washington, Reutcr. SOVÉTMENN hafa nú tiltækar tvær g-erðir hreyfanlegra lang- drægra kjarnorkueldflauga, sem myndu treysta mjög varnir þeirra i hugsanlegum kjarn- orkuátökum. Langdrægar landeldflaugar Bandaríkja- manna eru á hinn bóginn ekki hreyfanlegar. Þær fregnir að austan, sem mestu máli eru taldar skipta, eru af nýrri teg- und langdrægra eldflauga, SS- 24, sem Rauði herinn tók ný- lega í notkun. SS-24 er búin tíu kjarnaoddum og er skotið af járnbrautarvögnum. Með þess- um hætti geta Sovétmenn flutt flaugar þessar til á svipstundu og þvi vonlaust að reyna að skjóta á skotpallana, sem engir eru utan vagnanna. Kom þetta fram á blaðamannafundi, sem Caspar Weinberger, vamar- málaráðherra Bandaríkjanna, hélt við útgáfu árlegs rits ráðu- neytisins um vígbúnað Sov- étríkjanna, „Soviet Military Power — 1988“. Carlucci skýrði einnig frá ýmissi vigbúnaðar- þróun annarri í Sovétríkjunum og sagði hann að brátt yrði hin fullkomna sprengjuflugvél Blackjack tekin í notkun. Bandaríkjamenn ráða ekki yfir hreyfanlegum langdrægum land- eldflaugum en á Bandaríkjaþingi er þessa dagana deilt um hvort halda beri áfram þróun og smíði „Midgetman“-eldflaugarinnar. Eldflaug þessi verður hreyfanleg og mun bera einn kjamaodd. Þá greinir menn og á um hvort koma beri kjamorkueldflaugum af MX- gerð fyrir á hreyfanlegum vögn- um en hver slík eldflaug getur borið allt að tíu kjamaodda. í skýrslu vamarmálaráðuneyt- isins kemur fram að undir Moskvu og fleiri sovéskum borgum er að fínna neðanjarðarbyrgi þar sem ráðamenn geta hafst við komi til kjamorkustyijaldar. Carlucci sagði byrgi þessi í senn hugsuð sem stjómstöðvar í kjamorku- styijöld og íverustaðir ráðamanna á hættutímum. Carlucci segir að þegar hafi um tíu SS-24 flaugar verið teknar í notkun. Varar hann ennfremur við því að Sovétmenn færi sér tæknina sífellt betur í nyt og því sé hið tæknilega forskot lýðræðis- þjóðanna minna en nokkru sinni fyrr og fari sífellt minnkandi. „Marksækni hinna færanlegu SS-24 flauga og sú staðreynd, að þær munu að mestu leyti standa heilar eftir kjamorkuárás, auka drápsmátt hins langdræga kjam- orkuherafla Sovétrílq'anna stór- lega,“ segir meðal annars í hinu 175 síðna ársriti, en í því er ógrynni ljósmynda og upplýsinga um hemaðarmátt Sovétríkjanna. Segir ennfremur að með tilkomu SS-24 sé Sovétmönnum nær eng- in takmörk sett um hvaðan þeir skjóti kjamorkuflaugum sínum. Þar sem á annað borð eru jám- brautarteinar, er hægt að setja SS-24 í skotstöðu. Að sögn embættismanna vam- armálaráðuneytisins var SS-24, sem getur hæglega hæft skot- mörk í Bandaríkjunum, tekin í notkun síðla á síðasta ári. Tveim- ur árum áður höfðu Sovétmenn tekið í notkun aðra færanlega lq'amorkueldflaug, SS-25, en hún er aðeins með einn kjamaodd og er skotið af sérsmíðaðri vörubif- reið. Báðar tegundimar geta hæft skotmörk af mikilli nákvæmni í' um og yfir 10.000 km fjarlægð. Þrátt fyrir að upplýsingar um SS-24 og Blackjack-sprengjuflug- vélin hafi vakið mesta athygli, var hér síður en svo um einu nýmælin í vígbúnaði Sovétmanna að ræða. Á síðastliðnu ári hafa Sovétmenn: • Hleypt fjórða flugmóðurskipi sínu af Kiev-gerð af stokkunum. • Tekið hina nákvæmu SSN- 21 stýriflaug í notkun, en henni er skotið af hafí. • Hleypt þriðja kafbátnum af hinni fullkomnu Akula-gerð af stokkunum. • Tekið 11-76 ratsjárflugvél í notkun, en hún gegnir einnig hlut- verki fljúgandi stjómstöðvar á stríðstímum (AWACS). ■ Einn Akula-kafbátanna þriggja á Kyrrahafi. DOD DOD Blackjack-sprengjuflugvél, en hún getur flogið heimsálfna á milli. SS-24 flaug í skotstöðu á járnbrautarvagni. Sovétríkin; Umbótasinninn Boris Jeltsín iðrast einskis BORIS Jeltsín, fyrrum yfirmaður Moskvudeildar sovéska komm- únistaflokksins, segir í viðtali, sem nýverið birtist í sovésku tíma- riti, að gagnrýni sín á flokksforystuna hafi verið bæði „heiðarleg“ og „beinskeytt“. Jeltsín var vikið úr starfi og féll í ónáð eftir að ræðu sem hann flutti 21. október síðastliðinn á fundi miðstjórnar • sovéska kommúnistaflokksins. í ræðu sinni gagnrýndi Jeltsín slæ- lega framkvæmd umbótastefnu Míkhails S. Gorbatsjovs sem og forréttindi ráðamanna í Sovétríkjunum. Mál Jeltsíns vakti mikla athygli á Vesturlöndum og þótti sýna með ótvíræðum hætti að hart væri deilt um stefnu Sovétleiðtogans innan flokksforystunnar. Viðtalið birtist í þýskri útgáfu Moskvufrétta og er þetta í fyrsta skipti sem sovéskir fjölmiðlar ræða við Jeltsín frá því honum var vikið úr embætti flokks- formanns í Moskvu. Jeltsín naut umtalsverðra vinsælda í Moskvu og þótti sérlega kraftmikill boð- beri umbótastefnu Gorbatsjovs. Moskvufréttir er gefið út á fjölmörgum tungumálum en út- gáfa þess á þýsku hófst fyrr í þessum mánuði. Tímaritið er gefið út í Vestur-Þýskalandi en ritstjómarskrifstofurnar eru í Moskvu. Tvíþættur tilg'angur í viðtalinu kemur fram að Jeltsín, sem er 57 ára að aldri, hefur enn ekki náð sér fyllilega eftir hjartaáfall er hann fékk skömmu eftir að hann flutti ræð- una örlagaríku. Sovéskur blaðamaður, Míkhaíl Poltoranín ritar greinina um Jeltsín en talið er að tilgangurinn með birtingu hennar sé einkum tvíþættur. I fyrsta lagi hafi rit- stjórar tímaritsins talið þetta ákjósanlega leið til að kynna hina þýsku útgáfu þess og í annan stað hafi ráðamönnum þótt ástæða til að birta svar við grein, sem birtist í vestur-þýska dag- blaðinu Die Zeit í febrúar, og var sögð vera útskrift á ræðunni sem Jeltsín flutti á miðstjórnar- fundinum. Samkvæmt Die Zeit veittist Jeltsín ekki einungis að spilltum embættismönnum og andstæðingum umbótastefnunn- ar heldur gagnrýndi hann einnig Raisu, eiginkonu Gorbatsjovs, og Jegor Lígatsjov, hugmyndafræð- ing kommúnistaflokksins og annan valdamesta mann Sov- étríkjanna. í viðtalinu við Moskvufréttir segir Jeltsín ræð- una, sem birtist í Die Zeit vera blábera fölsun. (Frásögn af ræð- unni birtist hér í Morgunblaðinu sunnudaginn 17. apríl og var hún byggð á franska blaðinu Le Monde) Óhræddur o g ákveðinn Jeltsín kveðst einskis iðrast og lýsir yfir því að enn sé hann þeirrar skoðunar að hraða þurfi framkvæmd umbótaáætlunar- innar í Sovétríkjunum. Segist hann vera einn þeirra manna sem þori að feta ótroðnar slóðir og óttist ekki afleiðingarnar. Því hafí hann komið sjónarmiðum sínum á framfæri af einurð og Boris Jeltsín. heiðarleika. í greininni segir einnig að Jeltsín hafi verið flutt- ur fárveikur af sjúkrahúsi í nóv- embermánuði til að hann gæti verið viðstaddur fund forustu- manna Moskvudeildar kommúni- staflokksins. Greinarhöfundur kveðst hafa setið fundinn en á honum var Jeltsín fordæmdur vegna gagnrýni sinnar og sviptur völdum. Segir blaðamaðurinn það hafa vakið athygli sína hversu þrútinn Jeltsín hafi verið í andliti. Hafi þetta stafað af því að læknar hafi „dælt“ lyfjum í Jeltsín til þess að hann gæti hlýtt á óbótaskammir félaga sinna. Heimild: The New York Times. Bretland: Viðskipta- halli fer minnkandi London, Reuter. YFIRVÖLD á Bretlandi skýrðu frá þvi í gær að halli á viðskipt- um landsmanna hefði dregist saman um þriðjung í marsmán- uði. Fréttir þessar urðu til þess að pundið snarhækkaði í verði á gjaldeyrismörkuðum. Viðskiptahallinn var 854 milij- ónir sterlingspunda (um 60 millj- arðar ísl. kr.) í marsmánuði og hafði hann dregist saman um þriðjung frá því í febrúar er hann nam 1,32 milljörðum punda (um 92 milljörðum ísl kr.). Staða pundsins gagnvart helstu gjaldmiðlum styrktist mjög af þessum sökum og var það selt á 1,8870 dollara í London. Hlutabréf hækkuðu einnig í verði í kauphöll- inni þar í borg. Fjölmargir fjármál- asérfræðingar höfðu búist við auknum viðskiptahalla í marsmán- uði. Fjármálamenn gerast jafnan áhyggjufullir er fréttir berast af miklum viðskiptahalla þvi aukinn innflutningur á kostnað útflutn- ingsgreina' þykir bein ávísun á aukna verðbólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.