Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
31
Kaupfélag Skagfirðinga:
Rekstrarhalli um 39
ónir, en 23% veltuaukning
millj -
AÐALFUNDUR Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkróki
föstudaginn 22. apríl sl. Rétt til fundarsetu áttu 61 fulltrúi deilda
félagsins, auk 14 deildarsljóra félagsdeilda, stjórnar félagsins, endur-
skoðenda og kaupfélagsstjóra, alls 86 manns. Þess utan sátu að
vanda fundinn allmargir gestir.
Gunnar Björnsson
Selfosskirkja:
Selló-
tónleikar
GUNNAR Björnsson heldur tón-
leika í Selfosskirkju sunnudag-
inn 1. mai nk. kl. 17.
Á efnisskránni eru þijár svítur
fyrir einleiksselló eftir Johann Se-
bastian Bach, nr. 1 í G-dúr, nr. 2
í d-moll og nr. 3 í C-dúr.
(Fréttatilkynningj
Stjómarformaður, Stefán Gests-
son, Amarstöðum, minntist í upp-
hafi fundar þeirra 24 félagsmanna,
sem látist höfðu frá því að síðasti
aðalfundur var haldinn. Vottuðu
fundarmenn minningu þeirra virð-
ingu sína með því að rísa úr sætum.
I máli stjómarformanns og kaup-
félagsstjóra, Ólafs Friðrikssonar,
kom m.a. fram, að heildarvelta
Kaupfélags Skagfírðinga og fyrir-
tækja þess á sl. ári nam alls 1.846,1
millj. króna, og hafði aukist um 23%
milli ára. Mikil breyting var til verri
vegar í rekstri félagsins frá árinu
1986. Rekstrarafgangur án fjár-
munatekna og -gjalda varð rúmar
60 millj. króna, en niðurstaða
rekstrarreiknings varð rekstrarhalli
sem nam um 39 millj. króna á
móti tæpl. 16 millj. króna rekstrar-
afgangi árið áður. Fjármunamynd-
un frá rekstri varð rúmlega 31
millj. króna og eigið fé félagsins í
árslok er rúml. 470 millj. króna.
Fastir starfsmenn í árslok vom
258, og heildar launagreiðslur fé-
lagsins námu 217 millj. króna.
Helstu ástæður verri útkomu eru
stóraukin verðbólga, vaxtakostnað-
ur og aukinn launakostnaður.
Verslunarrekstur félagsins er sú
grein, er gekk einna verst á árinu.
Framhjá þeirri staðreynd verður
ekki litið, að íbúatala héraðsins
hefur staðið í stað undanfarin ár
og í raun má segja, að markaðs-
svæðið fari minnkandi.
Úr stjóm áttu að ganga þeir Stef-
án Guðmundsson alþingismaður á
Sauðárkróki, og Sigurður Sigurðs-
son á Brúnastöðum. Sigurður gaf
ekki kost á sér til endurkjörs og í
stað hans var kjörinn Ámi Sigurðs-
son á Marbæli, en Stefán var endur-
kjörinn.
Fjölmargar tillögur og ályktanir
voru .gerðar á fundinum, m.a.
áskomn til ríkisstjómarinnar, um
að ráðin verði bót á ijármögnunar-
vanda vinnslustöðva landbúnaðar-
ins, en í því felst m.a. að útflutn-
ingsbætur verði greiddar jafnóðum
og þær falla í gjalddaga og vaxta-
og geymslugjald verði endurgreitt
mánaðarlega eftir því, sem kostnað-
ur fellur til.
Ólafur Friðriksson, sem verið
hefur kaupfélagsstjóri undanfarin
sex ár, mun nú láta af störfum í
lok maí nk. og verður hann fram-
kvæmdastjóri verslunardeildar
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga. Við starfí hans tekur Þórólfur
Gíslason, sem verið hefur kaup-
félagsstjóri á Þórshöfn. Fundar-
menn þökkuðu Ólafí sérstaklega
farsæl störf í þágu félagsins og
vom honum afhentar gjafír frá
stjórn og félagsfólki, svo og frá
starfsmannafélagi kaupfélagsins'
(Fréttatilkynning;)
Athugasemd frá
Sambandi íslenskra
viðskiptabanka
* ■
ijw ; 1 ■ ■ xjfe
-01
-- *■*
- j ■ 9* U ÍT' i í
i I {> j CJt V* tflnij i
j v ■ } 1 £» ~ m it
i3 ' ....................... ......
/ ;>-■■■. f.)1 k;
Hótel Lind:
Mælsku- og
rökræðu-
keppni
MÆLSKU- og rökræðukeppni
III. ráðs ITC á íslandi verður
haldin á Hótel Lind, Rauðar-
árstíg 18, Reykjavik, i dag, lau^-
ardaginn 30. aprU, kl. 14.
Þetta er úrslitakeppni milli ITC
Bjarkar í Reykjavík og ITC Aspar
á Akranesi.
Lögð verður fram tillagan að
Alþingi íslendinga verði flutt á sinn
foma og uppmnalega stað, Þing-
velli.
Meðmælendur em ITC Öspin og
andmælendur ITC Björkin. Allir em
velkomnir.
(Fréttatilkynning)
SAMBAND íslenskra viðskipta-
banka hefur áhyggjur af skrifum
sem birst hafa nú nýlega um að
persónulegar upplýsingar um
viðskiptamenn bankanna eigi að
hafa lekið út.
í athugunum bankanna hefur
ekkert komið fram sem bendir til
að þessar fréttir um vísvitandi trún-
aðarbrest bankamanna séu á rökum
reistar. Þar sem bankamir leggja
mjög mikla áherslu á fullkomið
trúnaðarsamband milli viðskipta-
manna og banka, hafa þær ströngu
reglur um bankaleynd sem öllum
starfsmönnum em kunnar verið
áréttaðar. Samkvæmt 25. gr. laga
nr. 86/1985 um viðskiptabanka
ríkir tvímælalaus þagnarskylda
allra starfsmanna bankanna um öll
viðskipti manna við viðkomandi
stofnun og við ráðningu er starfs-
manni skylt að skrifa undir þagnar-
og trúnaðarheit. Auk þess em í
gangi mjög víðtæk öryggiskerfi er
varða samskipti bankanna og
Reiknistofu bankanna. Ekki er öðr-
um leyfður aðgangur að upplýs-
ingakerfum reiknistofu en deildar-
stjóram og öðram yfírmönnum og
þá með sérstökum lykilorðum. Þá
er starfandi á vegum Reiknistofu
bankanna sérstök öryggismála-
nefnd sem tryggja á að engar upp-
lýsingar geti borist frá Reiknistofu
til annarra en viðkomandi banka.
Ef slíkt trúnaðarsamband er
brotið er það tvímælalaust brott-
rekstrarsök viðkomandi starfs-
manns.
Bankasambandið harmar skrif í
æsifréttastíl um viðkvæm mál af
þessu tagi samkvæmt einhliða frá-
sögnum. Vissulega geta orðið mis-
tök í öllum samskiptum og geta
bankar ekki frekar en aðrir ábyrgst
að þau eigi sér aldrei stað.
Tússmynd eftir Jan Knap.
Nýlistasafnið:
Samsýning fimm er-
lendra listamanna
SAMSÝNING verður opnuð í
Nýlistasafninu í dag, laugardag,
kl. 16 á verkum fimm erlendra
listamanna, John Van’t Slot, Jan
Knap, Peter Angerman, Pieter
Holstein og Martin Disler.
Flest verkin era í einkaeign á
íslandi. Listamennimir hafa allir
sýnt verk sín hér á landi áður.
Athugasemd
Blönduósi.
BJÖRN Magnússon formaður
stjómar Kaupfélags Húnvetn-
inga vill koma á framfæri eftir-
farandi athugasemd vegna frétt-
ar í Morgunblaðinu 27. apríl af
aðalfundi kaupfélagsins.
Það er ofsagt að kaup hafi verið
gerð á framleiðslurétti á skelfisk-
plóg Einars Jóhannssonar á Blöndu-
ósi, en samkomulag hefur verið
gert á milli Einars og kaupfélagsins
um smlði á tveimur skelfiskplógum.
Samningur um frekara samstarf
þessara aðila liggur fyrir en hefur
ekki enn verið staðfestur.
©
INNLENT
Háskólabíó:
„Hentu mömmu af lestinni“
Háskólabíó hefur tekið til sýn-
inga kvikmyndina „Hentu
mömmu af lestinni” með Danny
DeVito, Billy Crystal, Kim Greist
og Anne Ramsey í aðalhlutverk-
um. Leikstjóri er Danny DeVito.
! frétt frá kvikmyndahúsinu seg-
ir m.a. um söguþráðinn: Larry er
háskólakennari í bókmenntum, kon-
an hefur sagt skilið við hann og
tekið með sér handrit af skáldsögu
sem hann hafði skrifað og það sem
verra er — skáldsagan slær í gegn.
Nemendur Larrys era ekki upp
á marga físka en lakastur er þó
Owen sem býr við ofríki móður
sinnar. Owen hundeltir Larry með
handrit að skáldsögu sinni og hann
verður áheyrandi að því að Larry
formælir fyrram eiginkonu og rit-
þjófi og óskar henni dauða. Owen
heldur síðan til Hawaii þar sem
Margaret, fyrram eiginkona Larrys
Sknðför í siltstemi frá Þórisdal í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu.
Kynning á förum eft-
ir lífverur í setlögum
Ann Ramsey og Danny DeVito i hlutverkum sínum i kvikmyndinni
„Hentu mömmu af lestinni“.
býr og hyggst ráða hana af dögum.
í staðinn væntir hann þess að Larry
endurgjaldi sér greiðann og komi
móður sinni fyrir kattamef.
En ýmislegt fer öðra vísi en ætl-
að er. Mamma gamla reynist
lífsseigari en vænta mátti. Hinsveg-
ar telur lögreglan að Larry sé sekur
um hvarf fyrram eiginkonu og hef-
ur að rannasaka málið.
í DAG verður opnuð kynning í
sýningarsal Náttúrufræðistofn-
unar Islands, Náttúrugripasafn-
inu. Kynnt verða för eftir lífver-
ur (lifför) f fornum setlögum og
hvað má út úr þeim lesa.
Líffarafræðin er sjálfstæð grein
innan jarðfræðinnar og gildi hennar
fyrir ýmsar hagnýtar rannsóknir fer
vaxandi.
Sýningarsalur Náttúrafræði-
stofnunar íslands er opinn þriðju-
fímmtudaga, laugardaga og
sunnudaga frá kl. 13.30 til 16 alla
dagana. Líffarasýningin stendur til
12. maí.
Hér á landi hafa rannsóknir á
föram eftir lífverar verið litlar. För-
in era þó hér eins og víðast annars
staðar bæði í setlögum (t.d. á Tjör-
nesi, í Fossvogi, í Þórisdal, í Lóni
og víðar) og á hörðu undirlagi, t-d.
á og í skeljum o.s.frv.
(Úr fréttatilkynningu)