Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 7
886Í JÍJI'JA .OS aUOAQHAOUAJ .QHJAIíTMUO'IOM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
7
Þúsund tonnum náð
VÉLBÁTURINN m/b Suðurey
frá Vestmannaeyjum fór yfir
þúsund tonna afla síðastliðinn
þriðjudag. Suðurey hafði þá
veitt um 1030 tonn á yfirstand-
andi vertíð. Tómas ísfeld, mat-
sveinn á Suðurey, bjó áhöfn og
gestum stórveislu í tilefni þús-
und tonna áfangans og nokkrar
ijómatertur og brauðtertur
hurfu ofan í veislugesti ásamt
súkkulaði. Á stóru myndinni
sést er landað er úr Suðu-
reynni, en á innfelldu myndinni
sjást, frá vinstri: Þórarinn Sig-
urðsson, rafvirki og yfirtertu-
smakkari, Sigurður Georgsson,
skipstjóri, Tómas ísfeld, mat-
sveinn, og Garðar Ásbjörnsson,
útgerðarstjóri.
Morgunblaðiö/Sigurgeir
Vaka við sljórn
Stúdentaráðs HI
KJÖR stjórnar í Stúdentaráði
Háskóla íslands fór fram í
fyrrakvöld. Vökumenn tóku við
stjórnartaumum og var Sveinn
Andri Sveinsson kjörinn form-
aður Stúdentaráðs.
Kosningar fóru fram til Stúd-
entaráðs 15. mars síðastliðinn.
Urslit kosninganna urðu þau að
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta, fékk meira en helming
greiddra atkvæða. Þijátíu manns
sitja í Stúdentaráði og er helming-
ur ráðsins kjörinn á hveiju ári, til
tveggja ára í senn. Vaka bætti í
þessum kosningum við sig^veimur
mönnum og hefur Vaka nú helm-
ing ráðsins.
Eftir langar samningaviðræður
tókst loks samkomulag í þessari
viku milli Vöku og Röskvu, félags
félagshyggjufólks, sem felst í því
að Vaka færa alla stjórn SHÍ gegn
því að Röskva fær fulltrúa í stjóm
Félagsstofnunar stúdenta og í
stjóm Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
Aðrir sem valdir vom í stjóm
SHÍ eru Lilja Stefánsdóttir, Vil-
hjámur Jens Ámason, Magnús Már
Magnússon, Inga Dóra Sigfús-
dóttir og Ásdís Halla Bragadóttir.
Fulltrúi í stjóm Félagsstofnunar
var kjörinn Ómar Geirsson, en
Sveinn Andri Sveinsson, nýkjör-
inn formaður Stúdentaráðs Há-
skóla íslands.
kosningu fulltrúa SHÍ í stjóm LÍN
var frestað.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Sveinn Andri Sveinsson, nýkjörinn
formaður, að nú reyndi mjög á
samstarfsviljann i Stúdentaráði,
enda væm mörg verkefni framund-
an. „Ég hlakka til að takast á við
þessi verkefni og þá ábyrgð, sem
er að halda góðu samstarfi innan
Stúdentaráðs, því öðmvísi næst
ekki árangur," sagði Sveinn Andri.
Menntamálaráðherra:
Starfshópur um
stytdngu námstíma
Menntamálaráðherra hefur
sett á stofn starfshóp til þess
að kanna ástæður þess að nem-
endur ljúka stúdentsprófi einu
ári eldri hér á landi en í ná-
grannalöndunum. Óskað er eft-
ir því að hópurinn Ijúki störfum
ekki siðar en 1. nóvember næst-
komandi.
Skipan starfshóps þessa er í
samræmi við svar menntamála-
ráðherra við fyrirspum Geirs H.
Haarde á Alþingi um það hvort
ráðherra hefði í huga að beita sér
fyrir því að námstími til stúdents-
prófs yrði styttur og fólki þannig
gert kleift að hefja háskólanám á
sama aldri og gengi og gerðist I
nágrannalöndunum. í svari ráð-
herra kom fram að öll skólastig
skyldu hafa aðild að hópnum,
gmnnskóli, framhaldsskóli og há-
skóli og auk þess fulltrúar kenn-
arasamtaka og ráðuneytis.
í starfshópnum em Hörður Lár-
usson, deildarstjóri, sem er form-
aður, Bjöm Búi Jónsson, fram-
haldsskólakennari, Dr. Friðgeir
Börkur Hansen, Kennaraháskóla
íslands, Haraldur Finnsson, skóla-
stjóri, Hrólfur Kjartansson, deild-
arstjóri, Lilja M. Jónsdóttir, gmnn-
skólakennari, Stefán Baldursson,
aðstoðarmaður Háskólarektors og
Þór Vigfússon, skólameistari.
ERTU
SÓKN
EÐA LÆTURÐU LUKKUNA RAÐA?
MA RKA ÐSFRÆÐI
FYR/R STJÓRNENDUR
3.-4. maí kl. 8:30-17:30
Tækifæri til átaks í markaðsmálum.
Námskeið þetta gefur innsýn í fræðigreinina og skilning
á mikilvægi markaðsstarfsemi.
■ MARKAÐSSETN/NG
NÝRRAR VÖRU OG ÞJÓNUSTU
5.-6. maí kl. 8:30-17:30
HVERNIGÁAÐ KOMA NÝJUNGUM
Á FRAMFÆRI?
1. Vöruþróun ernauðsyn.
2. Henni fylgir áhætta. Yfirleitt misferst önnur hver
nýjung á markaðnum.
3. Markaðsrannsóknir og rétt mat á þeim er forsenda
vöruþróunar.
NÁMSKEIÐIN ERU HALDIN Á HÓTEL LOFTLEIÐUM.
Innritun til mánudagsins 2. maí.
VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA
FÉLAGSMENN SÍNATIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM
Leiðbeinandi á báð
um námskeiðunum
er Dennis Anderson,
prófessor í markaðs-
fræðum í Manitóba-
háskóla. Prófessor
Anderson er mjög
eftirsóttur fyrirlesari
og hefurvíðtæka
reynslu í námskeiðs-
haldi og rekstrar-
ráðgjöf.
Stjórnunarfélag Islands
Ánanaustum 15 Simi: 6210 66
RITVÉLAR
REIKNIVÉLAR
PRENTARAR
TÖLVUHÚSGÖGN