Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 7
886Í JÍJI'JA .OS aUOAQHAOUAJ .QHJAIíTMUO'IOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 7 Þúsund tonnum náð VÉLBÁTURINN m/b Suðurey frá Vestmannaeyjum fór yfir þúsund tonna afla síðastliðinn þriðjudag. Suðurey hafði þá veitt um 1030 tonn á yfirstand- andi vertíð. Tómas ísfeld, mat- sveinn á Suðurey, bjó áhöfn og gestum stórveislu í tilefni þús- und tonna áfangans og nokkrar ijómatertur og brauðtertur hurfu ofan í veislugesti ásamt súkkulaði. Á stóru myndinni sést er landað er úr Suðu- reynni, en á innfelldu myndinni sjást, frá vinstri: Þórarinn Sig- urðsson, rafvirki og yfirtertu- smakkari, Sigurður Georgsson, skipstjóri, Tómas ísfeld, mat- sveinn, og Garðar Ásbjörnsson, útgerðarstjóri. Morgunblaðiö/Sigurgeir Vaka við sljórn Stúdentaráðs HI KJÖR stjórnar í Stúdentaráði Háskóla íslands fór fram í fyrrakvöld. Vökumenn tóku við stjórnartaumum og var Sveinn Andri Sveinsson kjörinn form- aður Stúdentaráðs. Kosningar fóru fram til Stúd- entaráðs 15. mars síðastliðinn. Urslit kosninganna urðu þau að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, fékk meira en helming greiddra atkvæða. Þijátíu manns sitja í Stúdentaráði og er helming- ur ráðsins kjörinn á hveiju ári, til tveggja ára í senn. Vaka bætti í þessum kosningum við sig^veimur mönnum og hefur Vaka nú helm- ing ráðsins. Eftir langar samningaviðræður tókst loks samkomulag í þessari viku milli Vöku og Röskvu, félags félagshyggjufólks, sem felst í því að Vaka færa alla stjórn SHÍ gegn því að Röskva fær fulltrúa í stjóm Félagsstofnunar stúdenta og í stjóm Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Aðrir sem valdir vom í stjóm SHÍ eru Lilja Stefánsdóttir, Vil- hjámur Jens Ámason, Magnús Már Magnússon, Inga Dóra Sigfús- dóttir og Ásdís Halla Bragadóttir. Fulltrúi í stjóm Félagsstofnunar var kjörinn Ómar Geirsson, en Sveinn Andri Sveinsson, nýkjör- inn formaður Stúdentaráðs Há- skóla íslands. kosningu fulltrúa SHÍ í stjóm LÍN var frestað. í samtali við Morgunblaðið sagði Sveinn Andri Sveinsson, nýkjörinn formaður, að nú reyndi mjög á samstarfsviljann i Stúdentaráði, enda væm mörg verkefni framund- an. „Ég hlakka til að takast á við þessi verkefni og þá ábyrgð, sem er að halda góðu samstarfi innan Stúdentaráðs, því öðmvísi næst ekki árangur," sagði Sveinn Andri. Menntamálaráðherra: Starfshópur um stytdngu námstíma Menntamálaráðherra hefur sett á stofn starfshóp til þess að kanna ástæður þess að nem- endur ljúka stúdentsprófi einu ári eldri hér á landi en í ná- grannalöndunum. Óskað er eft- ir því að hópurinn Ijúki störfum ekki siðar en 1. nóvember næst- komandi. Skipan starfshóps þessa er í samræmi við svar menntamála- ráðherra við fyrirspum Geirs H. Haarde á Alþingi um það hvort ráðherra hefði í huga að beita sér fyrir því að námstími til stúdents- prófs yrði styttur og fólki þannig gert kleift að hefja háskólanám á sama aldri og gengi og gerðist I nágrannalöndunum. í svari ráð- herra kom fram að öll skólastig skyldu hafa aðild að hópnum, gmnnskóli, framhaldsskóli og há- skóli og auk þess fulltrúar kenn- arasamtaka og ráðuneytis. í starfshópnum em Hörður Lár- usson, deildarstjóri, sem er form- aður, Bjöm Búi Jónsson, fram- haldsskólakennari, Dr. Friðgeir Börkur Hansen, Kennaraháskóla íslands, Haraldur Finnsson, skóla- stjóri, Hrólfur Kjartansson, deild- arstjóri, Lilja M. Jónsdóttir, gmnn- skólakennari, Stefán Baldursson, aðstoðarmaður Háskólarektors og Þór Vigfússon, skólameistari. ERTU SÓKN EÐA LÆTURÐU LUKKUNA RAÐA? MA RKA ÐSFRÆÐI FYR/R STJÓRNENDUR 3.-4. maí kl. 8:30-17:30 Tækifæri til átaks í markaðsmálum. Námskeið þetta gefur innsýn í fræðigreinina og skilning á mikilvægi markaðsstarfsemi. ■ MARKAÐSSETN/NG NÝRRAR VÖRU OG ÞJÓNUSTU 5.-6. maí kl. 8:30-17:30 HVERNIGÁAÐ KOMA NÝJUNGUM Á FRAMFÆRI? 1. Vöruþróun ernauðsyn. 2. Henni fylgir áhætta. Yfirleitt misferst önnur hver nýjung á markaðnum. 3. Markaðsrannsóknir og rétt mat á þeim er forsenda vöruþróunar. NÁMSKEIÐIN ERU HALDIN Á HÓTEL LOFTLEIÐUM. Innritun til mánudagsins 2. maí. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNATIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM Leiðbeinandi á báð um námskeiðunum er Dennis Anderson, prófessor í markaðs- fræðum í Manitóba- háskóla. Prófessor Anderson er mjög eftirsóttur fyrirlesari og hefurvíðtæka reynslu í námskeiðs- haldi og rekstrar- ráðgjöf. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 Simi: 6210 66 RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.