Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 . Verkfallið í Leifsstöð: 50 bókaðir á með- an verkfallsverð- ir brugðu sér frá „Látum þetta ekki koma fyrir aftur,“ sagði Magnús Gíslason formaður VS Keflavík. UM 50 manns notuðu tækifærið á meðan verkfallsverðir hurfu af braut í flugstöð Leifs Eirikssonar í gær og náðu að láta innrita sig til flugs til Bandaríkjanna. Fyrr um morguninn höfðu verkfallsverð- ir mætt fylktu liði og hindruðu farþega í að láta skrá sig með þrem vélum er voru að fara til Evrópu á vegiun Flugleiða. „Þetta látum við ekki koma fyrir aftur, við vorum fáliðaðir í gær, en von er á liðsauka frá Borgarnesi, Selfossi og Reykjavík í nótt,“ sagði Magnús Gíslason formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Magnús taldi líklegt að verkfallsvakt yrði í Flugstöðinni allan sólarhringinn. Fáir farþegar mættu til flugs í Flugstöðinni í gærmorgun, en þá voru þijár vélar Flugleiða á leið til Evrópu. Verkfallsverðir voru ekki eins flölmennir og morguninn áður, enda hafði náðst samkomulag við Amarflug um nóttina. Flestir far- þeganna sneru á braut þegar þeir sáu viðbúnaðinn, einn gerði þó til- raun til að komast í gegnum vamir verkfallsvarða, en hafði ekki erindi sem erfíði. Yfírmenn Flugleiða, Sig- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Um 50 farþegar náðu að láta innrita sig til flugs hjá Flugleiðum eftir að verkfallsverðir höfðu yfirgef- ið Flugstöðina. Það er Jón Óskarsson stöðvarstjóri sem afgreiðir farþegana. urður Helgason forstjóri Flugleiða og lögmaður Vinnuveitendasam- bands Islands voru á staðnum, en höfðust ekkert að. Eftir að vélamar voru famar laust eftir kl. 8:00 tóku verkfalls- verðimir að tínast á braut og komu ekki aftur fyrr en um þijúleytið. Þá höfðu um 50 farþegar náð að láta skrá sig til flugs með einu vél- inni sem flaug til Bandaríkjanna í gær og fór hún til Orlando. Amarflugsmenn höfðu gert sam- komulag við VS fyrr um morguninn og gekk flug þeirra eðlilega. Flogið var kl. 13:00 til Amsterdam og í morgun kl. 7:00 átti að fljúga á sömu leið og var vélin fullbókuð að sögn Inga Gunnarssonar stöðvar- stjóra Amarflugs. - BB VEÐUR I/EÐURHORFUR í DAG, 30.4. 88 YFIRLIT f gær: Austur við Noreg er minnkandi 1.022 mb hæð en yfir N-Grænlandi er vaxandi 1.025 mb hæð. Um 500 km suður af landinu er 1.000 mb lægð, en þokast austur. SPÁ: Fremur hæg norðaustanátt. Lítilsháttar þokumóða við norö- austurströndina og slydda á noröanverðum Vestfjörðum, annars staðar úrkomulaust og jafnvel bjartviðri sunnan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg norðan- og norðaustanátt, smá skúrir eöa slydduól um norðaustanvert landið, en víða bjart- viðri sunnan- og suövestanlands. Hiti 1—3 stig. HORFUR Á MANUDAG: Sunnan- og suðvestangola eða kaldi um vestanvert landið með smá súld, en hægviðri og úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti 1—2 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • V Skúrir -( \ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. * V Ét -Q^ Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka Há,,skýiað / y / * / * • 5 9 Þokumóða Súld 'ÚSk Skýjað W/Æ&ým / * / * Slydda / * / GO Mistur —Skafrenningur BBk Alskýjað * * * * Snjókoma * # * K Þrumuveður %k%. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hfti veður Akureyri 1 þoka Reykjavík 9 skýjað Björgvin 12 skýjað Helsinki 12 léttskýjað Jan Mayen -i-3alskýjað Kaupmannah. 6 rigning Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk +2 alskýjað Ósló 14 skýjað Stokkhóimur 1S léttskýjað Þórshöfn 6 skúr Algarve 17 skýjað Amsterdam 12 mistur Aþena vantar Barcelona 18 skýjað Berfin 16 skýjað Chicago 4 heíðskírt Þeneyjar 18 alskýjað Frankfurt 13 hilfskýjað Glasgow 9 léttskýjað Hamborg 14 mistur Laa Palmas 21 léttskýjað London 9 rigning Los Angeles 12 hoiðskírt Lúxemborg 14 skýjað Madrfd 16 alskýjað Mataga 26 léttskýjað Mallorca 20 skýjað Montreal 6 rigning New York 9 skúr Paria 16 skýjað Róm 19 skýjað San Diego 13léttskýjað Winnlpeg 6 léttskýjað Samningaviðræður ríkisins og KÍ: Viðræðulisti settur saman og fundur boðaður á mánudag Samninganefndir rikisins og Kennarasambands íslands funduðu í gær og var þá settur saman viðræðulisti og nýr fundur boðaðaur á mánudag. Á fundi samninganefnda rikisins og Hins íslenska kenn- arafélags, sem haldinn var á miðvikudag, miðaði hins vegar lítið í samkomulagsátt, enda ekki rætt um einstök samningsatriði. Nýr fundur hefur ekki verið ákveðinn. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að um miðjan apríl hefði samninga- nefndin lagt fram tillögu til HÍK og KÍ um tilhögun viðræðna og var tillagan í níu liðum. Jafnframt hefði því verið lýst yfir, að ef kennarar teldu viðræðum betur komið með öðru fyrirkomulagi, til dæmis undir stjóm ríkissáttasemjara, væri samninganefnd ríkisins fús til að ræða slíkan möguleika. „Á fundin- um á miðvikudag fengum við engin svör frá HÍK um þessar tillögur okkar," sagði Indriði. „Við lýstum hins vegar yfír vilja okkar til að ræða við fulltrúa HÍK þegar þeim sem segir að á fundinum hafí samn- inganefnd ríkisins ekki lagt fram neitt tilboð til kennara, þó kröfur HÍK hafí lengi legið ljósar fyrir. Þá hafí HÍK vænt svars á fundinum við fyrirspum sinni til stjómvalda um það, hvort opinber ummæli fjár- málaráðherra um vinnutíma kenn- ara endurspegluðu mat ríkisstjóm- arinnar á störfum kennara. Slíkt svar hafí ekki borist. Vegna þessa hafí stjóm og samninganefnd HÍK samþykkt ályktun, þar sem kemur fram að kennaramir hafí af því þungar áhyggjur ef samningar þeirra verða enn lausir þegar næsta skólaár hefst. Þá sé ljóst að HÍK hentar, en annar fundur hefur ekki verið ákveðinn." Eftir fundinn á miðvikudag sendi HÍK frá sér fréttatilkynningu, þar telji sér ekki fært að semja um kaup og kjör við fjármálaráðherra meðan hann haldi því fram að kenn- arar svíkist um í starfí sínu. Fínnsk þjóðlist sýnd í Norræna húsinu SÝNING á verkum eftir finnska listmálarann Akseli Gallen-Kallela verður opnuð i Norrænahúsinu í dag, laugardag. Hér er um að Talinnhafa orðið úti EKKI hefur verið leitt í þ'ós hvert var banamein skoska sjómannsins, sem fannst látinn í Vestmannaeyj- um á miðvikudag. Talið er likleg- ast að hann hafi orðið úti. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær fann vegfarandi mann- inn látinn á hraumkambi ofan við Vestmannabraut á miðvikudags- kvöld. Lík hans var flutt til Reykja- víkur til krufningar, en dánarorsök var ókunn í gær. Flest bendir þó til að hann hafí sofnað á hraunkambin- um og orðið úti. ræða myndskreytingar við kvæða- bálkin Kalevala, en á sýningunni eru einnig Ijósmyndir, sem teknar hafa verið i þorpum karelskra kvæðamanna. Loks verður sýnt safn af grfsk-kaþólskum fkonuni. „Akseli Gallen-Kallela (1865- 1931) hefur verið kallaður þjóðlistar- maður Finnlands vegna þess hve fjöl- hæfur og miklvægur aflvaki hann hefur verið í þjóðlegn fínnskri menn- ingu. Gallen-Kallela hóf listferill sinn skömmu fyrir síðustu aldamót og var frumkvöðull þess þjóðemisrómatíska stíls, sem þróaðist í Finnlandi um þær mundir til mótvægis við sífellt aukinn þrýsting stjómvalda í St. Pétursborg, þegar þau hugðust kæfa fínnska þjóðmenningu og gera landið að öllu rússneskt," segir meðal ann- ars í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu. Sýningu þessari eru gerð skil í menningarblaði Morgunblaðsins f dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.