Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna „Au-pair“ Gautaborg íslensk læknafjölskylda með tvö börn, 7 og 2ja ára, óskar eftir au-pair stúlku til eins árs frá miðjum júlí ’88. Þarf að vera sjálfstæð, reglusöm, barngóð og helst átján ára eða eldri. Áhugasamar sendi upplýsingar á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 10. maí merktar: „Barngóð”. Góðar aukatekjur Sölufólk óskast í spennandi söluverkefni. Góð- ir tekjumöguleikar og sveigjanlegur vinnutími. Viðkomandi mun taka þátt í sérstöku þjálfun- arnámskeiði. Lysthafendur vinsamlega leggið inn upplýs- ingar um nafn, aldur, búsetu og fyrri störf til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 5. maí nk. merkt: „Sala - 88". ________________ Stýrimann og háseta vantar á 182 tonna bát sem gerður er út á línuveiðar frá Norðurlandi. Upplýsingar í vinnusíma 96-33120 og heima- síma 96-22923. Skrifstofustarf Vön skrifstofustúlka óskast til starfa hálfan daginn, helst eftir hádegi. Eiginhandarumsóknum, er tilgreini aldur og fyrri störf, óskast skilað ti| auglýsingadeildar Mbl. fyrir 6. maí merktar: „Á - 938". m REYKJÞMÍKURBORG «■* = Aautoin Stödcci 'l' Heimilishjálp Á heilsugæslustöð Hlíðasvæðis vantar konu í fjölbreytt og skemmtilegt starf hálfan dag- inn. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 622320. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Aðstoðarlæknir Staða reynds aðstoðarlæknis við skurðdeild Landakotsspítala, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. maí 1988. Staðan veitist frá 1. október 1988. Reykjavik 29. april 1988. Starfsfólk óskast tiJ sumarafleysinga. Ýmis störf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Siglufjörður Blaðbera vantar til sumarafleysinga. Upplýsingar í síma 96-71489. Atvinna! Starfsfólk óskast nú þegar við fjölbreytta fisk- vinnsluvinnu. Góðar smáíbúðir. Upplýsingar í símum 93-86720 og 86624. Laus staða við verkfræðideild Háskóla íslands Staða kerfis- og rafeindafræðings við verk- fræðideild Háskóla íslands er laus til um- sóknar. Starfið er einkum fólgið í því, að hafa yfirum- sjón með tækjum og tölvum deildarinnar og sjá um þjónustu fyrir deildina í rafeindamál- um. Æskileg menntun er tæknifræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um náms- feril og störf umsækjanda skulu sendar til skrifstofu deildarinnar á Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík, fyrir 25. maí 1988. Nánari upplýsingar veitir Valdimar K. Jóns- son, deildarforseti, í síma 694653. Menntamálaráðuneytið, 25. apríl 1988. Viðskiptafræðingur af sölu- og markaðssviði óskar eftir starfi. Ýmislegt kemur til greina, einnig starf úti á landi. Upplýsingar í síma 43395. Kennarar Við Myllubakkaskóla í Keflavík verður tekin í notkun ný og fullkomin viðbygging næsta haust. í kjölfar þess hyggjumst við auka og efla skólastarfið og auglýsum því eftir: Sérkennara, tónmenntakennara, heimilis- fræðikennara, myndmenntakennara, íþrótta- kennara, talkennara og kennara forskóla- barna. Nánari upplýsingar um störf þessi veitir Kristján Á. Jónsson, skólastjóri í símum 92-11450 og 92-11686. Myllubakkaskóli. Sjúkraþjálfari - hlutastarf Sjúkraþjálfari óskast í hlutastarf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Stýrimaður Stýrimann vantar á mb. Halldór Jónsson SH 217 frá Ólafsvík. Báturinn rær með þorska- net og fer síðar á rækjuveiðar. Upplýsingar í síma 93-61128 og hjá skip- stjóra í símum 93-61385 og 985-21794. Stakkholt hf. Snyrtivörur Starfskraftur óskast til að hafa umsjón með sölu og dreifingu á þekktum snyrtivörum. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á snyrti- vörum, kunna ensku, geta unnið sjálfstætt og hafa stjórn á fólki. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. sem fyrst merktar: „S - 2757“. Akureyri Hjúkrunarfræðingar Við dvalarheimilið í Skjaldarvík vantar deild- arstjóra frá 1. júlí. Heimilið er um 7 km norð- an Akureyrar. Þar búa 70 manns. Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-23174 eða 96-21640. Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfs- mannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSK) Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar - Ijósmæður Óskum að ráða til sumarafleysinga: ★ Hjúkrunarfræðinga. ★ Sjúkraliða. ★ Ljósmóður. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 94-3014 eða -3020 alla virka daga milli kl. 8.00 og 16.00. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rann- sóknastöður við Raunvísindastofnun Háskól- ans sem veittar eru til 1-3 ára: a) Ein staða sérfræðings við eðlisfræðistofu. b) Þrjár stöður sérfræðinga við jarðfræði- stofu. c) Þrjár stöður sérfræðinga við stærðfræði- stofu. Stöðurnar verða veittar frá 1. september nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsókna- starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs raun- vísindadeildar og stjórnar Raunvísindastofn- unar Háskólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 27. maí nk. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um menntun hans og vísinda- leg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lok- uðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 27. april 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.