Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 17 HOsEásö ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 434. þáttur Jakob Bjömsson í Reykjavík sendir umsjónarmanni þáttanna um íslenskt mál í Morgunblaðinu eftirfarandi bréf: „Varðar: Erlend tökuorð, með sérstöku tilliti til orðsins róbóti. Ég vil byija á því að setja fram eftirfarandi staðhæfíngu og þætti mér vænt um að heyra skoðun þína á henni. Staðhæfíng: Nauðsynleg og fullnægjandi skilyrði þess að erlent orð öðlist þegnrétt í íslensku máli, og jafnrétti þar á við innlend orð, eru að: 1. Orðið falli á eðlilegan hátt inn í hljóðkerfí málsins. 2. Orðið lagi sig með eðlilegum hætti að beygingakerfí máls- ins. 3. Orðið hafí merkingarlegu hlutverki að gegna, þ.e. að ekki sé fyrir í málinu annað orð með nákvæmlega sömu merkingu. Góð dæmi um orð sem upp- fylla öll þijú skilyrðin eru „fílma" og „kvarki" (eða „kvark- ur“) [hugtak í eðlisfræði ör- einda]. Dæmi um orð sem upp- fyllir tvö fyrri, en ekki hið síðasta, er „kúnni“ (viðskipta- vinur). Orð eins og „imforma- tion“ uppfyllir ekkert þeirra. „Robot" uppfyllir hið þriðja, en ekki hin tvö. Aftur á móti fæ ég ekki betur séð en að orðið „róbóti" uppfylli þau öll. Hljóða- sambandið „-óbót-“ er gamalt í málinu. (Dæmi: „til óbóta“, „ekki skóbótarvirði" og vafa- laust má fínna fleiri). Þótt orðið róbóti eigi þannig fullan þegnrétt í málinu, ef fall- ist er á að þessi staðhæfíng sé rétt, er ekki þar með sagt að því sé tryggð vist þar, aðeins jafnrétti á við önnur orð. Vel getur svo farið að önnur orð útrými því, en það er þá ekki vegna þess að róbóti er af er- lendu bergi brotinn. Samkeppni ríkir í málinu eins og víðar, og við skulum vona að þar haldi sá velli sem hæfastur er þótt ekki sé það nú endilega alltaf reynsl- an. En róbótinn á að minnsta kosti að fá að keppa á jafnréttis- grundvelli, án fordóma gagnvart uppruna hans. Ekki líst mér á orðið „tilberi" fyrir róbóta. Sú röksemd, að tæki þetta „beri sig til“ við verk sitt, þykir mér haldlítil, því hvaða tæki gerir það ekki? Sú röksemd, að það „beri eitthvað til einhvers" á enn síður við; frá því sjónarmiði væri tilberi frem- ur réttnefni á færibandi en á róbóta. Margir róbótar bera þar að auki ekki neitt til neins. Orðið „robbi“ get ég tæpast tekið alvarlega sem heiti á rób- óta; það gæti gengið sem stytt- ing, eða einskonar gælunafn, á róbóta í vissum tilvikum; ekki sem alvörunafn. Sem slíkt flokk- ast það undir gruggorð, sem ég vil nefna svo, þ.e. orð sem „grugga" málið; rýra gegnsæi þess. Vík ég að því síðar. Það má svo sem láta sér til hugar koma ýmis orð með svip- aða hugsun í sér fólgna og rób- óti; þ.e. sá sem erfíðar, þrælar, stritar. Orð eins og „púli“ (beyg- ist eins og múli) eða „striti" (beygist eins og -riti í sambönd- um eins og hljóðriti). En ég fæ ekki séð að þau hafí neina kosti fram yfír róbóta og þetta ber því ekki að skoða sem tillögu af minni hálfu. Ég legg til að við höldum okkur við róbótann; hef til þessa ekki heyrt neina frambærilega röksemd gegn honum. Já, vel á minnst: Orð með svipaða hugsun í sér fólgna og róbóti, orðið sem menn vilja fá annað orð yfír. Mér hefur oft virst sem menn vilji gleyma því að megintilgangur mannlegs máls er að tjá mannlega hugs- un. Þýðing úr einu tungumáli í annað er að mínu mati í því fólg- in að klæða sömu hugsunina og var í ákveðnum orðbúnaði í málinu, sem þýtt var úr, í nýtt orð úr málinu sem þýtt er á. Orð beggja málanna verða að fela í sér sömu hugsun; hún má ekki glatast í þýðingunni. Nú á dögum virðist það mikil tíska að velja orð fremur eftir fjölda atkvæða, áferð, útliti, stuttleika eða öðru slíku en eftir merkingu eða því, hvaða hugsun þau hafa að geyma, ef þau geyma þá nokkra hugsun yfírleitt. Slík orð vil ég kalla „gruggorð", því þau rýra gegnsæi málsins. Það eru að mínu mati mikil málspjöll að rýra gegnsæi íslenskrar tungu, tærleika hennar. Því miður mun ekki vera til nein upprunaorða- bók yfír íslensku. Væri hún til þætti mér gaman að sjá upp- runaskýringar við orð eins og „eyðni, „þota“, nú eða þá „robbi" í merkingunni róbóti. Þessi orð, og ritörg fleiri, eru gjörsneydd öllum hugsunartengslum við það sem þau eiga að merkja. Þau koma „eins og fjandinn úr sauð- arleggnum". Ég stend sem sé með róbótan- um. Með bestu kveðjum." ★ Umsjónarmaður þakkar þetta mikla og skilmerkilega bréf. í því eru reyndar atriði sem hann langar til að gera athugasemdir við í næsta þætti. Umsjónarmað- ur hefur þó aldrei ætlað að gera þáttinn að dómstóli, til þess skortir hann bæði vilja og getu. Þátturinn á einmitt að vera vett- vangur skoðanaskipta og upp- lýsinga. Æðsti dómur um íslenskt mál er og verður hjá þjóðinni allri. Og hvort sem okk- ur líkar betur eða ver, ræður meiri hlutinn, áður en lýkur. En umsjónarmaður vill gjama hafa áhrif á það, hvemig sá dómur fellur, og því mun hann í næsta þætti, sem fyrr sagði, gera nokkrar athugasemdir við sumt í bréfí Jakobs Bjömssonar, eink- um lokakaflann. ★ Hlymrekur handan kvað: Fór Vermundur vestur í Nuq og varð þar svo fengsamur húkk- ari á stundinni, að aðrir á grundinni urðu bara öldungis krúkk. Þurrkrítarmyndir Myndlist Bragi Ásgeirsson í Galleríi Gangskör, Amt- mannsstíg 1, sýnir Ingiberg Magn- ússon 14 myndverk með þurrkrít að uppistöðu en einnig notar hann á stundum prentliti og akrylliti í bland. Við þekkjum Ingiberg sem dug- andi grafíklistamann, sem hefur verið í sókn í þeirri grein á undan- fömum ámm, en hann er miklu minna þekktur á sviði þeirra at- hafna sem hann kynnir að þessu sinni. Þetta em litríkar myndir hjá Ingiberg og í flestum þeirra glímir hann við stór og einföld form er skera gjaman hvert annað. Litir á móti byggingu mætti nefna þetta, því að hér er glímt við hlutföll, hreyfingu, hrynjandi, spennu og liti og leitast við að ná fram þróttmik- illi heild og rismiklu samræmi. í sumum myndanna era formin hörð og oddhvöss ásamt þvi að lita- spilið einkennist af hörkulegum yfírgangi og er ég hér ekki alveg með á nótunum. Þykja mér þær myndir minna meira á formæfingar en djúpa lifun. Mun forvitnilegri þóttu mér myndir þróaðri litræns yfírgangs svo sem „Á heiðinni" (6), „Nætur- frost“ (7) og „Leysing" (12). í þeim þykir mér Ingiberg komast í mest samband við efniviðinn, sem hann Ingiberg Magnússon, listmálari. hefur á milli handanna og liggja meira á hjarta en í öðmm myndum á sýningunni. Þær em á allan hátt mýkri, ferskari og óþvingaðri í út- færslu og í þeim eitthvað af þeim fágæta neista, sem er undirstaða allrar lifandi myndlistar. Það er vísast alveg rétt stefna hjá Ingibergi, að kanna nýjar leiðir í myndlistinni og víkka þar með sjónarhringinn, en ég er þó ekki viss um að hann hafí valið alveg réttu leiðina að þessu sinni, því að einhvem veginn er þetta of hart og einstrengislegt á heildina litið. Hið ljóðræna og óþvingaða hefur f öðm falli vinninginn á þessari sýningu... Sumarbústaður - eignaland Góður sumarbústaður til sölu 100 km frá Reykjavík. Fagurt útsýni. Kjarri vaxið land ogstutt í alla þjónustu. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „E - 6669". Lóðir í Kjalarneshreppi Kjalarneshreppur auglýsir eftir- farandi lóðirtil úthlutunar: 1. Bensínstöðvar/verslunarlóð við Grundarhverfi við Vesturlandsveg. 2. Einbýlishúsalóðir í Grundarhverfi. 3. Raðhúsalóðir í Grundarvhverfi. 4. Iðnaðarhúsalóðir á Esjumelum við Vestur- landsveg. Nánari upplýsingar á skrifstof u Kjal- arneshrepps í síma 91-666076. Héraðssýning á kynbótahrossum Búnaðarsamband Kjalarnesþings efnir til héraðssýningar á kynbótahrossum á Víðivöllum 13. og 14. maí nk. A sýning- unni verða ung, tamin kynbótahross dæmd og tekin í ætt- bók, sbr. 34. gr. búfjárræktarlaga. Dómsstörf hefjast kl. 9 f.h. báða dagana og stefnt er að því að sýna álitlegustu hrossin í reið síðdegis á laugardeginum. Skráning fer fram hjá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings, Búnaðarfélagi ís- lands, skrifstofu Fáks og Hestamanninum í Ármúla og skal vera lokið í síðasta lagi 9. maí nk. Skráningargjald er kr. 1.000,- fyrir hrossiðr Aðeins verða tekin til dóms þau hross, sem skráð eru fyrir 10. maí og með fullnægjandi upplýsing- um á þartil gerðum eyðublöðum, sem fást hjá ofannefnd- um aðilum. Búnaðarsamband Kjalarnesþings, Hamratúni 1,270 Mosfellsbæ, sími 666217. /X Hárskerasveinrt óskast í hluta eða fullt starf. Upplýsingar í síma 12725 kvöldsími 71669 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.