Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
Hlutur aldraðra í
skoðanakönnunum
eftir Hallgrím
Magnússon
Skoðanakannanir hafa á síðustu
árum orðið mikilvægt hjálpargagn
við ákvarðanatöku af ýmsu tagi.
Fjölmiðlar hafa notað þær ( auglýs-
ingaskyni og þær veita stjómmála-
mönnum mikilvægar upplýsingar
um fýlgi almennings við ýmis mál-
efni. Þeir, sem framkvæma skoð-
anakannanir, taka því á sig mikla
ábyrgð, sem felst í því að fram-
kvæma kannanir samviskusamlega
samkvæmt þeim reglum, sem um
skoðanakannanir gilda.
Rétt valið úrtak er eitt af því sem
getur skipt sköpum um, hvort könn-
unin er einhvers virði eða ekki.
Fyrir nokkrum vikum skrifaði Gísli
Sigurbjömsson forstjóri Elliheimil-
isins Grundar grein hér í blaðið, þar
sem hann velti því fyrir sér hvort
um mistök væri að ræða, þegar
öldruðum er sleppt við val úrtaks
fyrir skoðanakannanir eða hvort
þetta sé gert af ásettu ráði og þá
hvers vegna. Athugasemd Gísla er
mjög þörf einmitt nú, þegar lykil-
orðið er að „vera hress" og þeim
sem ekki „er hress" er vísað út í
hin ystu myrkur. Aldur þeirra sem
valdir eru í skoðanakannanir, sem
ætlað er að mæla t.d. fylgi við
stjómmálaflokka, skoðanir á ýms-
um þjóðmálum eða notkun hljóð-
varps og sjónvarps, er með ýmsu
móti. Þegar þetta var lauslega
kannað símleiðis, kom eftirfarandi
í ljós: í stjómmálakönnunum sínum
hefur Dagblaðið kosningaaldur sem
viðmiðun, þ.e.a.s. frá 18 ára aldri
og engin efri aldursmörk. Félags-
vísindastofnun Háskóla íslands hef-
ur gert nokkrar þjóðmálakannanir
og þá spurt fólk á aldrinum 18—80
ára. Sama stofnun hefur einnig
gert nokkrar kannanir á notkun
útvarps og sjónvarps, en þær kann-
anir taka eingöngu til fólks á aldrin-
um 15—70 ára. Landlæknisembæt-
tið hefur gengist fyrir 2 könnunum
um viðhorf_ fólks til heilbrigðis-
starfsfólks. í fyrri könnuninni 1985
var úrtakið frá 18—70 ára, en í
seinni könnuninni 1987 var úrtakið
frá 18—75 ára.
Þessi upptalning vekur nokkra
furðu. Torvelt er t.d. að sjá, hvers
vegna notkun fólks yfir sjötugt á
hljóðvarpi og sjónvarpi er ekki
könnuð, einkum í ljósi þess að þessi
aldurshópur er af mörgum ástæðum
líklegur til að nota útvarp og sjón-
varp talsvert mikið. Einnig er ill-
skiljanlegt að þegar verið er að
kanna viðhorf fólks til heilbrigðis-
starfsfólks skuli þeim aldurshópi
vera sleppt, sem að öllum líkindum
þarf mest á aðstoð heilbrigðiskerfis-
ins að halda. Er hugsanlegt að
ástæða þess að öldruðum er gjaman
sleppt þegar mæla á skoðanir fólks
sé það almenna viðhorf að gamalt
fólk, einkum ijörgamalt, sé orðið
svo lasburða, að það geti ekki svar-
Fyrirlestur
um kvíða-
stillandi lyf
PRÓFESSOR M.H. Lader frá
Institute of Psychiatry Univers-
ity of London mun halda fyrir-
lestur í Domus Medica fimmtu-
daginn 5. maí nk. kl. 17.30.
Fyrirlesturinn mun fjalla um
nýjungar á sviði kvíðastillandi
lyfja. Prófessor Lader, sem kemur
hingað á vegum Geðlæknafélags
íslands, hefur um árabil unnið
brautryðjendastörf við rannsóknir
á áhrifum kvíðastillandi lyfja svo
og svefnlyfja.
að fyrir sig eða haft skoðanir? Erf-
itt er um að dæma, hversu almenn
þessi skoðun er og hve áhrif hennar
er á viðmót við aldraða og fram-
kvæmdir í þágu þessa hóps. Stund-
um virðist þó frekar vera reiknað
með því að þessi aldurshópur hafí
ekki lengur sjálfstæðan vilja eða
skoðanir.
Onnur hugsanleg skýring á úti-
lokun aldraðra úr skoðanakönnun-
um er sú að verið sé að reyna að
halda niðri þeim fjölda í könnun-
inni, sem ekki svarar, því reikna
má með að stærra hlutfall fólks á
aldrinum 75 ára og yfír geti ekki
svarað t.d. símakönnun vegna
heilsubrests heldur en yngra fólkið.
Á geðdeild Landspítalans hefur
á undanfömum árum verið unnið
að ítarlegri könnun geðheilsu
85—88 ára fólks í landinu. Farið
var til allra, sem til náðist á þessum
aldri og spumingalisti lagður fyrir.
Spumingalisti þessi var fyrst og
fremst ætlaður sem hjálpargagn til
að greina geðsjúkdóma hjá öldmð-
um, enda sérhannaður til þess.
Nokkrar spumingar úr listanum
gefa þó ágæta mynd af almennri
líðan fólks á þessum aldri. Mikil-
vægt er að niðurstöður af þessu
tagi séu birtar á opinberum vett-
vangi ef það skyldi verða til þess
að Ieiðrétta bjagaðar hugmyndir
fólks um líðan hinna fjörgömlu.
Úrtakið úr þessari könnun vom
allir íslendingar, sem fæddir vom
á þriggja ára tímabili (árin 1895—
1897). Þegar könnunin var gerð
árið 1983 vom 1.049 lifandi áþess-
um aldri í landinu. Ekki náðist til
173 einstaklinga, en flestir þeirra
bjuggu úti á landi. Tekið var viðtal
við 878 eða 83,5% af öllum en af
þeim vom 76 viðtöl ófullnægjandi,
oftast vegna veikinda. Þeir sem
ekki náðist til höfðu svipaða heilsu
og aðstæður og þeir 876, sem
spurðir vom. Hér á eftir verða birt-
ar niðurstöður nokkurra spuminga,
sem lagðar vom fyrir þá 800 sem
fullnægjandi viðtal var tekið við.
Eitt af því, sem hefur mikil áhrif
á andlega líðan fólks, er hvort það
hefur miklar áhyggjur. í töflu 1
sést að tiltölulega fáir hafa miklar
áhyggjur, konur þó meiri en karlar.
Ástæðan fyrir þessum mun gæti
t.d. verið sú, að karlar eigi erfíðara
með að viðurkenna að þeir hafí
miklar áhyggjur, en einnig er hugs-
anlegt að konur séu í erfíðari að-
stöðu en karlar t.d. vegna þess að
á þessum aldri hafa fleiri konur
misst maka sinn en karlar.
Spurt var um áhyggjuefni, sem
veldur einhverjum en ekki endilega
miklum áhyggjum. Það er athyglis-
vert, hve fáir hafa áhyggjur af fjár-
málum sínum. Aðeins 1,5% hafa
áhyggjur af fjármálum sínum, en
98% hafa ekki slíkar áhyggjur.
Þeir sem á höfuðborgarsvæðinu búa
hafa ívið meiri áhyggjur að þessu
leyti en þeir sem búa á landsbyggð-
inni. Þegar hugsað er til þess að
ellilífeyrir með hámarks tekjutrygg-
ingu er 24.258 kr. á mánuði í mars
1988 og greiðslur úr lífeyrissjóðum
eru enn fremur oft af skomum
skammti, er líklegt að þessi niður-
staða sýni nægjusemi þessarar kyn-
slóðar fremur en að þetta fólk hafí
næga fjármuni undir höndum.
Einnig er athyglisvert að fjárhags-
áhyggjur eru meiri á Reykjavíkur-
svæðinu en á landsbyggðinni. Um
20% fólks á aldrinum 85—88 ára
hafa áhyggjur af eigin heilsu og
9% af heilsu annarra (tafla 2). Hin-
ir kvæntu hafa þó meiri áhyggjur
að þessu leyti eins og við mátti
búast.
Ekki gætir mikillar svartsýni um
framtíðina hjá þessum aldurshópi
(tafla 3). 6,6% karla og 14,7%
kvenna telja sig vera svartsýn á
framtíðina og þeir sem búa einir
eða með maka sínum eru minnst
svartsýnir. U.þ.b. 30% karla og40%
kvenna fínna mikið fyrir þreytu
yfír daginn. Þessi niðurstaða er að
vissu leyti óvænt, meira en helming-
ur fólks fast að níræðu fínnur ekki
sérstaklega fyrir þreytu. Sama má
segja um niðurstöður úr næstu
spumingu, „hefurður verið of slapp-
ur til að gera það sem þig langar
til“. U.þ.b. 35% fólks telur sig vera
of slappt til að gera það sem það
langar til, en aðeins rúmlega 10%
líður alltaf þannig. Slappleiki virðist
því ekki mjög oft vera til fyrirstöðu
hjá 85—88 ára gömlu fólki.
Rúmlega 20% karla og 30%
kvenna segjast vera einmana. Mest-
ur er einmanaleikinn að sjálfsögðu
hjá þeim sem búa einir, en athyglis-
vert er að á langdvalarstofnunum
eru mjög margir einmana. Á
langdvalarstofnun virðast vistmenn
þannig hafa töluverða tilhneigingu
til að einangrast frá umhverfínu.
Mjög fáir eru ósáttir við lífíð,
4—6%, en 66 eru vel sáttir með líf
sitt og tilveru.
Þessar niðurstöður benda til þess
að flestir í hópi hinna háöldmðu séu
vel eða sæmilega sáttir við sína til-
veru, hafí ekki miklar áhyggjur
yfirleitt og telji sig að öllu jöfnu
geta gert það sem hugur þeirra
stendur til hvetju sinni. Meiri hluti
þeirra er við allgóða heilsu, og þeir
eru heilsunnar vegna jafn færir og
aðrir landsmenn til að taka afstöðu
til þjóðmála og dægurmála. Þetta
er ennfremur bjartsýnisfólk upp til
hópa.
Það eru sjálfsögð mannréttindi
að tekið sé tillit til aldraðra á sama
hátt og annarra í þjóðfélaginu í
stað þess að stía þeim frá sem
óábyrgum einstaklingum með eng-
ar skoðanir. Vonandi taka skoðana-
kannanir hér eftir tillit til þessa,
því ef vissir hópar eru undanskildir
úr úrtakinu rýrir það gildi niður-
stöðunnar mjög mikið.
eftír Halldór Jónsson
Það er ávallt tjón að verkfalli.
Þau verðmæti, sem ekki skapast
af vinnu hugar og handa, eru að
eilífu glötuð mannkyninu. Rétt eins
og dauði og eyðileggingarbijálæði
styijalda.
Ef maður lítur til sögunnar, þá
hafa verkalýðsleiðtogar einir sér
aldrei fært umbjóðendum sínum
betri lífskjör, svo neinu nemi. Það
eru vísindi og tækni, sem hafa gert
framleiðslu lífsgæðanna ódýrari)
þannig að menn hafa orðið ásáttir
um, að vinnandi fólk fengi aukna
hlutdeild í framlegðinni. Þekking
og tækni skapa meiri verðmæti með
minni vinnu og þannig verður eitt-
hvað til að skipta.
Fyrir 40 árum kostaði flugfar til
Ameríku um 500 dollara að því að
ég hef heyrt. Nú kostar það minna
en 500 dollara. Og dollarinn er
ekki lengur dollar heldur 20 cent
eða svo. Kaupið hefur farið úr doll-
ar á tímann upp í 10 eða meira.
Hver útvegaði þessa kjarabót?
Svarið er Boeing, Douglas, Pratt
og Whitney og fleiri tæknifyrir-
tæki. Ekki verkföll eða önnur átök.
Hveriir eru þeir þættir sem réðu
því að Islendingar bjuggu við góð-
æri síðasta ár? Steingrímur Her-
mannsson, Þorsteinn Pálsson eða
Guðmundur J.? Eða hitastigið í sjón-
um, veðurfarið, lækkandi olíuverð,
sæmilegur friður á vinnumarkaði
og verðhækkun á erlendum mörk-
uðum?
Nú hafa verzlunarmenn verið í
verkfalli. Hveijum er það þung-
bærast? Þeim sem lægst hefur laun-
in og þarf á hverri krónu að halda
til þess að lifa? Eða þeim, sem hef-
ur há laun, þó hann missi þau verk-
Hallgrímur Magnússon
Tafla 1
Könnun á líðan fólks á
níræðisaldri
Hefur miklar áhyggjur
Já Nei Svara Fjöldi
% % ekki % BP-
Karlar 12,6 86,8 0,6 318
Konur 18,0 80,7 1.2 482
Höfuðb.sv. 17,7 81,1 1.2 486
Aðrir kaupst. 8,8 90,4 0.7 136
Þorp og sveitir 16,3 83,1 0,6 178
Býr ein(n) 9,7 88,3 1,9 154
Býr með maka 8,6 90,7 0,7 140
Býr hjá ættingjum 12,0 86,6 1,4 217
Á langdvalarstofn. 25,6 74,0 0,3 289
Tafla 2
Áhyggjuefni: eigin heilsa
Já Neí Svara Fjöldi
% % ekki % sp.
Karlar 18,2 81,1 0,6 318
Konur 24,7 74,9 0,4 482
Býr ein(n) 21,4 78,6 154
Býr með maka 17,9 80,7 1,4 140
Býr hjá ættingjum 19,4 79,7 0,9 217
Á langdvalarstofn. 26,6 73,4 289
Áhyggjuefni: heilsa ann-
arra
Já Nei Svara Fjtfldi
% % ekki% sp.
9,1 90,6 0,3 318
8,5 90,9 0,6 482
5,3 94,7 151
16,8 82,7 0,5 220
5,8 93,5 0,7 429
Halldór Jónsson
fallstímann? Samningamönnum,
sem láta fella fyrir sér samningana?
Hvers vegna er kjaradeilan látin
bitna á fólkinu en ekki samninga-
mönnunum? Það er miklu nærtæk-
ara að þrengja að samningamönn-
unum, svipað og gert er þegar kjósa
skal páfa. Herða að þeim, þegar
deilan harðnar. Þeir hafí endanlegt
umboð til samninga, eins og
kardínálamir. Þeir verði læstir inni,
með vaxandi harðrétti, takist ekki
samningar með góðu. Á meðan
getur fólkið unnið og haldið litlu
laununum sínum.
Það er bábilja, að ríkisvaldið geti
verið hlutlaust f samningum. Ríkis-
valdið hlýtur að vera aðili að öllum
kjaradeilum, vegna þess að það
setti lögin um verkföll og vinnudeil-
ur sem heimila fámennum hópum
að setja fjöldann í verkfall, úthlutar
starfsleyfum iðnaðarmanna, lækna,
útgerðarmanna og svo framvegis
og leggur á skatta. Það getur því
aldrei verið hlutlaus áhorfandi eins
Tafla 3
Svartsýni á framtíðina
Já Nei Svara Fjöldi
% % ekki % sp.
Karlar 6,6 92,8 0,6 318
Konur 14,7 84,4 0,8 482
Höfuðb.sv. 11,9 87,2 0,8 486
Aðrir kaupstaðir 8,8 89,7 1,5 136
Þorp og sveitir 12,4 87,6 178
Ógift 10,6 89,4 151
Gift 7,3 92,7 220
Áður giftir(ar) 14,0 84,6 1,4 429
Býr ein(n) 5,2 94,2 0,6 154
Býr með maka 2,9 97,1 140
Býr hjá ættingjum 11,1 88,0 0,9 217
Á langdvalarstofn. 19,4 79,6 1,0 289
Tafla 4
Já Nei Svara Fjöldi
% % ekki% sp.
Klarlar 29,6 68,9 1,6 318
Konur 42,5 56,0 1,5 482
Hefur þú verið of slappur
til að gera það sem þig lang-
artil
% Já stund- .TAB alltaf % Já Nei ekki% Svara Fjöldi sp. Karl- 22,0 ar
11,3 62,6 4,1 318 Kon- 22,2 ur
11,2 62,7 3,9 482
Ertu einmana
Já Nei Svara Fjöldi
% % ekki % sp.
Karlar 21,7 74,8 3,5 318
Konur 31,3 67,0 1,7 482
Ógift 32,5 65,6 2,0 151
Gift 11,8 83,6 4,5 220
Áður gift 33,8 64,8 1,4 429
Býrein(n) 36,4 63,6 154
Býr með maka 7,9 86,4 5,7 140
Býr hjá ættingjum 23,5 75,6 0,9 217
Á langdvalarstofn. 35,3 61,6 3,1 289
Hversu sáttur ertu við líf ið
eins og það er nú?
Vel Sœmil. Ósátt. Svara Fjöldi
sóttur sáttur % ekki% sp.
Karlar % 66,7 % 26,7 4,4 2,2 318
Konur 66,6 25,1 6,0 2,3 482
Höfundur er læknir á geðdeild
Landspitsdans.
„Það er bábilja, að
ríkisvaldið geti verið
hlutlaust í samningum.
Ríkisvaldið hlýtur að
vera aðili að öllum
kjaradeilum, vegna
þess að það setti lögin
um verkföll og vinnu-
deilur sem heimila fá-
mennum hópum að
setja fjöldann í verk-
fall, úthlutar starfs-
leyfum iðnaðarmanna,
lækna, útgerðarmanna
og svo framvegis og
leggur á skatta. Það
getur því aldrei verið
hlutlaus áhorfandi eins
og tízka virðist vera að
halda fram.“
og tízka virðist vera að halda fram.
Finnst nokkrum það skynsamlegt
í raun og veru, að láta 400 stéttarfé-
lög, hvert með meira og minna
stöðvunarvald, beijast um kaup-
taxta á 120.000 manna vinnumark-
aðnum okkar, þegar vitað er að
kjörin ráðast mest af allt öðru?
Skyldi í rauninni engu vera hægt
að breyta í þessu þjóðfélagi? Hvorki
kjördæmaskipan og atkvæðismis-
vægi né baráttuleiðum til bættra
lífskjara?
Höfundur er annar af forstjórum
Steypustöðvarinnar hf.
Hvers á láglaunafólkið að gjalda?
Karlar
Konur
Ógift
Gift
Áður giftir