Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.04.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAJÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 53 Kristniboðskaffi í nýju húsnæði Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík hefur í áraraðir haft svonefnt kristniboðskaffi í Bet- aníu 1. maí. Nú sem fyrr hella þær á könnuna, kristniboðskon- urnar, en ekki lengur í Betaniu, því félagið hefur nú ásamt Kristniboðsfélagi karla og Sam- bandi islenskra kristniboðsfé- laga fest kaup á nýju húsnæði á Háaleitisbraut 58, 3. hæð (Mið- bæ). Húsnæðið er ekki fullklárað, en þó svo vel á veg komið að unnt er að hafa þar kaffisölu félagsins. Enn sem komið er þarf að ganga stigana upp á 3. hæð, en vonir standa til að úr rætist með lyftu í framtíðinni. Þetta nýja húsnæði gefur aukna möguleika í starfsemi félaganna að kristniboði heima og ytra. Allur ágóði kaffisölunnar rennur til Kristniboðasambandsins, sem eins og kunnugt er rekur umfangs- mikið kristniboðastarf í Eþíópíu og Kenýu. í Kenýu eru nú tvenn hjón að störfum og í haust halda ein hjón aftur utan til starfa í Konsó Frá guðsþjónustu í Konsóhéraði. og Eþíópíu. Verkefnin eru biýn og fjárþörf mikil til rekstrar hjúkrun- arstarfs, skóla og safnaðarmála. Innlendir kristnir menn eru virkir í starfínu, enda þekkja þeir best hvar skórinn kreppir að og hvað helst má verða til hjálpar. Væntanlega vilja margir leggja kristniboðsmálefninu lið með því að njóta góðra veitinga hjá kristni- boðskonunum á Háaleitisbraut 58 á morgun, 1. maí. Kaffísalan hefst kl. 14.30 og stendur til kl. 17. (Fréttatilkynninfj) Akranes: 32. starfsári Tónlistarskólans að ljúka Akranesi. NÚ ER að ljúka 32. starfsári Tónlistarskóla Akraness og af því tilefni verða haldnir fernir nemendatónleikar hjá skólanum og eru þeir allir haldnir í safnað- arheimiiinu Vinaminni. Fyrstu tónleikamir hafa nú þegar farið fram, en tvennir tónleikar verða laugardaginn 30. apríl og hefjast þeir fyrri kl. 14.00 og kem- ur þar fram fjöldi nemenda sem bæði leika einleik og samleik. Síðari tónleikamir þann dag he§ast kl. 16.00 og þá koma fram nemendur söngdeildar. Þar syngur m.a. Erla Gígja Garðarsdóttir, en hún er nú að ljúka námi við skólann og eru þessir tónleikar hluti af lokaprófí hennar. Undirleikari á söngtónleik- unum verður Timothy A. Knappett. Fjórðu tónleikamir verða svo mið- vikudaginn 4. maí og hefjast kl. 20.30 og em þá jafnframt skólaslit. í vetur hafa nemendur Tónlista- skóla Akraness verið um 200 talsins auk þess sem sú nýbreytni var tek- in upp að bjóða upp á stutt nám- skeið og vom þau þijú talsins, í samsöng, í gítargripum og síðan var stofnuð léttsveit sem komið hefur fram einu sinni. Það er því ekki fjarri lagi að um 300 nemend- ur hafí stundað nám hjá skólanum. Fastráðnir kennarar við skólann em ellefu auk skólastjóra, og stundakennarar em þrír. Skóla- stjóri Tónlistarskólans á Akranesi er Láms Sighvatsson. - JG Brids 687 Amór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni. 13 sveitir tóku þátt í keppninni. Sveit Hjördísar Eyþórsdóttur sigraði. Með henni í sveitinni spiluðu þeir Anton R. Gunnarsson, Jón Þorvarðarson, Guðni Sigurbjamarson og Þórir Sigursteinsson. Röð efstu sveita varð annars þessi: Hjördís Eyþórsdóttir 1446 Kristján Jónasson 1440 Guðmundur Baldursson 1422 Baldur Bjartmarsson 1360 Leifur Kristjánsson 1346 Magnús Sverrisson 1346 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en annan þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur sem jafnframt er fírmakeppni. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 25. apríl, var spiluð síðasta umferðin í þriggja kvölda Mitchell tvímenningi. Urslit urðu þessi: N-S-riðill: Ólafur Gíslason — Sigurður Aðalsteinsson 256 Bjöm Svavarsson — Ólafur Torfason 248 Sigurður Lámsson — Sævaldur Jónsson 240 Dröfn Guðmundsdóttir — ÁsgeirÁsbjömsson 223 A-V-riðill: Halldór Einarsson — Friðþjófur Einarsson 245 Guðbrandur Sigurbergsson — Kristófer Magnússon 242 Sigurberg Elentinusson — Karl Bjamason 224 Erla Siguijónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson 217 Lokastaðan varð þessi: Guðbrandur Sigurbersson — Kristófer Magnússon 712 Sigurður Lámsson — 686 685 Sævaldur Jónsson Dröfn Guðmundsdóttir — Ásgeir Ásbjömsson Erla Siguijónsdóttir — Kristmundur Þorsteinsson Ingvar Ingvarsson — Kristj án Hauksson 675 Þar með lauk síðustu keppni vetr- arins og á einungis eftir að spila við Selfyssinga í hinni árlegu bæjar- keppni félaganna þ. 30.4. nk. Ákveðið hefur verið að aðalfundur félagsins verði haldinn í húsi Hjálp- arsveitar skáta föstudaginn 13. maí og em allir félagar hvattir til að mæta á fundinn, sem er jafnframt lokahóf félagsins. Bridsfélag Siglufjarðar Nýlega lauk fírmakeppni félags- ins og urðu úrslit þessi: Lífeyrissjóður Verkalýðsfélaga Norðurlandi eystra 872 Spilarar: Guðm. — Níels, Anton — Bogi, Haraldur — Hinrik. Bólsturgerðin 854 Spilarar: Björk — Steinar, Stefanía — Valtýr, Sigfús — Sig. Líftr.fél. Andvaka 852 Spilarar: Sigfús — Sig., Stefanfa — Valtýr, Guðm. — Níels. Verkalýðsfélagið Vaka 841 Siglufjarðarbær 826 Aðalbúðin 824 Póstur og sími 823 Ms. Guðrún Jónsdóttir 814 Keppnin var jafnframt tvímenn- ingskeppni ogþar urðu úrslit þessi: Ásgrímur og Jón 879 Gottskálk og Reynir 791 Anton og Bogi 783 Stefanía og Valtýr 783 Björk og Steinar 777 Sigfús og Sigurður 768 HaraldurogHinrik 752 Bergur og Stefán 750 Bridsfélag Reykjavíkur Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon sigraðu í barometer- keppni félagsins sem lauk sl. mið- vikudag. Vom þeir félagar vel að sigrinum komnir, höfðu leitt mótið allan síðari hlutann. Lokastaðan: Ragnar Magnússon — Aðalsteinn Jörgensen 534 Sigurður Siguijónsson — Júlfus Snorrason 502 Sigurður Sverrisson — Bjöm Halldórsson 451 Sævar Þorbjömsson — Karl Sigurhjartarson 374 Björn Eysteinsson — Helgi Jóhannsson 366 Símon Símonarson — Stefán Guðjohnsen 362 Guðlaugur R. Jóhannsson — Öm Amþórsson 358 Hermann Lámsson — Ólafur Lámsson 311 Valur Sigurðsson — Hrólfur Hjartarson 295 Gestur Jónsson — Friðjón Þórhallsson 252 Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 247 Matthías Þorvaldsson — Ragnar Hermannsson 209 Stefán Pálsson — Rúnar Magnússon 166 Bragi Erlendsson — Ríkharður Steinbergsson 153 VEIÐIFÉLAG ELLIÐAVATNS. Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatns- enda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðilevfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns. WÓÐLEÍKHÍSID 1 Vésaling arair cj. Les Misérables Sýningum fer fækkandi og lýkur í vor TÖLVUPRENTARAR SPÁDU Í UÐIN SP/LADU MJED Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er688 322 lld ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þarsem þekking margfaldar vinningslíkur. 30 5þ> ** Lelkir 30. april 1988 ponu K 1 X 2 1 Chelsea - Liverpool 2 Coventry - Portsmouth 3 Everton - Charlton 4 Manchester United - Q.P.R. 5 Newcastle - Oxford 6 Norwich - Luton 7 Nott'm Forest - Wimbledon 8 Sheffleld Wed. - Arsenal 9 SouThampton - West Ham 10 Watford - Derby 11 Crystal Palace - Blackburn 12 Swindon - Leeds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.