Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 Úr safni Sorliers Myndlist Bragi Ásgeirsson Listasagan geymir nöfn nokk- urra frábærra þrykkjara í sögu steinþrykksins — fagmanna sem voru töframenn í þessari vand- meðförnu graflsku tækni. Það stendur ljómi af nöfnum þessara manna, sem margir hverjir gerðu kraftaverk við yfír- færslu listamanna á stein og þiykkingu þeirra. Þá stendur einnig ljómi af nöfnum nokkurra verkstæða víða um heim, sem sérhæfðu sig í því að þrykkja myndir listamanna og er hér Mourlot-verkstæðið í París vaf- alítið nafnkenndast. Á þessu verkstæði mátti stundum sjá listamenn líkt og Picasso, Mat- isse, Chagall, Braque o.fl. vinna hlið við hlið líkt og skólastráka en annars áttu þeir sér sína uppáhaldsstaði innan verkstæð- isins, þar sem þeir unnu einangr- aðir og í friði. Steinþrykkverkstæðin bjuggu hér áður fyrr og gera sum enn yfír fágætu andrúmslofti, er íeysti úr læðingi skapandi krafta myndlistarmanna. Állt var svo ekta innan þeirra og sótt í sjálfa náttúruna. Þessi verkstæði voru (og eru) svo gjörólík þeim sótt- hreinsaða tæknilega óskapnaði, sem nútíminn býður uppá auk þess sem þrykkjaramir voru persónulegir vinir og ráðgjafar listmannanna í tæknilegum at- riðum og unnu með þeim allan tímann. I dag er þetta víða orð- ið miklu ópersónulegra og kald- ara enda bera grafísku verkin vott um þetta — draga eðlilega dám af kaldhamraðri tækninni. Fyrsti prentari hjá meistara Fel- ix Mourlot nefndist Henri Desc- hamps en honum var veitt hörð samkeppni af öðrum snillingi, Charles Sorlier, sem hafði áður starfað með Dufy og Chagall. Sorlier þessi hefur verið haldinn mikilli söfnunarástríðu því að hann og Pierette, kona hans, gáfu meira en 500 þrykk eftir marga helstu meistara listasög- unnar til safnsins „Musée de Sables - d’Olonne", þar sem þau munu í framtíðinni verða sýnd í sértöku safnhúsi innan safnsins sjálfs. Lítið sýnishom þessarar gjafar hefur ratað hingað til ís- lands og er sýnt í vestari gangi Kjarvalsstaða um þessar mundir og fram til 8. maí. Er sýningin hingað komin í samvinnu við Menningarmáladeild franska sendiráðsins. Hér getur að líta verk eftir ýmsa stórmeistara aldarinnar, en þó fer einhvem veginn svo lítið fyrir þessari sýningu — er líkast því sem að hijúft gólfíð gleypi myndimar þannig að því er fjarri að þær njóti sín til fulls. I öðru og hlýlegra umhverfí hefði þessi sýning án nokkurs vafa notið sín mun betur. Menn geta bara ímyndað sér þessar myndir haga uppi í Listasafni fslands í sama sal og Soulages-sýningin er. Eiginlega nýtur sín einungis ein mynd til fulls, sem er hin blæbrigðaríka svart-hvíta mynd Honoré Daumiers, „M. Arlépa- ire“, sem er elsta myndin á sýn- ingunni, eða frá 1833. En sýningin er þó sannarlega þess virði að vera skoðuð í bak og fyrir af íslenzkum grafíklista- mönnum og öllum sem áhuga hafa fyrir á þeirri heillandi list- grein sem steinþiykkið tvímæla- laust er. Mourlot, Henry Deschamps. Landslag og nostalgía Myndllst________________ Bragi Ásgeirsson Listakonan Þorbjörg Höskuldsdótt- ir verður að teljast með staðföstustu íslenzku myndlistarmönnunum, sem við eigum um þessar mundir. Hún þróaði snemma ákveðið mynd- mál, sem hún hefur haldið tryggð við síðan og virðist á engan hátt vera að fjarlægjast það, þótt kenna megi ýmsar smábreytingar á hverri sýningu. Slíkt er einnig upp á teningnum hvað varðar sýningu verka hennar í Gallerí Borg, sem um þessar mundir og til 10. maí kynnir 22 nýjar olíumyndir og teikn- ingar eftir listakonuna. Sem fyrr staðsetur Þorbjörg eins kon- ar brot af fomum hofum inn í íslenzkt landslag — súlur, marmaragólf og jafn- vel manneskjur sem af öðrum heimi og nær hér stundum merkilegu samræmi. Þetta samræmi er hennar eigið og per- sónulega framlag til íslenzkrar myndlist- ar. Kannski er á köflum full mikil harka í hinum byggingarfræðilegu formum f forgmnninum og tengingin ekki nægi- lega sannfærandi, en sé svo hefur hún fullkomlega sigrast á þeim galla í mynd- um eins og „Rof“ (1) en þó einkum „Húm“ (4), sem er vafalítið listrænasta myndin á sýningunni — einföld og ris- mikil. í þessum myndum báðum er ákveðin ljóðræna, sem tekur skoðandann föstum tökum líkt og hér sé einhver galdur á ferð og dulmagnaður seiður úr fortíð. Blýantsrissin á sýningunni eru mjög vel unnin, en virka þó sumar meira sem eftirtektarverðar myndlýsingar en sjálf- stæð sköpunarverk. í þeim er rík tilfínn- ing fyrir svart-hvltum blæbrigðum, um leið og þær virðast allar vera að segja einhveija sögu. Sé einungis litið til hins besta á sýn- ingunni er hér um markverðan áfanga að ræða í list Þorbjargar Höskuldsdóttur. Sumarstarf} í Reykjavík fyrir börn og unglinga þessari viku fá nemendur í grunnskólum Reykjavíkur í hendur bækling meö upplýsingum um framboð á sumarstarfi borgarstofnana og félaga í Reykjavík. Foreldrar eru hvattir til aö skoöa bæklinginn vandlega meö börnum sínum. Gleðilegt ffH sumar! ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ SfMI: 62 22 15 Innritun í sumarstarf á vegum ÍTR. Innritun í Laugardalshöll 14. og 15. maí kl. 13.00-18.00. Framhaldsinnritun fer fram á viðkomandi starfsstöðum frá 16. maí. Ekki er innritað í síma. Þátttökugjald greiðist við innritun. Upplýsingar í Laugardalshöll 14. og 15. maí í síma 680980. m ÍS M Æ Lýst eft- ir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstrí sem varð & Háaleitisbraut, við Fellsmúla og Safamýrí á laugardagsmorg- nn um klukkan 11.40. Þar óku namnn tveir fólksbilar, Citroen 2BX og Volkswagen Jetta. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.