Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 33 kaupkröfum starfsfólks síns i upp- hafi þessa árs. Það var í upphafi alveg ljóst að þær kjarabœtur fengju ekki staðist nema hvort tveggja kæmi til: í fyrsta lagi að verðlag á afurðum okkar erlendis lækkaði ekki, og í öðru lagi að stjórnvöldum þessa lands tækist með sameiginlegu átaki allra að drepa verðbólguna hér innanlands. Hvorugt hefur gengið eftir. Verðlag sjávarafurða hefur nú fallið verulega og ekki séð fyrir endann á því. Borin von er að stjórn- völdum takist að þessu sinni að kveða niður verðbólguna. Það er við þessar aðstæður sem hags- munaaðilar í sjávarútvegi hafa full- yrt að þýðingarlaust sé að halda við núgildandi stefnu í gengismál- um. Slíkt mundi á örstuttum tíma leiða til hruns, ekki eingöngu í sjáv- arútvegi heldur mest alls efnahags- lífsins með skelfilegum afleiðingum, ekki síst fyrir launþega þessa lands. Það er ekki af ábyrgðarleysi hagsmunaaðila í sjávarútvegi að þeir kveða upp úr um þessa hluti, heldur þvert á móti lífsnauðsynlegt til að forðast stórslys. Það er eflaust mjög sárt fyrir marga að þurfa að viðurkenna að fastgengisstefnan hafi mistekist. Það er jafnframt afar brýnt að menn geri sér grein fyrir því að hún mistókst eingöngu vegna þess að ekki tókst að hemja verðlag hér innanlands. Við hverja er að sakast? Á síðastliðnu ári var gengi fast. Þrátt fyrir það var verðbólga hér á landi 23%. Hvernig stóð á þessu? Hverjir voru það sem brugðust? Hverjir voru það sem gengu á und- an með góðu fordæmi og nýttu sér ný viðhorf í rekstri? Voru það stjórnendur sveitarfélaganna? Voru það stjórnendur orkufyrirtækjanna? Voru það þeir sem stjórna efna- hagsmálum þessarar þjóðar? Eða kannski æðstu yfirmenn peninga- málanna — var það kannski Seðla- bankinn? Sýndi sú stofnun ráðdeild og sparnað í rekstri, fyrirhyggju og nægjusemi í fjárfestingum? Það mundi ekki skaða þann ágæta mann sem skrifaði síðasta Reykjavíkurbréf að glöggva sig nokkuð á þeim tölum og öðrum slíkum. Það væri lika mun nytsam- ara heldur en sýknt og heilagt að vera að agnúast út í þann atvinnu- veg sem fært hefur íslenskri þjóð hvað best lífskjör sem þekkjast í heiminum. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri við önundar- fjðrð. a í bið- tofnun að auglýsa eftir handhöfum láns- loforða til þess að taka þátt í bygg- ingaframkvæmdum, en fáir hefðu sýnt sig þegar það var gert. Á árunum 1955-1976 fóru 42,98% nýþyggingalána til Reykjavíkur. Á sama tíma fengu aðrir landshlutar sem hér segir: Vesturland 4,74%, Vestfirðir 2,88%, Norðurland V. 2,27%, Norðurland E. 10,14%, Austurland 4,66%, Suðurland 7,89% og Reykjanes 24,44%. Hlutfall Reykjavíkur var lægra á árunum 1975—1983, fór lægst í 21,3% árið 1980. 1984 er hlut- fall lána sem fara til höfuðborgar- innar 43,4%, 1985 er það 49,3% og 1986 er það 58,7%. Mestur hefur samdrátturinn orðið á Norð- urlandi eystra, þar var hlutfallið 19,1% árið 1980 en var árið 1986 komið niður í 2,4%. Þessar tölur eru úr ársskýrslum Húsnæðis- stofnunar, þær nýjustu frá 1986. / Morgunblaðið/Bjami Gunnar J. Friðriksson, formaður VSÍ (t.h.), tekur í hönd Guðmundar Vignis Jósefssonar, aðstoðarsáttasenijara, eftir undírritun samninganna f gær. Á bak við þá stendur Björn Þórhallson, formaður Landssambands islenskra verslunarmanna. Nýir samningar við verslunarmenn: Hækkun á launauppbót og stytting gildistíma SKRIFAÐ var undir nýja kjara- samninga á milli vinnuveitenda og 13 félaga verslunarmanna í húsi ríkissáttasemjara laust eftír hádegi í gær eftir rúmlega 20 stunda fund. Samningurinn er f flestum atríðum svipaður miðl- unartillögu ríkissáttasemjara, en þrjár meginbreytíngar hafa þó verið gerðar frá henni, sem fel- ast f hærri greiðslum og styttri gildistíma. í fyrsta iagi er gert ráð fyrir 1200 króna launauppbót á mánuði til alls afgreiðslu- og skrifstofufólks sem ekki fær bónus eða vaktaálag, en ( miðlunartillögunni var gert ráð fyrir 750 króna uppbót og aðeins til afgreiðslufólks. I öðru lagi er ( samningnum 5000 króna ein- greiðsla í júni sem ekki var í miðlun- artillögunni. í þriðja lagi styttist gildistími samningsins, hann er til 20. febrúar í stað 10. apríl, og um leið fellur niður hið siðasta af þrem- ur „rauðum strikum" með vísitölu- viðmiðun. Þá er nýtt ákvæði um fræðslunefnd sem á að skipuleggja námskeiðshöld hjá verslunarmönn- um. Þeir fulltrúar vinnveitenda og verslunarmanna sem Morgunblaðið ræddi við voru sammála um að mjög góður andi hefði rikt í þess- arri fjórðu lotu viðræðnanna miðað við það sem á undan hefði gengið og að óformlegt „vopnahléssam- komulag" samningsaðila á aðfarar- nótt þriðjudags hefði greitt mjög fyrir viðræðunum. Leó Kolbeinsson, formaður Verslunarmannafélags Borgarness sagði að verslunarmenn hefðu náð fram talsverðum breytingum frá miðlunartillögunni og að tekist hefði með honum að bæta kjör hinna lagst launuðu. Hann sagði að mjög mikil harka hefði verið í deilunni, og hún hefði hugsanlega aldrei verið meiri. Fara þyrfti aftur til ársins 1963 til að finna verkfall verslunarmanna af svipaðri lengd og nú hefði verið. Steini Þorvalds- son, formaður Verslunarmannafé- lags Ániessýslu, sagði að samning- urinn væri áfangasigur og hann væri viðunandi. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, sagði að hann hefði kosið minni breytingar á samningum, en eins og mál hefðu þróast hefði frið- urinn verið keyptur réttu verði af báðum aðilum. Þórarinn sagði það ljóst að kjör verslunarmanna yrðu síst betri en annarra þegar tap vegna verkfallsins væri tekið með. Hann sagðist ekki hafa búist við jafn harðri deilu við verslunarmenn og raun varð á, en vinnuveitendur hefðu staðið í mjög harðri samn- ingalotu frá þvi í janúar. „Þessi átök í vetur hljóta að vekja okkur sem þjóð til umhugsunar um að fara að skoða þær leikreglur sem hér eru í gildi um samskipti aðila vinnumarkaðarins. Við erum stöð- ugt að semja um aukna verðbólgu, allir þeir samningar sem við höfum gert í vetur eru verðbólgusamning- ar, en við höfum reynt í vetur að semja ekki um meiri launahækkan- ir en það að þeir leiddu til 20% verbólgu," sagði Þórarinn V. Þórar- insson. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari: Mildll samningsvilji í lokalotunni „ÉG MERKTI það strax f upp- hafi þessarrar lotu að það var gífurlegur vilji hjá báðum aðilum að leysa þessa deilu, eins og kom fram f þvf „heiðursmannasam- komulagi" sem gert var um að vera ekki með ýtrustu aðgerðir. Ég held að menn haf i verið bún- ir að gera það upp við sig að úr þvf sem komið er var þetta eina leiðin," sagði Guðlaugur Þor- valdsson, ríkissáttasemjari, en það hef ur mikið mætt á honum f kjaradeilum undanfarinna vikna og mánaða. „Ég átti ekki von á því þegar ég kom heim frá Akureyrarsamning- unum að þetta byði mín, en hinsveg- _ar sá ég það fíjótlega eftir heim- komuna að þetta myndi verða mjög harðvítug deila. Vinnuveitendur voru bundnir af sínum fyrri samn- ingum og forystumenn verslunar- manna höfðu tvífellda samninga að baki." Aðspurður sagði Guðlaugur að kjarasamningalotan í ár hefði verið mjög erfið, en hins vegar hefði árið í fyrra verið mjög erfitt lfka, ekki síst vegna sjómannadeilunnar. Guðlaugur var spurður að því hvort of mikið væri lagt á embætti ríkissáttasemjara með öllum hinum fjölda deiliia sem hefur verið vísað þangað i ár. „Það er ljóst að þetta húsnæði er sprungið, og það er er- fitt fyrir okkur tvö á skrifstofunni að anna þessu. Ég hef notið dyggi- legrar aðstoðar Guðmundar Vignis Jósefssonar, aðstoðarsáttasemjara, en með sama áframhaldi verð ég að nota mér í ríkari mæli heimildir að kveðja til aðstoðarsáttasemjara. Það getur hins vegar oft verið er- fitt f hatrömmum deilum að fá menn sem eru óvanir til að taka slíkt að sér." Sérðu fram á einhverja hvild nú eftir þessa lotu? „Ég er svo bjart- sýnn að ég vona að ég fái sumarið í Skorradal. Það er mitt tilhlökkun- arefni." Gúrkubændur töpuðu milljón í verkfallinu GÚRKUBÆNDUR töpuðu rúm- lega einni milljón kr. vegna verk- falls verslunarmanna. Vegna verkfallsins voru allar stærstu verslanir lokaðar og erfitt að koma vörum f aðrar vegna fá- mennis þar. Grænmeti var ekki boðið upp hjá Sölufélagi garðyrkjubænda á meðan á verkfallinu stóð en dreifingardeild fyrirtækisins var opin. Mikið barst að af gurkum í verkfallinu og vegna litillar sölu fóru yfir 10 tonn fyrir lítið, ýmist í niðursuðu eða á haug- ana, að sögn Kristjáns Benedikts- sonar markaðsstjóra. Verðmæti þess sem eyðilagðist er á aðra milljón kr. og að sögn Kristjáns lendir megin- hluti tjónsins á 10-12 gúrkubænd- um. Verkfallið hafði einnig slæm áhrif á sölu annarra grænmetisteg- unda hjá Sölufélaginu. Fundi frestað í Eyjum FUNDI, sem vera áttí hjá ríkis- sáttasemjara f gær í kjaradeilu Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og verkakvennafélagsins Snótar við viðsemjendur sína, var frestað þar sem óf ært var úr Vestmanna- eyjum. Fundur verður haldinn strax og fært verður milli lands og Eyja. Yfir- vinnubann hefur verið f gildi frá 12. apríl síðastliðnum hjá Verkalýðs- félagi Vestmannaeyja. Undirritaðir voru samningar milli langferðabílstjórafélagsins Sleipnis og viðsemjenda þeirra hjá ríkissátta- semjara seinnipartinn í gær. Bera átti samningana undir félagsfund i Sleipni i gærkveldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.