Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 37
-h MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 37 FERÐAMÁL AISLANDI / Einar þ. Guðjohnsen FERÐAFÉLÖGIN Skömmu fyrir páskana átti Sjónvarpið viðtal við ferðamála- stjóra og var rætt um páskaferð- irnar framundan. Barst talið með- al annars að innanlandsferðum og virtist fátt eitt vera á dagskrá í þeim efnum. Ekki var minnst á ferðafélögin tvö, sem allan ársins hring halda uppi fjölda ferða um landið, og buðu einnig upp á fjölda ferða, langar og stuttar, um pá- skana. Þegar forustumenn ferðamál- anna vita ekki einu sinni um þessi félög og starfsemi þeirra, eða muna ekki eftir þeim þegar rætt er um innanlandsferðir, er varla von að almenningi detti þau í hug þegar á að fara að ferðast. Því vil ég hér vekja nokkra athygli á starfi þessara tveggja félaga, Ferðafélags íslands og Útivistar. Ferðafélag íslands var stofnað 1927 og er því 60 ára gamalt. Auk þess að hafa gefíð út frábær- ar árbækur með lýsingum f máli og myndum af nánast öllu íslandi iiefir það haldið uppi viðamikilii ferðastarfsemi allt frá stonun. Eðlilega hafa ferðir félagsins breyst mikið frá byrjun enda hafa orðið stórstígar framfarir í ferða- háttum sfðan 1927. Eitt hefír þó ekki breyst, en það er góður undirbúningur f erð- anna og traust og góð fararstjórn. Þetta hefir frá upphafi verið grundvallarþáttur ferðanna, og á 60 ára starfsemi félagsins hafa engin meiriháttar óhöpp skeð f ferðum. Félagið Útivist var stofnað 1975 og er því orðið 13 ára. Á sama hátt og ferðafélagið hóf Útivist útgáfu góðra ársrita og að skipuleggja ferðir, langar og stuttar, og einnig allan ársins hring. Sama alúð var lögð í undir- búning ferða og val á traustum og reyndum fararstjórum. Engin meiríháttar óhöpp hafa heldur orðið f ferðum félagsins á 13 ára ferli. Ég, sem þetta rita, sat í stjórn Ferðafélags íslands um 18 ára skeið og var framkvæmdastjóri félagsins í 12 ár. Þá var ég einn- ig stofhandi Útivistar og stjórnaði því félagi fyrstu 7 árin. Það fer því ekki á milli mála að ég er mjög vel kunnugur starfi beggja félaganna. í þessari grein er ekki ætlunin að fara nánar út f ágreining og aðdraganda að stofnun Útivistar. Mun ég í stórum dráttum segja frá ferðastarfsemi beggja félag- anna og ekki sundurgreina hvað er hvors félags. í upphafi töldu sumir að stofhun Útivistar væri til höfuðs ferðafélaginu, en eins og ég vissi fyrir varð samkeppnin báðum félögum holl. Mörg ágrein- ingsatriði hafa eyðst með árunum. Ferðirnar skiptast f þrjá flokka. 1. Einsdagsferðir. 2. Helgarferðir. 3. Sumarleyfisferðir. Stuttu ferðirnar eru farnar á sunnudögum, sumum laugardög- um og flestum öðrum frfdögum ársins. Yfirleitt er lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinnni kl. 13 og stundum fyrr ef lengra á að fara. FEROAFÉLAG ÍSLANDS UTIVISTARFERÐIR OUTDQOR UFI TOORS 1988 FEROAAÆTLUN ÍCELAND TOURS 1988 GfiðfÍHNi 1 - VfrTíKtAVlK Skrá yfir ferðirnar er birt í ferðaá- ætlun félaganna og auk þess aug- lýstar f félagsdálkum dagblað- anna. Ferðirnar eru öllum opnar, seldar á hóflegu verði og frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Þessar stuttu ferðir eru yfirleitt við allra hæfi og sériega þægileg- ar fyrir fólk með börn. Sumir halda að þeir, sem f slfkar ferðir fara, þurfi að vera þjálfaðir f göngum, en sú er ekki raunin. Samt verður að viðurkenna að ferðirnar eru misjafnlega léttar, og þvf skal byrjendum ráðlagt að fara fyrst í mjög léttar ferðir ^neðan þeir eru að átta sig á út- búnaði og gönguálagi. Engan sérstakan útbúnað þarf f þessar ferðir annan en góða skó og hlýjan fatnað yst sem innst. Þetta þýðir einfaldlega að konur mæti t.d. ekki á háhæluðum skóm og nælonsokkum. Slfkur fatnaður hefír sést jafnvel f fjallaferðum, en heilbrigð skynsemi ætti að forða flestum frá þvf klæðavali. Ef menn átta sig á því að velja réttan klæðnað hverju sinni sjá þeir, að veðrið skiptir ekki lengur heinu máli. Aðalatriðið er að láta veðrið ákveða klæðnaðinn. Þá sjá menn að veður er aldrei vont held- ur misjafnlega gott. Nauðsynlegt er að hafa með sér hæfUegt nesti til dagsins, eink- um ef börn eru með. Það er nota- leg stund í hverri ferð þegar sest er niður á skjólgóðum stað og nestið snætt. Gott er að hafa lítinn bakpoka eða axlartösku, þannig að hendurnar geti verið lausar. Annar flokkurinn er helgar- ferðir og er þá dvalið að heiman f eina eða fleiri nætur. Stundum er gist f skálum eða húsum, ann- ars f tjöldum. í þessum ferðum þarf að hafa meiri útbúnað svo sem svefnpoka og meiri mat. í tjaldferðum þarf einnig að hafa einhverskonar dýnur að liggja á og hitunartæki. Þessar ferðir eiga að vera auðveldar fyrir alla en það er eins hér og f stuttu ferðun- um að menn læra smám saman af reynslunni. í þriðja flokknum eru lengstu ferðirnar. Þar þarf að hugsa svo- lftið lengra fram í tímann og áætla hvað þarf að hafa með. Stundum er hægt að endurnýja birgðirnar á leiðinni. Einnig f þessu tilviki læra menn smám saman af reynslunni. Bæði f öðrum og þriðja flokkn- um eru svokallaðar gönguferðir, en f þeim er gengið frá einum stað til annars með allt hafurtask á bakinu. Þessar ferðir geta verið nokkuð erfiðar, einkum ef tjöld þarf að bera með sér. Þá þarf að hafa nokkuð sérhæfðan útbúnað. Mikið úrval er nú af slfkum út- búnaði í ferðavöruverslunum. í öllum ferðum er fararstjori sem gætir öryggis hópsins og fræðir um ýmsa þætti náttúrunn- ar. Það er auðvitað svolítið mis- jafnt hvaða áherslu hver farar- stjóri leggur á fræðsluiia, en allir vita þeir margt og mikið og hafa mikla reynslu að byggja á. Of oft kemur það fyrir, að menn kaupa dýr og góð tæki, rjúka svo af stað með oftrú á tækjunum og án þess að kunna að ferðast með fullri virðingu fyr- ir náttúruöflunum. Þá verða stundum alvarleg slys. Einstakl- ingshyggjan hleypur stundum með menn f gönur. Því mæli ég með því, að menn ferðist fyrst með ferðafélögunum og ferðist öruggt. Þá kynnast menn landinu, læra að ferðast og að bera fulla virðingu fyrir náttú- runni. Seinna geta menn byggt á þeirri reynslu f eigin ferðum. Við getum ekki lært að meta okkar eigið land nema að þekkja það. Við getum heldur ekki metið rétt önnur lönd nema að þekkja okkar eigið land. Við getum jafn- vel ekki lært að meta okkar eigið land til fulls nema að þekkja eitt- hvað til annarra landa. Það er góður skóli f ferða- mennsku að ferðast með Ferðafé- lagi íslands og Útivist. ea uppþvottavélin hljóðlát - dugleg - örugg ¦ ,^^^-n____mr—^^ ^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ^/•RÖNNING •//'// heimilistæki KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868 BÓk um keltnesk áhrif á íslandi ÚT ER komin bokin Gaelic Influ- ence ín Iceland. Historical and Literary Contacts. A Survcy of Research (þ.e. keltnesk áhrif á íslandi. Stfguleg og bókmennta- leg tengsl. Yfirlit rannsókna.). Httfundur bokarionar, sem Bamin er á ensku, er Gfsli Sigurðsson M. Phil. Meginviðfangsefni bókarinnar, sem skiptist f níu kafla, er að gefa yfirlit yfír kenningar fræðimanna um viðfangsefnið, en jafnframt freistar höfundur þess að vega og meta þessar kenningar. Af efnisþáttum ma nefna vitn- eskju og kenningar um kynni víkinga af írum, Kelta á íslandi, blóðflokkarannsóknir, keltnesk áhrif og keltnesk minni í einstökum bókmenntaverkum svo sem Forn- aldarsögum, Eddukvæðum, Snorra-Eddu, íslendingasögum og kenningar um keltnesk áhrif í drótt- kvæðum. Þá fylgir mjög rækileg skrá yfir bækur og ritgerðir fyrri fræði- manna um-efnið. Gaelic Influence in Iceland er 46. bindið f ritröðinni Studia Is- landica sem gefín er út f samvinnu Bókmenntafræðistofnunar Háskóla íslands og Bókaútgafu Memúngar- sjóðs. Bókin er 172 bls. að stærð og prentuð í Prenthúsinu sf. TOBI Alhliða verslanainnréttingar Jjfc Alhliða verslanainnréttingar meö -0T öllu tilheyrandi. Útiit og innrétting verslunarereinn af megin þáttum í góöri afkomu verslunar. Láttu TOBI skapa nýtt umhverfi í verslun þinni sem fellur að því sem þú selur. Veldu sjálf ur innréttingu eða hluta innréttingar. sem þú getur fengið á föstu verði og ákveðnum afhendingartíma. Láttu okkur finna innréttingu sem hentar þér og því sem þú selur. Hringið og biðjiö um bæklinga og upplýsingar, eða viðtal, við erum ávallt til þjónustu. TOBI AÐALUMBOÐ Ó. JOHNSON & KAABER HF. Sími 91-24000 3M**giiitW<ftfft Góðan daginn! <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.